Voru drekar í raun og veru risaeðlur?

golden_dragon_reading_book.jpgSögur af risastórum dýrum sem menn kalla dreka hafa lifað með mannkyninu í árþúsundir og er að finna víðsvegar um heiminn eins í Evrópu, Asíu, og Norður og Suður Ameríku.  Þegar vísindamenn byrjuðu að uppgvöta leifar af risaeðlum þá hefðu rökréttu viðbrögðin átt að vera að þarna væru leifar þessara dýra sem menn hafa verið að tala um þúsundir ára en af einhverjum ástæðum þá gerðist það ekki.

Í dag gefa menn sér það hreinlega að leifar þessara dýra hljóti að tilheyra risaeðlum sem dóu út fyrir 65 miljón árum síðan því sannarlega er það ekki stutt af neinum almennilegum vísindalegum gögnum.  Ákveðinn hópur manna hefur skáldað upp sögu þessa heims og síðan reyna þeir að finna stað fyrir þessi dýr í þeirri sögu. 

Meðal frægra manna í mannkynssögunni sem hafa fjallað um dreka sem raunveruleg dýr eru Alexander Mikli, Herodotus,  Marco Póló og Flavius Josephus. Ótal aðrir hafa lýst drekum sem alvöru dýrum og lýsingarnar hafa passað við okkar þekkingu á risaeðlum, hérna eru nokkur slík dæmi: http://www.genesispark.com/exhibits/evidence/historical/dragons/   Auðvitað er ég ekki að segja að allar sögur af furðulegum dýrum séu sönn, aðeins að eitthvað af þessum sögum eiga rætur í sögulegum atburðum þar sem menn rákust á þessi svakalegu dýr.

dino1.jpgHérna til hægri er t.d. höggmynd af dýri sem passar aðeins við Stegosaurus sem er að finna í Angkor Wat í Kambódíu en það er frægt musteri frá 12. öld. Við höfum fleiri slíkar höggmyndir af dýrum sem að mínu mati passar aðeisn við risaeðlur.  Hérna er eitt slíkt dæmi í viðbót: Bishop Bell’s brass behemoths!

Síðan má ekki sleppa dæminu frá Biblíunni sjálfri: Bible and Behemoth 

Lífrænar leifar

Það sem síðan ætti að gera út af við þetta mál er að við höfum fundið lífrænar leifar af risaeðlum. Hérna fyrir neðan eru myndir af því sem fannst og grein sem fjallar ýtarlegra um það sem fannst.  Þetta er svona svipað eins og að ganga inn í herbergi og þar er köld kók með gosi í og einhver reynir að sannfæra þig um að kókin sé frá landnámsöld, það væri engin leið að trúa því og alveg eins er engin leið til að trúa því að þessar lífrænu leifar af risaeðlum séu margra miljón ára gamlar. 

Grein sem fjallar um ýtarlega um þennan fund, sjá: Still soft and stretchy

Eitt áhugavert sem mig hefur lengi langað að fjalla sérstaklega um svo ég læt hér nægja að benda á grein um þetta atriði. Það sem um ræðir er að þegar við finnum heilar beinagrindur af risaeðlum þá hafa þær einkenni þess að hafa drukknað. Hérna er fjallað um þetta: Simplest Explanation: Dinosaurs Drowned   Að svona risastór dýr drukknuðu bendir fyrir mitt leiti mjög til þess að sagan af syndaflóðinu sé sönn.

Enn sem komið er hef ég ekki séð sannfærandi gögn og rök fyrir því að risaeðlur dóu út fyrir 65 miljón árum síðan svo þangað til þá tel ég að sagan sem Biblían gefur fyrir sögu þessa heims passi best við staðreyndirnar og það er að líf á þessari jörðu var skapað fyrir innan við tíu þúsund árum síðan og menn og risaeðlur voru uppi á sama tíma en smá saman hafa þær dáið út eins og helling af öðrum dýrategundum.

 


mbl.is Milljónir fagna nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband