Kettir, stórkostleg dýr, blessun ekki bölvun

cute-kittens-3.jpgKettir eru með skemmtilegustu dýrunum sem Guð skapaði, nóg er að kíkja á youtube og slá inn "cats" og sjá mjög langan lista af myndböndum af köttum að gera eitthvað sniðugt. Til dæmis þetta sem fylgir þessari grein hefur fengið 59 miljón heimsóknir sem hlýtur að teljast mjög gott.

Miðað við hve mikið af fólki þykir vænt um þessi dýr og margir hafa gaman af þeim þá er alveg sorglegt að þessi dýr skuli vera litin af mörgum í samfélaginu sem einhvers konar bölvun.  Ég tel að það hljóti að vera leið til að leysa þetta "vandamál" á þann hátt að allir geti verið ánægðir. Það sem mér dettur í hug er að búa til skemmtilegt heimili fyrir þá ketti sem hafa ekkert heimili.  

Staður þar sem þeir hafa nægt pláss til að leika sér og auðvelt er fyrir fólk að koma og heimsækja þá út í náttúrunni. Það er ekki gaman að hugsa til þess að fjöldi katta séu læst inn í búrum og þeirra bíði ekkert nema að vera svæfð þegar búið er að gefast upp á því að finna heimili fyrir þau. Það hreinlega getur ekki kostað mikið að gera þetta þannig að úr myndist staður þar sem þessum dýrum líður vel og fólk getur sömuleiðis skemmt sér við að heimsækja.  Ég er í þeirri aðstöðu að þurfa fara með minn kött í Katthollt og það sem ég fékk að heyra frá þeim var að hann yrði bara svæfður.  Það er að gera þetta frekar erfitt þar sem manni þykir alltaf vænt um þessi krútt.  Aftur á móti, ef spurningin væri að fara með köttinn á stað þar sem ekki er áætlunin að drepa hann heldur staður þar sem honum líður vel þá væri þetta allt annað mál.  Hve margir foreldrar ætli hafi logið að börnunum sínum og sagt að litla gæludýrið hafi verið sent í sveit þegar því var í rauninni lógað?  

Svo, það sem ég tel að kæmi út úr þessu væri eftirfarandi:

  • Staður sem fólk hefði gaman af að heimsækja og horfa á dýrin leika sér.
  • Miklu auðveldara fyrir fólk að fara með ketti á slíkan stað en staðan er í dag.
  • Svona staður gæti verið fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir sem glíma við þetta eins og bölvun en ekki blessun.
  • Værum ekki með helling af dýrum sem er í rauninni að fara illa með því að þessum dýrum líkar ekkert við að vera læst í litlum búrum í marga mánuði eða ár. Mér finnst hreinlega að við ættum að hafa samviskubit yfir því að vera sátt við að ótal dýr lifi við þannig aðstæður.

Ég vil endilega koma þessari hugmynd á framfæri í þeirri von að hægt verði að breyta einhverju sem er vandamál í eitthvað skemmtilegt. Væri við hæfi að Besti flokkurinn kæmi slíku máli til leiðar.

 

Síðan mitt uppáhald


mbl.is Mótmælir aðgerðum gegn köttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband