Er flagellum mótorinn ekki óeinfaldanlegur?

flagellum_diagramÞetta er svar við greininni: Evolution myths: The bacterial flagellum is irreducibly complex sem mér var bent á fyrir nokkru.

Evolution myths: The bacterial flagellum is irreducibly complex
The best studied flagellum, of the E. coli bacterium, contains around 40 different kinds of proteins. Only 23 of these proteins, however, are common to all the other bacterial flagella studied so far. Either a "designer" created thousands of variants on the flagellum or, contrary to creationist claims, it is possible to make considerable changes to the machinery without mucking it up

Ef að einhver hefði þá skoðun að þeir manngerðu mótorar sem við höfum búið til á síðustu hundrað árum eða svo væru í rauninni ekki hannaðir vegna þess að það væru til margar gerðir af mótorum þá myndum við bara hlægja að slíkum rökum.  Það eru akkúrat rökin sem hérna koma fram.  Svarið við spurningu greinarhöfunda er að gögnin benda til margskonar mótora sem voru hannaðir og það líklegast líka hægt að breyta sumum þeirra eitthvað án þess að eyðileggja þá, alveg eins og þeir mótorar sem við höfum búið til.

Evolution myths: The bacterial flagellum is irreducibly complex
It has been proposed that the flagellum originated from a protein export system. Over time, this system might have been adapted to attach a bacterium to a surface by extruding an adhesive filament. An ion-powered pump for expelling substances from the cell might then have mutated to form the basis of a rotary motor 

Svona ævintýri eru ekki lausn á því hvernig mótorinn varð til. Alvöru útskýring væri skref fyrir skref lýsing á því hvernig hann varð til þar sem kemur fram hvaða virkni var í hverju skrefi svo að náttúruval myndi ekki henda hálfkláraða mótornum.

Evolution myths: The bacterial flagellum is irreducibly complex
However, what has been discovered so far - that flagella vary greatly and that at least some of the components and proteins of which they are made can carry out other useful functions in the cells - show that they are not "irreducibly complex

Það að hlutir sem mótorinn er settur saman úr séu nýtanlegir á annan máta breytir því ekki að mótorinn sjálfur er óeinfaldanlegur með tilliti til þeirra hluta sem hann er settur saman úr. Þ.e.a.s. þeirra hluta sem ef þeir eru teknir úr mótornum þá hættir mótorinn að virka.

Ef maður tekur baksýnisspegilinn af bíl þá hættir bíllinn ekki að virka svo bíllinn er ekki óeinfaldanlegt tæki með tilliti til baksýnisspegilsins. Ef þú aftur á móti tekur dekk undan bílnum eða vélina úr honum þá hættir bíllinn að virka sem bíll eða faratæki svo bíllinn er óeinfaldanlegt kerfi með tilliti til vélarinnar.

Engum dytti í hug að segja að bíllinn væri ekki hannaður vegna þess að það sé hægt að nýta vélina til einhvers annars en að knýgja bílinn áfram. Þetta er augljóslega fáránlegt en af einhverjum ástæðum þá dettur fólki í hug að nota svona rökleysur gagnvart Vitrænni hönnun.

Evolution myths: The bacterial flagellum is irreducibly complex
More generally, the fact that today's biologists cannot provide a definitive account of how every single structure or organism evolved proves nothing about design versus evolution. Biology is still in its infancy, and even when our understanding of life and its history is far more complete, our ability to reconstruct what happened billions of years ago will still be limited.

Á meðan slík svör eru ekki til staðar þá er það fullkomlega réttlætanlegt að draga rökréttar ályktanir af því sem við höfum í höndunum. Við vitum hvernig vitrænir hönnuður setja saman marga hluti til að ná fram sínum markmiðum. Þeir sjá hvernig heildin getur unnið saman að ákveðnu marki úr hlutum sem einir og sér gera eitthvað allt annað.  Að samþykkja að tilviljanir og náttúruval hafi hannað eitthvað jafn magnað og þennan mótor er ekki einu sinni valmöguleiki fyrir mig nema alvöru útskýring á því hvernig tilviljanir og náttúruval fóru að þessu.  Ég veit hvernig vitrænir hönnuður koma slíku í verk en enginn veit hvernig tilviljanir og náttúruval gat gert þetta svo það er ekki vitrænn valmöguleiki fyrir mig. 

Menn hafa fullann rétt á að trúa því að einhvern tíman munu rannsóknir leiða í ljós eitthvað sem styður þeirra trú í þessum málum en að ákveða fyrirfram lausnina án þess að hafa raunverulegt svar ætti aldrei að vera ásættanlegt.

Evolution myths: The bacterial flagellum is irreducibly complex
In such cases Orgel's Second Rule should be kept in mind: "Evolution is cleverer than you are."

Hvaða sannanir eru fyrir því að tilviljanir og náttúruval sé snjallari en snjöllustu vísindamenn sem hafa lifað á þessari jörð?  Þetta er trúarleg staðhæfing sem er í engu samræmi við raunveruleikann.

Hérna er grein sem tekur vel fyrir núverandi stöðuna á hvort að mótorinn hans Behe sé óeinfaldanlegur eða ekki, sjá: Michael Behe Hasn't Been Refuted on the Flagellum


Bloggfærslur 17. maí 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband