Getur þróunarkenningin yfirstígið 'Stökkbreytinga verndunar þversögnina'?

paradox-clockNý rannsókn sem birtist í tímaritinu "The Open Evolution Journal"* lýsti alvarlega vandamáli við þeirri þróunartrú að frum agnir urðu að frum mönnum.  Þeir kölluðu vandamálið "The mutation protection paradox".

Rannsóknirnar leiddu í ljós að bæði í lifandi verum og í tölvu forritum þá eru villu greining og meðhöndlunar kerfi sem hafa umsjón yfir afritunartöku gagna.  Þessi kerfi verða að vera til staðar til að viðhalda gagna heilindum en án þeirra þá yrðu gögnin fljótlega spillt og gagnslaus vegna villna.

Kóðaðar upplýsingar eru geymdar á skipulagðan hátt í set sem við köllum "bæti" í tölvu kóða en í "codons" í DNA lifvera. Þessi kóði þolir einhverjar stökkbreytingar en það er takmark fyrir því. Rannsóknin sýndi fram á að þessar stökkbreytingar verða að vera innan marka þess sem villu-leiðréttinga kerfið ræður við annars hrynur forritið eða lífveran verður alvarlega sködduð.

Forrit nota margvígslegar aðferðir til að passa að gögnin skemmist ekki, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Error_detection_and_correction

Flestar aðferðanna eru ágætlega sniðugar eins og að leggja saman tölulegt gildi upplýsinganna og geyma þær og síðan athuga hvort að það stemmi ekki. Ef síðan eitthvað kemur upp á þá er hægt að bregðast við því eins og t.d. að ná í afrit sem er þá vonandi ílagi.

Villu meðhöndlunar og leiðréttingar mekanismi lifandi vera er miklu snjallari og flóknari en hefur sömu markmið.  Höfundar greinarinnar benda á að í lifandi verum, ef að DNA basi-samsvarar "bæti" í tölvukerfum- stökkbreytist þá er það stundum leiðrétt með því að leita að sömu upplýsingum annars staðar í frumunni.  Mekanisminn sem leitar uppi villur og leiðréttir er mjög skilvirkur, aðeins nokkur ensím geta bætt við heilu köflunum af DNA en nokkur hundruð ensíma vinna hörðum höndum að greina og leiðrétta stökkbreytingar.

Ástæðan fyrir því að þessi mekanismi er vandamál ( fyrir utan hið augljósa ) er að þróun frá einfrömungi yfir í einstaklinga eru ýmislegar stökkbreytingar þar sem heilu kaflarnir af nýjum upplýsingum. En málið er að þessi villuleiðréttinga mekanismi berst á móti þannig breytingum!  Svo til þess að þróunin geti haldið áfram þá þarf að slökkva á þessum mekanisma en án þessa mekanisma þá fyllist allt af villum sem skaðar lífveruna.  Þess vegna fékk þetta heitið "stökkbreytinga verndunar þversögnin".

Kóðaðar upplýsingar í lifandi verum lætur það líta út fyrir svo að þær voru forritaðar þannig að þær berjast á móti breytingum á DNA sem skaðar lífveruna.  Því miður fyrir þróunarkenninguna þá eru þetta einmitt breytingarnar sem þarf til að breyta frumu í forritara. Þróunarsinnar hafa ekki enn fundið neina raunhæfa lausn á þessu vandamáli en fyrir sköpunarsinna þá er þetta engin þversögn eða vandamál, þetta er eins og undirskrift skaparans.

* DeJong, W. and H. Degens. 2011. The Evolutionary Dynamics of Digital and Nucleotide Codes: A Mutation Protection Perspective. The Open Evolution Journal. 5: 1-4.

Mjög lauslega þýtt frá: Can Evolution Hurdle the 'Mutation Protection Paradox'?     


Bloggfærslur 11. maí 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband