Undarleg bókstafstrú

MegalodonÞað kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hve alvarlega menn taka þessar tölur sem skeikulir menn gefa einhverjum beinum sem þeir finna.  Það væri mikil framfær fyrir vísindalega umræðu að halda sig við staðreyndirnar og forðast að tala um óáreiðanlegar ályktanir nema þá sem óáreiðanlegar ályktanir.  Tala um hvað akkúrat fannst og hvar og síðan aðgreina það vel frá óáreiðanlegum ályktunum sem oftast byggja á trú viðkomandi aðila sem er að segja frá.

Enn meira svekkjandi er þegar skeikulir menn teikna myndir af þeim dýrum sem þeir halda að beinin tilheyra því að oft eru komnar ýtarlegar myndir af dýrum þó að aðeins örfá bein fundust og menn vita ekkert um hvernig hið raunverulega dýr leit út.

Það sem er síðan skemmtilegt við þennan fund er að þarna er enn annað dæmið um lifandi steingerving en þeir eru mjög algengir í setlögunum. Lifandi steingervingar eru sem sagt leifar dýra sem hafa sama sem ekkert breyst síðan þau grófust í setlögunum en það er einmitt það sem biblíuleg sköpun spáir fyrir um en er mjög undarlegt út frá þróunarkenningunni. Það sem biblíuleg sköpun spáir fyrir um er að dýrin birtist í setlögunum og haldist síðan nokkuð óbreytt til okkar tíma og það er það sem við finnum. Þróunarkenningin aftur á móti býst við því að finna leifar dýra sem sýna okkur hvernig þau smá saman urðu til en það er ekki það sem við finnum.

Hérna er heimasíða sem fjallar um ekkert annað en lifandi steingervinga og hvernig þeir passa ekki við þróunarkenninguna, sjá: http://www.living-fossils.com/

Út frá staðreyndunum er málið alveg skýrt en ákveðin hugmyndafræði sem heimtar að útskýra allt án Guðs blindar mörgum sýn.


mbl.is Fann 300 milljón ára gamalt bein í námu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband