11.4.2011 | 16:58
Að þekkja fals Krista
Það hefur komið upp í umræðunni sú spurning af hverju ég hafni öllum þeim sem segjast vera Jesú og einn benti á lista yfir alla þá sem hafa sagst vera Jesú, sjá: List of people claimed to be Jesus Þarna eru menn eins og Bahá'u'lláh sem stofnaði Baháí trúna, Sun Myung Moon og Jim Jones.
Út frá því langaði mig að útskýra hvernig maður getur vitað hvort að einhver sem segist vera Kristur sé í raun og veru Kristur.
Viðvaranir Jesú
Matteusarguðspjall 24
4:Jesús svaraði þeim: Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.
Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu
þeir leiða í villu
...
11Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu
...
23Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið
því ekki. 24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir
munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er
unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.
26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja:
Hann er í leynum, þá trúið því ekki.
Það þarf í rauninni ekki fleiri en þessi vers til þess að geta útilokað alla þá sem eru á þessum lista sem fals Krista. Þessi vers útiloka í rauninni að einhver geti nokkur tíman komið og sagst vera Kristur nema Kristur sjálfur. Þá spyrja líklegast einhverjir sig "hvernig get ég þá vitað það þegar Kristur kemur aftur?". Svarið við því er að Biblían gefur góða lýsingu á endurkomunni svo að enginn þarf að vera í neinum vafa.
Líkamleg endurkoma
Postulasagan 1
10Er þeir störðu til himins á eftir honum þegar hann hvarf, þá stóðu
hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum 11og sögðu:
Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp
numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til
himins.
Þetta þýðir að enginn maður fæddur á jörðu mun geta sagst vera Kristur því að Kristur fór líkamlega til himins og sá sami sem fór til himins kemur aftur í óforgengilegum himneskum líkama.
Jesú deyr ekki framar
Rómverjabréfið 6:9
Við vitum að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar.
Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. 10Með dauða sínum dó hann
frá syndinni í eitt skipti fyrir öll en lífi sínu lifir hann Guði.
Ef að einhver segist vera Kristur en deyr síðan, þá getur hinn sama augljóslega ekki verið hinn raunverulegi Kristur eða Jesú því að Jesú sigraði dauðann og dauðinn hefur ekki neitt vald lengur yfir Honum.
Aðeins eitt nafn sem getur frelsað
Postulasagan 4:11
Jesús er steinninn sem þér, húsasmiðirnir, virtuð einskis, hann er orðinn að hyrningarsteini. 12Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur.
Allir þessir sem sögðust vera Jesú höfðu annað nafn enda fæddir á þessari jörð og foreldrar þeirra gáfu þeim ákveðið nafn. Það frelsast enginn í nafni Krishna Venta, Ariffin Mohammed eða Bahá'u'lláh.
Endurkoman
1. Þessalóníkubréf 4:15
Því að það segi ég ykkur, og það er orð Drottins, að við, sem
verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en þau sem
sofnuð eru. 16Þegar Guð skipar fyrir, þegar raust erkiengilsins
kveður við og básúna Guðs hljómar, mun sjálfur Drottinn stíga niður af himni og
þau sem dóu í trú á Krist munu fyrst upp rísa. 17Þá munum við sem
eftir lifum verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í
loftinu.
Það mun enginn vera í neinum vafa þegar þessi atburðir gerast, þegar hinir dánu rísa upp frá dauðum og mæta Jesú í skýjum himinsins. Ef þú ert að fylgja einhverjum sem sagðist vera Kristur og þú ert nokkuð viss um að þessi atburður hefur ekki gerst þá veistu fyrir víst að sá sem þú fylgir er fals Kristur.
Bloggfærslur 11. apríl 2011
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar