Að þekkja fals Krista

false-christÞað hefur komið upp í umræðunni sú spurning af hverju ég hafni öllum þeim sem segjast vera Jesú og einn benti á lista yfir alla þá sem hafa sagst vera Jesú, sjá: List of people claimed to be Jesus   Þarna eru menn eins og Bahá'u'lláh sem stofnaði Baháí trúna, Sun Myung Moon og Jim Jones.

Út frá því langaði mig að útskýra hvernig maður getur vitað hvort að einhver sem segist vera Kristur sé í raun og veru Kristur.

Viðvaranir Jesú

Matteusarguðspjall 24
4:Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.
Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu
þeir leiða í villu
...
 11Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu
...
23Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið
því ekki. 24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir
munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er
unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.
26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja:
Hann er í leynum, þá trúið því ekki.

Það þarf í rauninni ekki fleiri en þessi vers til þess að geta útilokað alla þá sem eru á þessum lista sem fals Krista. Þessi vers útiloka í rauninni að einhver geti nokkur tíman komið og sagst vera Kristur nema Kristur sjálfur. Þá spyrja líklegast einhverjir sig "hvernig get ég þá vitað það þegar Kristur kemur aftur?".  Svarið við því er að Biblían gefur góða lýsingu á endurkomunni svo að enginn þarf að vera í neinum vafa.

Líkamleg endurkoma

Postulasagan 1
10
Er þeir störðu til himins á eftir honum þegar hann hvarf, þá stóðu
hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum 11og sögðu:
„Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp
numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til
himins.“

Þetta þýðir að enginn maður fæddur á jörðu mun geta sagst vera Kristur því að Kristur fór líkamlega til himins og sá sami sem fór til himins kemur aftur í óforgengilegum himneskum líkama.

Jesú deyr ekki framar 

Rómverjabréfið 6:9
Við vitum að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar.
Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. 10Með dauða sínum dó hann
frá syndinni í eitt skipti fyrir öll en lífi sínu lifir hann Guði.

Ef að einhver segist vera Kristur en deyr síðan, þá getur hinn sama augljóslega ekki verið hinn raunverulegi Kristur eða Jesú því að Jesú sigraði dauðann og dauðinn hefur ekki neitt vald lengur yfir Honum.

Aðeins eitt nafn sem getur frelsað 

Postulasagan 4:11
Jesús er steinninn sem þér, húsasmiðirnir, virtuð einskis, hann er orðinn að hyrningarsteini. 12Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur.“

Allir þessir sem sögðust vera Jesú höfðu annað nafn enda fæddir á þessari jörð og foreldrar þeirra gáfu þeim ákveðið nafn. Það frelsast enginn í nafni Krishna Venta, Ariffin Mohammed eða Bahá'u'lláh.

Endurkoman

1. Þessalóníkubréf 4:15
Því að það segi ég ykkur, og það er orð Drottins, að við, sem
verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en þau sem
sofnuð eru. 16Þegar Guð skipar fyrir, þegar raust erkiengilsins
kveður við og básúna Guðs hljómar, mun sjálfur Drottinn stíga niður af himni og
þau sem dóu í trú á Krist munu fyrst upp rísa. 17Þá munum við sem
eftir lifum verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í
loftinu.

Það mun enginn vera í neinum vafa þegar þessi atburðir gerast, þegar hinir dánu rísa upp frá dauðum og mæta Jesú í skýjum himinsins. Ef þú ert að fylgja einhverjum sem sagðist vera Kristur og þú ert nokkuð viss um að þessi atburður hefur ekki gerst þá veistu fyrir víst að sá sem þú fylgir er fals Kristur.


Bloggfærslur 11. apríl 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband