Rebekka: Atheist now accepts Intelligent Design

Rakst á þetta forvitnilega myndband hjá bloggaranum Rebekku þar sem potholer54 kemur með þau "motrök" gegn Vitrænni hönnun að það er til slæm hönnun og þar af leiðandi gengur Vitræn hönnun ekki upp.  Hérna fyrir neðan er myndbandið:

Slæm hönnun ekki rök gegn hönnun. Þó þú sjáir illa hannaðan bil þá samt veistu að hann var hannaður. Enn frekar, ef þú serð klesstan bíl þá ályktar þu ekki að bíllinn var ekki hannaður. Veirur sem eru skaðlegar eru dáldið eins og klessti bíllinn. Þetta eru veirur sem hafa annað hvort skemmst eftir sköpunina eða eru komnar á staði sem þær attu aldrei að vera og hefðu aldrei komist á ef að þessi heimur hefði ekki fallið í synd.

Síðan bendir potholer54 á rök Kenneth Miller um að ef að Vitræn hönnun er rétt þá ættu minni hlutar hönnunarinnar eða tækisins ekki að hafa neina virkni fyrir utan heildartækið. Þetta er bara rökleysa og enginn sem aðhyllist Vitræna hönnun hefur haldið þessu fram og Behe sjálfur svaraði þessari mögulegu rökleysu i bókinni "Darwin's Black Box", sömu bók sem rökin um óeinfaldanleg kerfi kom fyrst fram.  Kenneth Miller virðist hafa ákveðið að svara rökum Behe's án þess að lesa bók Behe's, eins gáfulegt og það er.

Þeir sem hafa ahuga á hver staðan a flagellum rökum Behe's geta lesið þessa grein: Michael Behe Hasn't Been Refuted on the Flagellum


Bloggfærslur 24. mars 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband