Fimm klukkustundir eða milljón ár?

limbour-hellAlltaf þegar ég sé svona fréttir þá hugsa ég til því sem margir kristnir trúa sem er að Guð mun kvelja fólk að eilífu í helvíti, þá sem syndga og hafna fyrirgefningu Guðs.

Ég vona að sem flestir undrist og ofbjóði þá illsku sem þessir tveir bresku strákar gátu sýnt æskuvini sínum. Það sem ég skil ekki er hvernig þeir sömu kristnu sem að öllum líkindum fordæma þessar misþyrmingar reyna síðan að réttlæta pyntingar Guðs á syndurum sem eiga að standa yfir í miklu meira en fimm klukkustundir, miljón ár væru aðeins byrjunin á pyntingunum.

Ég er auðvitað á þeirri skoðun að Biblían kennir þetta engan veginn. Skoðum t.d. eftirfarandi staðreyndir:

  • Guð varar ekki Adam og Evu við þessum pyntingum sem þá afleiðingum af þeirra synd.
  • Móses skrifar niður ýtarleg lög fyrir Ísrael þar sem farið er yfir refsingu við alls konar afbrotum en ekki í eitt einasta skipti er varað við eilífum þjáningum.
  • Í hreinlega öllu Gamla Testamentinu er hvergi talað um eilífar kvalir þeirra sem glatast. Það sem er talað um er eilíft líf eða dauði.
  • Þegar kemur að orðinu helvíti þá eru mjög margar Biblíu þýðingar sem innihalda ekki einu sinni orðið og af mjög góðum ástæðum, sjá: http://www.tentmaker.org/books/GatesOfHell.html
  • Aðeins á einum stað í allri Biblíunni er stundum þýtt "eilífar kvalir" en í því tilviki ( Opinberunarbókin 20:10 ) er verið að tala um táknmyndir eins og "dýrið" og síðan djöfulinn en ekki fólk. Einnig þá er orðin sem notuð eru þýða "öld" svo ekki nauðsynlegt að þýða það sem eilífð. Hebreska notkunin á orðinu eilíf er síðan aðeins ákveðin tímalengd. Mörg dæmi þar sem eitthvað er sagt eilíft en síðan í næsta kafla á eftir þá er það ákveðinn tími, sjá: http://www.tentmaker.org/articles/EternityExplained.html

mbl.is Misþyrmdu vini í fimm klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband