Eru tilviljanir líklegar til að forrita gagna þjöppunar reiknirit?

beautiful-eyesAugu okkar hafa í kringum 126 ljósnema í hvoru auga, 120 miljónir ljósnema sem kallast stafir og í 6 miljón ljósnema sem kallast keilur. Ef að sérhver svona ljósnemi táknar einn pixel þá þýðir það upplausn upp á 252 mega pixles. Myndavélin mín ég held að sé alveg ágæt er með upplausn upp á 7.2 mega pixles svo greinilegt að hún er langt frá þeirri upplausn sem augun bjóða upp á.  Hafa síðan í huga að þetta eru hreyfimyndir svo þetta er alveg gífurlegt gagna magn.

Svo, hvernig ræður heilinn við þetta ógurlega magn af gögnum?  Svarið við því birtist í grein í Science Daily með titilinn:  JPEG for the Mind: How the Brain Compresses Visual Information  eða "Jpg fyrir hugann, hvernig heilinn þjappar sjónræmum upplýsingum".

Það var einn kúrs í mínu námi þar sem við þurftum að læra aðeins um hvernig á að þjappa gögnum. Við þurftum að skrifa forrit sem tók texta skrá og þjappaði henni og notuðum nokkrar aðferðir til þess. Eitt reikniritið hét Burrows-Wheeler sem í rauninni þjappaði ekki neinu heldur endurraðaði gögnunum þannig að það væri hægt að ná betri þjöppun.  

Vegna þessa þá vakti þessi grein athygli mína og margt forvitnilegt sem þar kom fram, t.d. sögðu þeir þetta:

JPEG for the Mind: How the Brain Compresses Visual Information
Computers can beat us at math and chess,” said [Ed] Connor [Johns Hopkins], “but they can’t match our ability to distinguish, recognize, understand, remember, and manipulate the objects that make up our world.  “This core human ability depends in part on condensing visual information to a tractable level.  For now, at least, the .brain format seems to be the best compression algorithm around

Besta reiknirit sem við vitum um?  Það er alveg magnað. Ég er nokkuð viss um að hver sá sem hefur forritið þjöppunar reiknirit á erfitt með að trúa því að tilviljanakenndar breytingar á DNA gæti búið til reiknirit sem er betra en það sem við höfum getað sett saman; hafandi í huga að það sem við höfum í dag er mikil vinna margra einstaklinga sett saman en samt er þetta sem heilinn notar miklu betra.

Þannig að mitt svar er að tilviljanir eru ekki líklegar til að forrita svona reiknirit, get hreinlega útilokað það sem svar sem er í boði.  Lang rökréttasta svarið er að sá sem bjó þetta til, er miklu gáfaðri en við.  Rökrétta, vísindalega svarið er að þetta var hannað af vitrænum hönnuði eða forritara og mín trú er að þessi hönnuður er Guð Biblíunnar.


Bloggfærslur 13. febrúar 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband