Mega kristnir borða svínakjöt?

pig1_1204022cÍ fyrsta Pétursbréfi þá skrifar Pétur eftirfarandi:

1 Pétursbréf 1:15-16
Verðið heldur sjálf heilög í öllu dagfari ykkar eins og sá er heilagur sem ykkur hefur kallað. Ritað er: „Verið heilög því ég er heilagur.“

Þetta er kall Péturs til þeirra sem vilja kenna sig við Krist, að vera heilagir. En hvað þýðir það eiginlega að vera heilagur?  Pétur segir líka "Ritað er", hvar er þetta ritað?

Pétur er þarna að vísa í lögmálið sem Jesú sagði að ekki stafkrókur félli úr, nánar tiltekið 3. Mósebók 11

3. Mósebók 11:44
Vegna þess að ég er Drottinn, Guð ykkar, skuluð þið helga ykkur og vera heilagir því að ég er heilagur. Þið skuluð ekki saurga ykkur með því að snerta skriðdýr sem skríður á jörðinni.

Þetta er að finna í kaflanum um hrein og óhrein dýr. Það kannski hjálpar okkur að skilja af hverju þegar Pétur fékk sýn þar sem hann sá óhrein dýr og Guð sagði honum að borða að Pétur sagði þvert nei. Þegar Pétur síðan fékk útskýringu á sýninni þá þýddi hún að núna ætti að predika til þeirra sem eru ekki gyðingar og kom hreinu og óhreinu kjöti ekkert við.

Í Matteusarguðspjalli segir Jesú eftirfarandi:

Matteusarguðspjall 5:17
Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. 18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram

Ef við skoðum síðan hvað einn af spámönnunum sagði um það að borða svinakjöt þá lesum eftirfarandi:

Jesaja 66:16-17
Því að Drottinn kemur í eldi til að dæma alla jörðina og allt hold með sverði sínu
og margir verða vegnir af Drottni. 17Þeir sem helga sig og hreinsa til að fara í garðana
og leita þann uppi sem er í miðjunni, eta svínakjöt, maðka og mýs, munu allir farast, segir Drottinn.

Það sem er áhugavert hérna er að þarna er verið að tala um endurkomuna svo augljóslega þá gilda lögin um hreint og óhreint kjöt gilda við tíma endalokanna.

Sem sagt, svarið er hreint nei. Kristnir mega ekki borða óhreint kjöt, ef þeir gera það þá eru þeir að velja að vera vanhelgir og þau örlög sem Jesaja sagði fyrir um.


mbl.is Hamborgarhryggur vinsælastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lennox - nútíma vísindi eru kristin hefð

Hérna útskýrir John Lennox, stærðfræðingur hjá Oxford af hverju okkar nútíma vísindi koma frá kristni hefð. Hann útskýrir hvernig sögulega séð vísindi eiga kristnar rætur og síðan goðsögnin að trú og vísindi eru andstæður og fer yfir dæmi úr sögunni sem menn hafa notað þessu til stuðnings.

 


Bloggfærslur 20. desember 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband