Vond trú ber vonda ávexti

Flestir kannast við þessa tilvitnun hérna:

Steven Weinberg
Religion is an insult to human dignity. With or without it, you'd have good people doing good things and evil people doing bad things, but for good people to do bad things, it takes religion.

Ég er nærri því sammála Weinberg nema ég myndi segja "vond trú getur látið gott fólk gera slæma hluti" og "góð trú getur látið slæmt fólk gera góða hluti". Góð trú getur ekki komið í veg fyrir að vont fólk geri slæma hluti en hún getur verið hvati fyrir vont fólk að láta af vondri breytni og jafnvel breytt því í gott fólk.

Í þessu dæmi í Belgíu þá er virkilega erfitt að skilja hvernig einhver getur verið tilbúinn að myrða systur sínar. Þeir sem vilja meina að maðurinn var bara vondur þurfa að útskýra af hverju svona gerist ekki meðal kristinna eða guðleysingja. Þ.e.a.s. að dóttir vill gifast einhverjum öðrum en fjölskyldan vill og fjölskyldan vill drepa hana fyrir það. Til að svona aðstæður komi upp tel ég að þurfi ákveðna trú og mín skoðun er að þessi trú er af hinu vonda.

Önnur vond trú er guðleysi og darwinismi sem kennir að það er í rauninni ekkert rétt og rangt og enginn tilgangur. Eins og George Gaylord Simpson sagði:

George Gaylord Simpson
Man is the result of a purposeless and natural process that did not have him in mind

Varðandi hvort það sé eitthvað gott eða eitthvað illt þá sagði Richard Dawkins:

Richard Dawkins
no design, no purpose, no evil and no good, nothing but pointless indifference

Auðvitað, ef að mannkynið er aðeins afleiðing af ferlum með enga meðvitund eða áætlun þá eru allar hugmyndir um rétt og rangt bara sjónhverfing. Hið fyndna er að darwinistar eru duglegir að gagnrýna trú á Guð út frá því að þeirra mati sé Guð vondur en þeirra eigin trú hefur engan grunn til að kalla eitthvað vont; þetta verður aðeins þeirra skynbragð á hvað sé vont og hvað sé gott. Auðvitað hafa þeir þetta skynbragð því að trú þeirra er röng, þeir eins og allir aðrir voru skapaðir í mynd Guðs, eða eins og Páll sagði:

Rómverjabréfið 2:14-15
Þegar heiðingjar, sem þekkja ekki lögmál Móse, gera það eftir eðlisboði sem lögmál Guðs býður, þá eru þeir sjálfum sér lögmál þótt þeir hafi ekki neitt lögmál. 15Þeir sýna að krafa lögmálsins er skráð í hjörtum þeirra með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra sem ýmist ásaka þá eða afsaka.

Góð trú aftur á móti berst á móti því vonda í manninum, berst á móti eigingirninni, hefndinni og græðginni. Sá sem trúir þessum orðum er líklegri til að verða að góðu afli í heiminum:

Rómverjabréfið 12:9-21
9
Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. 10Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu. 11Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. 12Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. 13Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.
14Blessið þá er ofsækja ykkur. Blessið en bölvið ekki. 15Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. 16Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát, umgangist fúslega lítilmagna. Oftreystið ekki eigin hyggindum. 17Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. 18Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á ykkar valdi. 19Leitið ekki hefnda sjálf, mín elskuðu, látið reiði Guðs um að refsa eins og ritað er: „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,“ segir Drottinn. 20En „ef óvin þinn hungrar þá gef honum að eta, ef hann þyrstir þá gef honum að drekka. Með því að gera þetta safnar þú glóðum elds á höfuð honum.“ 21Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.

Vond trú, sem gæti látið gott fólk gera vonda hluti endurspeglast í þessum orðum:

Charles Darwin - Origin of species
Thus, from the war of nature, from famine and death, the most exalted object which we are capable of conceiving, namely, the production of the higher animals, directly follows


mbl.is Tekist á um sæmdarmorð í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband