Kostir þess að umskera, minni líkur á krabbameini

Fyrir einhvern sem er kristinn þá ætti hans afstaða að vera að þegar Guð gaf Ísrael leiðbeiningar um hvernig þjóðin ætti að hegða sér þá voru það leiðbeiningar gefnar í kærleika og visku. Allt of oft heyri ég kristna tala um lögin sem Guð gaf Ísrael upprunalega sem byrgði sem kristnir eru þakklátir að hafa losnað við. Það er eins og þeir gera sér ekki grein fyrir því að þá eru þeir að segja að Guð annað hvort var að reyna að vera vondur við Ísrael eða var bara dáldið vitlaus.

Í dag þá eru í kringum 60-75% af öllum drengjum umskornir í Bandaríkjunum og það er ekki vegna þess að fólk er almennt að fylgja Gamla Testamentinu heldur eru aðrar ástæður fyrir þessu háa hlutfalli. Miðað við það sem ég hef lesið þá er margar ástæður fyrir þessu háa hlutfalli.

Það eru aftur á móti rannsóknir sem sýna fram á að umskurn minnkar áhættuna á krabbameini og öðrum sýkingum og þá aðalega krabbameini í konum, sjá: Medicine: Circumcision & Cancer   og http://www.circinfo.net/pdfs/GFW-EN.pdf

Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á minni líkur á HIV smiti meðal þeirra sem eru umskornir, sjá: http://www.medicinenet.com/circumcision_the_medical_pros_and_cons/article.htm

Það var mjög mikið fjallað um umskurn í Nýja Testamentinu vegna þess að þá átti fagnaðarerindið að fara til heiðingjanna svo mikill fjöldi af óumskornum mönnum tóku trú en þetta var sannarlega hindrun og skiljanlega svo. Ákvörðun postulanna var að nýir meðlimir þyrftu ekki að umskerast. Ég set aftur á móti stórt spurningamerki við því hvort að það þýddi þá líka að það ætti að hætta að umskera drengi en er enn að melta það. Læknirinn Lúkas var eini höfundur Nýja Testamentisins sem var ekki gyðingur en hann skrifaði þetta:

Lúkasarguðspjall 2:21-23
Þegar átta dagar voru liðnir skyldi umskera hann og var hann látinn heita Jesús eins og engillinn nefndi hann áður en hann var getinn í móðurlífi. 22En er hreinsunardagar þeirra voru úti eftir lögmáli Móse fóru þau með hann upp til Jerúsalem til að færa hann Drottni, 23en svo er ritað í lögmáli Drottins: „Allt karlkyns, er fyrst fæðist af móðurlífi, skal helgað Drottni

Það er áhugavert að áratugum eftir krossinn að þá skuli einhver sem var ekki gyðingur segja þetta.  Það sem aftur á móti stendur eftir er að Guð hefði aldrei átt að hafa gefið reglur sem voru fólkinu ekki til blessunar og í dag höfum við rannsóknir sem styðja það.


mbl.is Bannað að banna umskurn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803352

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband