Mega kristnir borða blóðuga steik?

Raw-bloody-beef-steak-on-wooden-plateÉg vissi hreinlega ekki að hrá steik inniheldur sama sem ekkert blóð og rauði safinn sem lekur úr steikinni er ekki blóð svo ég hér með leiðrétti þetta.  Hérna á eftir kemur færslan en endilega hafið í huga að ég hafði rangt fyrir mér varðandi að steikur væru loðrandi í blóði.

Flestir kristnir tala um frelsið sem þeir hafa i Kristi Jesú.  Tala um að Jesú hafi lýst alla fæðu hreina og núna skiptir þetta ekki máli heldur einlæg trú á Krist. Enn fremur er vitnað í að við erum dáin gamla lögmálinu og núna gildir aðeins lögmál Krists, það er að vísu dáldið óljóst hvaða lögmál það er en oft er bara vísað til þessa orða Jesú "elska skalt þú náungan eins og sjálfan þig".  Hið fyndna er að Jesú er að vitna í 3. Mósebók, nítjánda kafla og nítjánda vers. 

Í einmitt 3. Mósebók er neysla blóðs oft bönnuð en út frá hugmyndum flestra kristna í dag þá tilheyrir þetta gamla lögmálinu sem er búið að afnema. 

En þegar lærisveinarnir fóru að boða til heiðingja, þeirra sem voru ekki gyðingar þá einmitt kom upp þessi umræða, hvað eiga þeir að gera.  Sumir af gyðingunum vildu að hinir nýju meðlimir yrðu umskornir, út frá þessu kom niðurstaða frá lærisveinunum hvað hinir nýju trúmeðlimir ættu að gera. Við lesum það í Postulasögunni 15. kafla.

Postulasagan 15:19-21
Ég lít því svo á að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim sem snúa sér til Guðs 20heldur rita þeim að þeir haldi sig frá öllu sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði. 21Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag.“

Það sem ætti að vera á hreinu út frá þessu er að lágmarkskrafa til þeirra sem taka kristna trú er þessi og þar tóku þeir fram að halda sig frá blóði væri lágmarkskrafa. Svo svarið við spurningunni hvort að kristnir mega borða hráa, blóðugu steik er risastórt nei.  Sumir gætu haldið að það væri verið að tala um að drekka blóð beint en gyðingar hafa aldrei skilið þetta þannig enda erum með ákveðnar reglur varðandi meðhöndlun kjöts til að taka mesta blóðið út.   Enn fremur sjáum við hérna að lærisveinarnir skildu Krist heldur ekki þannig að það skipti engu máli hvað við borðum, annars væri ekki þeirra lágmarks krafa að halda sig frá blóði og köfnuðum dýrum.

Líklegast held ég þó að ástæðan hafi verið að þetta voru lágmarkskröfur til að geta farið inn í samkunduhús gyðinga til að hlusta á Guðs orð en eina Guðs orð á þessum tímum var Gamla Testamentið sem gyðingarnir höfðu aðgang að.


Bloggfærslur 11. október 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803352

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband