Sagan af flóðinu - Fjöldi tegunda

Þetta er framhald af  Sagan af örkinni - sjóðandi höf   

Ein af aðal rökunum gegn sögunni af Syndaflóðinu er annað hvort að fjöldi dýra sem Nói hefði þurft að taka með væri svo mikill að enginn bátur gæti hýst þann fjölda eða að ef að dýra fjöldinn var aðeins í kringum 16.000 eins og flestir sköpunarsinnar telja þá eru of margar dýrategundir til í dag. Þ.e.a.s. að allar þessar tegundir gætu ekki hafa orðið til á 4.500 árum.

Þetta eru mjög skiljanleg rök en ég held að þau eru miklu frekar byggð á tilfinningum en alvöru vísindalegum gögnum.

LigerÞessi umræða hefur komið nokkuð oft upp og ég hef aðalega bent á tvennt.  Ég hef bent á þetta myndband hérna sem gefur stutta kynningu á hvernig sköpunarsinnar sjá þetta: Rapid Speciation  Síðan hef ég bent á þá staðreynd að megnið af tegundum af hundum sem eru til í dag urðu til á síðustu tvö hundruð árum. Það sem það sannar er að upplýsingarnar eða fjölbreytnin varð ekki til á síðustu tvö hundruð árum heldur var hún þegar til í genum dýranna og þegar upplýsingarnar eru þegar til staðar þá geta þær komið hratt fram. Það er margt sem knýr fram svona breytingar og flóð sem umturnar allri jörðinni sannarlega býr til skilyrði sem ýta á aðlögun að nýjum vitskerfum.

Camel-LamaVið höfum dæmi þar sem á stuttum tíma þá kemur frá mjög fáum dýrum nýr hópur af dýrum sem sumir vilja flokka sem nýja tegund. Eitt slíkt dæmi er Rock-wallaby ( veit ekki íslenska nafnið  ) sem byrjaði sem eitt par en eftir nokkra áratugi var kominn hópur af dýrum af þeim sem vísindamenn vildu flokka sem aðra tegund en foreldrarnir voru. ( Conant, S. 1988. Saving endangered species by translocation. BioScience 38(4):254-267 )

Annað dæmi er ný cichlid fiska tegund hefur orðið til á sirka tvö hundrum árum ( Owen R.B. Major low levels of Lake Malawi and their implications for speciation rates in cichlid fishes. Proceedings of the Royal Society of London )

Mörg fleiri dæmi hafa verið skrásett en ég læt þessi duga. Hérna er fín grein um þetta: Do Species Change?

Engin spurning að dýrategundir breytast og við höfum skráð dæmi um að það geti gerst hratt en við höfum líka góðar ástæður til að ætla að það eru takmörk fyrir breytingum, sjá:  The Discontinuity of Life

 


Bloggfærslur 28. janúar 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband