Ritskoðun

Ég er núna búinn að vera á mbl blogginu í minnsta kosti þrjú ár og mikið spjallað við heilmikið af fólki á þeim tíma.  Flest allt þetta spjall hefur verið á málefnalegum og vingjarnlegum nótum. Einhver hluti þessa spjalls hefur verið við fólk sem hefur hneykslast á minni afstöðu enda margir farið í gegnum lífið án þess að hitta nokkurn með þær skoðanir eða trú sem ég hef. Og örugglega mörg tilfelli þar sem viðkomandi hefur þekkt einhvern með líkar trúarskoðanir og ég en samt aldrei heyrt þær upphátt.

Nokkrir einstaklingar hafa verið duglegir að spjalla við mig en marg oft hefur það endað í rifrildi og leiðindum sem er auðvitað miður. Aftur og aftur var ég að grípa sjálfan mig í því að vera reiður og móðgandi og fyrir einhverju síðan þá ákvað ég að ég myndi forðast allt slíkt eins og heitan eldinn. Á þessum tíma líka hef ég marg oft lokað á ákveðna aðila en síðan hafa þeir birst aftur og aftur. Ég hef alltaf hreinlega leitt það fram hjá mér og vonað að þetta gengi betur í þetta skiptið en um leið og ég hef byrjað að sjá að viðkomandi ætlar að halda uppteknum hætti áfram þá hef ég lokað aftur á viðkomandi án viðvörunar.

Í augum þeirra sem kíkja af og til á bloggið mitt þá getur þetta virkað eins og að ég loki strax á þá sem eru ósammála mér en það er alls ekki það sem er í gangi hérna. Ég er að loka aftur á þá sem ég var búinn að rökræða við í mörg ár og marg búinn að loka á þá vegna leiðinda.

Það væri óskandi að geta haft opið fyrir alla að gera athugasemdir hérna en til að forða sjálfum mér frá endalausu skítkasti ákveðna aðila þá legg ég ekki í það.

Vonandi útskýrir þetta eitthvað...


Bloggfærslur 11. janúar 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband