Helvíti gerir Guð óréttlátan

Þeir sem þekkja eitthvað til mín vita hve mikið ég hata hugmyndina um helvíti. Eitt af því sem angrar mig varðandi þessa hugmynd er að hún gerir Guð alveg ótrúlega óréttlátan. Hérna eru nokkur dæmi:

  • Guð varaði aldrei Adam og Evu afleiðingarnar af því að borða ávöxtinn. Þetta er svona eins og faðir sem segir við son sinn að hann megi ekki borða úr köku stampinum. Síðan þegar sonurinn óhlýðnast þá læsir faðirinn soninn í kjallara og pyntar hann það sem eftir er af ævinni. Nokkuð augljóslega þá eru eilífar kvalir í eldi óréttlát refsing fyrir að borða ávöxt og óréttlætið enn svakalegra að fá ekki einu sinni viðvörun.
  • Ef að einhver einstaklingur myndi kvelja aðra manneskju með eldi í aðeins einn dag þá færu fréttir af þessu ódæði um allan heiminn og maðurinn sakaður sem ótrúlegt illmenni. En síðan kemur fólk sem kallar sig kristið og segir Guð vera kærleiksríkan og muni kvelja fólk svona og ekki bara í einn dag heldur miljónir ára. Augljóslega þá er óréttlátt að einhver sem hefur aldrei kvalið neina manneskju í þessu lífi sem er mjög stutt, aðeins nokkur ár, að verða síðan refsað með pyntingum í miljónir ára eftir það.
  • Þegar Guð gefur Móse lög fyrir Ísrael þá eru þau lög mjög nákvæm. Þar er tekið fram hvað á að gera þegar maður snertir lík, hvað maður á að gera ef maður fær skurð á hörundið, hver refsingin á að vera ef menn lenda í áflögum, hver refsingin er fyrir hór og morðum og svo framvegis. Aldrei nokkur tíman, fær Ísrael að vita frá Móse að laun syndarinnar eru eilífar pyntingar í eldi. Fyrir utan að þetta gerir Pál að lygara þegar hann segir að laun syndarinnar er dauði ( Rómverjabréfið 6:23 ).
  • Miðað við marga af þessum svo kölluðu kristnum þá mun t.d. Anna Frank ekki öðlast eilíft líf þar sem hún var gyðingur. Út frá því, þá mun hún verða kvalin í eldi að eilífu ásamt Hitler. Ég held að þessi guð sem margir tilbiðja sé eins óréttlátur og fræðilega hægt er að vera og á ekkert skylt við Guð Biblíunnar.

Maður myndi búast við því að áður en þeir sem kalla sig kristna segja að Guð er kærleiksríkur og mun kveikja í fólki og kvelja það að eilífu að þá hefði það að minnsta kosti eitt vers sem segir að syndarar verði kvaldir í eldi að eilífu en slíkt vers er ekki til.

Nei, Biblían er skýr, laun syndarinnar er eilíf glötun, dauði og tortýming.

Síðara bréf Páls til Þess 1

8Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú.
9Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti,

 


Bloggfærslur 29. nóvember 2010

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband