Genaflæði og þróunarkenningin

fruitfly.jpgArnar Pálsson, líffræðingur gerði grein um genaflæði og hélt því fram að þarna væri gögn sem styðja þróun, sjá: Genaflæði   Svona setur Arnar þetta upp:

Arnar Pálsson
Ef þú skiptir 5000 ávaxtaflugum í 5 jafnstóra hópa og setur hvern í eina krukku, fóðrar þær reglulega og bíður í 50 kynslóðir, verður þú vitni að þróun

Ef menn skilgreina þróun sem svona genaflæði á einhverjum tíma þá væri enginn ágreiningur um þróun. Ég veit ekki um neinn sköpunarsinna  sem er ósammála að genaflæði er raunverulegt. Ég veit heldur ekki til þess að neinn sköpunarsinni er ósammála því að dýrategundir breytast með tímanum eða aðlagist því umhverfi sem þær lifa í.  Sköpunarsinnar langt fyrir tíma Darwins áttuðu sig á því að dýrategundir geta breyst og var Biblían þeirra aðal innblástur fyrir þeirri þekkingu.

Margir falla í þá gryfju að halda að svona geneflæði styður þá trú að bakteríur þróuðust yfir í menn með tíma, tilviljunum og náttúruvali en ekkert í þessum rannsóknum styður slíkar fantasíur.

Miklu frekar er það þannig að þessar rannsóknir á ávaxtaflugum sýnir okkur að með tíð og tíma þá safnast saman stökkbreytingar sem eru margfalt líklegri til að skaði þær sem lífverur en bæta þær. Ekkert í þessum rannsóknum getur til kynna að stökkbreytingar og náttúruval var það sem bjó til ávaxtaflugurnar upprunalega.

Fyrir þá sem vilja skoða ýtarlegra hvort að þessar rannsóknir á ávaxtaflugum styðji þróun frá bakteríum yfir í menn þá mæli ég með því að þeir lesa eftirfarandi greinar:


Tígrisdýr sem borðar gras!

Við sjáum af og til, glitta í þann heim sem Guð upprunalega skapaði, heim sem engin illska eða sjúkdómar eru í. Það er eitthvað spes við að horfa á tígrisdýr borða gras :)

Jesaja 65
25
Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, en moldin skal vera fæða höggormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra _ segir Drottinn.

 


Bloggfærslur 17. nóvember 2010

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband