Hver skapaði þá Guð?

creation_week.jpgÞegar þróunarsinnar hafa engin mótrök gagnvart rökunum um hönnun þá grípa þeir til þess örþrifa ráðs og spyrja "hver skapaði þá Guð"?  Dæmi um ótrúlega hönnun í náttúrunni eru svo mörg að það er oft sem gripið er til þessara spurningar. Þetta voru meira að segja þau rök sem Dawkins kallaði „grundvallarröksemdafærslu" í bókinni "The God Delusion".

Þó að þessi spurning er alveg gild sem slík þá er hún ekki alvöru mótrök gegn hönnun. Ímyndaðu þér að eitt af okkar geimförum sem er að kanna geiminn fyndi tölvubúnað á Plútó. Allir íbúar jarðarinnar, guðleysingjar þar með taldir myndu álykta réttilega að þessi tölvubúnaður var hannaður.  Hver myndi þá segja að það væri ekki hægt að álykta að þetta væri hannað vegna þess að þá værir Þú ekki búinn að svara neinu þar sem þú vissir ekki hver hönnuðurinn væri eða hver hannaði hönnuðinn?  Líklegast myndi einhver koma með þessa vitleysu en ég get ekki ímyndað mér að margir myndu taka undir.

Alveg eins og með tölvubúnað á Plútó og með lífið á jörðinni þá er ályktunin að lífið var hannað rökrétt ályktun miðað við staðreyndirnar.   Hver hannaði lífið er alveg gild spurning en hún gildir ekki sem mótrök gegn hönnun.  Mitt svar við þessari spurningu er Guð hannaði lífið og ég viðurkenni mæta vel að það er mín trú og ég er alveg sáttur við það, þar sem sú trú er í samræmi við gögnin. Að mínu mati þá hafa allir þeir sem skoðun á stóru trúarlegu spurningum lífs trú, það besta sem við getum gert er að reyna að láta þá trú vera í samræmi við þá þekkingu sem við höfum á heiminum.

Ég rökræddi þessa hluti stuttlega við bloggarann Ketil, forvitnir gætu haft gaman af, sjá: http://ketill.visindin.is/trui-a-visindi/    Skemmtileg síða hjá honum og ég hafði gaman að skoða nokkrar greinar þó að ég hafi aðra sýn á þessi mál en hann.


Bloggfærslur 15. nóvember 2010

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband