Árás mannréttindarráðs á mannréttindi?

gideon_bible.jpgSumt í samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar er að mínu mati eðlilegt og ekki verið að brjóta á rétti eins eða neins. Ég veit ekki betur en nemendur muni samt geta leitað til presta ef þau biðja um það svo ekki eru þeir útilokaðir frá skólunum eins og einhverjir glæpamenn.

En að banna Gideon félaginu að gefa Nýja Testamentið og banna nemendum trúarlega listsköpun er að mínu mati algjörlega fráleitt. Sérstaklega trúarleg listsköpun er ekkert annað en árás á mannréttindi og tjáningarfrelsi einstaklinga.  Það virðist eiga að sjá til þess að guðleysis trúin sé hin opinbera ríkis trú héðan í frá og allir sem aðhyllist hana ekki verða útundan á einhvern hátt. Það er engin spurning að ungur nemandi sem trúir því sem stendur í Biblíunni passar engan veginn inn í kerfið.

Langbest væri að skólarnir hættu að einbeita sér að kenna nemendum yngri en t.d. 17 ára aðal atriðin til þess að geta stundað nám. Atriði eins og stærðfræði, lestur og mannkynssögu. Auðvitað margt fleira en að láta í friði trúarleg efni. Að ef að barnið er gyðingur, kristinn, múslimi eða hindúi að þá sé látið í friði að kenna í skólunum að þeirra trú er röng. Það var gert við mig þegar þróunarkenningin var kennd sem sannleikur og var mjög óþægileg upplifun.

Ég vona að út úr öllu þessu komi einhver heilstæð og heilbrigð niðurstaða varðandi tengingu skóla og trúarbrögð. Ég skrifaði smá um aðkomu trúfélaga að skólum hérna: Aðkoma trúfélaga að skólum


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2010

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband