Helvíti gerir Guð óréttlátan

Þeir sem þekkja eitthvað til mín vita hve mikið ég hata hugmyndina um helvíti. Eitt af því sem angrar mig varðandi þessa hugmynd er að hún gerir Guð alveg ótrúlega óréttlátan. Hérna eru nokkur dæmi:

  • Guð varaði aldrei Adam og Evu afleiðingarnar af því að borða ávöxtinn. Þetta er svona eins og faðir sem segir við son sinn að hann megi ekki borða úr köku stampinum. Síðan þegar sonurinn óhlýðnast þá læsir faðirinn soninn í kjallara og pyntar hann það sem eftir er af ævinni. Nokkuð augljóslega þá eru eilífar kvalir í eldi óréttlát refsing fyrir að borða ávöxt og óréttlætið enn svakalegra að fá ekki einu sinni viðvörun.
  • Ef að einhver einstaklingur myndi kvelja aðra manneskju með eldi í aðeins einn dag þá færu fréttir af þessu ódæði um allan heiminn og maðurinn sakaður sem ótrúlegt illmenni. En síðan kemur fólk sem kallar sig kristið og segir Guð vera kærleiksríkan og muni kvelja fólk svona og ekki bara í einn dag heldur miljónir ára. Augljóslega þá er óréttlátt að einhver sem hefur aldrei kvalið neina manneskju í þessu lífi sem er mjög stutt, aðeins nokkur ár, að verða síðan refsað með pyntingum í miljónir ára eftir það.
  • Þegar Guð gefur Móse lög fyrir Ísrael þá eru þau lög mjög nákvæm. Þar er tekið fram hvað á að gera þegar maður snertir lík, hvað maður á að gera ef maður fær skurð á hörundið, hver refsingin á að vera ef menn lenda í áflögum, hver refsingin er fyrir hór og morðum og svo framvegis. Aldrei nokkur tíman, fær Ísrael að vita frá Móse að laun syndarinnar eru eilífar pyntingar í eldi. Fyrir utan að þetta gerir Pál að lygara þegar hann segir að laun syndarinnar er dauði ( Rómverjabréfið 6:23 ).
  • Miðað við marga af þessum svo kölluðu kristnum þá mun t.d. Anna Frank ekki öðlast eilíft líf þar sem hún var gyðingur. Út frá því, þá mun hún verða kvalin í eldi að eilífu ásamt Hitler. Ég held að þessi guð sem margir tilbiðja sé eins óréttlátur og fræðilega hægt er að vera og á ekkert skylt við Guð Biblíunnar.

Maður myndi búast við því að áður en þeir sem kalla sig kristna segja að Guð er kærleiksríkur og mun kveikja í fólki og kvelja það að eilífu að þá hefði það að minnsta kosti eitt vers sem segir að syndarar verði kvaldir í eldi að eilífu en slíkt vers er ekki til.

Nei, Biblían er skýr, laun syndarinnar er eilíf glötun, dauði og tortýming.

Síðara bréf Páls til Þess 1

8Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú.
9Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti,

 


Sitthvað um sögu Biblíunnar, áhugavert myndband

bible_scroll.jpghttp://www.bib-arch.org/multimedia/who-wrote-bible-free-video.asp

Rannsókn á stökkbreytingum passar ekki við þróunarkenninguna

Langar að benda á forvitnilega rannsókn sem gerð var á stökkbreytingum í Uppsala Háskólanum í Svíþjóð. Í stuttu máli þá höfðu stökkbreytingarnar aldrei jákvæð áhrif á hæfni baktería til að lifa af. Þetta er í góðu samræmi við okkar þekkingu á kóða í...

Spurningar Stefáns

Á vefsvæði Arnar Pálssonar líffræðingar kom maður að nafni Stefán með nokkrar spurningar. Hérna er dæmi: Stefán Líka, af hverju erum við með afgang af rófu? Hætti guð við að skella á okkur eitt stykki rófu? Af hverju er hvalur með afgang af mjaðmagrind?...

Ræður þú þínum eigin ákvörðunum?

Mig langaði að benda á mjög skemmtilegt myndband frá TED þar sem fjallað er um hvernig við tökum ákvarðanir, sjá: Dan Ariely asks, Are we in control of our own decisions?

Genaflæði og þróunarkenningin

Arnar Pálsson, líffræðingur gerði grein um genaflæði og hélt því fram að þarna væri gögn sem styðja þróun, sjá: Genaflæði Svona setur Arnar þetta upp: Arnar Pálsson Ef þú skiptir 5000 ávaxtaflugum í 5 jafnstóra hópa og setur hvern í eina krukku, fóðrar...

Tígrisdýr sem borðar gras!

Við sjáum af og til, glitta í þann heim sem Guð upprunalega skapaði, heim sem engin illska eða sjúkdómar eru í. Það er eitthvað spes við að horfa á tígrisdýr borða gras :) Jesaja 65 25 Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut,...

Mofi til stjórnlagaþings

Nei, ég bauð mig ekki fram en mig langaði að svara þessum spurningum sem eru að finna á DV.is sem eru til þess að varpa ljósi á afstöðu frambjóðenda til Stjórnlagaþings. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði...

Genesis

Virkilega skemmtilegt myndband sem sýnir í grófum dráttum hvernig barn verður til.

Hver skapaði þá Guð?

Þegar þróunarsinnar hafa engin mótrök gagnvart rökunum um hönnun þá grípa þeir til þess örþrifa ráðs og spyrja "hver skapaði þá Guð"? Dæmi um ótrúlega hönnun í náttúrunni eru svo mörg að það er oft sem gripið er til þessara spurningar. Þetta voru meira...

How To Be An Intellectually Fulfilled Atheist - Not

Hérna er fyrirlestur þar sem William Demski fjallar um af hverju kenning Darwins gerir manni ekki kleyft að vera "intellectually fulfilled" guðleysingi. Tillögur að íslenskri þýðingu vel þegnar. En þessi setning kemur frá Dawkins en hann sagði að Darwin...

William Dembski - University of Oklahoma

William Demski er einn af þeim sem hefur lagt mikið af mörkum til að setja fram Vitræna hönnun á vísindalegan hátt. Hann er með doktors gráðu í stærðfræði frá MIT, í eðlisfræði frá University of Chicago og í tölvunarfræði frá Princeton svo fátt eitt sé...

Ranghugmyndin um Guð

Það kom mér á óvart þegar ég heyrði fréttir af því að einhver hefði nennt að þýða bók Richard Dawkins "The God Delusion" eða "Ranghugmyndin um Guð". Málið er að jafnvel fólk sem er í raun sammála Dawkins finnst bókin léleg og sýna aðeins slæma...

Samband hins kristna við Biblíuna

Fyrir gyðinga var Gamla Testamentið orð Guðs, þeim sem þjóðinn hafði verið treyst fyrir. Þjóðin trúði því að með því að fylgja lögmálinu þá myndi Guð blessa þjóðina enda nóg af slíkum loforðum í Gamla Testamentinu. Þegar síðan Jesú kemur á sjónarsviðið...

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband