Icon of Evolution - þróun mannsins

 Árið 1910 þá lét Alfred Russel ( meðhöfundur þróunarkenningarinnar ) þessi orð falla: "Nothing in evolution can account for the soul [or mind] of man. The difference between man and the other animals is unbridgeable.".  Þetta var áskorun hans til guðleysis efnishyggju hans tíma og hún hefur staðist tímans tönn. 

Hérna fyrir neðan er síðan Jonathan Wells að útskýra af hverju þróun frá apalegri veru yfir í menn er eitthvað sem byggist miklu meira á ímyndunaraflinu en alvöru gögnum. 

Hérna er ágætur bolur sem ég mæli með :)

StopFollowingMe


Sagan af flóðinu - Fjöldi tegunda

Þetta er framhald af  Sagan af örkinni - sjóðandi höf   

Ein af aðal rökunum gegn sögunni af Syndaflóðinu er annað hvort að fjöldi dýra sem Nói hefði þurft að taka með væri svo mikill að enginn bátur gæti hýst þann fjölda eða að ef að dýra fjöldinn var aðeins í kringum 16.000 eins og flestir sköpunarsinnar telja þá eru of margar dýrategundir til í dag. Þ.e.a.s. að allar þessar tegundir gætu ekki hafa orðið til á 4.500 árum.

Þetta eru mjög skiljanleg rök en ég held að þau eru miklu frekar byggð á tilfinningum en alvöru vísindalegum gögnum.

LigerÞessi umræða hefur komið nokkuð oft upp og ég hef aðalega bent á tvennt.  Ég hef bent á þetta myndband hérna sem gefur stutta kynningu á hvernig sköpunarsinnar sjá þetta: Rapid Speciation  Síðan hef ég bent á þá staðreynd að megnið af tegundum af hundum sem eru til í dag urðu til á síðustu tvö hundruð árum. Það sem það sannar er að upplýsingarnar eða fjölbreytnin varð ekki til á síðustu tvö hundruð árum heldur var hún þegar til í genum dýranna og þegar upplýsingarnar eru þegar til staðar þá geta þær komið hratt fram. Það er margt sem knýr fram svona breytingar og flóð sem umturnar allri jörðinni sannarlega býr til skilyrði sem ýta á aðlögun að nýjum vitskerfum.

Camel-LamaVið höfum dæmi þar sem á stuttum tíma þá kemur frá mjög fáum dýrum nýr hópur af dýrum sem sumir vilja flokka sem nýja tegund. Eitt slíkt dæmi er Rock-wallaby ( veit ekki íslenska nafnið  ) sem byrjaði sem eitt par en eftir nokkra áratugi var kominn hópur af dýrum af þeim sem vísindamenn vildu flokka sem aðra tegund en foreldrarnir voru. ( Conant, S. 1988. Saving endangered species by translocation. BioScience 38(4):254-267 )

Annað dæmi er ný cichlid fiska tegund hefur orðið til á sirka tvö hundrum árum ( Owen R.B. Major low levels of Lake Malawi and their implications for speciation rates in cichlid fishes. Proceedings of the Royal Society of London )

Mörg fleiri dæmi hafa verið skrásett en ég læt þessi duga. Hérna er fín grein um þetta: Do Species Change?

Engin spurning að dýrategundir breytast og við höfum skráð dæmi um að það geti gerst hratt en við höfum líka góðar ástæður til að ætla að það eru takmörk fyrir breytingum, sjá:  The Discontinuity of Life

 


Gaskell er ekki sköpunarsinni

Öll umfjöllun um sköpun þróun í fjölmiðlum er með eindæmum...röng. Ég upplifi þetta eins og heilaþvott eða áróður til að ná ákveðnum markmiðum þegar kemur að fjöldanum sem fær allar sínar upplýsingar um þetta í gegnum fjölmiðla sem mata þetta allt saman...

Með höfundur þróunarkenningarinnar aðhylltist vitræna þróun

Flest allir vita hver Charles Darwin var en ekki alveg jafn margir þekkja Afred Russel Wallace sem kom upp með samskonar kenningu og Darwin á svipuðum tíma og Darwin. Það var bréf til Darwins frá Alfred sem lét Darwin drífa það af að gefa út bók sína því...

Sagan af örkinni - sjóðandi höf

Þetta er áframhald af Sagan af örkinni - 2 Ein af rökunum sem greinin kom með voru þau að höfin yrði sjóðandi og þar af leiðandi hefði allt líf í þeim farist. Mér fannst þetta svo augljós strámaður að mér fannst ekki taka því að glíma við hann en ákvað...

Hu er forseti Kína

Ég hef örugglega sett þetta inn áður en þetta kemur mér alltaf í gott skap.

Jarðskjálftar drepa ekki - spilling drepur

Áhugaverð færsla í Science Daily um áhrif jarðskjálfta þar sem kemur í ljós að það er spilling sem veldur mestum mannskaða þegar jarðskjálftar verða, sjá: Extent of Corruption in Countries Around the World Tied to Earthquake Fatalities Greinin byrjar á...

Efahyggja guðleysingja

Rakst á skemmtilega mynd á blogginu hans Ray Comforts. Maður sér þetta mjög oft hjá guðleysingjum að þeir setja efahyggjuna á mjög háan stall en síðan sýna aftur og aftur að þeir sjálfir efast aldrei um þeirra trú að þróunarkenningin sé sönn og að Guð er...

Kjána hrollur dauðans

Það hlaut að koma að því en samt erfitt að trúa því og kjánahrollurinn sem fór um mig þegar ég sá þetta var svakalegur. Kjána hrollur er ekki alveg eitthvað sem ég hef mjög gaman af, líklegasta ástæðan fyrir því af hverju ég á erfitt með að horfa á Klovn...

Hin Heilaga þrenning

Flest allar kirkjur aðhyllist kenninguna um heilaga þrenningu. Hver þessi kenning er, er ágætlega útskýrð í myndinni hérna til hægri. Það sem þarna kemur fram er að Faðirinn er Guð en Faðirinn er ekki Jesú eða Sonurinn og að Jesú er Guð en Jesú er ekki...

Ritskoðun

Ég er núna búinn að vera á mbl blogginu í minnsta kosti þrjú ár og mikið spjallað við heilmikið af fólki á þeim tíma. Flest allt þetta spjall hefur verið á málefnalegum og vingjarnlegum nótum. Einhver hluti þessa spjalls hefur verið við fólk sem hefur...

Kierkegaard: A Parable of a King and a Maiden

Síðasta hvíldardag þá vísaði presturinn í sögu Kierkegaards um konung sem varð ástfanginn af fátækri stúlku. Þetta er virkilega hrífandi saga sem Kierkegaard notaið til að útskýra kærleika Guðs til mannanna. Þeir sem þekkja ekki til Kierkegaards þá er...

Sagan af örkinni - 2

Áframhald af Sagan af örkinni - 1 þar sem ég svara gagnrýni á söguna af örkinni og syndaflóðinu. Það er eitt sem flækist fyrir mér í því að svara þessari gagnrýni en það er það að oft finnst mér að um er að ræða fáránlega strámenn sem ekki er þess virði...

To save a life

Þessi frétt minnti mig á virkilega góða mynd sem ég sá um jólin, myndina "To save a life". Hérna er heimasíða myndarinnar, sjá: http://tosavealifemovie.com/ Myndin fjallar um ungan strák sem gengur mjög vel í lífinu. Er stjarna körfuboltaliðsins, er...

Myndband - hvernig setlögin urðu til

Margir hafna sögunni af synda flóðinu vegna þess að þeir sjá ekki hvernig svona atburður gæti búið til mörg þykk setlög. Hérna er myndband sem reynir að útskýra nokkur af þeim ráðgátum þó margt er ennþá óleyst.

Ellen White og gagnrýnendurnir

Þegar fólk heyrir fyrst um Ellen White sem spámann Aðvent kirkjunnar þá fara margir á www.google.com og leita hvað fólk hefur skrifað um hana. Það sannarlega finnur nóg af ásökunum og hérna er góður fyrirlestur sem svarar helstu ásökunum á hendur henni...

Sagan af örkinni - 1

Fyrir nokkru var mér bent á grein sem bendir á það sem mörgum finnst ekki ganga upp þegar kemur að sögunni af Nóa og flóðinu sem við finnum í Biblíunni. The Impossible Voyage of Noah's Ark Ancient shipbuilding did achieve a considerable level of...

Góð verk á árinu 2011

Biblían ítrekar að þeir sem vilja lifa samkvæmt vilja Guðs eiga að leggja stund á góð verk. Gott dæmi um þetta: Títusarbréf 2:14 Hann gaf sjálfan sig fyrir okkur til þess að hann leysti okkur frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa...

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2011
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband