Þegar fólk missir trúnna

Því miður eru kirkjur ekki duglegar að byggja upp trú meðlima sinna. Fólk fer hvíldardag eftir hvíldardag í kirkju og nærri því alltaf er um að ræða einhvern upplyftandi boðskap en afar sjaldan vitsmunalega krefjandi boðskap. Afar sjaldan fræðsla um hvað styður trúna og enn sjaldnar glímt við erfiðar spurningar. Eftir situr fólk sem hefur flokkað sig sem kristið í mörg ár en veit lítið sem ekkert og hið virkilega sorglega er að það veit ekki að það veit lítið. Það getur ekki einu sinni ímyndað sér að það veit lítið eftir allar þessar ræður sem það hlustaði á því það gerir sér sjaldnast grein fyrir því að það vantaði allt innihald.

Þegar síðan einhverjir meðlimir kirknanna reyna að fræða þá er oftar en ekki lítill áhugi því að því miður, það sem er vitsmunalega krefjandi er svipað og fara í ræktina, því fylgir hreinlega ákveðin tegund af þjáningu. Hver sem hefur tekið nokkra erfiða stærðfræði áfanga í skóla þekkir vitsmunalegar þjáningar og erfiði og oftar en ekki þá fer fólk í kirkju til að líða vel, en ekki til að láta pynta sig. 

Fyrir nokkru þá rambaði ég inn á færslu lista yfir blogg greinar sem ég hef gert og sá að ég hef gert 1740 blogg greinar! Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk setji svo mikið í að læra um trúmál en ef einhver flokkar sig sem kristinn og tekur afar sjaldan tíma í að læra um trúarleg efni og þá sérstaklega trúvarnarefni þá er hans trú afskaplega veikluleg og mun hrynja ef eitthvað bjátar á.

Ég myndi segja að ef einhver er kristinn þá ætti hann að hafa horft á eftirfarandi myndir:

Unlocking he mystery of life er orðin gömul en hún er klassísk og gögnin sem sýna hönnun í minnstu einingum lífs hafa aðeins gefið okkur enn fleiri ástæður til að álykta að þær eru afurð af hönnun.

Evolution's Achilles' Heels, fer yfir ótal efni sem tengjast sköpun þróun. Vel gerð mynd og tiltulega nýleg.

Darwin's dilemma, fjallar um Kambríum setlögin og steingervingana sem finnast þar. 

Af bókum þá vil ég nefna eftirfarandi:

Sorglegt að Jonathan Steingard hefur misst trúna en eitthvað segir mér að hans trú var aldrei upp á marga fiska, sérstaklega miðað við hans færslu á Twitter. Það sem ég sá þar var týpískt fyrir margra kristna. Þeir tengja sína kristnu trú við sína upplifun í ákveðni kirkju. Þeim finnst eitthvað kjánalegt sem kirkjan gerir og halda að það sé kristni, þegar það er í rauninni aðeins kjánaskapur fárra manna. Eitt sem kristnir gera sem angrar mig en það er að þeir eru oft ekki heiðarlegir. Ekki viljandi óheiðarlegir en óviljandi vegna vitsmunalegri leti. Þeir rannsaka ekki það sem þeir deila á samfélagsmiðlum og í kirkjunni og þegar aðrir kristnir, komast að raun um að eitthvað sem þeir heyrðu í kirkjunni var rangt þá ranglega tengja þeir það við trúna sjálfa en ekki að það voru kjánar í kirkjunni að segja kjánalega hluti. Kristnir ættu að hafa hærri staðal en það.

Stóra vandamálið er samt vinskapur við Guð. Ef einhver hefur verið kristinn alla sína ævi en aldrei upplifað nærveru Guðs þá er hans trú til lítils gagns. Hann hafði kannski að einhverju leiti, vitsmunalega trú, sama hve grunn hún var en án þess að Guðs andi fékk bústað í einstaklinginum, þá er þetta allt til einskis. Þannig að kannski er þetta blessun fyrir Joathan Steingard, hans trú var ekki lifandi og hann var ekki hólpinn þótt að hann tryði því en vonandi finnur hann Guð og lifandi trú út úr öllu þessu.


mbl.is Kristin rokkstjarna trúir ekki lengur á Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802747

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband