Lífið snýst um meira en hagvöxt

Einu sinni heyrði ég ágæta sögu til að útskýra hvíldardaginn og mér finnst hún geta líka útskýrt hvað mér finnst að þeirri hugmynd að reyna blint að fá konu til að vinna jafn mikið og karla. Saga er á þessa leið, það voru einu sinni sjö bræður. Þeir ákváðu að sex þeirra skildu vinna en einn ætti að sjá um heimilið. Einn ætti að sjá um að þrífa heimilið og elda. Eftir að hafa þetta fyrirkomulag í nokkra mánuði þá byrjuðu bræðurnir að öfunda þann sem var heima. Þeim fannst hann bara hanga heima og gera frekar lítið svo þeir heimtuðu að hann færi að vinna líka eins og þeir. Afleiðingin var auðvitað sú að nú var ekki heitur matur sem beið þeirra þegar þeir komu heim. Nú byrjaði líka heimilið að vera skítugt svo það var það engan veginn gaman að koma heim í allt draslið.

Sagan var sögð til að útskýra af hverju það er gott að taka einn dag frá til að hvíla sig og leggja venjulega vinnu á hilluna og einbeita sér að hvíld, vinum og fjölskyldu. Lífið snýst um meira en hagvöxt. Það þarf líka að sinna heimilinu og börnum. Ég er allur fyrir jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaðinum en ég er jafnvel enn meira fyrir að ekki ýta konum út á vinnumarkaðinn sem vilja eyða meiri tíma með börnunum sínum og að búa til hlýlegt heimili.

Í dag er enn sá misskilningur að það ríkir ójöfnuður þegar kemur að launum kynjanna en þegar efnahagsfræðingar skoða málið í heild sinni. Taka tillit til starfs, starfsreynslu, menntunar og hve mikið fólk vinnur þá er á vesturlöndum lítill sem enginn munur á milli launa karla og kvenna. Í stað þess að þröngva konum í störf sem þær hafa ekki áhuga á eigum við að vera ánægð með árangurinn og frekar að reyna að hjálpa konum víðsvegar um heim að ná samabærilegum árangri og við.

 


mbl.is Konur auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband