Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Sæll Halldór ég er að rannsaka Biblíuna og hef mikinn áhuga á að vita hver trú SDA er á Ísrael samkvæmt Biblíunni eru þeir en útvalinna þjóð Guðs? Gegna Gyðingar hlutverki í áætlun Guðs í endatímunum? Mér þætti vænt um ef þú hefðir tíma í stutt svar 😀

Kristinn Ingi Jónsson, 30.5.2016 kl. 20:08

2 Smámynd: Mofi

Blessaður Kristinn, eins og SDA skilur þetta þá eru kristnir nýja Ísrael. Ástæðan er að Ísrael fékk ákveðinn tíma og ákveðið hlutverk en þegar þeir höfnuðu Jesú þá fór fagnaðarerindið til allra. Það er spádómur í Daníel 9 þar sem talað er um að ákveðinn tíma er úthlutað til Ísraels en svo mun borginni verða eytt og það gerist á svipuðum tíma og Messías deyr. Þetta er forvitnileg spurning og skemmtileg Biblíu rannsókn, hérna er fyrirlestur sem ég hafði gaman af um þetta efni: https://www.youtube.com/watch?v=Zu9IMoLd6ts   

Minn skilningur á ákveðnum spádómum Biblíunnar er þannig að Ísrael mun koma við sögu en ekki sem útvalin þjóð Guðs. Vonandi var þetta ekki of stutt svar og vonandi er fyrirlesturinn ekki of langur.

Mofi, 30.5.2016 kl. 21:35

3 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Sæll Halldór og takk fyrir svarið :-) nei þetta var alveg nóg til að fylla í það sem vantaði ég var á sínum tíma í Hlíðardalsskóla og hafði bókuð góða mynd en vantaði nákvæmlega þetta til að fylla upp í myndina, nú skoða ég fyrirlesturinn og reyni meira að fá skilning í þetta en en sem komið er sé ég ekki annað en að Ísrael gegni en lykilhlutverki í göngunni heim.

Samanber Jerimía 31:37 Svo segir Drottinn: Svo sannarlega sem himinninn hið efra verður eigi mældur né undirstöður jarðarinnar hið neðra rannsakaðar, svo sannarlega mun ég ekki hafna öllum Ísraels niðjum sakir alls þess, er þeir hafa gjört - segir Drottinn.

Róm. 11:1-36 allur þessi kafli fjallar um Gyðingana

Mat. 8:11 En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,

Opinberunarbók 7: 4-8

Og ég heyrði tölu þeirra, sem merktir voru innsigli, hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir af öllum ættkvíslum Ísraelssona voru merktar innsigli.Af Júda ættkvísl voru tólf þúsund merkt innsigli, af Rúbens ættkvísl tólf þúsund, af Gaðs ættkvísl tólf þúsund, af Assers ættkvísl tólf þúsund, af Naftalí ættkvísl tólf þúsund, af Manasse ættkvísl tólf þúsund, af Símeons ættkvísl tólf þúsund, af Leví ættkvísl tólf þúsund, af Íssakars ættkvísl tólf þúsund, af Sebúlons ættkvísl tólf þúsund, af Jósefs ættkvísl tólf þúsund, af Benjamíns ættkvísl tólf þúsund menn merktir innsigli.

og margt fleira sem er of langt mál til að byrja hér og þess vegna er mér í mun að finna Biblíuleg rök fyrir Sannleikanum það eitt er víst að hvert orð íbiblíunni er ritað af heilögum anda og ef eitthvað er svona eða hinsegin þá finnum við það þar. 

Ég þakka þér kærlega fyrir svarið og mun kannski fá Leifi til að senda frekari spurningar síðar ef það er í lagi :-)

Kristinn Ingi Jónsson, 31.5.2016 kl. 07:05

4 Smámynd: Mofi

Já, endilega vertu í bandi. Hefði gaman af því að heyra hvað þér fannst um fyrirlesturinn.

Kv,
Halldór

Mofi, 31.5.2016 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 802761

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband