Að lifa biblíulegu lífi

Fyrir nokkru rakst ég á TED fyrirlestur þar sem maður að nafni A.J. Jacobs prófaði að lifa samkvæmt reglum Biblíunnar í heilt ár.  Mjög áhugaverð tilraun svo ég var mjög forvitinn að heyra hvernig þetta gekk hjá honum.  Fljótlega varð ég samt fyrir vonbrigðum þar sem ég heyrði klisjuna með að lesa Biblíuna bókstaflega. Ég vil ekki fjalla um þá vitleysu hér, læt duga að benda á þessa grein hérna um málið: Literal vs plain interpretation 

Jacobs talar um 700+ reglur, veit ekki hvaðan hann fær þá tölu en gyðingar almennt tala um 613 reglur og stór hluti þeirra á við presta í musterinu svo reglurnar sem ættu við Jacobs ættu að vera miklu færri en 613.

Fyrst nefnir hann regluna um að menn mega ekki raka sig en við höfum góðar ástæður til að aðhyllast að Biblían kenni það ekki, sjá: The Truth About the Beard   Sumir líklegast vilja kalla þetta "cherry picking", að fara eftir því sem hentar manni en fyrir mitt leiti þá er þetta leit til að vita hvað höfundurinn var raunverulega að meina.

Þrátt fyrir svona atriði þá samt var margt mjög áhugavert og jákvætt sem Jacobs sagði. Hann t.d. nefndi að það hefði gert þetta ár stórkostlegt að prófa að einbeita sér í heilt ár að slúðra ekki, girnast ekki, ljúga ekki og halda hvíldardaginn.  Jacobs fjallar um hvernig að breyta hegðun sinni breytti líka hvernig honum leið andlega og benti á að Biblían vill svo til kennir þetta þegar hún segir að brosa lætur manni líða vel.

Við þetta bætist margt kjánalegt eins og að grýta fólk en lög um refsingar voru aldrei þannig að einstaklingar ættu að framfylgja refsingum sjálfir heldur voru dómsstólar fyrir slíkt og þeir ákváðu hver refsingin ætti að vera á meðan lögin tilgreina hve hámarks refsing gæti verið.

En yfir heildina, þá var þetta mjög skemmtilegur fyrirlestur og það væri gaman að sjá kristna reyna einmitt að lifa samkvæmt þessum reglum, samt ekki kjánalega eins og hann Jacobs.


mbl.is Prédikari kýldi strák í brjóstkassann af alefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 802761

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband