Ef þú ert ekki sammála mér í pólitík ertu vond manneskja

Það sem angrar mig við pólitísk mál eins og byssulöggjöf er sú taktík að mála þá sem þú ert ósammála sem vont fólk.  Eins og að önnur fylkingin af fólki vill að brjálæðingar drepi börn. Einn telur að það sem myndi bjarga lífum væri að það væru aðilar í skólum sem gætu varið skólan ef svona kemur upp á. Annar aðilinn telur að ef að skólar væru svæði þar sem byssur væru bannaðar, að það myndi koma í veg fyrir svona ódæði.

Mér finnst fólkið sem vill hertari löggjöf og gera skóla að byssulausum svæðum vera stór hættulegt; að þessi aðferð muni aðeins kosta líf en ég vil ekki mála þetta fólk sem vont fólk. Ég tel að það meinar vel en bara hefur ekki hugsað málið til enda.  Aftur á móti þá er þessi hópur fólks mjög gjarn á að mála hinn hópinn sem vont fólk, fólk sem elskar byssurnar sínar meira en börn eins og sumir setja þetta upp.  Þannig aðferð í pólitík er virkilega ljót og það fólk ætti að skammast sín.


mbl.is „Hún var myrt í síðustu viku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Billy Graham fór ekki til himna

Billy Graham er eins og spámaðurinn Daníel í Gamla Testamentinu, hann sefur í dufti jarðar til efsta dags.  Svo að er mín trú að Billy Graham muni fara til himna en það gerist ekki þegar við deyjum heldur gerist við upprisuna. Miðað við það sem ég hef heyrt frá Billy Graham þá var hann einlægur maður Guðs og mun erfa eilíft líf þegar að því kemur. Þrátt fyrir það sem margir halda að aðeins þeir sem eru þeim sammála munu erfa eilíft líf þá er það að mínu mati kolrangt. Fólk sem fylgir í einlægni því ljósi sem það hefur uppgvötað eða gefið er það fólk sem Guð mun kalla fólk eftir Hans hjarta. 

Hérna er stutt myndband sem útskýrir hvað Biblían segir um hvað gerist þegar við deyjum.

 


mbl.is Billy Graham látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál góða fólksins er að það er vitlaust

Ég veit að þetta fólk meinar vel en það virðist vera óþægilega fáfrótt. Það virðist einnig hafa dágóðan skammt af mikilmennsku brjálæði og sannfært um að það sé margfalt betra en annað fólk. Í þessu tilfelli þá er um að ræða að gera trú meira en miljarðs...

Vandamál góða fólksins er að það er vitlaust

Ég veit að þetta fólk meinar vel en það virðist vera óþægilega fáfrótt. Það virðist einnig hafa dágóðan skammt af mikilmennsku brjálæði og sannfært um að það sé margfalt betra en annað fólk. Í þessu tilfelli þá er um að ræða að gera trú meira en miljarðs...

Besti morgunverðurinn til að grennast

Ég hef verið að prófa að borða aðeins tvær máltíðir á dag eins og Ellen White, spámaður Aðvent kirkjunnar mælti með fyrir hundrað árum síðan. Því miður þá þyrfti ég að hlusta á einhvern líkamsræktar sérfræðing sem útskýrði af hverju það væri best að...

Hættulega góða fólkið

Eitt af því sem mér finnst áberandi í umræðunni þessi misseri er fólk sem meinar vel en ef það fengi að ráða þá væri það stórhættulegt. Þetta er hið svo kallaða góða fólk. Það meinar vel en virðist ekkert hugsa til enda hvaða afleiðingar það sem það vill...

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Feb. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802778

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband