Gallinn við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn

Það ætti að vera öllum ljóst að sá flokkur sem fer í samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn er að leika hættulegan leik. Það eru ótal dæmi þar sem flokkar fara í samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn að þá næstu kosningar þá hefur fylgi þess flokks hrunið en fylgi Sjálfsstæðisflokksins helst alltaf nokkuð hið sama.

Ég upplifi mig sem frekar mikið til hægri í þeim skilningi að ég vil að ríkið skipti sér sem minnst af fólki og fyrirtækjum.  Þar er eins og ég á samleið með Sjálfsstæðisflokknum hérna en þegar kemur að framkvæmd þá hegðar Sjálfsstæðisflokkurinn oft eins og versti kommúnista flokkur eins og að selja eignir ríkisins til einkavina á spottprís. Eða þeirra vörn á kvótakerfinu sem er bara eins og lénskerfi miðalda. Ríku fólki gefin fiskurinn í sjónum svo myndast ættir sem eiga fiskinn í sjónum og svo fær það verkamenn til að vinna við að ná í fiskinn.

Það verður forvitnilegt að sjá hvers konar stjórn við fáum í þetta skiptið og hvaða flokkur er til að deyja hægum dauðdaga með því að fara í rúmið með Sjálfsstæðisflokknum.


mbl.is Ekki klár með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kári að sleikja upp fjölmiðla

Ein leið í dag til að fá fjölmiðla til að líka vel við þig; til að fjalla um þig á jákvæðan hátt er að gagnrýna Trump. Einhver gæti hugsað "hvernig getur einhvern kristinn einstaklingur varið Trump?"  Það er góð spurning, málið er að í dag þá hafa fjölmiðlar búið til það umhverfi að það er í lagi að fyrirlíta forseta Bandaríkjanna og alla þá sem kusu hann. Í rauninni leifi til að hata. Það sem verra er, er að ástæðurnar sem fjölmiðlar gefa eru endalausar lygar. Tökum t.d. það sem Kári sagði í sinni þakkarræðu: "Þeir sem vilja reisa háa múra á landa­mær­um milli landa". Clinton, Obama og Bush vildu ná stjórn ólöglegum innflutningi fólks til Bandaríkjanna og það eina sem er öðru vísi við Trump er að hann alvöru aðgerðir til að ná því markmiði. Það eru lönd allt í kringum okkur og Ísland engan veginn undanskilið sem stjórna hvaða fólk kemur til landsins svo hvernig geta fólk þessara landa gagnrýnd Bandaríkin að vilja geta gert hið sama?

Ég kenni svo sem ekki Kára um þetta, aðeins enn annað fórnarlamb lyga fjölmiðla sem vaða núna uppi um allan heim.  Kristnir einstaklingar eiga alltaf að taka afstöðu á móti lygum.


mbl.is Gagnrýndi Trump í þakkarræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vill enginn vera feministi lengur

Áhugaverð könnun í Bretlandi leiddi í ljós að aðeins 7% fólks leit á sig sem feminista, sjá: Only 7 per cent of Britons consider themselves feminists

Feministar í dag eru miklu frekar hópur sem hatar karlmenn og karlmennsku og almennt þá finnst fólki slíkt ekki eiga við það.  Þess má geta að lang flestir í þessari könnun studdu jafnrétti kynjanna þrátt fyrir að hafna feminsma.

Hérna er góð samantekt á af hverju feminismi er orðinn að einhverri ófreskju sem venjulegt fólk vill ekki sjá.


mbl.is Nauðsynlegt að drengir verði femínistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband