Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Hvað með sjálfsstjórn og fórna eigin löngunum fyrir aðra?

Það er eins og það er horfið úr samfélaginu að hafa sjálfsstjórn og sigrast á löngunum sem leiða til ills. Mér finnst ég hafa séð svo mörg viðtöl við fíkla sem tala um hve mikið þeim þykir vænt um fólkið í lífi þeirra en setja síðan sjálfa sig í fyrirrúm og gera eitthvað sem skaðar fólkið í lífi þeirra.

Það er áhugaverð saga í Biblíunni sem ég tel tengjast þessu:

1. Mósebók 4
6
Drottinn sagði við Kain: „Hví reiðist þú og ert þungur á brún? 7Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni.“

Þarna er Kain að upplifa reiði og löngun til að myrða bróður sinn, Guð segir við hann að hann eigi að sigrast á syndinni sem bankar núna upp á.  Kain hafnar þessari ráðleggingu og mjög líklega nærir þessar langanir þangað til að hann ákveður að myrða Abel bróður sinn.

Þetta er það sem ég trúi að gerist fyrir okkur öll, við upplifum alls konar langanir frá því við erum börn og þær langanir sem við köstum ekki strax frá okkur vaxa þangað til við getum ekki lengur stjórnað þeim og látum eftir þeim.  Þessi maður þarna hefur líklegast nært þessar langanir svo mikið að þær urðu að verkum og þar með skemmt samband sitt við eiginkonu og líklegast börnin líka.

Núna erum við komin í þá stöðu að fólk er að réttlæta framhjáhöld vegna þess að langanir sem það kæfði ekki í fæðingu eru að stjórna fólki og fólk er byrjað að finnast að við getum ekki stjórnað okkur sjálfum.  Mér finnst það bara sorglegt og þetta er vegur sem hlýtur að enda í dauða. 

Því miður er meirihluti kristna í samskonar stöðu vegna þess að þeir hafa keypt þá þá rökvillu að vegna þess að við frelsumst ekki fyrir verk að þá eigum við ekki að halda þau boðorð sem Guð gaf okkur.  Ég held að þessi afstaða er ein aðal ástæðan fyrir því að kristnir leiðtogar hafa aftur og aftur verið gripnir að mjög ósiðlegri hegðun að jafnvel samfélaginu blöskrar hegðunin.  En við hverju eru að búast þegar stór hluti kristna telur að það eigi ekki að fara eftir boðorðum Guðs því að þá er það að reyna að réttlætast fyrir verk?

Matteus 5:27
Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt ekki drýgja hór.`
28 En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
29 Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti.

 


mbl.is „Er ég klikkaður að hafa þessar langanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefði þurft til að grafa svona dýr hratt?

fossils

Þessir steingervingar í Patagóníu er alveg magnað og það verður mjög forvitnilegt að sjá hvað frekari rannsóknir leiða í ljós.   

Þegar dýr deyja þá almennt verða þau ekki að steingervingum, í rauninni er það mjög sjaldgæfur atburður en í setlögum jarðar eru miljarðar af steingerðum dýrum, af hverju?  Það sem þarf til að dýr verði að steingervingi er að það þarf að grafa það hratt áður en náttúruöflin ná að eyða því.  

Svo hefði þurft til að grafa 40 metra langt dýr hratt?  Mitt svar er Nóaflóðið sem Biblían lýsir í 1.Mósebók 6. kafla til 9. kafla.  Flest forn menningarsamfélög hafa svipaða sögu að segja sem segir mér að þetta er byggt á raunverum atburði og besta útskýringin á setlögum jarðar og steingervingunum sem í þeim eru.

 

noah-3
mbl.is Stærsta risaeðla heims grafin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífrænar leifar finnast í Forkambríum

140410122205-largeÞað eru ótal dæmi þar sem lífrænar leifar finnast í setlögum jarðar sem þróunarsinnar trúa að séu margra miljón ára gömul. Frægustu tilfelli eru líklegast risaeðluleifarnar sem ég hef fjallað um áður, sjá: Hvernig getur einhver trúað að þessi dýr dóu út fyrir 65 miljón árum síðan?  og einnig hérna: DNA finnst í fornum risaeðlu beinum

Núna höfum við dæmi þar sem lífrænar leifar finnast í Forkambríum setlaginu sem þróunarsinnar trúa að sé meira en 542 miljón ára gömul. Meira um þetta hérna:
 

http://www.psjournals.org/doi/abs/10.1666/13-062

http://www.icr.org/article/8059/

http://www.icr.org/i/pdf/technical/Original-Tissue-Fossils-and-Age-Implications.pdf

Flestum finnst gögnin styðja að lífið á jörðinni sé mjög gamalt en ég held að það er frekar að þróunarsinnar þurfa nauðsynlega gífurlegan tíma til að þróun geti átt sér stað. Ekki að gögnin bendi til þess heldur að þróunar trúin þarf á þessu að halda. Ég er svo sem búinn að gefast upp vonina að það sé hægt að lækna þessa afneitun þeirra en þeir sem eru á hliðarlínunni ættu að fá hérna eitthvað áhugavert til að hjálpa þeim að ákveða sig hvað sé líklegast satt þegar kemur að þróun sköpun umræðunni. 

 


mbl.is Stúlkan sem ljóstrar upp leyndarmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kristilegt fyrir karlmenn að klæðast eins og konur?

Í stuttu máli, nei, í aðeins lengra máli:

5. Mósebók 22:5
Kona skal ekki bera karlmannaklæði og karlmaður skal ekki klæðast kvenfatnaði því að hver sem það gerir er Drottni, Guði þínum, viðurstyggð.

Hlutverk karla og kvenna koma upp af og til í Ritningunni og áherslan er á að karlmenn eiga að vera karlmenn og konur eiga að vera konur. Þessi ruglingur í hlutverkum karla og kvenna er engan veginn eitthvað sem er Guði þóknanlegt og skilur okkur með karlmannlegar konur og kvenlega karlmenn og ég er nokkuð viss um að mjög margir, dýpst inni finnst þetta ekki vera eins og þetta á að vera. Að mjög margar konur t.d. vilja að sinn eiginmaður sé alvöru karlmaður, ákveðinn, fullur sjálfstraust og ekki kvenlegur.  
mbl.is Pollapönkarar og Wurst í kjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski er sektarkenndin að reyna að segja þér eitthvað

abortion

Þegar kemur að sálinni þá er það hættulegasta sem ég trúi að fólk getur gert er að reyna að þagga niður í samviskunni eða sektarkenndinni. Í tilviki Emily Letts þá sé ég ekki betur en um er að ræða að hún notar fóstureyðingu sem getnaðarvörn, hún var óvarkár og barnið hentar ekki hennar núverandi lífstíl. Í samfélaginu í dag er mikill þrýstingur á að vera ekki að dæma... ég er bara ekki alveg á þeirri bylgjulengd og finnst þetta viðbjóðslegt.

Ef a samfélagið nær því að þagga niður í sektarkenndinni og fólk nær að upplifa fóstureyðingu sem eðlilegan hlut sem er ekkert rangt við, þá er það engin sigur. Það sem það er, er að viðkomandi er kominn svo langt frá Guði að Hann er ekki lengur að tala til þín og biðja þig um að láta af vondum verkum.

Sektarkenndin er að reyna að segja okkur öllum eitthvað um hvað við erum að gera rangt og okkar þörf á fyrirgefningu. 

Bréf Páls til Filippímanna 4:8
Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.

baby-girl-robe 
mbl.is Tók fóstureyðinguna upp á myndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WOTM - Noah



Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802747

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband