Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Er hægt að lækna tennur með mataræði?

teethMitt svar er einfalt, ég bara veit ekki.  En ég hef rekist á fullyrðingar um að það sé hægt en hef ekki persónulega reynslu af því sjálfur.

http://draxe.com/naturally-reverse-cavities-heal-tooth-decay/

http://www.naturalnews.com/042204_cavities_natural_healing_tooth_decay.html

Ef einhver getur vottað að það sé eitthvað til í þessu þá væri gaman að heyra þannig sögur.

 

 


mbl.is Með 10-15 skemmdar tennur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar byggðir á hollustu?

Ég er ekki frá því að matvara ætti að vera skattlögð miðað við hollustu. Það er engan veginn eðlilegt að vörur sem valda því að almenningur glímir við fleiri sjúkdóma kosti minna en matvara sem ýtir undir heilbrygði. 
mbl.is Þriðjungur á vart fyrir hollum matvælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er föstudagurinn langi Kristín hátíð?

Fer eftir hvað þú átt við með "Kristin". Ef þú at við það sem kristnir gera þá já en ég þú átt við hvort þessi hátíð sé biblíuleg þá er svarið nei.  

Páskarnir voru teknir upp í staðinn fyrir hátíðir Guðs í kringum 300 e.kr. vegna andúðar fólks á gyðingum. Af einhverjum ástæðum þá hafa þeir verið hataðir, kannski afþví þeir halda lög Guðs? 

Það sem þetta fólk er að gera,  að láta krossfesta sig er ókristilegt. Þetta er eins og yfirlýsing um að fórn Jesú hafi ekki verið mjög. Ég er samt visd um að Guð lítur framhjá fáfræði þeirra og horfi á hjörtum þeirra. 

 


mbl.is Árleg krossfesting á Filippseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru svona vísindi á mbl?

Raffaello_D_Andrea-_quadcopters-400x260

Það er allt of oft að gerast að ég upplifi að það er eitthvað merkilegt að gerast í heimi vísinda og ekki múkk á mbl um það. Ég vil svo sem ekki gera lítið úr af hverju við fáum fiðrildi í magann, það er áhugavert spurning út af fyrir sig en það er svo margt að gerast í heimi vísindanna að það er alveg ótrúlegt hvað það er lítið um að vera í vísinda dálknum hérna á mbl.

Hérna er dæmi um skemmtilegar tækninýjungar sem ég er viss um að margir hefðu gaman af:

 

Ekki missa af quadcopters og sixthsense technology, algjör snilld.  Fyrir mig þá er þetta hluti af því sem himnaríki mun einkennast af, fólk að læra á heiminn sem Guð bjó til, til að gera alls konar skemmtilega hluti. Miðað við hvað við getum gert mikið af þeim örfáu árum sem við fáum hérna á jörðinni þá er alveg magnað hvað við getum gert, ímyndaðu þér að hafa þúsund ár og ekki leiðinlega vinnu sem stelur megnið af tímanum frá þér!
 
En það er margt fleira en áhugaverð tækni, það eru líka margt sem kemur við mínum áhugamálum, trúmálum eins og þróunarkenningin og siðferðismálum. Því miður hef ég ekki tíma til að fjalla um allt það sem kemur upp sem er áhugavert, hérna eru nokkur dæmi:

mbl.is Af hverju fáum við fiðrildi í magann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru sönnunargögn?

Oft segir fólk þá skoðun sína að það sé engin sönnunargögn fyrir sköpun eða sönnunargögn fyrir yfirnáttúru.  Fólk notar hérna orðið "sönnunargögn" eins og enska orðið "evidence".  Ef við notum dæmi eins og sakamál eins og þessu morðmáli Pistorius þá eru skotförin sönnunargögn, byssan er sönnunargagn og svo framvegis.  Hvað þau sönnunargögn benda til er síðan önnur umræða.

GearsTökum t.d. nýlega uppgvötun í líffræði þar sem vélrænir gírar fundust í skordýri sem kallast Issus sem hjálpar því að stökkva; samræmir fæturnar. Þetta er ekki sönnunargagn sem sannar sköpun en án þessa dæmis væri málstaður fyrir sköpun veikari. Eftir þessa uppgvötun þá er málstaður sköpunarsinna sterkari. 

Þegar kemur að sönnunargögn fyrir yfirnáttúru þá er sú afstaða sterkari eftir uppgvötun vísinda á því að eðlisfræðilögmálin virðast vera fínstillt til að leyfa tilvist okkar alheims og þá sérstaklega tilvist lífs.

Hérna útskýrir Stephen Myers það ýtarlega:

Ég vona að þetta útskýrir af hverju t.d. þróunarsinni getur sagt já, það eru sönnunargögn sem styðja sköpun og yfirnáttúru án þess að vera að segja að það sé sannleikurinn. Ég get alveg sagt að það eru sönnunargögn sem styðja þróun, ég einfaldlega tel að þegar öll sönnunargögnin eru skoðuð þá passa þau betur við sköpun en þróun.


mbl.is Ætlar að sanna að Pistorius lýgur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverkin í musteri Guðs

image-3
Það er virkilega áhugavert að í heimildum gyðinga þá er þar sagt frá atburðum sem gerðust 30 e.kr. í musterinu í Jerúsalem.  Guð hafði sett á stofn musteri í Jerúsalem þar sem prestar framkvæmdu fórnir sem bentu til Jesú Krists.
Hérna er stutt myndband sem sýnir hvernig musterið var.
 
 
 
Í Talmúdinum sem er kenndur við Jerúsalem stendur þetta:
 
Jacob Neusner, The Yerushalmi, p.156-157
Forty years before the destruction of the Temple, the western light went out, the crimson thread remained crimson, and the lot for the Lord always came up in the left hand. They would close the gates of the Temple by night and get up in the morning and find them wide open 
 
Svipað er að finna í Babýlóníska Talmúdinum.
 
Soncino version, Yoma 39b
Our rabbis taught: During the last forty years before the destruction of the Temple the lot ['For the Lord'] did not come up in the right hand; nor did the crimson-colored strap become white; nor did the western most light shine; and the doors of the Hekel [Temple] would open by themselves".
 

Musterið var eyðilagt 70 e.kr. þannig að þessir atburðir byrjuðu að gerast 30 e.kr. eða eftir að Jesús var krossfestur.

Skoðum aðeins nánar hvað þeir sögðu að heðfi byrjað að gerast 30 e.kr.

Hlutkestið

goat_dies-1

Einu sinni á ári var Friðþægingardagurinn mikli eða "Yom Kippur". Á þeim degi voru tvö fórnardýr og það var kastað upp hlutkesti milli þess hvort dýrið yrði "frá Guði" eða væri "Azazel" sem það dýr var leitt út í eyðimörkina frá samfélaginu. Sagan segir að fólkið var byrjað að leiða það að klettabjörg og reka það fram af bjarginu svo það væri alveg víst að það kæmi aldrei aftur.

Í fjörtíu ár, fyrir eyðileggingu musterisins þá þegar æðsti presturinn kastaði hlutkestinu þá kom alltaf upp svarti steininn sem táknaði Azazel dýrið. Líkurnar á þessu eru stjarnfræðilegar.  Gyðingar á þessum tíma túlkuðu þetta sem mjög slæman fyrirboða um að eitthvað hræðilegt væri að fara að gerast.

Rauði borðinn

Á friðþæginda deginum mikla þá var bundinn rauður borði bundinn við Azazel geitina og hluti af borðanum var bundinn við hurð musterisins. Eftir að æðsti presturinn fór inn í hið allra heilaga og búið að kasta hlutkestinu og reka dýrið út í eyðimörkina þá ef að Guð samþykkti fórnina þá varð rauði borðinn hvítur sem tákn um að Guð hefði fyrirgefið Ísrael.

Jesaja 1
18 Komið, eigumst lög við! _ segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.

Í gegnum aldirnar þá gerðist þetta oft en 30 e.kr.  þá hætti þetta að gerast og eins með hlutkestið þá olli þetta yfirvöldum áhyggjum. Fólk skildi þetta þannig að Guð væri ekki lengur að fyrirgefa þjóðinni og vildi vita hvað hafði breyst. 

Musteris hurðin

Næsta kraftaverk sem Talmúdinn viðurkennir er að musteris dyrnar opnuðust hverja nótt af sjálfu sér. Þetta gerðist í fjörtíu ár eða frá 30 e.kr. til 70 e.kr. þegar musterið var eyðilagt af Róm. Aðal leiðtogi gyðinga á þessum tíma skildi þetta sem merki um yfirvofandi eyðileggingu, við lesum í Talmúdinum þetta:

Sota 6:3
Said Rabban Yohanan Ben Zakkai to the Temple, 'O Temple, why do you frighten us? We know that you will end up destroyed. For it has been said, 'Open your doors, O Lebanon, that the fire may devour your cedars' " (Zechariah 11:1)'.

MenorahPriest_prepares_the_Menorah_2_2

Í musterinu, í hinu heilaga þá var ljósastika og eitt af ljósunum á henni var kölluð "Menorah".  Það var ljósið í miðju stikunni og var það mikilvægasta og prestarnir höfðu þá skipun að það ætti alltaf að loga. Þeir áttu að passa að það væri ævinlega næg olía svo að loginn slokknaði aldrei því hann táknaði anda Guðs og nærveru Hans í musterinu. Eftir 30 e.kr. þá slokknaði á hverju nótti þetta ljós, sama hvað prestarnir reyndu að passa upp á það.   

 

Gyðingar ættu að spyrja sig, af hverju þeirra heimildir segja þetta. Hvað gerðist árið 30 e.kr. sem lét Guð sýna sína vanþóknun á musterinu og fórnunum?  Fyrir mig er rökréttasta útskýringin að lamb Guðs hafði verið fórnað, Jesú hafði afnumið fórnarkerfið á krossinum. Eftir þetta tók Jesú til starfa í hinu himneska musteri og Guð skildi hið jarðneska eftir tómt; allt þar til það var eyðilagt, 70 e.kr. af Róm. Jesús talaði um þennan atburð:

Matteus 23
37 Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.
38 Hús yðar verður í eyði látið.


Hvernig metur maður hvort að spámaður sé frá Guði eða ekki?

Svo margir byggja sína trú á einhverju sem þeir telja kraftaverk en þeir sem byggja trú sína á Biblíunni hafa skýr fyrirmæli að slíkt er ekki áreiðanlegt.  Í Jesaja lesum við þessi orð:

 

Jesaja 8
20 
To the law and to the testimony: if they speak not according to this word, it is because there is no light in them.

Fólk getur feikst frá hverju sem er ef það er ekki með fast land undir fótum. Hvaða vitleysingur sem er getur blekkt það með einhverju sem það heldur að sé einhvers konar kraftaverk. 

Spurningin sem ætti þá að vakna hjá mörgum "er það sem Kaþólska kirkjan kennir samkvæmt lögmálinu og spámönnunum".  Í kringum 300 e.kr. þá blandaði rómveskur keisari nokkur sér inn í hina kristna kirkju og ákvað að það ætti ekkert gyðinglegt að tilheyra kristni og eftir það þá var þrýstingur á kristna að halda ekki hvíldardaginn og sömuleiðis að hætta að halda hátíðir Guðs samkvæmt lögmálinu. Einnig var hent út heilsuráðgjöf Guðs eins og hvað væri hrein fæða og hvað væri óhrein fæða.

Allt þetta kom frá veraldlegum keisara og kristnir í dag hafa ekki enn losað sig við þessi heiðnu atriði og byrjað að ganga samkvæmt vilja Guðs.  Sumir hafa brengluð rök til að afsaka þetta, eins og að þegar Jesú dó á krossinum þá henti Hann leiðbeiningum Guðs í ruslið. Það gerist ekki mikið sorglegra en það. 


mbl.is Ekkert annað en kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust óljósar rannsóknir um heilsu

ChinaStudyGallinn við þær rannsóknir sem hafa verið að koma upp þessa dagana og svo sem nærri því alltaf er að þær eru svo ónákvæmar.  Hvað er t.d. að vera mjór?  Sumir eru það grannir að þeir glíma við næringa skort svo það kæmi mér ekki á óvart ef þeir sem eru í því ástandi lifa skemur en þeir sem eru smá þybbnir.

Annað dæmi er rannsókn sem sagði að grænmetisætur lifa skemur en kjötætur.  Það er lítið mál að verða grænmetisæti og byrja að borða enn óhollara en að borða kjöt.  Það eina sem þeir þurfa að gera er að borða of mikið af fitu, annað sem hægt er að gera er að borða mikið af unnum grænmetismat, einhvers konar gervi kjöt og gervi ost og svo framvegis.

Í staðinn fyrir þessar mjög svo takmörkuðu rannsóknir þá mæli ég með þessari rannsókn hérna: http://www.thechinastudy.com/


mbl.is Er hættulegra að vera mjór en feitur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hröð þróun?

Löngu fyrir daga Darwins þá voru sköpunarsinnar búnir að átta sig á því að dýra tegundir breytast með tímanum, þær þurftu að gera það ef sagan af Nóa flóðinu var sönn.  Núna í dag þá vitum við að tegundir geta breyst merkilega hratt og svona dæmi þegar mismunandi dýr eignast afkvæmi sýnir okkur að breytingar geta gerst hratt; þarf engin miljónir ára heldur þarf upplýsingar í genamengi dýranna. 
 
Hérna eru tvö stutt myndbönd um þetta. 
 
 
 
 

mbl.is Kind og geit eignuðust afkvæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve mörg dýr hefðu þurft að vera í örkinni?

Út frá sköpun þá voru upphaflega ákveðinn fjöldi gerðir dýra sem líklegast eru þau dýr sem við flokkum í dag sem fjölskyldur.  Út frá því þá hefðu þurft að vera sirka 16.000 dýr í örkinni.  Við auðvitað vitum þetta ekki fyrir víst en þetta er ágætis ágískun.  Þannig að þessir útreikningar vísindamannana við Leicester sýna að það var meira en nóg pláss, ef við gefum okkur að 16.000 dýr hefði dugað til að varðveita allar tegundirnar sem eru til.  Hafa ber í huga að það þurfti ekki að taka skortdýr eða sjávardýrin. 

Það eru alls ekki allir sáttir við myndina um Nóa, hérna er viðtal við nokkra vísindamenn sem trúa á sköpun, fjalla um myndina.  Ef einhver heldur að myndin gefi ágæta mynd af sögunni í Biblíunni þá gerir hún það alls ekki.  Það sem vantar hjá flestum sem gagnrýna söguna af Nóa er að Guð bjó til leið til þess að allir gætu bjargast ef þeir hefðu viljað. Tilgangur arkarinnar var ekki aðeins að bjarga dýrunum heldur aðalega fólkinu en fólkið vildi það ekki. Kannski fín mynd en bókin er betri :)

Ég hef því miður ekki séð myndina en mun vonandi sjá hana á næstu dögum.

Fyrir áhugasama þá eru hérna nokkrar greinar um örkina og þær spurningar sem vakna hjá mörgum þegar þeir velta sögunni um Nóa fyrir sér:

http://www.answersingenesis.org/articles/nab3/how-could-animals-fit-on-ark

Staðreyndir sem styðja að sagan af Nóa hafi raunverulega gerst

http://www.answersingenesis.org/articles/nab/really-a-flood-and-ark?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+AIGDaily+(Answers+in+Genesis+Daily+Articles)


mbl.is Örkin gat flotið með öll dýr jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband