Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Er rökrétt að blanda saman kristni og Þróunarkenningunni?

pope.pngÍ grundvallar atriðum þá er aðal málið með Miklahvell að alheimurinn hafði byrjun og það mjög svo passar við það sem Biblían segir, sjá: Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf

Það er tvennt sem angrar mig mest við það þegar kristnir reyna að samræma Þróunarkenninguna og kristni. Hið fyrsta er, af hverju að trúa einhverju sem fer á móti heilbrigðri skynsemi? Gögnin passa ekki við kenninguna og enginn hefur nein dæmi þar sem þetta ferli hefur skapað eitthvað af viti.  Alveg burtséð frá kristni þá gæti ég aldrei trúað fullyrðingum Þróunarkenningarinnar.

Hið seinna er, sú vera sem notar dauða, þjáningar og baráttuna til að lifa af til að skapa hlýtur að vera ófreskja af hræðilegri stærðargráðu. Ekki eini sinni djöfullinn gæti keppt við slíka veru.

Svo af hverju er páfinn að koma með svona fullyrðingar?  Eina sem mér dettur í hug er pólitískur rétttrúnaður. Málamiðlanir til að öðlast vinsældir; sorglegt svo ekki sé meira sagt.

Ég skrifaði einu sinni ýtarlegra um af hverju kristni væri ekki samræmanleg Þróunarkenningunni, sjá: Er hægt að samræma þróunarkenninguna og kristni? 


mbl.is Mikli hvellur verk Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lykillinn að himnaríki

Þegar samviskan angrar einhvern þá eru tvenns konar viðbrögð algeng. Ein viðbrögðin eru að þagga niðri í samviskunni og oft fær fólk hjálp frá aðstandendum sem segja að þetta hafi ekki verið þér að kenna eða þú gerðir allt sem þú gast. Önnur viðbrögðin eru eins og viðbrögð Bob Geldofs við dauða dóttir sinnar. Að taka ábyrgð og vera hryggur yfir því að annað hvort hafa gert eitthvað rangt eða ekki gert nóg.

Aðeins einhver sem er raunverulega hryggur getur raunverulega iðrast og beðið um fyrirgefningu sem honum finnst hann ekki eiga skilið. Þetta er lykillinn að himnaríki. 


mbl.is Segist hafa brugðist í föðurhlutverkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjólk: Hollusta eða böl?

Ég er á því að mjólkurvörur eru eitt versta böl vesturlandanna og við myndum leysa ótal heilsu vandamál sem við glímum við í dag.   Hérna er mynd um þetta mál sem enginn ætti láta fram hjá sér fara.


mbl.is Mjólkurvörur draga úr líkum á offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru söguleg vísindi?

Í rökræðum Bill Nye og Ken Ham þá kom upp ágreiningur á milli þeirra um að það væru til tvær gerðir af vísindum. Ein snýst um að rannsaka heiminn eins og hann virkar í dag þar sem við getum gert tilraunir sem aðrir vísindamenn geta endurtekið og öðlast þannig áreiðanlega þekkingu og síðan höfum við vísindi sem snúast um að leysa gátu varðandi hvað gerðist í fortíðinni.  

Það kom mér á óvart í þeim rökræðum að Bill Nye reyndi að afneita svona augljósri staðreynd en menn velja oft að vera órökréttir til að verja sína heimsmynd sem væri svo sem skiljanlegt ef að hún veitti þeim huggun andspænis grimmum heimi en ég á erfitt með að sjá slíkt hjá Bill Nye.  


Er sykursýki læknanleg?

Sorglegt að hugsa til þess að einhver sem maður þekkir til er að berjast fyrir lífi sínu. Ég var bara lítill polli þegar leiðtogafundurinn var en ég man samt eftir þessu.  En fréttin segir að Gorbatjov þjáist af sykursýki en hvernig er það, er sykursýki hættulegur sjúkdómur eða er hægt að lækna sykursýki?

 

 


mbl.is Mikhail Gorbatjov á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur trú eitthvað að gera með upplýsingar?

reyusmz.jpgÞegar ég las þessa frétt þá komst ég ekki hjá því að spyrja sjálfan mig, hvernig eiginlega fór þessi maður að komast að því að Íslam sé sannleikurinn.

Sem leiddi mig að annari spurningu, hefur trú fólks eitthvað að gera með þær upplýsingar sem það hefur?  Fyrir mitt leiti þá svara ég þessari spurningu játandi.  Ég geri þá kröfu til minnar trúar að hún passi við þær upplýsingar sem ég tel vera áreiðanlegar.  Það þýðir ekki að það eru engar spurningar eða grá svæði en að megnið af gögnunum benda á ákveðna átt.

En eftir mörg ár að rökræða við fólk hérna á blogginu og augliti til auglitis þá finnst mér eins og í mjög fáum tilvikum byggist trú fólks á upplýsingum.  Hver er ykkar reynsla?  Finnst ykkur þið hafa breytt ykkar trúar skoðun vegna nýrra upplýsinga og þá væri mjög gaman að vita hvaða upplýsingar létu ykkur komast að hvaða niðurstöðu.


mbl.is Kassig er nú heittrúaður múslimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítum við undan þegar verið er að ráðast á saklaust fólk?

Ég skil að sumir eru á varðbergi gagnvart hverju sem Bandaríkin segja en þegar flest arabaríkin eru að biðja um hjálp vegna árása þessa hóps þá virðist þetta vera alveg hreinu. Þarna er her sem er að valta yfir svæðið og myrða alla þá sem þeim eru ekki þóknanlegir, skiptir engu máli hvort það eru hermenn eða saklausir borgarar.

Þegar verið er að ráðast á saklaust fólk þá er engin ástæða til að vera stoltur af því að geta ekki hjálpað þeim.   Hérna er viðtal við mann sem horfir upp á að ISIS er nálægt og er að nálgast borgina sem hann bý í.


mbl.is Ögmundur styður ekki árásir á Ríki íslam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að traðka á von annara

gisele_b_ndchen.jpgÉg skil alveg efasemdafólk þegar það nálgast boðskap Biblíunnar og á erfitt með að trúa honum.  Það sem ég skil ekki er fyrirlitningin og löngunin að rakka niður fólk sem hefur þessa von. Erfitt fyrir mig að sjá það sem eitthvað annað en illsku og mannfyrirlitningu.

Það er sannarlega erfitt þegar svona ung lífsglöð manneskja deyr en andspænis því þá er vonin um eilíft líf þar sem þjáningar og dauði er ekki lengur til. 

Ef að bara þessir svo kölluðu efasemdamenn sem svo sem kunna ekki að efast um sína eigin afstöðu myndu aðeins nálgast þetta efni frá aðeins jákvæðari forsendum og aðeins meiri kærleika til þeirra sem hafa aðrar skoðanir en þeir. 


mbl.is „Í dag varð hún að engli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband