Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

New Scientist ræðst á biblíulega sköpun

Langar að benda á grein hjá www.creation.com sem svarar grein í Refutation of New Scientist’s Evolution: 24 myths and misconceptions

Í stuttu máli þá gerði tímaritið New Scientist grein sem var árás á sköpunarsinna og Biblíuna og hérna er svar við þeirri sérstaklega óvönduðu grein en án efa voru einhverjir sem féllu fyrir rangfærslunum og óheiðarleikanum.

Hérna er greinin í New Scientist: http://www.newscientist.com/article/dn13620-evolution-24-myths-and-misconceptions.html#.Uklv5thwaAg


Extreme Biomimetics - TEDx

Eitt af því heitasta í vísindum er að rannsaka náttúruna og finna hönnunar tækni í náttúrunni sem við getum notað í tækni nýjungar.  Ef að þessir vísindamenn þurfa að nota vitsmuni til að rannsaka þetta og enn meiri vitsmuni til að herma eftir og nýta í tækni nýjungar þá er eina rökrétta ályktunin er að sá sem upprunalega orsakaði þessi undur var ótrúlega gáfaður.


Sjónarspil á himninum framundan

Mig langar að benda á myndband sem fjallar um atburði sem munu gerast á himninum næstu ár. Það sem er sérstaklega merkilegt er að þessir merkilegu atburðir eru að lenda á sérstökum dögum á dagatali Biblíunnar, það sem Guð gaf Móses á Sínaí fjalli. Þessir sérstöku dagar eru hátíðisdagar Biblíunnar sem útskýrðu á spádómlegan hátt fyrstu komu Messíasar og eru spádómar um seinni komu Messíasar.  Ég vil taka það fram að ég er ekki sammála öllu sem fyrirlesarinn segir, eins og t.d. aðhyllist hann "rapture" kenninguna sem ég tel vera kolranga en samkvæmt henni þá mun fólk Guðs hverfa og fara til himins og þeir sem verða eftir munu þurfa að fara í gegnum þrengingar.

 


mbl.is Hannar geimbúninga framtíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband af gírunum sem fundust í náttúrunni

Forvitnilegt myndband um gírana sem fundust í einni tegund af skordýri. Það væri fyndið að lesa útskýringu frá þróunarsinnum af því hvernig þetta fór að því að þróast. Hvað gerði t.d. fyrsta tönnin á tannhjólinu?  Síðan þá virðist fólk ekki gera sér grein fyrir því að jafnvel þegar til er einhver skáldsaga af því hvernig þetta mögulega gæti gerst þá er það samt jafn vísindalegt og einhver skáldsaga af því hvernig vindar og regn fóru að því að búa til andlitin í Rush More fjallinu.


Geta góðverk strokað út vond verk?

jail.jpgMargir sem standa frammi fyrir þeirri staðreynd að þeir gerðu eitthvað sem þeir áttu ekki að gera þá grípa þeir til þeirrar hugmyndar að fara að bæta upp fyrir skaðann.  Sumt er eitthvað sem hægt er að bæta upp fyrir, ef þú hefur stolið af einhverjum þá getur þú bætt honum skaðann, eða minnsta kosti reynt svo dæmi sé tekið.  Það er samt ekkert í þessum heimi sem getur tekið til baka það sem búið er gert.  Ekki einu sinni Guð býður neinum upp á þann valmöguleika, að fara aftur í tíman og leyfa þér að reyna aftur svo vonandi í þetta sinn muntu ekki gera það sem þú vissir að var rangt.

Sumt aftur á móti er engin möguleiki að bæta upp fyrir eins og þessir menn sem réðust inn í verslunarmiðstöðina í Naíróbí; enginn af þeim getur reist upp frá dauðum þá sem þeir drápu og ekkert góðverk getur vegið neitt upp á móti því.

Ritningin segir að það er fyrir sérhvern mann að deyja og svo dómurinn. Alveg eins og með þessa hryðjuverkamenn þá geta engin góðverk þurrkað út hið vonda sem maður hefur gert. Ef maður er sekur þá er maður sekur og þar við situr. En Guð hefur leið til að bjarga glæpamönnum fyrir hvern þann sem biður um hjálp.


mbl.is „Við erum ekki skrímsli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vélrænir" gírar finnast í skordýri

Gears_Insect

Hérna er skemmtilegt dæmi þar sem við sjáum augljós merki um hönnun í náttúrunni, skordýr sem hefur gíra sem líta alveg eins út og vélrænir gírar. Myndin hérna til hægri sýnir hvernig þetta er.
 
Dýrið notar gírana til að samræma fæturnar þegar það stekkur því að ef að önnur löppin er aðeins of sein þá færi dýrið eitthvert allt annað en áætlunin var.  Þarna sjáum við virkilega fágaða og úthugsuða verkfræðilega lausn.
 
Þróunarkenningin verður fáránlegri og fáránlegri eftir því sem við lærum meira um náttúruna.
 
Hérna er fjallað um þessa rannsókn:

http://www.sciencemag.org/content/341/6151/1254.full


Bréf frá guðleysingja sem var í sjálfsmorðs hugleiðingum

Fyrir nokkrum dögum rakst ég á grein þar sem birtist bréf frá guðleysingja sem glímdi við sjálfsmorðs hugsanir. Mjög forvitnilegt að sjá hvernig hans heimsmynd hafði áhrif á hans andlega líf og vellíðan. Hérna fyrir neðan er bréfið.

 

http://creation.com/suicidal-atheist-converts-to-christ
Dear CMI,

I cannot express my gratitude in words. I became a Christian three years ago after struggling with thoughts of suicide due to my atheistic beliefs.
Your ministry truly saved my life.
I was raised in a secular home, and surrounded by atheistic propaganda from an early age, whether it be from school or the media. Unsurprisingly, I became an atheist at the age of 12.
As the years passed and I truly tried to understand the world around me, I discovered a horrifying truth that had been hidden from me, hidden from everyone.
This is the reason I am writing this letter, as even in your excellent articles on atheism, you do not truly reveal the extent to which the atheists deceive everyone, even themselves.

As the years passed and I truly tried to understand the world around me, I discovered a horrifying truth that had been hidden from me, hidden from everyone.
Atheists often say that they can truly live a happy, fulfilling life. Yet this is a lie, a deception which damns millions of souls to darkness.
While you revealed much in your articles, you have not destroyed the root.
Simply put, atheism destroys the possibility of personal identity, choice, and objective and subjective meaning.
Atheism inescapably leads to naturalism, and from naturalism follows atheism’s great skeleton which its followers try to keep hidden; determinism.
Determinism is inescapable if one is a naturalist, as all that exists is material and has come about by purely natural processes.
This means then, that the mind of man, our greatest treasure, is reducible to material bound by physical laws; namely, our thoughts, feelings, and actions are reducible to reactions of chemicals in the brain.
Few people realize, then, that this destroys all that makes us human. Namely; if our thoughts, feelings, and actions are simply chemical reactions in the brain, those reactions are simply the by-products
of prior reactions forming an unbreakable chain which leads to the very beginning of the universe.
This means then, that whatever we do, we do because we have to. We cannot do anything other than what we do, it simply isn’t possible.
All actions are the result of prior actions in an unbreakable chain. We are no different than a cog in a watch or a falling domino.

There is no difference between the embrace of a loving husband and the violence of a vicious rapist, the actions of a doctor trying to save a life and the mass murderer who kills at whim, the actions of our
greatest leaders and the inaction of a lazy sluggard. Both are totally the same in atheism.

Objective meaning is non-existent, and subjective meaning is incoherent! Would we say the action of a robot picking up a glass bottle has any meaning, value, or significance? Of course not! It’s simply doing what it has to! It can do nothing else!
In what sense can an atheist say that he as a person truly exists? The material which composes our body is recycled every seven years, and our consciousness seems to cease every time we go to bed. So in what sense is the mass of matter that wakes
up in the morning the same person as the one who went to bed the night before?

As you can see, atheism is utterly horrific! Sadly, most atheists are unaware of these things! I believe if they truly understood the consequences of what they believed, they would reconsider their position.

I know I did,
God bless.


mbl.is Ungir karlmenn upplifa vonleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Biblían skrifuð til að stjórna fólki?

religion_is_what_keeps_the_poor_from_murdering_the_rich_napoleon_bonaparte.jpg

Í dag eru stjórnvöld Bandaríkjanna og Bretlands að fá álit almennings í þá átt að almenningur mun styðja stríðs íhlutun.  Sumir vilja meina að trúarbrögð voru fundin upp af stjórnvöldum til að stjórna almúganum. Það er án efa satt í mörgum tilfellum en mig langar að sýna fram á að það er ekki satt í tilfelli Biblíunnar.

Ég tel að ef við skoðum lögin sem Biblían hefur fyrir samfélagið mun svara þessari spurningu þannig að það sé ekki einu sinni vitræn möguleiki að Biblían var skrifuð af ríka valda mikla fólkinu til að halda áfram að vera ríkt og halda almúganum niðri.

3. Mósebók 19
15 
Eigi skuluð þér ranglæti fremja í dómi. Þú skalt eigi draga taum lítilmagnans, né heldur vera hliðdrægur hinum volduga. Með réttvísi skalt þú dæma náunga þinn

...
5. Mósebók 1:17 Gjörið yður eigi mannamun í dómum, hlýðið jafnt á lágan sem háan. Hræðist engan mann, því að dómurinn er Guðs.

Strax hérna sjáum við viðhorf laganna að það má ekki sýna mismunum á milli fátækra og ríkra. Við sjáum þetta endurtekið en samt enn áhrifameira í Nýja Testamentinu, í Jakobsbréfi, öðrum kafla.


Jakobs bréf 2:5 Heyrið, bræður mínir elskaðir! Hefur Guð ekki útvalið þá, sem fátækir eru í augum heimsins, til þess að þeir verði auðugir í trú og erfingjar þess ríkis, er hann hefur heitið þeim, sem elska hann?
En þér hafið óvirt hinn fátæka. Eru það þó ekki hinir ríku, sem undiroka yður og draga yður fyrir dómstóla?
...
En ef þér farið í manngreinarálit, þá drýgið þér synd og lögmálið sannar upp á yður að þér séuð brotamenn

 Það eru einnig sér ákvæði varðandi leiðtogana að þeir máttu ekki safna sér auðs eða kvenna.


torahscroll.jpg5. Mósebók 17
15 
þá skalt þú taka þann til konungs yfir þig, sem Drottinn Guð þinn útvelur. Mann af bræðrum þínum skalt þú taka til konungs yfir þig. Eigi mátt þú setja útlendan mann yfir þig, þann sem eigi er bróðir þinn.

16 
Eigi skal hann hafa marga hesta, né heldur fara aftur með lýðinn til Egyptalands til þess að afla sér margra hesta, með því að Drottinn hefir sagt við yður: "Þér skuluð aldrei snúa aftur þessa leið."

17 
Hann skal og eigi hafa margar konur, svo að hjarta hans gjörist eigi fráhverft, og hann skal eigi draga saman ógrynni af silfri og gulli.

Eitt af því sem virkilega útilokar að lög Biblíunnar voru saman af hinu ríku er eftirfarandi:

15 Sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda.


5. Mósebók 15:2
En þeirri umlíðun er svo farið: Sérhver lánardrottinn skal veita umlíðun á því, sem hann hefir lánað náunga sínum. Hann skal eigi ganga hart að náunga sínum og bróður, því að umlíðun hefir boðuð verið Drottni til dýrðar.
...
Gæt þín, að eigi komi sú ódrengskaparhugsun upp í hjarta þínu: "Sjöunda árið, umlíðunarárið, er fyrir hendi!" og að þú lítir eigi fátækan bróður þinn óblíðu auga og gefir honum ekkert, svo að hann hrópi til Drottins yfir þér, og það verði þér til syndar.

Lykillinn að endalausum auði þeirra ríku í dag er í gegnum vexti á skuldum. Fólk lendir í skulda ánauð sem engan endi tekur.  Þetta eru augljóslega ekki lög saman af hinu ríku og valda miklu til að þjaka hina fátæku.

Þægileg upptalning á öllum ákvæðunum er að finna hérna: http://www.hebrew4christians.com/Articles/Taryag/taryag.html 

Margt skrítið þarna enda ekki nema von, meira en þrjú þúsund ára gömul lög.

 


mbl.is Lítill stuðningur við hernað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband