Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Hvað eru eðlilegar viðvaranir?

Góður vinur minn ólst upp í Brasilíu og hann hafði móður sína endalaust á bakinu að vara hann við hættum stórborgarinnar.  Hvaða hverfi hann mátti ekki ganga í gegnum, á hvaða tímum hann mátti ekki vera úti og hvernig hann ætti að haga sér og klæðast.  Eftir að hafa verið rændur með byssu nokkrum sinnum og hafa orðið vitni að morði og sitthvað fleira þá er hann orðinn duglegur að endurtaka þessar sömu viðvaranir. 

Þegar þessi vinur minn eða móðir hans eru að vara aðra við þá eru þau ekki að segja við þá sem fremja svona brot að það sé í lagi að stela eða myrða; augljóslega ekki.  Hið sama tel ég eiga við þá sem vara ungar konur við klæðaburði og hegðun sem getur verið hættuleg.  Ekki af því að klæðaburðurinn eða hegðunin gefi einhverjum leyfi til að nauðga heldur af því að svona er heimurinn og farðu varlega.

Endilega ekki misskilja, mér finnst í góðu lagi að minna á að ekkert réttlæti nauðgun. Að nauðga er alltaf rangt, það er hreinlega aldrei hægt að réttlæta nauðgun. Það er verðug barátta að berjast gegn nauðgunum sama í hvaða formi sem hún birtist, eins og t.d. barnagiftingum.

En hver ætlar að ráðleggja dóttur sinni að það sé í góðu lagi að klæða sig eins og drusla og vera drukkin niður í miðbæ um miðja nótt?  Ætlar einhver að segja mér að foreldrar ættu ekki að vara sínar dætur við slíku?  Ef ég ætti son þá myndi ég vara hann við slíku!

Ef að einhver kona sem ég þekki yrði fórnarlamb nauðgunar og hún var að gera eitthvað sem var ekki gáfulegt þá væri ég ekki að gagnrýna hana fyrir það. Ég er nokkuð viss um að lenda í þannig hryllingi væri meiri lexía en einhver orð gætu nokkur tíman gefið.  Og þar er eitthvað sem þarf að passa, að láta í friði að gagnrýna þær konur sem lenda í svona, ég vona að slíkt sé afar sjaldgæft en best væri að það gerðist aldrei.

Afsakaðir röflið, ég hafði bara smá tíma að drepa og leiddist.


mbl.is Segja frá og standa beinn í baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er rökrétt að skinn getur varðveist í 70 miljón ár?

Vísindamennirnir sem fundu þetta ættu að vera rannsóknarefni út af fyrir sig. Þarna er virkilega gott dæmi þar sem maður getur séð hve sterk ákveðin trú er að þannig þegar fólk horfir beint á sönnunargögn sem afsanna þá trú þá er það eins og að henda vatni á gæs.  Þetta er svona eins og að fara með mann sem trúir að jörðin sé flöt og fljúga með hann út í geim og svo í kringum jörðina en allt kemur fyrir ekki, hann er svo sannfærður að jörðin sé flöt að jafnvel þetta dugar ekki til.

8658-hadrosaur-skin.jpgÞað er akkúrat þannig sem er að gerast hjá þessum vísindamönnum sem trúa að þessar leifar séu 70 miljón ára gömul.  Þessir vísindamenn fundu skinn risaeðlu sem er óvéfengjanleg staðreynd þess að þessar leifar séu ekki 70 miljón ára gamlar, bara miljón ár ættu að vera útilokaðar.

Svona lísti Mauricio Barbi því þegar hann áttaði sig á því hvað hann hafði fundið:

Mauricio Barbi
As we excavated the fossil, I thought we were looking at a skin impression. Then I noticed a piece came off and I realized this is not ordinary—this is real skin. Everyone involved with the excavation was incredibly excited

Af hverju voru viðbrögðin ekki að spyrja sig "hérna hef ég fyrir framan mig sönnunargögn fyrir því að þessir steingervingar eru ekki margra miljóna ára gamlir svo líklegast eru þeir ekki margra miljón ára gamlir"?

Annað dæmi um hve sterk þessi trú er kemur í orðum annars vísindamanns sem var að rannsaka þessi skinn:

http://www.lightsource.ca/news/media_release_20130426.php
It is astonishing that we can get information like this from such an old sample

Þar sem að rökin og gögnin fyrir því að þessir steingervingar séu 70 miljón ára gamlir eru mjög léleg þá hefði maður haldið að þarna myndi hann harðasti þróunarsinni byrja að efast en...nei. 

Við höfum fundið fleirra í steingervingum risaeðla til að geta með mikilli vissu sagt að þessi dýr voru uppi fyrir ekki svo löngu síðan, sjá: DNA finnst í fornum risaeðlu beinum

Annað sem er þarna á ferðinni líka sem er merkilegt er að frekari rannsóknir á þessu skinni gæti mögulega leitt í ljós hvernig viðkomandi risaeðla var á litinn:

Mauricio Barbi
If we are able to observe the melanosomes and their shape, it will be the first time pigments have been identified in the skin of a dinosaur

 
Mig hlakkar til að sjá hvað kemur út úr þessu, hvernig að minnsta kosti þessi risaeðla var á litinn; vonandi tekst það.


mbl.is Grafa upp 72 milljóna ára gamla risaeðlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrulaust Ísland

Það er eins og íslendingar viljum land sem er án dýra. Það er ekki mikið af dýrum á Íslandi en þau fáu sem eru á klakanum virðast vera óvelkomin af ótrúlega mörgum vælukjóum. Refir mega varla kíkja úr sínum holum án þess að hópur af bænda bjánum reyna að drepa þá og kettir mega varla ganga um einhverja garða eins þess að ónáttúrulegt fólk byrjar að væla yfir því að það sé eitthvað líf á sementaða garðinum þeirra.  Það virðast vera ótrúlega margir sem vilja lifa í líflausum heimi, náttúrulausum heimi. 

Þegar búið er að sjá til þess að engir kettir séu út í náttúrunni, hvað er þá næst? Fuglarnir sem skíta líka á lóðirnar?  Og eftir það... ekki mikið því að listinn af dýrum sem eru á klakanum er afskaplega stuttur.

Ég að minnsta kosti vil ekki búa í líflausum heimi sem er fjandsamlegur dýrum. Ef að þú vilt ekki ketti eða önnur dýr í garðinum þínum þá skaltu bara byggja nógu háa múra í kringum þitt steypu hús og steypu garð og halda þig þar inni þar sem ekkert líf er. Persónulega vildi ég senda svona fólk út í sveit í samfélagsþjónustu, moka kúaskít það sem eftir er.


mbl.is „Ég er enginn kattahatari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúin sjálf er vandamálið

Það er sorglegt hvað hinn venjulegi íslendingur er orðinn fjarlægur þær kristnu rætur sem okkar samfélag hefur. Hann oftar en ekki sér enga tengingu milli þess samfélags sem við lifum í og hinnar kristnu trúar. Þegar kemur að Íslam þá er auðvitað sumir sem vilja að þessum hópi fólks sé sýnt umburðarlindi eins og öllum öðrum en vandamálið er að umburðarlindi er ekki ókeypis.  Marg oft í sögunni þá einmitt þurfti að berjast á móti kúgunaröflum til að aðrir hópar gætu lifað í friði. Það getur nefnilega þurft að sýna ekki umburðarlindi þegar kemur að því að vernda umburðarlindi; að verja þá sem vilja fá að lifa í friði frá kúgunaröflum.

Mín skoðun er að við eigum ekki að bjóða múslimi velkomna til Íslands af því að þeirra trú er ekki samræmi við gildi íslenskt samfélags, gildi eins og trúfrelsi og rétt til að lifa í friði.

Skoðum nokkur dæmi:

  • Það er dauðarefsing í Íslam við því að yfirgefa trúna.  Er eðlilegt að land sem hefur valið trúfrelsi sem rétt þegnanna að samþykkja hóp sem hefur þá yfirlýstu trú að vera á móti trúfrelsi?
  • Í Íslam er það réttur eiginmannsins að berja eiginkonuna til hlýðni.
  • Íslam hvetur til stríðs til að koma á ríki Allah, hérna er dæmi af þeim sirka 100 versum sem hvetja múslima til að berjast við þá sem eru ekki múslimar.
    Quran (2:191-193) - "And slay them wherever ye find them, and drive them out of the places whence they drove you out, for persecution [of Muslims] is worse than slaughter [of non-believers]... but if they desist, then lo! Allah is forgiving and merciful.   And fight them until persecution is no more, and religion is for Allah."
    Fyrir þá sem hafa lyst á fleiri svona versum þá geta þeir lesið þau hérna: http://www.thereligionofpeace.com/quran/023-violence.htm

 

Er að minnsta kosti ekki eðlileg krafa að hver sá sem vill búa á Íslandi sverji þess eið að hann virði Íslenskt samfélag og Íslensk gildi?

 

Hérna fjallar Sam Harris um af hverju Íslam er ekki eins og bara hvaða önnur trú.

Hérna nær Richard Dawkins að draga það upp úr einum múslima að refsingin fyrir því að yfirgefa Íslam er dauði:

 


mbl.is Mýturnar um múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lifandi risaeðla?

090107-pterosaur-picture_bigMaðurinn sem setti þetta inn á youtube trúir eða segist trúa að þetta sé pterodactyl.

Ég er alveg opinn fyrir því að lifandi risaeðlur séu enn til, hefði samt giskað frekar á þær sem lifa í sjónum eða einhverjum ókönnuðum frumskógum jarðar. Ég myndi ekki búast við því að þær væru mjög stórar því að ég trúi að þessar risastóru beinagrindur sem við finnum í setlögunum eru risaeðlur sem lifðu í mörg hundruð ár fyrir flóðið; þar sem risaeðlur hætta aldrei að vaxa þá finnst mér rökrétt að gífurlegur aldur útskýrir stærð þessa steingervinga.

En hvað myndi gerast ef að við finndum lifandi risaeðlu?  Myndi það láta harða þróunarsinna efast um þeirra trú?  Ég held ekki enda finnst mér löngu komið á hreint að þessi trú tengist sönnunargögnum og rökum ekkert við. Ég samt held að margir af þeim sem eru svona á hliðarlínunum finndu fyrir sjokki og myndu virkilega byrja að efast um Þróunarkenninguna.  Í augum margra þá eru það mjög sterk sönnunargögn fyrir því að þessi dýr dóu út fyrir langa löngu að þær finnast í ákveðnum setlögum og síðan finnast ekki leifar af þeim í setlögunum fyrir ofan. Vandamálið við þetta er að þetta á líka við tegundir sem eru lifandi meðal okkar í dag eins og Coelacanth, sjá: Correcting the headline: ‘Coelacanth’ yes; ‘Ancient’ no

Hérna er svo myndbandið, áhugavert en ekkert sem tekur af allan vafa.


Einu sinni goðsögur en núna blákaldur raunveruleiki

Sjaldgæfur og hættulegur risa kolkrabbi var handsamaður í Ross Sea við Suðurheimskautið. 520-colossal-squidVeiðimennirnir sem náðu kolkrabbanum sögðu að hann hefði verið að ráðast á bráðina sem þeir voru að veiða. Dýrið var aðeins unglingur en líkaminn var 2.5 metrar á lengd en með öllum útlimum þá var hann sex metrar á lengd.

Menn kalla þessa tegund "colossal squid" til að aðgreina hana frá "giant squid" sem fékk nú nafnið vegna þess hve ótrúlega stór sú tegund er en þessi er ennþá stærri.

Í grein í New Scientist þá sagði einn vísindamaðurinn þetta ‘Once the stuff of maritime myth, these animals are now firmly part of mainstream science.

Sjómenn til forna hafa í gegnum aldirnar sagt frá svona dýrum en menn hafa flokkað þessar sögur sem ýktar goðsagnir en í þessu tilfelli þá þarf að endurskoða það því líklegast voru þessir menn að segja satt. Hérna er lexía handa okkur, kannski eru sögurnar af risastórum, mögnuðum dýrum ekki goðsögur? Eins og t.d. dýrið í Job 41 eða fornar sögur af drekum, sjá: Voru drekar í raun og veru risaeðlur? 

Hérna er stutt myndband um þetta.

Hérna eru heimildirnar:

  1. New Scientist, 12 April 2003, p. 18; 2 August 2003, pp. 24–29.
  2. Discovery Channel News, dsc.discovery.com/news/briefs/20030331/squid.html, 27 August 2003 

Ljóstillífun styður sköpun

beanleaves56Við mennirnir eru búnir að vera duglegir við að nýta okkur sólarorku en þrátt fyrir mörg ár að búa til tækni til að nýta geisla sólarinnar þá erum við langt frá því að gera þetta á jafn hagkvæman hátt og plöntur gera þetta.  Hérna eru tvær greinar sem fjallar um þá snilldarhönnun sem við finnum í ljóstillífunar tækni plantna: http://creation.com/green-power-photosynthesis og http://creation.com/shining-light-on-the-evolution-of-photosynthesis

photosynthesis_fig5

 


mbl.is Sólarorkan farin úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bækur eru dýrmætastar?

Bible-007Mig minnir að einn málsháttur er á þessa leið "eins manns tónlist er annars mann hávaði", en kannski er mig að misminna. Að minnsta kosti þá held ég að hið sama á við bækur.  Þær bækur sem eru mér dýrmætar eru eftirfarandi:

  • Biblían, dáldið augljóst.
  • Þrá aldanna
  • The Seven habits of highly effective people
  • The greatest hoax on earth?

Megnið af bókunum sem ég les eru um vísindi og þá aðallega sköpun þróun eða um forritun. Núna þegar ég horfi á þennan lista þá virkilega langar mig að fara að lesa þær bækur sem eru klassískar. Sumir kannski reka upp stór augu við að sjá "Seven habits" þarna, bók eftir mormóna, en þegar ég las hana þá virkilega vantaði mig að sjá einhverja leið til að bæta líf mitt og þessi bók opnaði augu mín. Það væri gaman að fá ábendingar varðandi hvaða klassísku bækur ég ætti að setja á náttborðið mitt. 

Út frá þessu þá er líka forvitnilegt að velta fyrir sér hvaða bækur eru alls ekki dýrmætar eða hafa verið bölvun fyrir mannkynið að þær voru skrifaðar.  Hérna er ein bók sem fjallar um tíu slíkar að mati höfundarins: http://www.amazon.com/10-Books-That-Screwed-World/dp/1596980559

Hérna er lýsing á bókinni og hvaða bækur höfundurinn telur hafa verið bölvun fyrir mannkynið:

You've heard of the "Great Books"?
These are their evil opposites. From Machiavelli's The Prince to Karl Marx's The Communist Manifesto to Alfred Kinsey's Sexual Behavior in the Human Male, these "influential" books have led to war, genocide, totalitarian oppression, family breakdown, and disastrous social experiments. And yet these authors' bad ideas are still popular and pervasive--in fact, they might influence your own thinking without your realizing it. Here with the antidote is Professor Benjamin Wiker. In his scintillating new book, 10 Books That Screwed Up the World (And 5 Others That Didn't Help), he seizes each of these evil books by its malignant heart and exposes it to the light of day. In this witty, learned, and provocative exposé, you'll learn:

* Why Machiavelli's The Prince was the inspiration for a long list of tyrannies (Stalin had it on his nightstand)
* How Descartes' Discourse on Method "proved" God's existence only by making Him a creation of our own ego
* How Hobbes' Leviathan led to the belief that we have a "right" to whatever we want
* Why Marx and Engels's Communist Manifesto could win the award for the most malicious book ever written
* How Darwin's The Descent of Man proves he intended "survival of the fittest" to be applied to human society
* How Nietzsche's Beyond Good and Evil issued the call for a world ruled solely by the "will to power"
* How Hitler's Mein Kampf was a kind of "spiritualized Darwinism" that accounts for his genocidal anti-Semitism
* How the pansexual paradise described in Margaret Mead's Coming of Age in Samoa turned out to be a creation of her own sexual confusions and aspirations
* Why Alfred Kinsey's Sexual Behavior in the Human Male was simply autobiography masquerading as science

Witty, shocking, and instructive, 10 Books That Screwed Up the World offers a quick education on the worst ideas in human history--and how we can avoid them in the future.
Ég er nokkuð sammála þessum lista en viðurkenni að flestar þessar bækur eru snilldarlegar skrifaðar en djöfullinn er klár svo það var ekki við öðru að búast.

mbl.is „Les bara dýrmætar bækur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lexía sem hjálpar til að skilja Nóaflóðið

coulter-fossils-a3Það sem er áhugavert við þessa frétt af hvali sem strandaði í Hornvík út frá Nóaflóðinu er að á frekar stuttum tíma þá eru bara einhverjar leifar eftir af dýrinu.  Ástæðan fyrir því af hverju það er forvitnilegt er að í setlögunum eru endalaus dæmi af vel varðveittum dýrum þar sem við sjáum hvert smáatriði dýrsins áður en það byrjaði að rotna.

Þannig að eitthvað allt annað ferli en það sem við sjáum í Hornvík sem orsakaði steingervingana sem við finnum í setlögunum og það ferli þarf að vera hamfarakennt.

Síðan finnum við oft setlög þar sem miljónir dýra virðast hafa verið sópað saman og grafin öll saman á mjög hamfarakenndan hátt. Ímyndið ykkur bara hvers konar atburður þyrfti til að grafa tugi risaeðla sem eru tugi tonna á þyngd. Þannig að niðurstaðan er óhjákvæmlega sú að eitthvað allt annað ferli myndaði þessa grafreiti en það sem við sjáum í Hornvík og þeir voru mjög hamfarakenndir.

Mantran, "nútíminn er lykillinn að fortíðinni" augljóslega getur ekki leyst öll svona dæmi ef að þeir atburðir sem orsökuðu það sem við sjáum í setlögunum er ekki að gerast í dag. Það sem við sjáum þarna gerast í Hornvík, þar sem hræið af hvalnum smá saman rotnar er ekki það sem orsakaði megnið af því sem við sjáum í setlögunum.

Hérna kemur Nóaflóðið (sem var hamfarakenndur atburður á heimsmælikvarða) sterkt inn í sem atburður sem gerðist í fortíðinni sem hjálpar okkur að útskýra það sem við finnum í setlögunum

Meira um þetta hérna: http://creation.com/fossils-questions-and-answers

Hérna síðan útskýrir Michael Ord hvernig gögn víðsvegar um heiminn styður Nóa flóðið en ekki miljónir ára af þróun.


mbl.is Hvalreki á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski að fá ráð frá öpum?

imagesEf við skoðum hvað t.d. górilla borðar þá er það sirka svona:

  • 67% ávextir
  • 17% lauf og fræ
  • 3% skordýr eins og engissprettur

Heimild hérna: http://www.seaworld.org/animal-info/info-books/gorilla/diet.htm

Það eru margar tegundir af górillum til og þetta er mismunandi milli þeirra en þetta er frekar týpískt hvað þær borða.  Mjög svipaðar tölur eiga við simpansa, sjá: http://www.wildchimps.org/wcf/english/files/chimp4.htm

Hvort sem maður trúir á sköpun eða þróun þá ætti þetta hlutfall að vera mjög svipað fyrir okkur mennina. Ef að þróunarkenningin er rétt þá erum við líkamlega séð mjög svipuð öpum og þá ættum við að borða líka svipaðan mat. Ef maður trúir Biblíunni þá segir Guð beint út að við eigum að borða ávexti en síðan breyttust aðstæður og annar matar var leyfilegur en besta og upprunalega fæðan á að vera ávextir.  Aðeins ein dýrategund á jörðinni eldar matinn sinn og það eru við mennirnir og þegar við byrjum að gefa gæludýrunum okkar eldaðan mat þá byrja þau að glíma við sömu sjúkdóma og við; þetta ætti að segja okkur eitthvað.

Ég hef fjallað eitthvað um þetta efni, hérna eru nokkrar aðrar greinar sem ég hef gert um þetta efni:

Hvaða mataræði vorum við hönnuð til að borða?

Hvernig gengur höfundum lág kolvetniskúra að halda auka kílóunum af?

Miljarður Kínverja eru ósammála

95 ára gamall hjartaskurðlæknir

70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára


mbl.is Gagnrýna LKL-lífsstílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802782

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband