Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Hvernig væri að fækka mávum almennilega?

seagulls_feedingÉg er mikill dýravinur, hef alveg svakalega gaman af alls konar dýrum. Eitt af því skemmtilegra við það að prófa að búa í Englandi er að sjá fleiri dýr út um allt. Sérstaklega gaman af íkornunum sem koma í garðinn til mín til að sníkja hnetur... sumir myndu segja að ég er að lokka þá til mín með hnetum en hvað með það :)

Það er aðeins eitt dýr sem mér líkar svakalega illa við og það er mávurinn. Mín fyrstu kynni af þessu óarga dýri var fyrir nokkrum árum síðan þegar ég fór á sjó með bróðir mínum. Eftir sirka tíu tíma úti á sjó þá var kominn tími til að fara heim en þá startaði vélin ekki og við vorum fastir þarna úti í alveg tíu tíma í viðbót. Allann þennan tíma voru hundruðir máva í kringum bátinn, öskrandi og skítandi... eftir þá lífsreynslu þá sannfærðist ég að þetta væri óheyrilega leiðinleg dýr og allt of mikið til af þeim.

Seinni lífsreynslan af mávum var í ferð minni til Spánar. Ég klifraði fjall sem var nálægt bænum sem ég leigði hús í. Alla ferðina upp fjallið þá var ég umkringdur mávum sem voru endalaust að ráðast á mig. Sérstaklega man ég eftir einum stórum sem sveif fyrir ofan mig og reyndi að skjóta/skíta á mig; rétt náði að forða mér.  Þetta var að vísu dáldið fyndið, ég skal gefa þessum tiltekna fugli það.  Allt fjallað var umvafið mávum og ef það var eitthvað annað fuglalíf þarna þá held ég að mávurinn var búinn að gera út af við það.

Ég mæli með því að stjórnvöld geri átak í að fækka þessum leiðinda dýrum. Besta leiðin sem ég veit til þess að gera það er að á varptímanum að þá stinga göt á eggin þeirra.  Ef að eggin eru tekin eða eyðilögð þá bara verpir kvikindið aftur.  Ég er sannfærður að við myndum uppskera miklu fjölbreyttara fuglalíf og ekki amalegt að losna við þessa plágu sem mávurinn er.


mbl.is Mávurinn aðgangsharður á veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evolution Vs. God

Sýnishorn af nýrri mynd þar sem Ray Comfort tekur viðtal við ótal vísindamenn sem aðhyllast Þróunarkenninguna og spyr þá spurninga um þeirra trú.  Örugglega stór skemmtilegt fyrir þá sem finnst bara fyndið hve sannfærðir þróunarsinnar eru í sinni trú.


Miljarður Kínverja eru ósammála

Klukkan er orðin of margt fyrir mig að nenna að skrifa mikið um þetta, læt bara nokkur myndbönd útskýra af hverju lág kolvetna dæmið er óhollt. 

Fyrst kemur banana stelpan, borðar ógrynni af bönunum sem eru með mikið af kolvetnum en mjög lítið af fitu.

Síðan kemur kærasti hennar, DurianRider sem er ekkert að skafa af hlutunum.

Síðan Dr Douglas Graham, höfundur bókarinnar 80/10/10 um þetta efni.

Það er margt sem spilar inn í þegar kemur að mataræði og að grennast er aðeins hluti af því.Hérna eru nokkrar greinar sem ég hef skrifað um þetta:

70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára

Orkuleysi ef þú ert grænmetisæta?

95 ára gamall hjartaskurðlæknir

Ahh, nærri því gleymdi. Af hverju er titillinn "miljarður Kínverja ósammála". Ástæðan er að Kínverjar hafa í gegnum aldirnar aðallega borðað hrísgrjón sem eru aðallega kolvetni en ekki mikil fita og offita hefur aldrei verið vandamál á meðan hrísgrjón var aðal fæðan.


mbl.is Læknanemi svarar Steinari B.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar líkur á því að einu sinni prótein myndist fyrir tilviljun

4862myoglobinÁður en Urey-Miller tilraunin var gerð þá voru þessi lífrænu efni, amínósýrur, huldar dulúð og menn engan veginn viss hvernig gætu orðið til. En síðan var þessi tilraun gerð og menn komust að því að amínósýrur gátu myndast með því aðeins að blanda saman nokkrum efnum.  Þetta fannst þróunarsinnum vera risastórt skref í áttina að því að sýna fram á að líf gæti myndast án hönnuðar, að eina sem þyrfti voru náttúrulegir ferlar og rétt skilyrði og þannig gæti þetta gerst að sjálfu sér.

Núna vitum við betur, fleiri rannsóknir hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst að bara myndun amínósýra er virkilega ólíkleg. Hérna eru nokkrar ástæður fyrir því að amínósýrur eru ekki að fara raða sér saman í prótein án utan að komandi hjálpar:

  • Amínósýrur safnast ekki saman í vökva eins og sjónum, þær dreifa sér.
  • Amínósýrur væru algjörlega mengaðar af efnum sem koma í veg fyrir myndun próteina.
  • Jafnvel í lausn af bara amínósýrum búin til af vitrænum hönnuðum þá samt raða þær sér ekki í prótein, akkúrat hið öfuga gerist, ef við erum með prótein þá með tíma brotnar það sundur í amínósýrur.
  • Þegar amínósýrur myndast í svona lausn eins og var gert í Urey-Miller tilrauninni þá myndast jafn mikið af hægri handar amínósýrum og vinstri en lífið notar aðeins vinstri handar amínósýrur.  Meira um þetta vandamál hérna: http://www.icr.org/article/105/
  • Jafnvel ef að aðeins vinstri handar amínósýrur myndu raða sér saman þá væri það ekki í réttri röð, í lifandi verum þá er kóði í DNA sem er lesinn af flóknum vélum sem segir til um hvernig þessi röð á að vera.  Meira á eftir um af hverju það er ekki stjarnfræðilegur möguleiki að amínósýrur raði sér upp í réttri röð.
  • DNA og það sem það er búið til úr myndast ekki af sjálfu sér heldur.

En, ef við bara ímyndum okkur að svona keðja af amínósýrum myndaðist án hönnuðar, hvað þá?  Árið 2005 byggði IBM stærstu ofurtölvu sögunnar ( kölluð "Blue Gene" ) til að tækla vandamálið varðandi hvernig röð af amínósýrum leggst saman og myndar prótein.  Á vefi IBM var útskýrt af hverju:

IBM and Department of Energy’s NNSA partner to expand IBM’s Blue Gene Research Project, www.research.ibm.com/bluegene/press_release.html, 28 November 2003
‘The scientific community considers protein folding one of the most significant “grand challenges”—a fundamental problem in science … whose solution can be advanced only by applying high-performance computing technologies.

‘Proteins control almost all cellular processes in the human body. Comprising strings of amino acids that are joined like links of a chain, a protein folds into a highly complex, three-dimensional shape that determines its function. Any change in shape dramatically alters the function of a protein, and even the slightest change in the folding process can turn a desirable protein into a disease

Sem sagt, þrátt fyrir að vera með réttu röðina af amínósýrum þá geta mistök í því hvernig röðin er brotin saman tl að mynda próteinið valdið sjúkdómum. Það var ætlað að það tæki tölvuna sirka ár að reikna út hvernig ætti að brjóta saman eitt einfalt prótein en frumur gera þetta á sekúndu!

Þetta er bara sýnishorn af því af hverju við getum talað um að við vitum að prótein myndast ekki án hönnuðar, þetta er miklu meira mál en það sem ég er búinn að fjalla um, sjá: http://creation.com/did-god-create-life-ask-a-protein

En, ef við gefum okkur lausn af hreinum amínósýrum af réttri gerð, hverjar eru þá líkurnar að eitt einfalt prótein myndist?  Meðal stórt prótein er á milli 200-300 amínósýrur svo ef við tökum minna en það, prótein sett saman úr 100 amínósýrum, hverjar eru þá líkurnar?

Þetta er einfalt líkinga reiknings dæmi. Líkurnar á því að fyrsta amínósýran sé rétt er einn á móti 20 því að það eru 20 gerðir af amínósýrum.  Líkurnar á að númer tvö verði líka rétt er því 20 sinnum 20 og þannig koll af kolli. Sem þýðir að líkurnar á því að mynda einfalt prótein er 20^100! Þetta kann að virka eins og ekki svo ólíklegt en það sem eðlisfræðingar tala um sem fjöldi atóma í alheiminum er 10^80!   Tölfræðilega séð getum við sagt með fullri vissu að þetta er atburður sem gerist ekki í náttúrunni.  Hérna er fjallað ýtarlegra um þetta atriði: http://www.creationsafaris.com/epoi_c04.htm

Svo af hverju eru þessir vísindamenn svo viss um að ef þeir finna plánetu þar sem er kannski vatn á vökva formi?  Það er aðeins vegna þess að þeir hafa guðleysis sýn á heiminn. Í þeirra huga þá kviknaði líf á jörðinni án hönnuðar og þar af leiðandi getur það gerst annars staðar.  En það er útilokað ef við einfaldlega skoðum staðreyndirnar og byggjum ekki okkar hugsun á guðleysi.


mbl.is Fundu þrjár lífvænlegar stjörnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efasemdir um Miklahvells kenninguna

Langar að benda á áhugavert bréf sem var birt árið 2004 í New Scientist. Í þessu bréfi þá er bent á vandræða stöðuna sem vísindin eru komin í varðandi Miklahvells kenninguna. Að vegna þess að þessi hugmynd er orðin ráðandi þá er öllum vandamálum sópað undir teppið og heiðarleg umræða um hvort að kenningin staðist er ekki uppi á borðinu.

Það er heill vefur sem er helgaður þessu bréfi ásamt aragrúa af vísindamönnum sem skrifa undir það, sjá: http://www.cosmologystatement.org/

Lexían sem ég vil endilega koma hér á framfæri er að í vísindum eru ótal vandamál sem er verið að reyna að leysa og menn reyna að leysa þau og skilja gögnin út frá kenningum og þeirri heimsmynd sem viðkomandi vísindamaður hefur.  Ekki misskilja mig og halda að ég trúi að alheimurinn sé eilífur, ég aðallega efast um guðleysingja útgáfan af Miklahvelli þar sem allt gerðist út frá náttúrulögmálum. Ég sannarlega trúi að alheimurinn hafði byrjun en það hafi verið Guð að skapa, hvenær er eitthvað sem ég veit ekki. Kannski innan við tíu þúsund ár, kannski miklu miklu meira en ég bara veit ekki.

Hérna eru síðan tvö myndbönd sem fjalla um vandamálin við Miklahvells kenninguna og síðan sjónarhól sköpunarsinna á þessi mál.

 


Efasemdir Darwins

darwins_doubts.jpgNý bók var að koma út eftir Stephen Myers sem fjallar um það sem olli efasemdir hjá Darwin varðandi kenninguna hans.  Bókin heitir "Darwins doubt" og hérna er vefur bókarinnar: www.darwinsdoubt.com

Bókin hefur verið að fá góða dóma, t.d. þá sagði einn fremsti erfðafræðingur Englands,  þetta um bókina:

One of Britain's Top Geneticists Recommends Darwin's Doubt
With the publication of On the Origin of Species in 1859, Darwin acknowledged that there wasn't an adequate explanation for the pattern in the fossil record in which a wide diversity of animal life suddenly appeared in the Cambrian geological period. His doubt about the "Cambrian explosion" centered on the wide range of body forms, the missing fossil intermediates and the lack of evidence for antecedents.

Meyer's book examines the implications of the "Cambrian explosion." It is a fascinating story and analysis of Darwin's doubt about the fossil record and the debate that has ensued. It is a tour de force. It is divided into three main parts with several chapters in each -- "The Mystery of the Missing Fossils," "How to Build an Animal.' And After Darwin What?'

Many leading biologists criticize key aspects of evolution. The main problem with neo-Darwinism is the origin of new biological information. Building a living organism requires an immense amount of information. The issue that arises is the source of the information and how can random mutations and natural selection generate the necessary biological information to produce such a diversity of animal forms without antecedents.

This book is well informed, carefully researched, up-to-date and powerfully argued. Its value is that it confronts Darwin's doubt and deals with the assumptions of neo-Darwinism. This book is much needed and I recommend it to students of all levels, to professionals and to laypeople.

Annar vísindamaður, líffræðingurinn Dr. Wolf-Ekkehard Lönnig hafði þetta að segja um bókina:

More Biologists Endorse Darwin's Doubt: Dr. Wolf-Ekkehard Lönnig
Darwin's Doubt is by far the most up-to-date, accurate, comprehensive and in-depth review of the evidence from all relevant scientific fields that I have encountered in 40 years of studying the Cambrian explosion. An engaging investigation of the origin of animal life and a compelling case for intelligent design.

Steingervingafræðingurinn Mark McMenamin sagði þetta um bókina:

It is hard for us paleontologists, steeped as we are in a tradition of Darwinian analysis, to admit that neo-Darwinian explanations for the Cambrian Explosion have failed miserably. New data acquired in recent years, instead of solving Darwin's dilemma, have rather made it worse. Meyer describes the dimensions of the problem with clarity and precision. His book is a game changer for the study of evolution and evolutionary biology. Stephen Meyer points us in the right direction as we seek a new theory for the origin of Cambrian animal phyla. - See more at: http://www.evolutionnews.org/2013/06/paleontologist_073361.html#sthash.dLW2m9wD.dpuf

Paleontologist Mark McMenamin on Darwin's Doubt
It is hard for us paleontologists, steeped as we are in a tradition of Darwinian analysis, to admit that neo-Darwinian explanations for the Cambrian Explosion have failed miserably. New data acquired in recent years, instead of solving Darwin's dilemma, have rather made it worse. Meyer describes the dimensions of the problem with clarity and precision. His book is a game changer for the study of evolution and evolutionary biology. Stephen Meyer points us in the right direction as we seek a new theory for the origin of Cambrian animal phyla.

Sameinda líffræðingurinn og lífefnafræðingurinn Russell Carlson sagði þetta um Darwins Doubt:

The Engineering Challenge to Darwinian Theory: Biochemist and Molecular Biologist Russell Carlson on Darwin's Doubt
Stephen Meyer elegantly explains why the sudden appearance of animal forms in the Cambrian period gave Darwin pause. He also demonstrates, based on cutting-edge molecular biology, why explaining the origin of animals is now not just a problem of missing fossils, but an even greater engineering problem at the molecular level. With mathematical precision, he shows why the neo-Darwinian mechanism cannot produce the genetic information and novel proteins -- or systems for regulating their expression -- that are required to build new animals. An excellent book and a must read for anyone who wants to gain understanding of the very real -- though often unreported -- scientific challenges facing neo-Darwinism.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að nýja bók Myers verði virkilega "Game changer" en ég vona það. Mig hlakkar að minnsta kosti til að ná mér í eintak og lesa bókina. Að lokum þá er hérna stutt myndband þar sem Stephen Myers útskýrir hvað bókin hans fjallar um.


Skiptir trúin ekki máli varðandi heiðurs morð?

2833351_370Eitt af því sem mig hryllir einna mest við eru heiðursmorð. Að fjölskylda skuli geta snúist upp á móti einum af sínum börnum og drepið það vegna "heiðurs" fjölskyldunnar. Það er sannarlega fólk með engan heiður eða velsæmiskennd sem gerir slíkt. En fréttin sagði að viðhorf til heiðursmorða væri ekki tengt hvaða trú viðkomandi aðhylltist! 

Eitthvað segir mér að sá sem var að rannsaka þetta veit ekkert um hvernig alvöru trú virkar.  Þetta er svona svipað og gera ekki greinar mun á milli einhvers sem er skráður í þjóðkirkjuna en fer aldrei í kirkju eða einhverjum sem er skráður í Aðvent kirkjuna eða Fíladelfíu og fer í kirkju í hverri viku.  Trúin að elska náungan, að fyrirgefa þeim sem gera eitthvað á þinn hlut og berjast gegn illsku með góðverkum er hugmyndafræði sem aðeins nær rótum með því að rækta hana reglulega og markvist.  Og jafnvel þá, þá er ekki tryggt að hún nái að sigra hið synduga eðli sem við glímum við.

Ætlar einhver að segja mér að ef einhver aðhyllist hugmyndafræðina sem er að finna í þessum orðum Páls að það mun ekki hafa áhrif á viðhorf viðkomandi varðandi heiðursmorð?

Rómverjabréfið 12:2
Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
3 Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum.
4 Vér höfum á einum líkama marga limi, en limirnir hafa ekki allir sama starfa.
5 Eins erum vér, þótt margir séum, einn líkami í Kristi, en hver um sig annars limir.
6 Vér höfum margvíslegar náðargjafir, eftir þeirri náð, sem oss er gefin. Sé það spádómsgáfa, þá notum hana í hlutfalli við trúna.
7 Sé það þjónusta, skulum vér þjóna. Sá sem kennir, hann kenni, 8 sá sem áminnir, hann áminni. Sá sem útbýtir gjöfum, gjöri það í einlægni. Sá sem veitir forstöðu, sé kostgæfinn og sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði.
9 Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða.
10 Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing.
11 Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni.
12 Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni.
13 Takið þátt í þörfum heilagra, stundið gestrisni.
14 Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki.
15 Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.
16 Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður.
17 Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna.
18 Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi.
19 Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn."
20 En "ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum."
21 Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.


mbl.is Telja ekkert óeðlilegt við heiðursmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risaeðlurnar drukknuðu

Hérna er farið aðeins yfir að út frá þeim steingervingum af risaeðlum sem við höfum þá virðast þær hafa drukknað en það hlýtur að þurfa eitthvað svakalegt til að drekkja dýrum sem voru mörg tonn á þyngd. Eitthvað eins og syndaflóðið?


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 802749

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband