Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Heimildarmynd sem sannfærir guðleysingja um tilvist Guðs

Hvað segið þið, getur þessi mynd sannfært guðleysingja um tilvist Guðs?


Þegar William Lane Craig hitti Richard Dawkins

Hérna er skemmtilegt viðtal við William Lane Craig þar sem hann fjallar um þegar hann hitti Dawkins þegar þeir tóku báðir þátt í umræðum í Mexikó. Það sem kom mér á óvart var að Dawkins var ókurteis. Hann er svo sem ókurteis í sínum ritum en vanalega er svona fólk almennilegt þegar það hittir fólk í persónu en svo reyndist ekki vera í þessu tilfelli.

Hérna er síðan umræðurnar sjálfar.


Sönnunargagn A fyrir Kenneth Miller reynist vera rangt

Í réttarhöldum um Vitræna hönnun þá var sönnunargagn A hjá Kenneth Miller ákveðin gen sem hann trúði að væru gagnslaus og væru mistök og þessi mistök væru eins hjá nokkrum tegundum manna og apa og þetta að hans mati sýndi fram á þeirra sameiginlega forföður. 

Dover Revisited: With Beta-Globin Pseudogene Now Found to Be Functional, an Icon of the "Junk DNA" Argument Bites the Dust


Gerðist sagan af Babelsturninum í raun og veru?

tower_of_babel_2_sFyrir nokkru gerði ég blog greinina: Gerðist sagan af Babelsturninum í raun og veru? (Myndband)

Áhugavert myndband sem fjallaði um alls konar atriði sem hægt er að tengja sögunni af Babels turninum. Mig langar samt að gera grein sem fjallar um önnur atriði sem mér finnst vera áhugaverð varðandi þessa sögu.  Sagan sem um ræðir er að finna í 1. Mósebók 11. kafla.  Þar lesum við um tíma eftir flóðið þegar mannkynið var allt saman komið á einum stað og ákvað að byggja turn. 

Biblían segir að Guði líkaði ekki þessi áform, að núna væri mannkynið sameinað og það væri ekkert sem héldi aftur af því svo Hann ruglaði tungumál þeirra og dreifði þeim um jörðina.

Biblían er ekki eina heimildin sem talar um Babels turninn, James Ussher vitnar í Egypska rithöfundinn Manetho, í bók hans "Book of Sothis" um að Babels turninn hafi gerst fimm árum eftir fæðingu Pelegs.

Annað dæmi kemur frá manninum sem þýddi "Epic of Gilgamesh" en hann fann lýsingu á atburði sem hljómar mjög líkt sögu Biblíunnar um Babels turninn. 

Smith, George. 1880. Chaldean Account of Genesis. Quoted in Stephen L. Caiger, Bible and Spade—An Introduction to Biblical Archaeology (London, England: Oxford University, 1946), p. 29.
The building of this temple offended the gods. In a night they threw down what had been built. They scattered them abroad, and made strange their speech. The progress they impeded

Gríski sagnfræðingurinn Abydenus vitnar í Eusebius sem talaði um mikinn turn Babýlónar sem var eyðilagður og að fram að þessu höfðu menn aðeins talað eitt tungumál. Plató talar einnig um tímabil þar sem allir menn töluðu eitt tungumál en guðirnir rugluðu tungumálum þeirra, sjá: https://www.christiancourier.com/articles/140-the-tower-of-babel-legend-or-history

Fleira áhugavert um þessa sögu:

Við vitum ekki fyrir víst að þetta gerðist, maður verður að taka sögunni í trú en það er ekki blind trú því að það eru gögn sem styðja söguna.


William Craig svarar hvort Guð sé gild útskýring

Hérna svarar William Lane Craig einum einstaklingi varðandi hvort hægt sé að sanna ekki tilvist einhvers og hvort að svarið að Guð orsakaði eitthvað eins og alheiminn eða lífið auki við okkar þekkingu. 


Varúðar orð Biblíunnar við áfengi

alcohol-effects.jpgHver getur virkilega sagt að hans líf sé betra vegna áfengis?  Hver getur sagt að eitthvað samfélag sé betra vegna áfengis neyslu?  Hérna eru nokkur dæmi um varnarorð Biblíunnar um áfengi:

Orðskviðirnir 20:1
Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.


Orðskviðirnir 23:20-21
Ver þú ekki með drykkjurútum, með þeim, sem hvoma í sig kjöt,
því að drykkjurútar og mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í tötra.


Orðskviðirnir 23:29-30
29 
Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? 30 Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum.

Ég gerði grein á svipuðum nótum fyrir stuttu þar sem ég velti því fyrir mér hvað samfélag sem þekkti ekki áfengi myndi vilja fá áfengi vitandi hverjar afleiðingarnar séu, sjá: Hversu mikils virði er áfengi?

 


mbl.is Tíundu hverri nauðgað rænulausri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikils virði er áfengi?

AlcoholÍmyndaðu þér samfélag þar sem enginn hefur smakkað áfengi.  Síðan kemur gestur frá fjarlægu landi og hann kemst að því að það er ekkert vín þarna, fólkið þarna drekkur ekki áfengi og hefur aldrei prófað áfengi.  Leiðtogi samfélagsins vill hitta gestinn og þeir byrja að spjalla saman. Gesturinn segir leiðtoganum frá þessum undra drykk, áfengi og hve allt er miklu skemmtilegra ef maður drekkur þennan drykk.  Leiðtoganum líst mjög vel á þetta og spyr, er eitthvað neikvætt við þennan drykk.  Það kemur sérkennilegur svipur á gestinn og hann neyðist til að viðurkenna að það eru nokkur atriði sem eru neikvæð við þennan undra drykk.  Hann nefnir að stór hluti nauðgana virðast tengjast áfengi, stór hluti af dauðsföllum í umferðinni eru tengd áfengi, stór hluti morða og ofbeldis er tengt áfengi.

Ef að þú værir leiðtogi þessa samfélags, myndir þú telja þennan kostnað vera þess virði?


mbl.is 40% þolenda nauðgana yngri en 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að forrita lífið - tölvurnar inni í þér

Hérna eru nokkur myndbönd sem fjalla um hvernig lífið er í rauninni keyrt af einstaklega flóknu tölvukerfi. Forritunarkóði og tölvur að vinna úr kóðanum og vélar að fara eftir skipununum sem þarna eru.  Sumir halda að þetta séu hlutir sem er svipaðir og snjókorn eða krystallar og þar af leiðandi vegna eðlisfræði lögmála að þá gæti þetta myndast fyrir tilviljun.  Þetta er vegna fáfræði um hvað er verið að tala um en hérna eru nokkrar mjög vel gerðar myndir sem fjalla um þessi atriði.


Michael Behe um ritþjófnað Judge Jones

Fyrir nokkrum árum var dómsmál, Kitzmiller v. Dover, um Vitræna hönnun og varð nokkuð frægt. Í þessu máli var dómarinn John E.Jones og hans úrskurður var að Vitræn hönnun væri ekki vísindi. Ótrúlega margir vitna í þetta dómsmál og þennan dóm sem stuðning fyrir máli sínu að Vitræn hönnun sé ekki vísindi, eins og skoðun einhvers venjulegs dómara hafa eitthvað vægi í svona umræðu. 

Það sem færri vita er að þessi dómari hreinlega tók flest allt sem hann skrifaði um Vitræna hönnun beint frá lögfræðingunum sem vildu að Vitræn hönnun yrði dæmd sem óvísindaleg.

Hérna er ýtarlegra farið yfir þetta efni: A Comparison of Judge Jones’ Opinion in Kitzmiller v. Dover with Plaintiffs’ Proposed “Findings of Fact and Conclusions of Law”


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband