Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Styður ónæmi baktería við sýklalyfjum Þróunarkenninguna?

Auðvitað ekki, augljóst.  En fyrir þá sem vilja rökstuðning við þessa fullyrðingu þá endilega horfið á þetta stutta myndband um þessa spurningu.


Ættu kristnir að halda páska?

Núna, eftir að ég rannsakaði þær hátíðir sem Guð bjó til, sjá: Hátíðir Drottins  og síðan lærði um uppruna jóla og páska þá finnst mér stórfurðulegt að kristnir skuli velja þessar hátíðir en hafna þeim hátíðum sem Guð bjó til. Hátíðirnar sem Guð bjó til eru fullar af lexíum um frelsunaráform Jesú og sögulega þá töluðu fyrstu kirkju feðurnir að halda hátíðirnar væru hluti af fagnaðarerindinu. 

Hérna er fyrirlestur sem fer yfir sögu páskanna og ég vona að fólk hafi gaman af og læri eitthvað nýtt.

 


mbl.is „Lokum ekki hjörtum vorum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar og hvenær fæddist Jesú?

nativityÉg kann virkilega að meta Vantrú þar sem þeirra gagnrýni á kristna trú er fín uppspretta efnis fyrir blog greinar. Sömuleiðis finnst mér eðlilegt að kristnir læri að verja sína trú og þarna gefur Vantrú kristnum góða ástæðu til að kafa ofan í Biblíuna, söguna og vísindi til að verja sína trú.

Í þetta skiptið ætla ég að svara grein af vef Vantrúar með titilinn "Hvar og hvenær fæddist Jesú?".

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú 
Eitt þessara atriða snérist um það að guðspjöllin eru fullkomlega ósamstíga um það hvernig fæðing Jesú bar að garði, hvar "foreldrar" hans bjuggu, og hvenær fæðingin átti sér stað. Það var eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem gróf undan undan trúverðugleika guðspjallanna í mínum huga.

Ef að eitt af guðspjöllunum væri rangt, af hverju ætti það að draga úr ástæðu til að trúa hinum þremur? Þetta eru aðeins rök til að ekki trúa að öll fjögur guðspjöllin segja öll satt frá en það eru ekki rök til að hafna öllum fjórum. Þetta er svona svipað eins og vera mjög fjögur vitni og ef að eitt þeirra segir eitthvað sem er ekki í samræmi við hin að þá komast að þeirri niðurstöðu að öll fjögur vitnin eru að ljúga.

Frá mínum sjónarhóli þá einmitt er þessi munur á milli guðspjallana ástæða til að trúa þeim enn frekar því að þarna er um að ræða fjögur aðskild vitni sem segja frá sögunni frá þeirra sjónarhóli. En þá er spurningin, er þarna um að ræða mótsögn; mitt svar er nei.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Samkvæmt Lúkasarguðspjalli bjuggu María og Jósef í Nasaret, og ferðuðust til Betlehem vegna manntals (Lúkas 1:26; 2:4). Eftir að Jesús fæddist, fór Jósef með fjölskylduna til Jerúsalem (Lúkas 2:22), og svo aftur beina leið til Nasaret (Lúkas 2:39).

Þegar kemur að því að segja frá atburðum sem gerðust fyrir mörgum árum síðan þá þarftu að velja frá hverju þú segir. Kannski gistu María og Jósef í einhverjum bæ í nokkrar vikur á þessu ferðalagi sínu en engum fannst þörf á því að segja frá því, þar sem það atriði skiptir þá ekki máli fyrir þá sögu sem þeir eru að reyna að segja. Hérna eru atburðirnir sem sagt er frá:

  • Jesús fæðist í Betlehem
  • Eftir hreinsunardagana sem voru sex vikur þá fara þau til mustersins í Jerúsalems ( Luke 2:22-38 )
  • Þau fá heimsókn frá vitringunum í Betlehem en þá notað orð yfir Jesú sem er ekki orð yfir ungabarn og þeir heimsækja þau í hús en ekki helli eða hlöðu sem Jesú fæddist í. ( Matthew 2:1-12 )
  • Þegar síðan Heródes lætur drepa börnin í þessum litla bæ þá eru það börn sem eru yngri en tveggja ára sem gefur til kynna að þarna líður hellings tími þarna.
  • Þau flýja til Egyptalands ( Matthew 2:13-14 )
  • Eftir dauða Heródesar þá flytja þau til Nasaret ( Matthew 2:19-23, Luke 2:39 )

Út frá þessu finnst mér ekki erfitt að samræma þessar tvær frásagnir. Þau virðast setjast að í Betlehem í smá tíma en flýja þaðan eftir heimsóknina frá vitringunum sem gæti hafa verið einu og hálfu ári eftir fæðinguna. Eftir dvölina í Egyptalandi þá flytja þau aftur til Ísraels og velja Nasaret.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Í Matteusi segir að Heródes hafi látið drepa öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni. Það vill svo til að Jósefus sagnaritari fjallaði með talsverðri nákvæmni um hrottaverk Heródesar á síðustu árum valdatíðar hans, og gerði langan lista yfir hans grimmdarverk

Fyrir fólk sem býr í Róm þá er ekki endilega mikill áhugi á hvað gerðist í litlu þorpi í Ísrael. Síðan þar sem um lítið þorp er að ræða þá gæti fjöldinn þarna verið í kringum tíu börn sem miðað við það sem var að gerast á þessum tíma hefur án efa ekki þótt merkilegt.  Eins og t.d. stríð sem þúsundir dóu í og Heródes sömuleiðis var duglegur að drepa eigin syni og eiginkonur.  Þannig að þetta eru rök frá þögn sem vega aldrei þungt og alveg skiljanlegri þögn.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Ekki eru til neinar heimildir um að Ágústus keisari hafi látið skrásetja alla heimsbyggðina, eins og segir í Lúkasi 2:1, né t.d. alla þegna Rómarríkis. Auk þess væri fáránlegt að senda Jósef til Betlehem til að láta skrásetja sig þar, á þeim forsendum að hann væri afkomandi Davíðs konungs í 42. ættlið aftur í tímann (samkvæmt ættartölu Lúkasarguðspjalls, allaveganna).
...
Jesús gat ekki hafa fæðst bæði þegar Heródes var konungur (Matt 2:1) og þegar Kýreníus var landstjóri í Sýrlandi (Lúkas 2:2). Heródes dó árið 4 fyrir okkar tímatal, en Kýreníus varð landstjóri í Sýrlandi árið 6 eftir okkar tímatal, tíu árum eftir að Heródes lést

Ég rökræddi þetta atriði alveg í þaula á www.vantru.is fyrir þó nokkrum árum síðan ( vá hvað tíminn líður hratt! ), sjá: Opið bréf til Karls Sigurbjörnssonar , seinna gerði ég síðan samantekt yfir þetta mál, sjá: Þegar Illugi Jökulsson rakkaði niður jólaguðspjallið

Þannig að ég læt duga að benda á þetta tvennt til að svara þessari athugasemd Sindra.

Leitt að svona atriði skyldi eiga hlut að því að eyðileggja trú Sindra en vonandi er ekki öll von úti fyrir strákinn.


Fyrirmynd eins fjórða mannkyns giftist stúlkubarni

Það er hræðilegt að hugsa til þess að svona mikill fjöldi barna eru látin giftast.  Það sem vantar í þessa frétt er atriði sem vegur mjög þungt í þessu vandamáli sem er að Múhameð spámaður sjálfur giftist barnungri stúlku og hann er fyrirmynd allra múslima sem eru nú í kringum 1,6 miljarða manna.

Að reyna að laga svona stórt vandamál án þess að horfast í augu við þann þátt sem vegur einna mest er vonlaus taktík.  Ég vona að þessi barátta mun ganga vel en er mjög svartsýnn á það, múslimum fjölgar alveg ótrúlega hratt og þegar þeir ná meirihluta í viðkomandi landi þá munum við án efa sjá enn meira af barnabrúðkaupum eða réttara sagt, barna nauðgunum.


mbl.is „Af hverju köllum við þetta ekki nauðgun barna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar Thomas Nagel um efnishyggju Þróunarsinnans

NagelÉg hef fjallað áður stuttlega um Thomas Nagel, sjá: Virtur guðleysingi yfirgefur hið sökkvandi skip darwinisma 

Ég er í vandræðum með þetta enska hugtak "materialist", bein þýðing er efnishyggja en það er að gefa til kynna einhvern sem er aðeins með hugan við efnislega hluti eins og flottan bíl og íbúð.  Efnishyggja er samt orðið sem er notað á wikipedia, sjá:http://is.wikipedia.org/wiki/Efnishyggja 

Hugtakið aftur á móti sú afstaða að það eina sem er til í heiminum er hið efnislega. Sem sagt, enginn Guð eða eitthvað yfirnáttúrulegt.  Svo, ef einhver er með eitthvað betra orð yfir þetta, endilega láttu mig vita.

Mig langar að benda á nokkuð sem Nagel sagði í bók sinni um guðleysis efnishyggju:

Thomas Nagel's Mind & Cosmos
If the materialist, neo-Darwinian orthodoxy contradicts common sense, then this is a mark against the orthodoxy, not against common sense. When a chain of reasoning leads us to deny the obvious, we should double-check the chain of reasoning before we give up on the obvious. 

[T]he materialist assumption works really, really well -- in detecting and quantifying things that have a material or mechanistic explanation. Materialism has allowed us to predict and control what happens in nature with astonishing success. The jaw-dropping edifice of modern science, from space probes to nanosurgery, is the result.

But the success has gone to the materialists' heads. From a fruitful method, materialism becomes an axiom: If science can't quantify something, it doesn't exist, and so the subjective, unquantifiable, immaterial "manifest image" of our mental life is proved to be an illusion.

Here materialism bumps up against itself. Nagel insists that we know some things to exist even if materialism omits or ignores or is oblivious to them. Reductive materialism doesn't account for the "brute facts" of existence -- it doesn't explain, for example, why the world exists at all, or how life arose from nonlife. Closer to home, it doesn't plausibly explain the fundamental beliefs we rely on as we go about our everyday business: the truth of our subjective experience, our ability to reason, our capacity to recognize that some acts are virtuous and others aren't. These failures, Nagel says, aren't just temporary gaps in our knowledge, waiting to be filled in by new discoveries in science. On its own terms, materialism cannot account for brute facts. Brute facts are irreducible, and materialism, which operates by breaking things down to their physical components, stands useless before them. "There is little or no possibility," he writes, "that these facts depend on nothing but the laws of physics."

It can perform calculus, hypothesize metaphysics, compose music -- even develop a theory of evolution. None of these higher capacities has any evident survival value, certainly not hundreds of thousands of years ago when the chief aim of mental life was to avoid getting eaten. Could our brain have developed and sustained such nonadaptive abilities by the trial and error of natural selection, as neo-Darwinism insists? It's possible, but the odds, Nagel says, are "vanishingly small." If Nagel is right, the materialist is in a pickle. The conscious brain that is able to come up with neo-Darwinism as a universal explanation simultaneously makes neo-Darwinism, as a universal explanation, exceedingly unlikely.

As a philosophy of everything [materialism] is an undeniable drag. As a way of life it would be even worse. Fortunately, materialism is never translated into life as it's lived. As colleagues and friends, husbands and mothers, wives and fathers, sons and daughters, materialists never put their money where their mouth is. Nobody thinks his daughter is just molecules in motion and nothing but; nobody thinks the Holocaust was evil, but only in a relative, provisional sense. A materialist who lived his life according to his professed convictions -- understanding himself to have no moral agency at all, seeing his friends and enemies and family as genetically determined robots -- wouldn't just be a materialist: He'd be a psychopath.

Eitthvað segir mér að það er að koma flóðbylgja af guðleysingjum sem eru að fara að yfirgefa þessa órökréttu hugmyndafræði sem stenst ekki alvöru íhugun.


Kannski voru einhyrningar til?

unicorn.jpgSumir gagnrýna Biblíuna að hún talar um einhyrninga og benda á að hestar með eitt horn á enninu eru ekki til og engnir steingervingar eru til af þeim.

Það sem þeir aftur á móti gleyma er að þetta er nútíma skilningur á orðinu "einhyrningur". Þetta orð aftur á móti gæti hafa verið notað yfir eitthvað annað dýr eins og t.d. einhyrnann nashyrning.

Hérna er eitt dæmi þar sem Biblían talar um einhyrning:

Jobsbók 39
Mun vísundurinn vera fús til að þjóna þér eða mun hann standa um nætur við stall þinn? 10 Getur þú bundið vísundinn með bandinu við plógfarið eða mun hann herfa dalgrundirnar á eftir þér?  11 Reiðir þú þig á hann, af því að kraftur hans er mikill, og trúir þú honum fyrir arði þínum? 12 Treystir þú honum til að flytja sáð þitt heim og til að safna því á þreskivöll þinn?

Jebb, þarna stendur vísindur en ekki einhyrningur. Þetta er alveg ágætis tilraun hjá þýðendum til að gíska á hvaða dýr var þarna á ferðinni.  Svona er enskan:

Jobsbók 39 - King James
Will the unicorn be willing to serve thee, or abide by thy crib? 10 Canst thou bind the unicorn with his band in the furrow? or will he harrow the valleys after thee? 11 Wilt thou trust him, because his strength is great? or wilt thou leave thy labour to him? 12 Wilt thou believe him, that he will bring home thy seed, and gather it into thy barn?

Svona lýsti Júlíus Sesar áhugaverðum dýrum sem voru notuð í stríðum sem gætu passað við einhyrninga:

Julius Caesar, Gallic Wars, Book 6, chapter 28
a little below the elephant in size, and of the appearance, color, and shape of a bull. Their strength and speed are extraordinary; they spare neither man nor wild beast which they have espied . . . . Not even when taken very young can they be rendered familiar to men and tamed. The size, shape, and appearance of their horns differ much from the horns of our oxen. These they anxiously seek after, and bind at the tips with silver, and use as cups at their most sumptuous entertainments

Meira um þetta efni hérna: Unicorns in the Bible?

 


mbl.is Enn falla einhyrndir nashyrningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru andlitskrem lykillinn að unglegu útliti?

Það er alveg magnað hve miklum peningum konur verja í alls konar krem og ég hef svo sem ekkert á móti kremum en ef þú ætlar að nota krem til að viðhalda ljóma æskunnar þá ertu á villigötum.

Lykillinn er mataræði og æfingar; borða lifandi mat en ekki hræin af dauðum dýrum væri frábær byrjun.  Hérna er ein kona sem er gangandi sönnun fyrir þessu.


mbl.is Æskuljómi franskra kvenna fölnar hægar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband