Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Haturs áróður Önnu

Að saka ákveðinn hóp um hatur og segja að meðlimir þessa hóps séu fullir af hatri og það sé aðeins tíma spurnsmál hvenær meðlimir hópsins grípa til ofbeldis, þetta er í mínum huga haturs áróður.

Ég hef marg oft gagnrýnt Íslam en ég hef aldrei sakað múslíma um að vera fullir af hatri og vont fólk. Mín gagnrýni er á hugmyndafræði Íslams eins og t.d. að stór hluti múslíma trúir að það eigi að taka fólk af lífi ef það yfirgefur Íslam.  Hérna er t.d. Richard Dawkins að rökræða við múslíma í sjónvarpsþætti þar sem þetta kemur skýrt fram.

Þetta er aðeins eitt dæmi sem lætur mig óttast Íslam en ég hata hvorki þessa Önnu né múslíma. Ég vinn með nokkrum og allir mjög fínir, ég var í Dubai fyrir mánuði síðan og fólk var mjög vingjarnlegt þar.  Að vara við hættu er ekki hið sama og boða hatur þó að auðvitað getur verið fólk í hópnum "Mótmælum mosku á Íslandi" sem boðar hatur og vill ofbeldi en það eru misjafnir sauðir í öllum hópum. Það sem skiptir mig máli er hvað hugmyndafræðin boðar.

 


mbl.is Viltu hatur eða hús?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða sjaría lög tekin upp á Íslandi?

Þar sem múslímar ná að vera í meirihluta þá virðist ekki vera langt í að sá hópur heimti að sjaría lögin verði lög landsins.  Mér finnst í umræðunni um Mosku í Reykjavík mjög margir loka augunum fyrir þessu sem er raunveruleikinn sem blasir við í öðrum löndum. Múslímar eru kannski mikill minnihluti á Íslandi en múslímar eru sirka miljarður manna og lítið mál fyrir þann hóp að taka yfir lítið land eins og Ísland.

Ég lít á andstöðu við moskuna í Reykjavík og að vara við Íslam vera baráttu fyrir trúfrelsi, lýðræði og tjáningarfrelsi. 


mbl.is Hálshöggvinn fyrir sifjaspell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða forsendum er dýraníð rangt?

Guðleysingjar náttúrulega sitja uppi með að það er ekkert raunverulega rétt eða rangt út frá þeirra heimsmynd svo þannig er það nú afgreitt.

En hvað með t.d. kristna?  Það er ekkert í Nýja Testamentinu um að þetta sé rangt, eini staðurinn sem þetta er fordæmt er í Móseslögunum og kristnir eru almennt á þeirri skoðun að kristnir þurfa ekki að hlusta á Móses.  

Þeir geta sagt að lögin eru skrifuð á hjarta þeirra en mér finnst það virkilega veik rök þar sem að allir geta sagt að eitthvað sé ritað á þeirra hjarta og þeir eru "leiddir af andanum". Mér finnst nokkuð greinilegt að allir þeir sem segjast vera leiddir af anda Guðs eru það engan veginn, annars er andi Guðs með virkilega skiptar skoðanir.

Hvað með bara hinn venjulega borgara sem lætur sér fátt finnast um trúmál?  Á hvaða forsendum er rangt að manneskja stundi kynlíf með dýrum? Einhver getur sagt að það sé verið að brjóta á vilja dýranna en það þarf ekkert að vera. Við erum síðan að brjóta á réttri miljóna dýra á hverjum degi þegar við slátrum þeim til matar og það er örugglega meiri sársauki við það.

Bara nokkrar vangaveltur sem komu upp hjá mér við að lesa um þetta mál. 


mbl.is Tíu ára fangelsi fyrir samræði við geit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband