Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

GYC - aðventista mót í Austurríki

Ég var var heppinn að fara á mót ungra aðventista í Austurríki þar síðustu helgi.
Þetta var haldið í húsi sem er kallað Design Center í borginni Linz. Það var virkilega upplífgandi að sjá allt þetta ungafólk sem tekur boðskap Aðvent kirkjunnaralvarlega og vill gera sitt til að vinna sálir í Evrópu. Þegar mest var þá voru þarna 1500 manns og meðal aldurinn held ég í kringum 25.

Hérna er stutt klippa frá þessu móti. Þau sem eru að syngja tilheyra hópi sem er staðsettur í London og er virkur í boðun og að búa til kristilegt efni.


Heilaþvottur og lygar þegar kemur að þróunarkenningunni

Gott að foreldrar í Hong Kong vilja ekki að þeirra börn læri einhverjar lygar.  Það þarf aftur á móti ekki að vera lygar til að um sé að ræða heilaþvott, þarft aðeins einhliða fræðslu áróður þar sem upplýsingarnar eru valdar til að styðja ákveðna hugmyndafræði og öðrum sleppt og síðan sagt að ákveðin niðurstaða er hin eina rétta.

Þetta sjáum við þegar kemur að Þróunarkenningunni þegar hún er kennd í skólum út um allan heim. Ástæðan er sú að um er að ræða heilaþvott er vegna þess að hún er kennd sé sönn og eini valkosturinn þegar kemur að því að útskýra uppruna náttúrinnar. Annað dæmi um hvernig hægt er að heilaþvo einstaklinga er að benda á sönnunargögn og aðeins benda á eina leið til að túlka þau sönnunargögn. 
Þar sem aftur á móti þróunarkenningin er svo einstaklega léleg kenning þá hafa menn gripið til þess
að nota lygar til að styðja kenninguna enn frekar.

Dæmu um slíkar lygar eru eftirfarandi:

Haeckel's embryos

Piltdown Man

Bestu rök Dawkins, lygi?

Síðan nokkur stutt youtube þar sem farið er yfir fleiri svona dæmi.


mbl.is Mótmæla heilaþvotti barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama að rakka niður Biblíuna

Ég skil vel af hverju einhverjir efast um að Obama sé kristinn miðað við hvernig Obama talar um Biblíuna.

 


mbl.is Halda enn að Obama sé múslimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað finnst mér um íslam, búddatrú, ásatrú, hindúisma, bahá'i og kaþólsku

1world.jpgNýlega var ég spurður hvað mér finndist um  íslam, búddatrú, ásatrú, hindúisma, bahá'i og kaþólsku á þræðinum:  Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?

Þetta fannst mér vera skemmtileg spurning og gott efni í stutta blog grein.

Íslam

Múhammeð kom 500 e.kr. sagðist byggja á mörgum af bókum Biblíunnar og sagðist vera spámaður eins og Elía og Jeremía nema að hann væri síðasti spámaðurinn sem Guð myndi senda og hann væri að leiðrétta allt sem hefði farið misfarist í varðveislu á Biblíunni.  Mínar ástæður fyrir því að trúa ekki að Múhammeð hafi verið spámaður frá Guði er að hann gerði ekkert til að gefa okkur ástæðu til að trúa að hann hafi verið frá Guði, engin kraftaverk og engir spádómar. Hann síðan er í mótsögn við höfunda Gamla og Nýja Testamentisins en Gamla Testamentið spáir fyrir um Messías sem er Guð sjálfur og höfundar Nýja Testamentisins segja að akkúrat það gerðist en Múhammeð segir að Jesú er ekki Guð og Hann dó ekki á krossinum.  Síðan fyrir mig þá fyrirlít ég hugmyndina um eilífar kvalir í helvíti en hún er mjög áberandi í Kóraninum en það mætti tína helling í viðbót til að efast um að Kóraninn sé raunverulega frá Guði.

Búddatrú

Þar sem ég hef varið megnið af mínum tíma til að gagnrýna guðleysi þá er ég í rauninni búinn að útskýra hvað ég hef á móti búddisma því að búddistar almennt trúa ekki á tilvist Guðs. Við það bætist síðan við að takmark búddisma er að slíta tengslin við þetta jarðneska líf til að lina þjáningar. Ég skil takmarkið en mér finnst leiðin vera röng. Ég tel að þykja vænt um vini og ættingja er mikils virði, jafnvel þótt að um leið og manni þykir vænt um aðra manneskju þá á maður á hættu að finna sársauka ef hún hafnar manni, særir mann eða hún deyr.

Ásatrú

Ég hef ekki hitt neinn sem virkilega trúir á tilvist Þórs og Óðins.  Jafnvel þeir sem ég hef heyrt í, í Ásatrúarfélaginu þá trúa þeir ekki raunverulega að þessir guðir séu til heldur aðeins að þeir eru tákngervingar fyrir náttúruöflin. Jafnvel þannig að Ásatrú er nær Vantrú ef eitthvað er. Ef einhver veit meira um þetta þá endilega láta mig vita.

Hindúismi 

Rit hindúista innihalda voðalega lítið sem gefur manni ástæðu til að trúa að þau eiga sér guðlega uppsprettu, þau innihalda t.d. ekki spádóma sem hafa ræst. Ég hef ekki mikið lesið af trúarritum hindúa en hugmyndin að við endurfæðumst aftur og aftur er hugmynd sem mér finnst vera órökrétt og hef ekki séð neitt sem styður að það sé rétt. Ég gerði eitt sinn grein sem kom inn á þetta og í rauninni flest þessra trúarbragða, sjá: Afhverju Kristni?

Þessi grein vakti hellings viðbrögð og mikla umræðu sem var mjög forvitnileg.

Bahá'i 

Í þessu tilfelli þá þyrfti ég að velja á milli tveggja spámanna, Ellen White og Bahá'u'lláh.  Það er mjög auðvelt val eftir að hafa lesið nokkuð eftir Bahá'u'lláh og Ellen White. Bahá'u'lláh sagðist vera kristur sjálfur sem passar engan veginn við lýsingu Biblíunnar á því hvernig Kristur mun koma aftur. Síðan samþykkir Bahá'u'lláh Múhammeð sem spámann en Múhammeð sjálfur sagði að það kæmu ekki fleiri spámenn á eftir honum svo strax þar er komin mótsögn. Bahá'ul'lláh sagði að Móses, Jesús og Múhammeð hafa allir verið að spámenn frá Guði, ásamt nokkrum fleirum en ég get engan veginn séð hvernig menn sem kenna mismunandi hluti geta verið sendiboðar sama guðs, nema sá guð er eitthvað gleyminn eða ringlaður.  Ég gerði eitt sinn grein um bréf sem Bahá'u'lláh sendi páfanum, sjá: Kæri Páfi, ég(Jesús) er kominn aftur! Kveðja Bahá'u'lláh

Kaþólska kirkjan

Það sem ég hef á móti Kaþólsku kirkjunni er hún metur hefðir manna fram yfir það sem Biblían kennir.  Hún kennir t.d. eilífar kvalir í helvíti sem ég hef mikla óbeit á og hef skrifað ýtarlega um, marg oft, sjá:  Svar mitt til AiG varðandi þeirra grein um helvíti og Helvíti gerir Guð óréttlátan

Þannig að þetta væri í rauninni nóg fyrir mig til að hafna Kaþólsku kirkjunni en það er margt fleira sem ég gæti týnt til en læt þetta duga.

 

 


Staðreyndir sem styðja að sagan af Nóa hafi raunverulega gerst

geological_time.jpgEin saga þessa heims segir að líf hafi kviknað af sjálfu sér og síðan út frá þessari einu lífveru hafi allt á þessari jörð orðið til með tilviljanakenndum stökkbreytingum á DNA og náttúruvali. Síðan yfir miljónir ára hafi lífverur verið að þróast og yfir þann tíma hafi setlögin sem við sjáum í dag myndast og af og til hafi myndast steingervingar sem varðveittu hluta af þeim lífverum sem voru uppi á þeim tíma.

Önnur saga þessa heims segir að Guð hafi skapað náttúruna og dýrin og síðan hafi orðið flóð sem eyddi þessum heimi.  Hið svo kallaða Nóaflóð eða syndaflóð hefur verið flókinn atburður þar sem mjög margt var í gangi í einu. Eldfjöll að gjósa, vatn að koma úr undirdjúpunum, ásamt rigningu að ofan; jarðskjálftar og sumir telja að loftsteinar hafi líka spilað þarna hlutverk. Jafnvel hafi verið kveikjan að flóðinu sjálfu.  Til að skilja hvers konar módel kemur út frá sögunni sem við finnum í Biblíunni þá

grand_canyon_929757_1162806.jpgÚt frá þessum tveimur sögum er hægt að spá fyrir um hvað við ættum að finna þegar við rannsökum setlögin og yfirborð jarðar. Hérna ætla ég að lista nokkrar staðreyndir sem styðja seinni söguna, að sagan um Nóa er sú sem raunverulega gerðist:

Eitt sem þarf að hafa í huga í þessari umræðu er að spurningin er hvaða saga/kenning passar betur við staðreyndirnar. Ekki að ein sagan útskýrir allar staðreyndirnar alltaf og engar ráðgátur eru enn til staðar heldu, yfir heildina, hvað passar best við staðreyndirnar.  Fyrir mitt leiti fellur þróunarkennigin hérna algjörlega á andlitið og sagan af Nóa stendur upp úr sem augljóslega besta útskýringin á gögnunum.


mbl.is Fyrsta myndin af tökustað Nóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?

Ég hefði átt að byrja á þessu fyrir langa löngu, þ.e.a.s. að gera svör við greinum sem Vantrú gerir. Eftir því sem maður bloggar lengur því erfiðara er að finna eitthvað áhugavert að fjalla um. Ef einhver er með hugmyndir, endilega láta mig vita.  En hérna kemur mín svar/gagnrýni á grein frá Vantrú sem fullyrðir að kristni sé fáránleg trú.
Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?
Stundum er því haldið fram að trúleysingjar séu almennt að ráðast á einhverja gerviútgáfu af kristni, að þeir séu bara að gagnrýna fáránlegar útgáfur af kristni, en láti fágaða kristni vera

Það er ekki að ástæðulausu, bara í þessari grein er að mínu mati gerviútgáfa af kristni sett fram. Síðan hefur Vantrú marg oft gagnrýnt það sem þeir kalla grænsápu guðfræði svo ef það er fáguð útgáfa en ég myndi einmitt kalla fáránlega trú er eitthvað sem Vantrú hefur gagnrýnt marg oft.

Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?
Þar er boðað að það sé til ósýnileg andavera sem hægt er að tala við,

Hvað er fáránlegt við þetta?  Er nóg bara að þú trúir einhverju ekki að þá er það orðið fáránlegt?   Menn auðvitað trúa mörgu ekki vegna þess að þeim finnst það fáránlegt en þegar kemur að Guð sé til og Guð sé ekki efnislegur heldur andlegur er eitthvað sem megnið af mannkyninu hefur trúað í mörg þúsundir ára. Að trúa að Guð sé ekki til er trú sem meirihluti mannkyns hefur alltaf litið á sem fáránlega trú. 

Við síðan vitum að út frá því að alheimurinn hafði upphaf, að eitt sinn var efni og tími ekki til gefur okkur mjög góða ástæðu til að ætla að það sem orsakaði alheiminn er ekki búið til úr efni og er ekki háð tíma.

Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?
að forsprakki sértrúarsafnaðar fyrir 2000 árum síðan sé þriðjungur þessarar ósýnilegu persónu, að þessi költleiðtogi hafi þurft að deyja af því að fólkið hlýðir ekki ósýnilegu persónunni

Þetta er gott dæmi um gervi útgáfu af kristni sem ég veit ekki um neinn sem einhver sem flokkar sig kristinn aðhyllist.  Ég hef áður glímt við þessa afskræmingu hérna: Er kristin trú fáránleg?

Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?
og að sami maður hafi síðan risið upp frá dauðum. Allt þetta og meira til er boðað þar.

Það kemur mér mjög óþægilega fyrir sjónir að það sem mér er dýrmætt og gefur mér von sé flokkað sem fáránlegt. Útfrá því að Guð er til þá er lítið mál fyrir Hann að reisa einstakling upp frá dauðum.  Jafnvel ef Guð er ekki til þá ætti tækni að vera möguleg til að reisa dáið fólk upp frá dauðum, við sannarlega þekkjum engan í dag sem hefur þá tækni en möguleikinn ætti að vera til staðar; sérstaklega ef við erum út frá guðleysi aðeins samansafn af efnum þá á að vera hægt að setja okkur aftur saman.

Hérna er fyrirlestur um upprisuna og af hverju við höfum góðar ástæður til að trúa að hún raunverulega hafi gerst: http://www.youtube.com/watch?v=oAxPHWF8aec

Punkturinn er að trúin að Jesú hafi risið upp frá dauðum er ekki blind trú, við höfum góðar ástæður til að trúa að hún sé sönn.

Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?
Svo þarf ekki að leita lengi til að finna ríkiskirkjupresta koma með alls konar rugl sem verður seint flokkað sem virðingarverð og djúphugsuð útgáfa af kristni. Þeir tala um að guðinn þeirra sé að stjórna náttúruhamförum (nú á dögum virðist hann oftar koma í veg fyrir þau frekar en að orsaka þau)

Frekar mikið af bara fullyrðingum um hvað sé fáránlegt en ekki neinar útskýringar á af hverju það er fáránlegt. Ef að Guð er til, af hverju gæti Hann ekki stjórnað náttúruhamförum?  Mín persónulega trú er að Guð almennt er ekki að stjórna þeim heldur láti þennan heim fara sína eðlilegu braut samkvæmt þeim lögmálum sem Hann sjálfur skapaði.

Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?
Því skal ekki neitað að það eru til einstaka prestar og guðfræðingar sem eru með afskaplega sérstakar og ruglingslegar útgáfur af kristni. Samkvæmt þeim þá var Jesús bara maður, biblían bara samansafn af hugleiðingum fornaldarmanna, þrenningin bull og guð er jafnvel ekki til.

Slíkt fólk ætti auðvitað ekki að fá að vinna fyrir kirkjuna, ekki einu sinni sópa gólfin eða skipta um glugga í kirkjum, hvað þá fara í ræðustól. Ein góð ástæða fyrir því að þjóðkirkjan verði tekin af ríkisspenanum svo að hún haldi ekki áfram að vera hvorki fugl né fiskur.

Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?
Þeir trúmenn sem telja sig hafa fágaða trú ættu bara sætta sig við það að við trúleysingarnir tökum loftkastalana þeirra ekki alvarlega einfaldlega af því að það hafa svo fáir þessa meintu fáguðu trú

Í augum á megninu af mannkyninu og frægustu vísindamönnum sögunnar þá er guðleysi fáránleg trú. Trúin að það sé ekki til skapari, að lífið hafi bara kviknað af sjálfu sér, að tilviljanir og náttúruval hafi sett saman vitsmuni guðleysingja ( tilviljanir sannarlega bjuggu ekki til minn heila! ) og svo mætti lengi telja. 


Hvaða bíómyndir væri hægt að gera út frá Biblíunni?

david-vs-goliath.jpgÞegar kemur að Hollywood þá voru menn  duglegri við að búa til slíkar myndir hérna áður fyrr. Ótal myndir hafa verið gerðar um Móse, aðeins færri um Nóa en samt nokkrar sem sækja sínar hugmyndir í söguna af Nóa, myndir eins og Evan Almighty og Ice Age 2. Síðan auðvitað nokkrar myndir um Jesú og ég veit um eina um Davíð sem Richard Gere lék í.  Ég er líklegast að gleyma þó nokkrum.

Ein hugmynd sem vinir mínir hafa komið með er mynd um líf Newton og líf Daníels og blanda saman hvernig Newton rannsakaði rit Daníels og sá hvernig Daníel hafði spáð fyrir um framtíðina.

Mig langar að sjá mynd um Samson og mig langar að sjá mynd um hershöfðingja Davíðs en ég held að Gibson er að fara að gera mynd um þá en það ætti að vera magnað.

Væri gaman að heyra hvaða hugmyndir að bíómyndum sem ykkur langar að sjá.

 


mbl.is Will Smith leitar í Biblíuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort styðja steingervingarnir sköpun eða þróun? Umræður

Forvitnilegar umræður milli Don Patton sem er kristinn sköpunarsinni og John Blanton sem er guðleysingi og þróunarsinni. Hérna rökræða þeir hvort að steingervingarnir sem við finnum í setlögunum passi betur við sköpun eða þróun.   


Hvenær var Daníelsbók skrifuð?

daniel-in-the-lions-den-zoom.jpgVegna þess hve áhrifa miklir spádómar Daníelsbókar eru þá hafa alls konar fólk reynt að afskrifa bókina með því að halda því fram að bókin sé fölsun, skrifuð í kringum 200 f.kr.

Í þessari grein vil ég lista upp þær ástæður sem við höfum til að ætla að bókin var raunverulega skrifuð 500 f.kr. eins og hún sjálf heldur fram.

  1. Vitnisburður bókarinnar sjálfrar:

    Daníel 7:1, 15
    Á fyrsta ríkisári Belsasars konungs í Babýlon dreymdi Daníel draum, og sýnir bar fyrir hann í rekkju hans. Síðan skrásetti hann drauminn og sagði frá aðalatriðunum.
    ...
    15 Út af þessu varð ég, Daníel, sturlaður, og sýnirnar, sem fyrir mig bar, skelfdu mig.

    Daníel 8:1
    Á þriðja ríkisári Belsasars konungs birtist mér, Daníel, sýn, eftir þá, sem áður hafði birst mér.

    Daníel 9:1-2
    Á fyrsta ríkisári Daríusar Ahasverussonar, sem var medískur að ætt og orðinn konungur yfir ríki Kaldea,á fyrsta ári ríkisstjórnar hans, hugði ég, Daníel, í ritningunum að áratölu þeirri, er Jerúsalem átti að liggja í rústum, samkvæmt orði Drottins, því er til Jeremía spámanns hafði komið, sem sé sjötíu ár.

    Daníel 10:1
    Á þriðja ári Kýrusar Persakonungs fékk Daníel, sem kallaður var Beltsasar, opinberun, og opinberunin er sönn og boðar miklar þrengingar. Og hann gaf gætur að opinberuninni og hugði að sýninni.

  2. Vitnisburður Jesú ( Mat 24:15 )

  3. Vitnisburður Josephus, sagnfræðingur gyðinga sem bjó í Róm (Antiquities X.X.1)

  4. Þekking höfundarins á sögu Babelónar
    Aðeins maður sem lifði í kringum 500 f.kr. hefði getað vitað sum af þeim sögulegu staðreyndum sem er að finna í Daníelsbók. Þekkingin á þessum staðreyndum týndist eftir 500 f.kr. og hefur aðeins enduruppgvötast í gegnum uppgvötanir í fornleifafræði. Til dæmis í Daníel 8:2 þá er fjallað um "Shushan" sem stað sem er í héraðinu Elam en frá grískum og rómverskum sagnfræðingum vitum við að "Shushan" tilheyrði héraði sem kallast "Shushina" á tímum Persa. Nafnið Elam var aðeins notað fyrir svæði vestan við Eulaeus ánna. Annað dæmi um slíka þekkingu er að Nabonidus og Belshazzar réðu saman Babýlón en sú þekking gleymdist öldum eftir fall Babýlónar en uppgvötaðist eftir ýtarlegar rannsóknir á Babýlóniskum steintöflum sem fjalla um Belshazzar.  Einn fræðimaður sagði þetta um áreiðanleika Daníelsbókar:

    Raymond Philip Dougherty, Nabonidus and Belshazzar, A Study of the Closing Events of the Neo—Babylonian Empire.
    The foregoing summary of information concerning Belshazzar, when judged in the light of data obtained from the texts discussed in this monograph, indicates that of all non—Babylonian records dealing with the situation at the close of the Neo—Babylonian empire the fifth chapter of Daniel ranks next to cuneiform literature in accuracy so far as outstanding events are concerned. The Scriptural account may be interpreted as excelling, because it employs the name Belshazzar, because it attributes royal power to Belshazzar, and because it recognizes that a dual rulership existed in the kingdom. Babylonian cuneiform documents of the sixth century B.C. furnish dear—cut evidence of the correctness of these three basic historical nuclei contained in the Biblical narrative dealing with the fall of Babylon. Cuneiform texts written under Persian influence in the sixth century B.C. have not preserved the name Belshazzar, but his role as a crown prince entrusted with royal power during Nabonidus’ stay in Arabia is depicted convincingly. Two famous Greek historians of the fifth and fourth centuries B.C. (Herodotus and Xenophon] do not mention Belshazzar by name and hint only vaguely at the actual political situation which existed in the time of Nabonidus. Annals in the Greek language ranging from about the beginning of the third century B.C. to the first century B.C. are absolutely silent concerning Belshazzar and the prominence which he had during the last reign of the Neo—Babylonian empire. The total information found in all available chronologically—fixed documents later than the cuneiform texts of the sixth century B.C. and prior to the writings of Josephus of the first century A.D. could not have provided the necessary material for the historical framework of the fifth chapter of Daniel.”

  5. Notkun Daníelsbókar af Qumran samfélaginu
    Dauðahafshandritin sem fundust 1947 hafa sýnt fram á vinsældir Daníelsbókar og er vitnisburður fyrir því að Daníelsbók var vitnað í hana sem heilaga ritningu, sem hluti af þeirra "Biblíu". Sem þýðir að í kringum 200 f.kr. var litið á Daníelsbók sem hluti af heilögum ritum gyðinga. Fólkið í Qumran sem er þekkt sem Essenes var samfélag gyðinga sem sjá sjálfa sig sem einu tryggga trúarhóp þjóðarinnar. Út frá þeirri staðreynd sagði einn sagnfræðingur þetta:

    R. K. Harrison, Introduction to the Old Testament (Grand Rapids: W. B. Eerdmans, 1969), pp 1126,1127
    "The argument for the Maccabean dating of Daniel can hardly be said to be convincing. Such a period of composition is in any event absolutely precluded by the evidence from Qumran, partly because there are no indications whatever that the sectaries compiled any of the Biblical manuscripts recovered from the site, and partly because there would, in the latter event, have been insufficient time for Maccabean compositions to be circulated, venerated, and accepted as canonical Scripture by a Maccabean sect."

    Sem sagt, mjög hæpið að þessi trúarhópur hefði fallið fyrir þessari fölsun sem á að hafa verið gerð 200 f.kr. eins og sumir vilja halda fram.

Fyrir þá sem vilja virkilega kafa ofan í þetta þá mæli ég með þessari grein hérna: The book of Daniel and matters of language: Evidences relating to names, words, and the aramaic language

Hérna er síðan enn önnur grein fyrir virkilega fróðleiksfúsa, sjá: The Book of Daniel and the Old Testament Canon

Síðan vil ég auðvitað minna á þær greinar sem ég hef gert um spádóma Daníelsbókar:

Spádómur Biblíunnar um Rómarveldi

Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Hvert er dýrið?

 

 

 


Vantrú - Trúleysi er ekki trú

Vantrú birti grein á vefsíðu sinni með titilinn "Trúleysi er ekki trú" en mig langar að svara henni.

Vantrú - Trúleysi er ekki trú
 Fyrir mörgum er það feimnismál að vera trúleysingi. Víða um heim er trúleysingi hálfgert skammaryrði. Í Bandaríkjunum jafngildir það pólítísku sjálfsmorði að viðurkenna trúleysi sitt.
Það eru einfaldlega margir sem hafa svipað álit á guðleysi og Isaac Newton

 

Isaac Newton
Atheism is so senseless and odious to mankind that it never had many professors

Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Trúleysingjar sem láta í sér heyra opinberlega verða oftar en ekki fyrir mjög ósanngjörnu aðkasti. Menn eru kallaðir dónar, lygarar, öfgasinnaðir og oft margt miklu verra.

Það væri sannarlega ekki kristileg hegðun að gera slíkt en eitthvað segir mér að megnið af aðkastinu er vegna lélegs málflutnings og þeirra eigin skítkasts. Vantrú má eiga það að þeir sem mynda það félag virðast hafa ákveðið að vera málefnalegir á opinberum vettvangi. Ég hef t.d. aldrei bannað þeirra meira áberandi meðlimi, Hjalta og Matthías.

Vantrú - Trúleysi er ekki trú
En nær undantekningalaust fá þeir sem láta í sér heyra á sig fáránlega og ósanngjarna stimpla. Einn þreyttasti frasinn er sá að trúlausir séu manna duglegastir við að predika og bera út boðskap sinn. Við nánari skoðun fæst það auðvitað ekki staðist. Hafa ekki örugglega allir séð trúleysingja sjónvarpsstöðina sem sendir út í opinni dagskrá? Nú eða hlustað á trúleysingja útvarpsstöðina? Auðvitað ekki, því þær eru ekki til. 

Hérna eru nokkur dæmi um trúboð guðleysingja:

Þannig að frá mínum sjónarhóli þá er hreinlega búið að heilaþvo mína kynslóð, vel dulbúið en svo sannarlega guðleysis trúarbragðið er búið að gegnsýra allt samfélagið.  

Hver man eftir að hafa séð sjónvarpsþátt sem fjallar á jákvæðan hátt um Biblíuna eða Vitræna hönnun?

Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Aftur, þá er hann ekki til. Ríkið hins vegar borgar Þjóðkirkjunni milljarða á hverju ári og styrkir fjölda trúfélaga í hvers kyns trúboðastarf af ýmsum toga. Pistlar örfárra manna (og kvenna) á vefriti blikna í samanburði. 

Þetta er að vísu rétt og ég styð þessa baráttu Vantrúar heilshugar.

Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Að trúleysi sé trú
er annar örþreyttur frasi sem við trúleysingjar fáum að heyra. Raunar er það alveg óþolandi að þurfa reglulega að svara þessu. Þetta hefur verið rætt svo oft að umræðunni ætti að vera lokið. Rétt eins og að safna ekki frímerkjum er ekki áhugamál, er trúleysi ekki trú.

Trúleysi er ekki trú en guðleysi ásamt hugmyndafræði sem svarar öllum stærstu spurningum lífsins er svo sannarlega trú.  Guðleysingjarnir í Vantrú trúa eftirfarandi:

  • Guð er ekki til - þeir sannarlega trúa þessu en vita það ekki.
  • Þegar þú deyrð þá hættir þú að vera til og ert horfinn að eilífu.
  • Hið efnislega er það eina sem er til, það er enginn andleg hlið á lífinu.
  • Það er enginn tilgangur með tilvist okkar, við erum hér í dag og svo horfin að eilífu á morgun. Við erum duftið sem stjörnurnar eru búnar til eins og Carl Sagan predikaði í sínum sjónvarpsþáttum.
  • Við vorum ekki sköpuð heldur bjuggu tilviljanakenndar breytingar á DNA kóðanum okkur. Ímyndið ykkur, tilviljanakenndar breytingar á DNA á að hafa búið til heilann sem við notum til að hugsa. Það er algjörlega órökrétt að halda að þetta ferli geti búið til tölvu sem greinar rétt frá röngu og getur hugsað rökrétt.
  • Margir guðleysingjar trúa ekki á sjálfstæðan vilja en slíkt hlýtur að flokkast sem trú.
  • Þróunarkenningin sjálf inniheldur ótal sögur sem guðleysingjarnir taka í trú, sögur sem byggjast á litlu sem engu og oftast eru í algjörri andstöðu við staðreyndirnar.

Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Það er þó eitt sem sameinar flesta trúleysingja og það er gagnrýnin hugsun.

LOL  já, allt nema gagnrýni á sína eigin trú.

Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Ef þú vilt banna mér að pósta myndum eins og þessum á Facebook ertu í raun að segja mér að þú viljir banna gagnrýna hugsun. Og veistu hver vildi líka banna gagnrýna hugsun?

Ég veit að Vantrú vill banna allt sem tengist sköpun og allt sem kennir að Biblían sé sönn.  Vantrú er á móti því að einkaskólar sem trúfélög reka, kenna sköpun.  Það eru varla til dæmi í sögunni að kristnir sköpunarsinnar hafa viljað bannað fræðslu um guðleysis þróunarkenninguna. Ef þú ert að hugsa "hvað með Scopes réttarhöldin sem myndin Inherit the wind fjallaði um" þá skaltu endilega lesa þetta hérna: Inherit the Wind - A Lesson in Distorting History 

Getur líka horft á þennan fyrirlestur um Inherit the wind, sjá: http://video.google.com/videoplay?docid=-8623985676693464405  myndin er ljótur lyga áróður en vegna þess að það er á móti kristnum sköpunarsinnum þá af einhverjum ástæðum er það í góðu lagi.

Samantekt

Það er rétt, trúleysi er ekki trú en meðlimir Vantrúar eru ekki trúlausir heldur aðhyllast þeir guðleysi en því fylgir heill heimur trúarlegra hugmynda sem svarar sömu trúarlegu spurningum og öll önnur trúarbrögð mannkyns.

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802782

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband