Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Er hægt að selja sál sína djöflinum?

dylan3.jpgÞað er frægt að Bob Dylan gaf sterklega í skyn að hann hafi selt sál sína djöflinum en það er síðan spurning í hvaða skilningi hann meinti það. Hvort hann hafi selt sál sína í einhvers konar satanískri athöfn eða bara almennt að velja veg sem hann vissi að væri vondur, velja fíkniefni, vín og lauslæti frekar að líf sem er Guði þóknanlegt.

En er hægt að selja sál sína djöflinum?  Ég trúi því að það sé hægt og að flestir geri það. Þeir sem velja að hafna leiðsögn Guðs eru í rauninni að fylgja djöflinum því honum er alveg sama hvernig þú hegðar þér á meðan það er bara ekki í samræmi og samfélagi við Guð. Djöfullinn er sáttur við öll trúarbrögð sem sjá til þess að viðkomandi brjóti boðorðin tíu og þau gera það nærri því, líka flest sem flokka sig sem kristin því og ver og miður því þau klikka á fjórða boðorðinu.

Segjum sem svo að einhver taki þátt í satanískri athöfn og "selji sál sína" þá er það mín trú að viðkomandi geti iðrast og snúið við frá þessu. Það er enginn samningur svo vel gerður að Guð geti ekki rifið hann í tvennt. Hið sama gildir um greyið fólkið sem "afneitar heilögum anda" í youtube myndböndum því að Jesú sagði að eina syndin sem væri ekki hægt að fyrirgefa væri sú að afneita Heilögum Anda.  Ástæðan fyrir því að það er ekki fyrirgefning fyrir þeirri synd er vegna þess að í gegnum allt líf þitt er Heilagur Andi að tala til þín. Segja þér frá hinu góða sem þú ættir að gera og því vonda sem þú átt að forðast. Sá sem lokar á þessa rödd er sá sem hefur afneitað Heilögum Anda og aðeins glötun bíður hans.


mbl.is Æðsti heiður óbreytts borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fóstureyðingar morð?

Ég fyrir mitt leiti segi já. Hvað er eiginlega hægt að kalla það annað þegar þú bútur í sundur mennska lífveru?  Ef að þú hefðir orðið fyrir fóstureyðingu, værir þú þá hér að lesa þetta?  Það er svo svakalegt að þetta skuli hafa orðið að sjálfsögðum hlut að það nær engri átt.

Mæli með að fólk kíki á þessa mynd hérna og meti þetta af einlægni.


mbl.is Forsætisráðherra líkti fóstureyðingum við morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott dæmi um fégræðgina

ferrari-612-gto-concept-20.jpgÞað er hreinlega erfitt að segja þetta þar sem Eric Clapton virðist vera svo viðkunnalegur náungi en út frá greininni sem ég var að gera ( Peninga græðgi er rót alls ills )  þá er þetta dæmi um fégræðgi.

Það er skuggalegt að hugsa til þess hve mikið gott hefði verið hægt að gera fyrir svo mikið af fólki í staðinn fyrir Clapton að eignast enn annan Ferrari bíl.  Ég hefði ekki samvisku í þetta, svo mikið er víst þó ég skil vel freistinguna þegar ég horfi á myndina hérna til hægri.


mbl.is Nýr Ferrari bíll Eric Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peninga græðgi er rót alls ills

greed1.jpgPeningar eru eins og olía fyrir vél, þeir auðvelda fólki að skiptast á auðlindum eins og mat, olíu, verkfærum og vinnuframlagi. Þegar mikið er af peningum í umferð og þeim dreift með eðlilegum jöfnuði gengur samfélagið vel. Þess vegna er gífurlegt vald fólgið í því að stjórna því magni af peningum sem er í umferð. Það hjálpar mjög mikið til að skilja umræðuna um Evruna, krónuna og kanadíska dollarann með því að þekkja sögu peninga og hérna er fín mynd sem segir þá sögu The Money Masters

Það eru ekki peningar sem Biblían segir vera rót alls ills heldur græðgin í peninga og kannski frekar, græðgi almennt sem er brot á tíunda boðorðinu sem segir að maður á ekki að girnast það sem maður á ekki.

Það er búið að vera lærdómsrík reynsla fyrir mig að vera í London og týna veskinu mínu. Þar sem ég þekki nánast engan hérna og símanum mínum var stolið tveimur dögum áður þá upplifði ég mig sem alveg ótrúlega hjálparvana. Sem betur fer var ég með tvö pund í vasanum svo ég gat gengið í einhverja þrjá tíma að Victoríu stöðinni en þaðan fer strætó til bæjarins sem ég bý í og ef maður tekur þann sem fer frekar seint og kemur þar af leiðandi á áfanga stað seint um kvöldið þegar allt er lokað að þá kostar hann bara eitt pund.  En þessi upplifun að vera á stað þar sem allt er morandi í fólki og nóg er til af öllu, gnægð af mati og öllu sem hugurinn girnist en geta ekki gert neitt var mjög sterk og lærdómsrík. Fékk smá nasasjón af því hvernig það hlýtur að vera fyrir fólkið sem er þarna á götunni, situr með hundana sína við hliðina á sér og betlar peninga.

Án síma og peninga er eins og maður getur ekki neitt, getur ekki fengið sér að borða og nærri því getur ekki farið á klósettið þar sem aðeins kúnnar fá að nota klósettin sem eru á veitingastöðunum og það kostar einnig á almenningsklósettin.

Í ljósi þessa er dapurt að sjá hvernig við sóum peningum eða ætti ég að segja auðlindum í óþarfa. Sorglegt að hlusta á fólk tala um hvernig húsin þeirra og bílarnir gætu verið ennþá betri og flottari. Það sem er mest dapurt er maður sjálfur, að sjá þessa sömu græðgi í manni sjálfum.

Sem betur hefur Biblían góðar fréttir handa okkur, þrátt fyrir að vera sek um svona græðgi þá er fyrirgefning fyrir það í boði fyrir þá sem vilja. Fyrir þá sem vilja snúa við blaðinu og fá hjálp frá Guði til að vera betri manneskjur og síðan auðvitað, loforð Guðs um nýjan himinn og nýja jörð þar sem réttlæti býr þegar Jesú kemur aftur.

Opinberunarbókin 21
Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til.

Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.

Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: "Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra.

Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."

Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: "Sjá, ég gjöri alla hluti nýja," og hann segir: "Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu."

Og hann sagði við mig: "Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns.

Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur.


mbl.is Peningar ekki rót alls ills
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sköpunar fyrirlestur í Reading

evolution_vs_creation_bumper_sticker-p128558948252683860z74sk_400.jpgEitt af því góða við að búa í Englandi er að það er miklu meira í gangi, hvort sem það eru íþróttir, listir eða sköpun/þróun umræðum. Ég hafði rekist á auglýsingu á www.creation.com í síðustu viku þar sem þetta var auglýst og ég ákvað að kíkja. Dagurinn byrjaði á því að símanum mínum var stolið, gleymdi honum á bókasafni í Reading í nokkrar mínútur og það þurfti ekki meira til. Eftir að ganga í einhverja tvö tíma eftir einhverri götu þarna þá gafst ég upp og tók leigubíl að kirkjunni. Fólkið þarna var mjög vingjarnlegt og fyrirlesturinn skemmtilegur en var miðaður við þá sem eru að kynnast þessari umræðu svo það var ekki farið mjög djúpt í efnið.

Hlakka til að fara á fleiri svona viðburði, helst rökræður því þá fær maður báðar hliðar og fátt jafn sannfærandi og heyra rökþrota þróunarsinna reyna að afsaka trú sína.


Innblástur frá fyrrverandi hermanni

Ég hef gaman af svona sögum þar sem fólk tekur sig til og sigrast á erfiðleikum. Stórhluti fagnaðarerindisins er akkúrat þetta, sigur á erfiðleikum og nýtt og betra líf með von andspænis stærsta óvininum, dauðanum.


Er virkilega nóg til af olíu?

Hérna er stutt myndband um olíu skortinn sem er yfirvofandi; kannski eru áratugir í að þetta gerist en ég sé ekki betur en þetta er óhjákvæmilegt.

Kannski er þetta ein af ástæðunum fyrir því að það eru til hópar sem vilja fækka jarðarbúum í 500.000.000. eins og þeir sem bjuggu til Georgia guidestones minnismerkið, sjá:  http://en.wikipedia.org/wiki/Georgia_Guidestones

georgia_guidestones.jpg


Postulasagan II

acts7-58.jpgÁ hverjum hvíldardegi fer ég í kirkju og fer í hvíldardagsskóla. Vanalega er þetta þannig að fólk skiptir sér í litla hópa og einn stýrir umræðunni og farið er yfir lexíu vikunnar sem lang flestir aðventistar í heiminum eru að rannsaka í sameiningu.  Þennan ársfjórðunginn er verið að fjalla um trúboð.

Þegar ég les lexíuna og hlusta á hugmyndir fólks um trúboð þá hef ég velt því fyrir mér ef að lærisveinarnir hefðu notað þessar aðferðir eftir krossfestingu og upprisu Krists. Þá hefði Postulasagan verið allt öðru vísi.

Vina trúboðið - Friendship evangelism

Ef að Pétur og lærisveinarnir hefðu fattað þessa snilldar aðferð við að boða þá hefði Pétur t.d. boðið Kaífas í grill til sín næsta hvíldardag og hefði endurtekið boðið aftur og aftur. Síðan nokkrum mánuðum seinna þá sér Pétur Kaífas labba fram hjá þar sem grillveislan var haldin, svona eins og hann væri að athuga hvort þetta væri eitthvað fyrir sig.  Pétur verður vitni að þessu og segir frá þessu næst þegar hann fer í kirkju og hinir postularnir hlusta á og segja við Pétur að með þessu áframhaldi þá mun Kaífas mæta í grillið og síðan við gott tækifæri þá mun Pétur geta spjallað við hann um sína trú og þá er aldrei að vita nema Kaífas muni líka vel við það sem hann heyrir og jafnvel skírast... einhvern tíman. 

Ég sé alveg fyrir mér einhvern spyrja hvort að þeir ættu ekki að benda þeim á að þeir höfðu myrt Jesú og á dómsdegi þá myndu þeir þurfa mæta Guði sem lygarar, þjófar og morðingjar en Pétur hefði þá hastað á hann og sagt að það gæti móðgað Kaífas, þeir yrðu fyrst að verða vinir hans áður en hægt væri að tala um slíka hluti.

Já, þetta væri mögnuð lesning á trúboði fyrstu postulanna.

Halda fyrirlestra

Önnur algeng trúboðs aðferð er að dreifa miðum í hús og bjóða fólki á opinbera fyrirlestra. Það væri gaman að sjá kafla í Postulasögunni þar sem þessi aðferð hefði verið notuð og þá hefði það kannski verið Ananías sem Pétur hefði rétt svona miða og boðið vingjarnlega á fyrirlestur og síðan verið mjög ánægður þegar hann hefði séð Ananías ganga framhjá þar sem fyrirlestrarnir voru haldnir, svona eins og hann væri að athuga þetta en væri ekki enn alveg til í að fá sér sæti og hlusta. Og síðan væru Postularnir að fagna þessum merka áfanga og vonuðust að einhvern tíman myndi hann nú koma og hlusta og þá er aldrei að vita nema eitthvað gerðist.

 

Allar þessar aðferðir eru svo sem ágætis tilraunir fólks að kynna fólki trú sína en...það verður að segjast að ef að við værum að lesa um Postulana og hvað þeir gerðu og þeir hefðu hagað sér svona þá... væri örugglega Postulasagan löngu gleymd. Enginn hefði nennt að þýða svona vitleysu og hvað þá varðveita hana í núna tvö þúsund ár.


Ræða Ben Carson við Emory háskólann

Það er svakalegt að hugsa til þess að niðurstaðan eftir þá hörðu gagnrýni sem menn fengu fyrir að leifa Carson að halda þarna ræðu er að það verður athugað hvaða skoðanir menn hafa á Þróunarkenningunni og aðeins þeir sem eru henni sammála fái að halda ræður við svona tilefni.

Svona var þetta á hinu myrku miðöldum og þetta er skoðunarkúgunin sem Þróunarsinnar berjast fyrir. Miðað við þessa atburði og viðhorf þá ef að þróunarsinnar fengu að stjórna heilu löndunum þá er stutt í að trúfrelsi, lýðræði og tjáningarfrelsi heyrir sögunni til.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband