Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Út frá guðleysi er kynlíf með dýrum rangt?

Kannski kjánaleg spurning þar sem guðleysi innifelur engar siðferðisreglur. Guðleysingjar hafa örugglega alls konar skoðanir á þessu enda hef ég rekist á marga guðleysingja með mjög sterka siðferðiskennd. Punkturinn er samt sá að ef að við erum aðeins blanda af atómum sem tilviljanir settu saman á löngum tíma þá höfum engan grunn til að segja í þessu tilfelli, kynlíf með dýrum er rangt.

Fyrir þá guðleysingja sem finna eitthvað innra með sér sem segir þeim að þetta er rangt þá vil ég hvetja þá til að spyrja sig hvort að það sé ekki vegna þess að þeirra guðleysi er ekki rétt og þeirra trú um uppruna okkar er heldur ekki rétt.

Kristnir eru hérna líka í smá vandræðum. Mig grunar að flestir kristnir trúi því að kynlíf með dýrum sé rangt en Nýja Testamentið segir ekkert um það. Versin sem fjalla um það eru að finna í Gamla Testamentinu en þar er líka að finna vers um að halda sjöundadaginn heilagann og vers um hreina og óhreina fæðu sem þeir vilja meina að sé ekki lengur í gildi. 


mbl.is Vilja banna kynlíf með dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hvíldardagsskóli sniðug hugmynd?

article-new_ehow_images_a07_ih_k5_games-christian-teen-groups-800x800Hérna er forvitnileg mynd sem fjallar um æskulýðsstarf í kirkjunni. Hún glímir við spurningar eins og er það biblíulegt að skipta börnum eftir aldri og búa til prógröm sérstaklega fyrir börn. Einnig og enn mikilvægara, á kirkjan að fræða börn um hina kristnu trú og niðurstaðan sem aðstandendur þessarar myndar komast að er nei. Kirkjan á að láta foreldrum eftir fræðslu barna.

Mjög áhugavert efni, sjá: http://vimeo.com/26098320


Leikarinn úr Two and Half Men gerist aðventisti

Ég rakst á mjög forvitnil110907angus-t-jones1.jpgegt viðtal við Angus T. Jones sem leikur strákinn í þáttunum í "Two and a Half Men" en hann gerðist aðventisti, sjá: Turning Point - Angus T Jones 

Gaman að hlusta á ungan strák sem maður hefur óbeint þekkt í mörg ár í gegnum þættina tala um hvernig hann varð aðventisti. Skemmtilegt hvernig ungur strákur sem hefur aðgang að öllu sem honum dettur í hug enda mold ríkur hefur áhuga að vita meira um Biblíuna og nýtur þess að eiga kristið samfélag.  Það ættu allir að vera sammála að þættirnir "Two and a Half Men" eru ekki uppbyggilegir og tímasóun af verstu sort.  

 


mbl.is Two and a half men er „óþverri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undur þróunnar eða sköpunnar?

Hérna er kynning á áhugaverðu verkefni sem kallast "Birds of paradise" en þar fjalla vísindamenn um mjög skrautlega fugla, bæði í hegðun og útliti.  Hvort sjáið þið þarna, sköpun eða þróun?


Leikarinn úr Two and Half Men gerist aðventisti

110907angus-t-jones1.jpgÉg rakst á mjög forvitnilegt viðtal við Angus T. Jones sem leikur strákinn í þáttunum í "Two and a Half Men" en hann gerðist aðventisti, sjá: Turning Point - Angus T Jones 

Gaman að hlusta á ungan strák sem maður hefur óbeint þekkt í mörg ár í gegnum þættina tala um hvernig hann varð aðventisti. Skemmtilegt hvernig ungur strákur sem hefur aðgang að öllu sem honum dettur í hug enda mold ríkur hefur áhuga að vita meira um Biblíuna og nýtur þess að eiga kristið samfélag.

 


Orkuleysi ef þú ert grænmetisæta?

hayden-hayden-panettiere-135089_1024_768.jpgFyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að prófa að vera grænmetisæta. Þar spilaði helst inn í þessi bók hérna 80/10/10 og þessi fyrirlestur hérna: Ertu að valda þjáningum?

En ég upplifði ekki orkuleysi eins og Hayden Panettiere, stjarnan úr Heros gerði.  Þeir sem prófa að vera grænmetisætur gera oft þau mistök að borða ekki nóg af mat sem gefur þeim orku. Að borða t.d. mikið af grænmeti er alveg vonlaust til að fá einhverja orku því það inniheldur svo lítið af kaloríum.  Sumir borða mikið af hnetum en að fá mikið af kaloríum í formi fitu er heldur ekki sniðugt til að fá mikið af orku. Það sem ég að minnsta kosti mæli með er að borða mikið af kartöflum, hrísgrjónum eða bönunum eða döðlum. Helst ávöxtum því að þeir eru með allt sem við þurfum á meðan hrísgrjón og karöflur gefa aðalega orku en ekki mikið af því holla sem við þurfum eins og vítamínum, steinefnum, trefjum og ensímum.

Leitt að Hayden skuli ekki hafa orðið grænmetisæta og helst farið út í hráfæði þar sem fólk sem lifir þannig það lifir lengi og eldist mjög vel eins og þessi kona hérna sannar, sjá: 70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára

 


mbl.is Gafst upp á grænmetinu eingöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

How the Scientific Consensus is Maintained

Forvitnilegt myndband þar sem fjallað er um "scientific consensus" sem er samþykkt skoðun vísindanna .  Ef einhver getur þýtt "scientific consensus" almennilega þá væri gaman að sjá það.


Á þeim tímum voru risar á jörðinni

Í fyrstu Mósebók, sjötta kafla er að finna setningu sem segir að það var einu sinni risar á jörðinni. Hve stórir þessir risar voru kemur ekki svo augljóslega fram en í 1. Samúelsbók 17. kafla er sagan af Davíð og Golíat og sum handrit tala um að Golíat hafi verið nálægt þremur metrum á hæð. 

Við erum von umfjöllun um risaeðlur og hve stórar þær voru. Ég var í Natural History Museum í London bara síðustu helgi og hafði mjög gaman af skoða steingervingana af þeim. Það sem færri vita er að við höfum helling af steingervingum af "venjulegum dýrum" eins og mörgæsum sem voru miklu stærri en þessi dýr eru í dag.  Kannski er ástæðan að lífið hér á jörðinni hefur ekki verið að þróast heldur verið að hrörna frá upphaflegu sköpuninni þegar Guð sagði að sköpunin væri harla góð?  Það er að minnsta kosti sú útskýring sem ég hallast að.  Hérna fyrir neðan eru nokkur dæmi um slíka steingervinga.


mbl.is Tveggja metra há mörgæs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristin sjónvarpsstöð segir í beinni að þau ætla að byrja að halda sjöunda daginn heilagan

Rakst á áhugaverða frétt þar sem sjónvarpsstöð í Finnlandi segir í beinni útsendingu að þau hafa verið að halda rangan hvíldardag.  Eftir að rannsaka Biblíuna þá sáu þau að sjöundi dagurinn er hinn rétti hvíldardagur og þau ætla að halda hann.

Hérna er fréttin, sjá: Kristen finsk TV-kanal erkänner sabbaten i livesändning

Fyrir marga þá er erfitt að skilja hvaða máli þetta skiptir. En ímyndaðu þér ef skipstjórinn á skipi ákveður að það eigi að vinna öll störf sex daga vikunnar en sjönda daginn fá allir frí nema þeir sem þurfa að sinna því nauðsynlegasta.  Síðan kemur kokkurinn og segir nei, hann vill allir taki sér frí fyrsta dag vikunnar því það hentar honum betur.  Augljóslega þá myndast þarna ringulreið. Það er ekki lengur samhljómur með áhöfninni og enn frekar, þarna er verið að vega að valdi skipstjórans.  Maður þjónar þeim sem maður hlíðir. Þeir sem velja að hlýða Guði ekki í þessu eru að velja uppreisn gegn Guði og það getur aldrei verið góð hugmynd.

Er möguleiki að þetta mannfall er Palestínumönnum að kenna?

402558_10151381691941387_2084102785_n_1181424.jpgMér líður eins og ég er að sjá hið sama og gerðist fyrir seinni heimstyröldina þar sem það var í gangi áróðursstríð sem hafði þann tilgang að réttlæta útrýmingu gyðinga.  Gyðingar lifa með að það eru miljónir sem vilja tortýma þeim og ef að þetta áróðusstríð nær sínum árangri þá mun önnur helför fara af stað með stuðninga vel meinandi fólks sem hafa verið blekkt. Ég trúi ekki að það sé sniðugt að Ísrael er þarna. Ég trúi heldur ekki að Ísrael er útvalda þjóð Guðs á jörðinni. Ég sé einfaldlega siðmenntaða þjóð sem vill frið og síðan miljónir sem vilja útrýma þeim.

 


mbl.is Mesti fjöldi í 40 ára mótmælasögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband