Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Eru stökkbreytingar tilviljanakenndar?

Stutta svarið er já en í þeim skilningi að einhverjar eru tilviljanakenndar en með aukinni þekkingu á DNA og stökkbreytingum gefur okkur ástæðu til að ætla að alls ekki allar stökkbreytingar eru tilviljanakenndar.  Hérna er myndband sem fer yfir þetta efni.

Meira hérna: Are Mutations Random?


Frá hönnun til Aðvent kirkjunnar

Stundum þegar ég bendi á hönnun í náttúrunni þá svara sumir með því að segja að þetta sýni ekki fram á að Guð Biblíunnar sé hönnuðurinn. Þetta er auðvitað alveg hárrétt, hönnunar rökin sýna aðeins fram á tilvist hönnuðar en ekki hver hann er; þeir sem trúa að geimverur hafi plantað lífinu hérna á jörðinni geta líka notað þessi rök.

Það sem mig langar að gera hér er að útskýra hvernig ég fer frá hönnunar rökunum til Aðvent kirkjunnar.

1. Hönnun er augljós.

Þar sem alheimurinn hafði byrjun verður sá sem orsakaði tilvist alheimsins að vera til handan alheimsins. Getur ekki verið inn í alheiminum eða af alheiminum, verður sem sagt að vera eilífur og ekki úr efni, að minnsta kosti ekki efni alheimsins. 

Lögmálin sem þessi alheimur hlýðir eru einnig fínstillt sem gefur til kynna að þau voru hönnuð fyrir lífið sem gerir það rökrétt að löggjafinn hafi verið gáfaður að geta gert þetta og einnig viljað orsaka fínstillt lögmál.

Lífið sjálft er síðan ógurlega flókin vél sem les forritunarkóða um hvernig á að búa sig til og athafna; lífið er verkfræðilegt undur sem við mennirnir munum líklegast aldrei ná að herma eftir. Betra dæmi um vitræna hönnun er ekki hægt að biðja um.

Síðan er náttúran full af meiriháttar dæmum, hérna eru nokkur þannig dæmi: Þeir sem eru án afsökunnar og Incredible creatures that defy evolution

2. Guð Biblíunnar.

Biblían lýsir Guði þannig að Hann er fyrir utan tíma, er eilífur og er andi eða ekki búinn til úr efni. Þetta er allt í samræmi við það sem kom hérna á undan. Biblían lýsir Guði einnig sem alvitrum og það sannarlega passar við snilldina sem við sjáum í náttúrunni.  Biblían segir einnig að heimurinn er undir bölvun syndar sem passar við hið vonda sem við sjáum í heiminum.  Þeir guðir sem rómverjar, grikkir og fleiri trúðu á voru ekki eins og Guð Biblíunnar því þeir tilheyrðu þessum heimi. Þeir voru ekki almáttugir og eilífir, oft voru þeir mjög mannlegir og mistækir enda skáldsögur síns tíma sem fæstir tóku alvarlega. 

Fyrst að hægt er að sjá að þessi heimur var hannaður þá er rökrétt að sá sem tók alla þessa orku og vitsmuni að búa þetta allt til myndi líka vilja hafa einhver afskipti af þessu sköpunarverki sínu. Af þeim opinberunum sem mannkynið hefur um Guð þá ber Biblían af að öllu leiti enda lang flestar tilraunir manna til að setja sig upp sem einhvern opinberanda Guðs hafa verið byggðar á Biblíunni, menn eins og Múhammeð og allir á þessum lista hérna: List of people claimed to be Jesus

3. Aðvent kirkjan

Þar sem að fjöldi kirkna sem flokka sig sem kristnar þá virkar það líklega mjög strembið fyrir marga að ætla að velja "réttu" kirkjuna.  Ég tel að vandamálið er í rauninni miklu minna en margir telja. Ég tel að ef menn fara eftir þessum fáu Biblíulegum leiðbeiningum þá ættu þeir að vera búnir að finna þá kirkju sem fer einna best eftir Biblíunni.

  1. Biblían er orð Guðs sem trúarkenningarnar eiga að lúta.
  2. Jesús er Guð og Hann er skapari himins og jarðar.
  3. Við eigum að fylgja boðorðunum tíu og ekki gleyma fjórða boðorðinu sem er að halda hvíldardaginn, sjöundadaginn eða laugardaginn heilagann.
  4. Guð er kærleiksríkur og myndi aldrei kvelja fólk að eilífu, hvorki í eldi eða á nokkurn annan hátt.
Þetta er ekki flókin eða löng leið og ekki skemmir fyrir að hún er einstaklega rökrétt. Tel að það eru aðalega langanir manna, hefðir og stollt sem lætur þetta líta út fyrir að vera flókið.

mbl.is Meirihluti trúir á framhaldslíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú hefur ekkert elst!

SpiderFossilFyrir þann sem trúir á Biblíulega sköpun þá kemur svona fundur ekki á óvart. Kóngulær hafa alltaf verið kóngulær eins langt og við getum séð. Góðar kenningar spá fyrir um hvað mun finnast þegar farið er út og heimurinn rannsakaður. Þeir sem aftur á móti aðhyllast slæmar eða rangar kenningar, þeir eru alltaf hissa á því sem þeir finna í sínum rannsóknum. Kenning sem gengur út á að dýrin smá saman þróast með tilviljanakenndum breytingum á DNA getur ekki búist við því að í setlögunum finnist forn dýr sem eru alveg eins og dýrin eru í dag. Þessi kónguló er ekki eina dæmið, þetta er hreinlega það sem einkennir steingervingana.

Meira hérna: Living Fossils - Portraits of the Fossilized Past


mbl.is 165 milljóna ára gömul kónguló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðvent kirkjan vex hraðast af kirkjum í Bandaríkjunum

seventh-day-adventist-logo-text-200Vinur minn benti mér á áhugaverða frétt sem segir að kirkja Sjöunda Dags Aðventista er sú kirkja sem vex hraðast í Bandaríkjunum, sjá: Adventists' back-to-basics faith is fastest growing U.S. church

Í greininni er fjallað um það sem þeir telja sé líklegasta orsök vexti kirkjunnar og það eru séreinkenni Aðvent kirkjunnar. Fyrir mig eru það ánægjulegar fréttir því að margir innan kirkjunnar leitast við að gera kirkjuna svipaða öðrum kirkjum, reyna að láta hana vera bara eins og hver önnur kristin kirkja en málið er einfaldlega að Aðvent kirkjan er sérstök. Ég óska þess að þeir sem leita í Aðvent kirkjunnar gera það vegna sinnar trúar sannfæringu. Í grundvallar atriðum þá ef að kristinn einstaklingur er sammála þessum atriðum og að trúar atriði eru það sem ákveða hvaða kirkju hanntilheyrir þá er Aðvent kirkjan eina kirkjan sem hann gæti tilheyrt:

  • Jesús er Guð almáttugur
  • Biblían er orð Guðs og hefur loka orðið þegar kemur að trúar atriðum.
  • Guð er skapari himins og jarðar.
  • Halda boðorðin tíu og ekki gleyma hvíldardegi Guðs, að halda sjöunda daginn, laugardaginn heilagan.
  • Fylgja heilsu ráðgjöf Guðs um mat eins og hún birtist í Biblíunni.
  • Guð er kærleiksríkur og kvelur ekki fólk í helvíti um aldir alda.

Gjald kærleikans

RingBookÍmyndaðu þér að vera viðstaddur brúðkaup og þegar brúðarvalsinn er spilaður kemur brúðurin inn snöktandi og brúðguminn er fyrir aftan hana og hann heldur á byssu.  Síðan þegar presturinn spyr hvort hún vilji giftast brúðgumanum þá beinir hann byssunni að höfði hennar og hún segir "já".

Ást sem er fengin með valdi hefur annað nafn og það er nauðgun. Það sem gefir já svarinu gildi, það sem gerir það raunverulegt er að brúðurin getur sagt nei en hún velur vegna raunverulegs kærleika að segja já.

Gjaldið fyrir kærleikan er möguleikinn á því að hafna honum. Gjaldið við þennan frjálsa vilja að elska er tilvist valmöguleikans að hata. Ég trúi því að við lifum í heimi þar sem við fáum tækifæri til að lifa og velja hvort við viljum lifa og elska skaparann eða ekki.  Ef maður velur að hafna skaparanum þá er maður að hafna kærleikanum og lífinu því að Guð er uppspretta kærleikans og lífsins.  Ef maður aftur á móti velur líf með Guði þá býður manns eilíft líf þar sem þjáningar, illska, sjúkdómar og dauði er ekki til.


Badventist

Ég held að maður þarf ekki að vera aðventisti til að sjá spaugilegu hliðina á þessu. 


Undarleg bókstafstrú

MegalodonÞað kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hve alvarlega menn taka þessar tölur sem skeikulir menn gefa einhverjum beinum sem þeir finna.  Það væri mikil framfær fyrir vísindalega umræðu að halda sig við staðreyndirnar og forðast að tala um óáreiðanlegar ályktanir nema þá sem óáreiðanlegar ályktanir.  Tala um hvað akkúrat fannst og hvar og síðan aðgreina það vel frá óáreiðanlegum ályktunum sem oftast byggja á trú viðkomandi aðila sem er að segja frá.

Enn meira svekkjandi er þegar skeikulir menn teikna myndir af þeim dýrum sem þeir halda að beinin tilheyra því að oft eru komnar ýtarlegar myndir af dýrum þó að aðeins örfá bein fundust og menn vita ekkert um hvernig hið raunverulega dýr leit út.

Það sem er síðan skemmtilegt við þennan fund er að þarna er enn annað dæmið um lifandi steingerving en þeir eru mjög algengir í setlögunum. Lifandi steingervingar eru sem sagt leifar dýra sem hafa sama sem ekkert breyst síðan þau grófust í setlögunum en það er einmitt það sem biblíuleg sköpun spáir fyrir um en er mjög undarlegt út frá þróunarkenningunni. Það sem biblíuleg sköpun spáir fyrir um er að dýrin birtist í setlögunum og haldist síðan nokkuð óbreytt til okkar tíma og það er það sem við finnum. Þróunarkenningin aftur á móti býst við því að finna leifar dýra sem sýna okkur hvernig þau smá saman urðu til en það er ekki það sem við finnum.

Hérna er heimasíða sem fjallar um ekkert annað en lifandi steingervinga og hvernig þeir passa ekki við þróunarkenninguna, sjá: http://www.living-fossils.com/

Út frá staðreyndunum er málið alveg skýrt en ákveðin hugmyndafræði sem heimtar að útskýra allt án Guðs blindar mörgum sýn.


mbl.is Fann 300 milljón ára gamalt bein í námu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þekkja fals Krista

false-christÞað hefur komið upp í umræðunni sú spurning af hverju ég hafni öllum þeim sem segjast vera Jesú og einn benti á lista yfir alla þá sem hafa sagst vera Jesú, sjá: List of people claimed to be Jesus   Þarna eru menn eins og Bahá'u'lláh sem stofnaði Baháí trúna, Sun Myung Moon og Jim Jones.

Út frá því langaði mig að útskýra hvernig maður getur vitað hvort að einhver sem segist vera Kristur sé í raun og veru Kristur.

Viðvaranir Jesú

Matteusarguðspjall 24
4:Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.
Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu
þeir leiða í villu
...
 11Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu
...
23Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið
því ekki. 24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir
munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er
unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.
26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja:
Hann er í leynum, þá trúið því ekki.

Það þarf í rauninni ekki fleiri en þessi vers til þess að geta útilokað alla þá sem eru á þessum lista sem fals Krista. Þessi vers útiloka í rauninni að einhver geti nokkur tíman komið og sagst vera Kristur nema Kristur sjálfur. Þá spyrja líklegast einhverjir sig "hvernig get ég þá vitað það þegar Kristur kemur aftur?".  Svarið við því er að Biblían gefur góða lýsingu á endurkomunni svo að enginn þarf að vera í neinum vafa.

Líkamleg endurkoma

Postulasagan 1
10
Er þeir störðu til himins á eftir honum þegar hann hvarf, þá stóðu
hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum 11og sögðu:
„Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp
numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til
himins.“

Þetta þýðir að enginn maður fæddur á jörðu mun geta sagst vera Kristur því að Kristur fór líkamlega til himins og sá sami sem fór til himins kemur aftur í óforgengilegum himneskum líkama.

Jesú deyr ekki framar 

Rómverjabréfið 6:9
Við vitum að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar.
Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. 10Með dauða sínum dó hann
frá syndinni í eitt skipti fyrir öll en lífi sínu lifir hann Guði.

Ef að einhver segist vera Kristur en deyr síðan, þá getur hinn sama augljóslega ekki verið hinn raunverulegi Kristur eða Jesú því að Jesú sigraði dauðann og dauðinn hefur ekki neitt vald lengur yfir Honum.

Aðeins eitt nafn sem getur frelsað 

Postulasagan 4:11
Jesús er steinninn sem þér, húsasmiðirnir, virtuð einskis, hann er orðinn að hyrningarsteini. 12Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur.“

Allir þessir sem sögðust vera Jesú höfðu annað nafn enda fæddir á þessari jörð og foreldrar þeirra gáfu þeim ákveðið nafn. Það frelsast enginn í nafni Krishna Venta, Ariffin Mohammed eða Bahá'u'lláh.

Endurkoman

1. Þessalóníkubréf 4:15
Því að það segi ég ykkur, og það er orð Drottins, að við, sem
verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en þau sem
sofnuð eru. 16Þegar Guð skipar fyrir, þegar raust erkiengilsins
kveður við og básúna Guðs hljómar, mun sjálfur Drottinn stíga niður af himni og
þau sem dóu í trú á Krist munu fyrst upp rísa. 17Þá munum við sem
eftir lifum verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í
loftinu.

Það mun enginn vera í neinum vafa þegar þessi atburðir gerast, þegar hinir dánu rísa upp frá dauðum og mæta Jesú í skýjum himinsins. Ef þú ert að fylgja einhverjum sem sagðist vera Kristur og þú ert nokkuð viss um að þessi atburður hefur ekki gerst þá veistu fyrir víst að sá sem þú fylgir er fals Kristur.


Auðmenn vs almúginn

"Hér er ég, traðkaðu á mér" er það sem mér finnst íslenska þjóðin vera að segja ef hún segir "Já" við nýja Icesave samningnum. Sömuleiðis finnst mér já vera skýr skilaboð til auðmanna og bankamanna víðsvegar að þeir hafa enga ábyrgð og allt svona svínarí lendir aldrei á þeim heldur á almúganum.

Það getur verið freistandi að segja "já" og vona að þá hverfi Icesave og allt fari á flug hér á landi sem er mjög einfeldingsleg hugmynd að halda að gefa Brelandi auðann tékka á auðævi Íslands og halda að það muni bjarga Íslandi. Málið er að Já mun ekkert láta Icesave hverfa frekar en Nei.

Segjum Nei við því að borga skuldir sem við stofnuðum ekki til.


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband