Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Guðleysi og siðferði - William Lane Craig vs Lewis Wolpert

Það virðist vera afspyrnu erfitt að útskýrir fyrir guðleysingjum að án trúar á Guð þá er ekki lengur góður grundvöllur fyrir siðferði.  Hérna er William Lane Craig að útskýra þetta fyrir Lewis Wolpert, kannski það hjálpi einhverjum að skilja þetta.  Ég býst við því að ég þarf að taka það fram að þetta þýðir ekki að guðleysingjar geti ekki haft mjög sterka réttlætiskennd og mjög sterka siðferðisvitund, þeir sannarlega geta haft það en það kemur málinu ekkert við.


Hugleiðing um bókstafstrú og guðleysi

Ég var að rekast a grein eftir einn af mínum uppáhalds bloggurum, hann Kristinn en hérna er greinin:Hugleiðingar um bókstafstrú og leiðréttingaráráttu 

Ég vildi að ég hefði sömu gáfu og Kristinn að geta látið gamminn bara geysa, því miður er ég meira þannig að ég vil koma á framfæri ákveðnum punktum eða rökum en á erfiðara með koma með langlokur. Þannig að ætla ég að svara þeim punktum sem Kristinn kemur með í grein sinni.

Kristinn
Séu menn ekki að reyna að greiða úr hugmyndum sínum mótsagnirnar held ég að megi fullyrða að þeir hafi engan áhuga á sannleikanum og fellur þá umræðan um sjálfa sig - og gerir það augljóslega alltaf frá upphafi í tilfelli bókstafstrúaðra.

Þessu er ég mjög sammála en hérna finnst mér Kristinn vera þann sem er með bjálkann í auganu að reyna að fjarlægja flísina í auga nágrannans.  Í fyrsta lagi þá segir Jesú að Hann er sannleikurinn og þar af leiðandi hafa kristnir mikla ástæðu til að vita sannleikann því það er í sjálfu sér að kynnast Guði. Þetta er líka eitthvað sem bergmálar í orðum kristnu vísindamanna sem lögðu grunninn að nútímavísindum eins og t.d. sagði Louis Pasteur að vísindin færa menn nær Guði. Í öðru lagi þá hlýtur það að fara eftir hvaða bókstaf er verið að trúa hvort að mótsagnir eru innifaldar í hugmyndum manna. Síðan er það oft þannig að þegar menn skoða hlutina á yfirborðskenndann hátt þá geta þeir virkað mótsagnakenndir en þegar nánar er skoðað þá stenst það ekki. Þegar kemur að Biblíunni þá er mjög margt sem þarf að skoða, menningu, frumtextann og samhengið og tilgang ritsins svo dæmi séu tekin.

Kristinn
Hér á blogginu hafa menn töluvert reynt að fá Mofa bókstafstrúarmann til að gangast við villum í málflutningi sínum, sem er nokkuð sem hann gerir nánast aldrei, og lítið orðið ágengt þrátt fyrir að innleggin séu orðin vel yfir 200 talsins við síðust umræðu þar sem hann kemur við sögu

Þegar tveir hópar rökræða og hvorugur gengst við villum í málflutningi þá eru greinilega báðir aðilarnir jafn sekir um að gangast ekki við villum.  Ég persónulega hef alveg nokkrum sinnum þurft að draga hluti til baka. Alltaf blendnar tilfinningar þegar það kemur upp, leiðinlegt að sjá að maður misskildi eitthvað en síðan gott að geta sýnt heiðarleika og auðmýkt og viðurkenna að maður hafði rangt fyrir sér. Ég man ekki eftir mörgum dæmum, ef einhverjum, þar sem Kristinn viðurkennir að hann hafði rangt fyrir sér.

Kristinn
Mofi er trúmaður af því tagi sem jafnan tínir Stalin, Hitler og Pol Pot til sem dæmi um afleiðingu guðleysis. Honum er síðan jafnan bent á að það megi deila um hvort þessir menn hafi allir verið guðlausir og í framhaldi er honum bent á að ekkert sem þeir gerðu má með góðu móti rekja til trúarafstöðu þeirra - þar sem það eitt að trúa ekki er ekki boð um að gera eitt né neitt - hvað þá drepa trúaða

Á ég bara að flokka þetta undir tilviljun að mestu fjöldamorðingjar sögunnar voru guðleysingjar?  Ég bara get ekki gert það, það er svo órökrétt að það nær engri átt. Ég viðurkenni síðan alveg að Hitler var ekki guðleysingi, man ekki eftir að hafa verið að reyna að sannfæra einhvern um að Hitler hafi verið guðleysingi.  Síðan er spurningin hvort að þeirra guðleysi hafi haft áhrif á gjörðir þeirra þá finnst mér Dostoevsky orða þetta mjög vel, "If God doesn't exist, everything is permissible".  Það er nokkuð ljóst að guðleysinginn hefur engan trúarlegan texta sem segir honum að það er rangt að myrða, stela eða ljúga eða skipun frá Guði sjálfum að elska náungan eins og sjálfan sig. Það er líka nokkuð ljóst að guðleysinginn óttast ekki réttlæti Guðs þegar þessu lífi er lokið.  Allt þetta ætti að gera öllum ljóst sem eru ekki blindaðir af trú að guðleysi hefur áhrif á hvernig menn sjá lífið og tilveruna og hvernig menn sjá lífið og tilveruna hefur áhrif á gjörðir þeirra.

Ég er ekki að segja að guðleysingjar hafa ekkert siðferði eða viti ekki muninn á réttu og röngu. Ég tek frekar undir orð Páls þegar hann fjallar um þetta atriði:

Rómverjabréfið 2:14-15
Þegar heiðingjar, sem þekkja ekki lögmál Móse, gera það eftir
eðlisboði sem lögmál Guðs býður, þá eru þeir sjálfum sér lögmál þótt þeir hafi
ekki neitt lögmál. Þeir sýna að krafa lögmálsins er skráð í hjörtum
þeirra með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra sem
ýmist ásaka þá eða afsaka

Kristinn
Það að hann skuli eilíflega endurtaka vitleysuna með þessum óheflaða hætti og jafnvel bæta um betur með því að gera Darwin ábyrgan fyrir þjóðhreinsunarstefnu Nasista ætti í sjálfu sér að gera mönnum ljóst að Mofi hefur engan áhuga á sannleikanum

Ég hef aldrei sagt að Darwin væri ábyrgur fyrir þjóðhreinsunarstefnu Nasista. Ég tek aðeins undir orð þróunarsinnans Stephen Jay Gould um áhrif Darwins á nasistana:

Stephen Jay Gould
We cannot understand much of the history of late 19th and early
20th century anthropology… unless we appreciate its obsession with
the identification and ranking of races

Stephen Jay Gould
Biological arguments for racism may have been common before 1859, but they
increased by orders of magnitude following the acceptance of evolutionary theory

Síðan einn þróunarsinni í viðbót sem að mínu mati hitti þarna naglann á höfuðið:

Arthur Keith
The German Fuehrer, as I have consistently maintained, is an evolutionist; he has consciously sought to make the practice of Germany conform to the theory of evolution.

Kristinn
Hvers vegna er það sem menn reyna að tala um sannleikann við fólk sem hefur engan áhuga á honum?

Ég tel mig hafa algjörlega sannað að ég hef mikinn áhuga á sannleikanum og reglulega geri ég greinar þar sem ég bendi á atriði sem styðja mína trú.  Ég sé mjög lítið af slíku hjá Kristni. Endalausar greinar sem eru aðeins hugleiðingar um hitt og þetta en aldrei bent á eitthvað raunverulegt sem styður hans trúar afstöðu. Ég er einfaldlega á því að sannleikann er að finna út í raunveruleikanum, maður þarf ekki bara að hugleiða heldur líka rannsaka. Kristinn að þessu leiti minnir mig á munkana á miðöldum sem hugleiddu hve margir englar gætu staðið á hausnum á títuprjóni. 

Ég held ég haldi áfram að benda á vísindarannsóknir og hvernig ég sé þær styðja mína trú og tek opnum örmum öllum þeim sem vilja benda á rannsóknir sem þeir telja passa ekki við mína trú. Bara svo það komi fram þá auðvitað passar ekki allt við mína trú, auðvitað eru hlutir sem ég skil ekki og óleystar ráðgátur en málið er hvert benda megnið af gögnunum.

Kristinn
Það er áhugavert í þessu samhengi að velta því fyrir sér hvort þessir sömu aðilar myndu hafa jafn mikinn áhuga á að leiðrétta málflutning Mofa ef hann væri búinn að ganga af trúnni og orðinn darwinisti, en færði eftir sem áður jafn hörmulega mótsagnarkennd rök fyrir hugmyndum sínum

Greinin sem slík inniheldur aðeins tvö dæmi um það sem Kristinn telur verið mótsagnakennd rök en ég tel mig hafa svarað þeim báðum. Það er aftur á móti Kristinn sem hefur trú sem mér finnst svakalega mótsagnakennd, trú sem heldur fram að dauð efni, tilviljanir og tími hafi orsakað vitsmuni, siðferði og meðvitund þrátt fyrir að hafa ekkert af þessum eiginleikum og enga þekktar leiðir til að orsaka jafn mögnuð fyrirbæri og þessi.

Kristinn
Ég varpa þessum vangaveltum bara fram til gamans. Kannski menn hafi áhuga á að ræða heimspekilegar forsendur þess að bókstafstrúarmaður geti opnað augun fyrir mótsögnum, í stað þess að ergja sig á einstökum mótsögnum sem hann lokar augunum fyrir...

Ég hefði mikinn áhuga á því að skilja til hlítar þær heimspekilegu forsendur sem guðleysingjar hafa svo þeir geti opnað augun fyrir mótsögnunum í þeirra trú. Sumir hafa þó tjáð sig um þær og viðurkenna að þeir taka afstöðu guðleysis og efnishyggju sama hvað tautar eða raular vegna þess að í þeirra huga er það skilgreiningin á vísindum. Þessu til stuðnings vil ég benda á það sem Dawkins skrifaði:

The Blind Watchmaker  (1996)  p.249
My argument will be that Darwinism is the only known theory that is in  principle capable of explaining certain aspects of life. If I am right it means that, even if there were no actual evidence in favour of Darwinian theory (there is, of course) we should still be justified in preferring it over all rival theories

Fyrir forvitna þá er ég er nýbúinn að skrifa grein þar sem ein af sterkustu rökum Dawkins ( að hans eigin mati ) fyrir þróunarkenningunni eru byggðar á einhverju sem er ekki satt, sjá: Bestu rök Dawkins, lygi?

Annað líkt dæmi sem sýnir hvernig guðleysi er tekið fram yfir staðreyndirnar og leitina að sannleikanum kemur frá

Richard Lewontin
We take the side of science in spite of the patent absurdity of some of its constructs, in spite of its failure to fulfill many of its extravagant promises of health and life, in spite of the tolerance of the scientific community for unsubstantiated just-so stories, because we have a prior commitment, a commitment to materialism.

 It is not that the methods and institutions of science somehow compel us to accept a material explanation of the phenomenal world, but, on the contrary, that we are forced by our a priori adherence to material causes to create an apparatus of investigation and a set of concepts that produce material explanations, no matter how counter-intuitive, no matter how mystifying to the uninitiated. Moreover, that materialism is an absolute, for we cannot allow a Divine Foot in the door.

Þetta tel ég hljóti að vera ein af aðal ástæðum guðleysis, að fyrirfram ákveða að vísindin eða sannleikurinn er guðleysi og síðan meta allt út frá því.  Ég fyrir mitt leiti tel að vísindin eigi að leita að sannleikanum og eins og Louis Pasteur sagði þá færa vísindin okkur nær Guði.


Ravi Zacharias um illskuna og hvernig W. H. Auden komst til trúar á Krist

Hérna svarar Ravi Zacharias spurningu varðandi illskuna og hvort hun sé orsök slæms umhverfis eða hvort hún er inn í okkur.  Einnig var mjög forvitnilegt að hlusta a Os Guiness segja söguna af þvi hvernig skáldið  W. H. Auden komst til kristinnar trúar.


Viðgerða kolkrabbinn inn í þér

octoProteinSirka tíu sinnum á dag þá brotnar DNA inn í frumu líkama okkar í báða enda. Þetta getur verið stórhættulegt. Ef það er ekki gert við það hratt og örugglega þá geta alvarlegir sjúkdómar eins og krabbamein þróast.  En, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sá sem bregst fyrst við þessu er prótein sem minnir helst á kolkrabba. Þetta prótein vefur sig um svæðið sem er bilað og nær í alla þá hluti sem þarf til að gera við DNA-ð.  Svona verkfræðilegir loftfimleikar eru byrjaðir að koma sífellt betur í ljós í rannsóknum okkar á hinum örsmáa heimi frumunnar.

Frétta tilkynning hjá  Scripps Research  fjallaði um þetta, til að sjá umfjöllun um þetta: Structure of DNA Repair Complex Reveals Workings of Powerful Cell Motor

Vísindamennirnir vildu finna út hvernig þetta prótein ( MRN ) færi að þessu, eða eins og þeir orðuðu það:

can repair DNA in a number of different, and tricky, ways that seem impossible for ‘standard issue’ proteins to do, 

Þessi prótein eru dýnamísk með mörgum hreyfanlegum hlutum eins og t.d. mótori sem er merkilega sveigjanlegt prótein sem geta breytt um lögum og jafnvel snúist mismunandi eftir því verkefnið krefðist.  Svona lýsa þeir hvernig þetta virkar og hvernig það minnir á kolkrabba:

http://www.scripps.edu/news/press/20110325tainer.html
The scientists say that the parts of the complex,
when imagined together as a whole unit, resemble an octopus: the
head consists of the repair machinery (the Rad50 motor and the Mre11
protein, which is an enzyme that can break bonds between nucleic acids) and the
octopus arms are made up of Nbs1 which can grab the molecules
needed
to
help the machinery mend the strands

Alveg magnað að hugsa út í þetta og lýsingarnar halda áfram og minna á mjög fullkomna verksmiðju:

http://www.scripps.edu/news/press/20110325tainer.html
When MRN senses a break, it activates an alarm telling the cell to shut down division until repairs are made
Then, it binds to ATP (an energy source) and repairs DNA in three different
ways
, depending on whether two ends of strands need to be joined together or
if DNA sequences need to be replicated.  “The same complex has to decide the
extent of damage and be able to do multiple things
,” [John] Tainer [Scripps
Research Professor] said.  “The mystery was how it can do it all.

Að hluta til þýtt héðan, sjá: http://creationsafaris.com/crev201103.htm#20110327b

Það er enn meira þarna sem gefur manni enn meiri ástæðu til að ætla að mjög gáfaður hönnuður er á bakvið þetta allt saman.  Náttúran sýnir okkur snilld Guðs sem hönnuðar eins og þetta dæmi sannar en Biblían sýnir okkur persónu Guðs. Alveg eins og DNA getur bilað inn í frumum líkamans þá getur eitthvað skemmst inn í okkur en góðu fréttirnar eru þær að Guð hefur gert leið til þess að laga okkur og útbúið heim sem við getum fengið að lifa í ef við iðrumst og setjum traust okkar á son Guðs, Jesú Krist.


Rebekka: Atheist now accepts Intelligent Design

Rakst á þetta forvitnilega myndband hjá bloggaranum Rebekku þar sem potholer54 kemur með þau "motrök" gegn Vitrænni hönnun að það er til slæm hönnun og þar af leiðandi gengur Vitræn hönnun ekki upp.  Hérna fyrir neðan er myndbandið:

Slæm hönnun ekki rök gegn hönnun. Þó þú sjáir illa hannaðan bil þá samt veistu að hann var hannaður. Enn frekar, ef þú serð klesstan bíl þá ályktar þu ekki að bíllinn var ekki hannaður. Veirur sem eru skaðlegar eru dáldið eins og klessti bíllinn. Þetta eru veirur sem hafa annað hvort skemmst eftir sköpunina eða eru komnar á staði sem þær attu aldrei að vera og hefðu aldrei komist á ef að þessi heimur hefði ekki fallið í synd.

Síðan bendir potholer54 á rök Kenneth Miller um að ef að Vitræn hönnun er rétt þá ættu minni hlutar hönnunarinnar eða tækisins ekki að hafa neina virkni fyrir utan heildartækið. Þetta er bara rökleysa og enginn sem aðhyllist Vitræna hönnun hefur haldið þessu fram og Behe sjálfur svaraði þessari mögulegu rökleysu i bókinni "Darwin's Black Box", sömu bók sem rökin um óeinfaldanleg kerfi kom fyrst fram.  Kenneth Miller virðist hafa ákveðið að svara rökum Behe's án þess að lesa bók Behe's, eins gáfulegt og það er.

Þeir sem hafa ahuga á hver staðan a flagellum rökum Behe's geta lesið þessa grein: Michael Behe Hasn't Been Refuted on the Flagellum


Hollusta og fegurð

mh_500Mér finnst fólk merkilegt hvað fólk er til í að leggja á sig til að bæta útlit sitt.  Það virðist samt vera til í að leggja flest allt á sig nema að lifa heilsusamlega.  Þekja húðina andlitsfarða, endalaus kaup á fötum sem það heldur að geri það fallegra, miklar upphæðir í hárgreiðslu og skartgripi. Sumir ganga síðan enn lengra og fara í sársaukafullar líta aðgerðir og jafnvel eitthvað sem er hættulegt eins og láta sprauta í sig botulin. 

Hið magnaða er að hollt fæði og góð hreyfing er lang best þegar kemur að því að líta vel út. Húðin lítur betur út vegna góðrar næringar og líkaminn allur ásamt andlitinu er fallegra án allra auka kílóanna. Síðan ofan á allt saman bætist betri andleg vellíðan með bættri heilsu og þú lifir lengur.  Valið ætti að vera mjög auðvelt en það er ekki hægt að neita því að borða hollt og hreyfa sig er stanslaus barátta og svona "short-cuts" eru mikil freisting fyrir marga.

Fyrir þá sem vilja bæta útlitið og heilsuna þá mæli ég með þessari bók hérna: Ministry of Healing

Einfaldar matar reglur væri að minnka eða jafnvel sleppa: pasta, sykur, brauð og hrísgraun.

Fyrir stráka sem vilja æfa þá mæli ég með þessu prógrami hérna: http://finalphasefatloss20.com/
Fyrir konur sem vilja hreyfa sig mæli ég með þessu hérna: http://www.bodyrock.tv/  ( mæli ekki með að strákar skoði þetta :)


mbl.is Stórkostleg hætta fylgir botulin-efnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm klukkustundir eða milljón ár?

limbour-hellAlltaf þegar ég sé svona fréttir þá hugsa ég til því sem margir kristnir trúa sem er að Guð mun kvelja fólk að eilífu í helvíti, þá sem syndga og hafna fyrirgefningu Guðs.

Ég vona að sem flestir undrist og ofbjóði þá illsku sem þessir tveir bresku strákar gátu sýnt æskuvini sínum. Það sem ég skil ekki er hvernig þeir sömu kristnu sem að öllum líkindum fordæma þessar misþyrmingar reyna síðan að réttlæta pyntingar Guðs á syndurum sem eiga að standa yfir í miklu meira en fimm klukkustundir, miljón ár væru aðeins byrjunin á pyntingunum.

Ég er auðvitað á þeirri skoðun að Biblían kennir þetta engan veginn. Skoðum t.d. eftirfarandi staðreyndir:

  • Guð varar ekki Adam og Evu við þessum pyntingum sem þá afleiðingum af þeirra synd.
  • Móses skrifar niður ýtarleg lög fyrir Ísrael þar sem farið er yfir refsingu við alls konar afbrotum en ekki í eitt einasta skipti er varað við eilífum þjáningum.
  • Í hreinlega öllu Gamla Testamentinu er hvergi talað um eilífar kvalir þeirra sem glatast. Það sem er talað um er eilíft líf eða dauði.
  • Þegar kemur að orðinu helvíti þá eru mjög margar Biblíu þýðingar sem innihalda ekki einu sinni orðið og af mjög góðum ástæðum, sjá: http://www.tentmaker.org/books/GatesOfHell.html
  • Aðeins á einum stað í allri Biblíunni er stundum þýtt "eilífar kvalir" en í því tilviki ( Opinberunarbókin 20:10 ) er verið að tala um táknmyndir eins og "dýrið" og síðan djöfulinn en ekki fólk. Einnig þá er orðin sem notuð eru þýða "öld" svo ekki nauðsynlegt að þýða það sem eilífð. Hebreska notkunin á orðinu eilíf er síðan aðeins ákveðin tímalengd. Mörg dæmi þar sem eitthvað er sagt eilíft en síðan í næsta kafla á eftir þá er það ákveðinn tími, sjá: http://www.tentmaker.org/articles/EternityExplained.html

mbl.is Misþyrmdu vini í fimm klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi eru byggð á trú

Hérna er skemmtileg klippa þar sem William Lane Craig útskýrir fyrir Peter Atkins  hvernig vísindin sjálf eru takmörkuð og ástundun þeirra er byggð á trú.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 802694

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband