Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Hinar nýju goðsagnir

darwiniandelusion.jpgÍ gegnum mannkynssöguna þá hefur mannkyninu alltaf þótt gaman af því að skálda upp sögur. Á tímum rómverja og grikkja skálduðu menn upp sögur og sumar áttu að vera þeirra guði og afrek þeirra. Rómverjar og grikkir virtust alveg vita að þetta væri skáldskapur þó að þeim þætti kannski vænt um sínar sögur og sína guði. Josephus var gyðingur sem bjó meðal rómverja og varð þekktur sagnfræðingur. Það er forvitnilegt að heyra hvernig hann ber saman "helgu" rit rómverja og síðan Biblíuna.

Josephus Flavious
We have given practicle proof of our reverence for our own Scriptures. For, although such long ages have now passed, no one has ventured either to add, or to remove, or to alter a syllable; and it is an instinct with every Jew, from the day of his birth, to regard them as the decrees of God, to abide by them, and if need be, cheerfully die for them. Time and again ere now the sight has been witnessed of prisoners enduring tortures and death in every form in the theaters, rather than utter a single word against the laws and the allied documents.
...
What Greek would endure as much for the same cause? Even to save the entire collection of his nation's writings from destruction he would not face the smallest personal injury. For the Greeks they are mere stories improvised according to the fancyof their authors; and in this estimate even of the older historians and they are quite justified, when they see some of their own contemporaries venturing to describe events in which they bore no part, without taking the trouble to see information from those who know the facts

Í dag höfum við öðru vísi þjóðsögur. Í staðinn fyrir ímyndaða guði höfum við ímyndaða fortíð þar sem menn fleygja stórum tölum fram eins og því stærri sem talan er því gáfaðri hlýtur þú að vera. Ég sé voðalega lítinn mun á þessum sögum sem hinir svo kölluðu vísindamenn skálda upp út frá afskaplega litlu og sögunum um Þór eða Herkúles. Aðal munurinn er að sögurnar um Þór og Herkúles gátu verið skemmtilegar á meðan þessar nýju sögur eru virkilega leiðinlegar. Þessar sögur um þróun lífs á jörðinni eru ekkert annað en goðafræði að dúlbúast sem vísindi; vonandi er fólk ekki að falla fyrir þessu.


mbl.is Bretland: Górillur „hlæja“ þegar þær kitlar
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Okkur vantar rafmagns snjóskólfur

Ég vissi ekki að þetta væri til en þetta kæmi sér að góðum notum núna þegar allt er á kafi!


mbl.is Óhöpp í þæfingsfærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margar fleiri ástæður til að láta mjólkurvörur í friði

Ekki þægilegt fyrir mig að lesa þessa frétt þar sem ég drakk óhemju mikið af mjólk þegar ég var yngri. Var hreinlega þekktur fyrir þetta.  Í dag finnst mér mjólk mjög góð og fátt betra en ostur en ég er orðinn sannfærður um að hollustunnar vegna á maður ekki að borða þetta.  

Ellen White sem er kona sem aðventistar trúa að hafi verið spámaður Guðs sagði þetta um ost

Ellen White - Testimonies, vol. 2, p. 68
Cheese should never be introduced into the stomach.

Ellen White - Ministry of Healing, p. 302
Cheese is still more objectionable; it is wholly unfit for food.

Hérna er fyrirlestur þar sem farið er yfir margt sem gefur okkur ástæðu til að minnka verulega notkun mjólkurvara.


mbl.is Mjólk og krabbi í blöðruhálskirtli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamálið með þjáningar

the_problem_of_evil.jpgEinu sinni gerði ég grein sem fjallar við vandamálið við illskuna, sjá: Ættfeður og spámenn - Hvers vegna var syndin leyfð?  Þarna er hægt að lesa kafla úr bókinni Ættfeður og spámenn sem svarar þeirri spurningu mjög vel.

Það er samt önnur hlið sem hún svarar ekki en það er tilfinningalega hliðin á vandamálinu við illskuna eða þjáningum þessa lífs.

Hvernig glímir maður við það að einhver sem maður elskar hafnar Guði. Hvernig glímir maður við þá tilhugsun að einhver sem maður elskar mun líklegast ekki öðlast eilíft líf? Þetta getur verið eiginkona, sonur eða dóttir. Svo hvert er svarið?  Ég veit það ekki.

Hvernig glímir maður við það að einhver sem þú elskar, elskar þig ekki á móti?  Að horfa upp á framtíðina án þess sem maður óskar heitast að fá að vera með. Þetta er án efa eitthvað sem mjög margir hafa upplifað. Hjón skilja, einhver sem er ástfanginn fær höfnun eða að viðkomandi deyr. Framtíðin getur virkað virkilega þung og erfið þegar þú ert í þeim sporum. Svo hvaða svar gefur trúin í þeim sporum?  Það er eins og eitthvað nísti innra með mér þegar neyðist til að viðurkenna að ég bara veit það ekki.

Menn geta týnt til einhver vitsmunaleg rök til að glíma við þessar aðstæður en vitsmunaleg rök eru máttvana gagnvart svona sterkum tilfinningum.

Hvað með hinn nýja himinn og nýju jörð?  Það er ekki hægt að neita því að loforð Guðs eru falleg en það getur verið þannig að manns draumar eru byggðir á þessari jörð og maður veit ekki hvernig hin nýja jörð verður. Manni getur liðið þannig að sú jörð hafi lítið að bjóða vegna þess að manns draumar eru á þessari jörð.

Ég hef upplifað að líða eins og heimurinn hrundi og sjá bara svartnætti framundan. Stundum þegar slíkt gerist þá er það ekki rökrétt og bara heimskulegt að líða þannig en tilfinningar virðast ekki hafa ekkert álit á vitsmunum. Það var hreinlega sárt að upplifa að trúin var máttvana gagnvart þessu.

Svo er eitthvað svar við öllu þessu?  Það hafa örugglega einhverjir eitthvað mjög gáfulegt að segja og svakalega efast ég um að ég sé í þeirra hópi. Samt eitt sem situr eftir sem ég tel að maður getur hugsað um og reynt að finna einhverja von út úr því og það er að Guði þykir vænt um þig. Honum vill að þér líði vel, vill að ástvinir þínir öðlist eilíft líf, vill að þú sért ekki einn í þessu lífi og finnir ástina og komir að lokum heim til Hans þar sem sorg og þjáning er ekki lengur til. Guð er með þér í liði þó Hann lagi ekki allt og láti allar okkar drauma rætast. Það besta sem maður getur gert er að láta af allri synd og leita Guðs og biðja Hann um hjálp. Getur virkað eins og það sem maður vill síst en það er ekki til öflugri bandamaður og það er enginn sem vill jafn mikið hjálpa þér og Guð.

Alltaf þegar ég hef verið með lexíur eða ræður þá hefur mig langað til að útskýra hve veiklulegur ég upplifi mig. Hve hræddur ég er að falla og koma óorði á málstað Guðs. Ég sé svo sem enga lausn á því nema að vona að þegar freistingar og erfiðleikar verða á vegi manns að þá vonar maður að andi Guðs muni leiðbeina manni og náð Guðs koma manni í gegnum þetta.

 

 

 


Líkamsrækt er vonlaus aðferð til að grennast

pizzas_with_coke_product.jpgÞað tekur aðeins nokkrar mínútur að torga niður nokkrum sneiðum af pizzu og glasi af kók. Þetta er eitthvað sem við flest gerum án þess að hugsa mikið út í það en hvað voru þetta margar kaloríur og hve mikið þarf maður að hreyfa sig til að brenna þessar kaloríur?

Nokkrar sneiðar af pizzu og glas af kóki er sirka 1000 kaloríur.  Skoðum aðeins hvað klukkutími af mismunandi hreyfingu brennir mikið af kaloríum:

Fyrir mann sem er 85 kíló þá brennur hann sirka 860 kaloríum í karate, 690 kaloríum í körfubolta, hlaupa 690 kaloríur og ganga 300 kaloríur.
Fyrir konu sem er 58 kíló þá brennur hún sirka 600 kaloríum í karate, 470 í körfubolta, 470 í að hlaupa og ganga 200 kaloríur.

Að hreifa sig er frábært fyrir heilsuna og það er alveg rétt að maður brennir meiru en til að grennast þá er bara hreyfing algjörlega vonlaust að mínu mati. Ef þú torgaðir niður lambalæri með góðri sósu, nokkur glös af jólaöli og ís og súkkulaði í eftirmat þá lofa ég þér því að klukkutími af hreyfingu brennir aðeins litlu broti af því sem þú borðaðir.

Maður þarf að taka á mataræðinu ef maður vill grennast og best að taka hreyfingu ekki inn í myndina heldur láta mataræðið vera aðal tækið.

fruit_vegetables.jpgEitt af því besta sem ég hef gert í þessum málum var þriggja daga fasta.  Þarna fékk líkaminn tækifæri til að hreinsa sig. Andlega lærði ég að stjórna matarlystinni, að ég gæti sitið og horft á sjónvarpið á kvöldin án þess að vera sífellt að borða.  Aðrar reglur sem ég hef sem hafa reynst mér vel er að ég hef hætt að borða eftirfarandi mat: pasta, kartöflur, hrísgrjón, brauð og sykur. Ef þú hugsar með þér að þú getir ekki sleppt brauði þá getur þú búið til brauð sem er bæði hollt og gott, sjá: Esekíel brauð

Ég borða síðan ákveðna hluti til þess að koma líkamanum í gang, fá orku og stilla líkamannn inn á að brenna fitu frekar en geyma hana. Hérna eru nokkur dæmi:

  • Omega 3 lýsi
  • 1 skeið af kókosolíu ( mæli með NOW )
  • Prótein drykk á morgnanna, í kringum 20 grömm af próteini.
  • Hörfræ, graskersfræ og Chia fræ.  Maður fær prótein og trefjar og margt fleira gott.
  • Blómkál.
  • Ávaxta safi. Fyrir mig þá líkar mér best við epli og frosin ber.

Vonandi gagnast þetta einhverjum, þetta er búið að hjálpa mér mjög mikið.


mbl.is Jól án samviskubits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera hið besta úr jólunum

Vonandi verður enginn út undan þessi jól, við sem samfélag eigum að eiga nóg til þess að allir ættu að geta haldið jól.  Langar að deila stuttu myndbandi um jólin.


mbl.is Þúsund umsóknir um jólaaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin og hátíðir Guðs

bible-image1.jpgÞað er áhugavert að bera saman hátíðir Guðs og síðan jólin sem er töluvert erfiðara að segja að sé kristin hátíð. Eins og allir vita þá fæddist Kristur ekki þann 25. des en aftur á móti fæddust nokkrir heiðnir guðir þann dag svo frekar undarlegt af kristinni kirkju að velja þennan dag til að halda upp á fæðingu frelsarans. Eitthvað segir mér að það var ekki andi Guðs sem var þar á bakvið.

Mjög líklega fæddist Jesú á einni af hátíð Guðs og sú sem ég trúi að Hann hafi fæðst á er Laufskálahátíðin af því að hún er táknmynd þess þegar Guð býr á meðal fólks síns. Hérna má lesa meira um Laufskálahátíðina eða Sukkót, sjá: http://www.hebrew4christians.com/Holidays/Fall_Holidays/Sukkot/sukkot.html

Skoðum stuttlega hátíðir Guðs til að átta okkur á því hvaða lexíur Guð var að kenna okkur með þeim.

  1. Páskadagur. 
    Á þessum degi lærði fólkið um páskalambið sem myndi deyja fyrir syndir mannkyns. Prestarnir þurftu að velja lamb til að vera páskalambið og það þurfti að vera fullkomið og flekklaust. Þessi rannsókn stóð yfir rétt fyrir páskadag, alveg eins og Jesú var grandskoðaður og fundinn flekklaus áður en Hann dó á páskadag.
  2. Hátíð hinna ósýrðu brauða ( Feast of unleavened bread )
    Þessi hátíð byrjaði strax eftir Páskadag og stóð yfir í viku.  Hún átti að kenna fólki um hið syndlausa líf. Fólkið átti að fjarlægja alla synd úr lífi sínu sem var táknað með því að á þessum tíma var aðeins borðað ósýrt brauð.  Þeir sem velta því fyrir sér hvort að kristnir eiga að halda þessa hátíð þá segir Páll skýrt að við eigum að gera það, við lesum um það í 1. Kórintubréfi, fimmta kafla, sjöunda vers:

    1. Kórintubréf 5:7
      Hreinsið burt gamla súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig, enda eruð þér ósýrðir. Því að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur.
    Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi né með súrdeigi illsku og vonsku, heldur með ósýrðum brauðum hreinleikans og sannleikans.
  3. Feast of first fruits
    Ef að páskadagur væri á föstudegi þá væri þessi hátíð á sunnudegi og út frá kristnum skilningi þá táknaði þessi hátíð upprisuna og Kristur reis upp á þessum degi og varð frumgróðri allra sem hafa dáið.
  4. Hvítasunna ( Pentecost )
    Fimmtíu dögum eftir páska þá var Hvítasunnuhátíðin en penta þýðir fimmtíu. Á þeim degi var fagnað því að Ísrael fékk lögmálið frá Guði. Lærisveinunum var skipað að vera áfram í Jerúsalem eftir krossfestinguna og það var á Hvítusunnunni sem þeir fengu Heilagan Anda og byrjuðu að predika og þar með varð í rauninni kristna kirkjan til. Áhugavert að Guð skuli tengja þetta svona saman, að fá lögmálið og fá Heilagan Anda en þegar maður skilur að lögmálið segir okkur hvað synd er og þegar við iðrumst og fylgjum lögmálinu þá er syndin farin úr lífi okkar og við erum hætt að syndga og þá getur Heilagur Andi búið í okkur.
  5. Feast of trumpets
    Þessi hátíð var tíu dögum fyrir Day of Atonement eða Friðþægingardaginn mikla og hann var nokkurs konar viðvörun um að núna skildu allir undirbúa sig undir þann dag sem var alvarlegasti dagur ársins.
  6. Friðþægingardagurinn ( Day of Atonement )
    Á þessum degi áttu allir að fasta og iðrast synda sinna. Fara yfir líf sitt og syrgja hvaða syndir þeir gætu hafa drýgt.  Á þessum degi fór líka æðsti presturinn inn í hið allra helgasta og færði fórn á náðarsætið sem var lokið á örkinni sem geymdi Boðorðin tíu. Þarna fékk fólkið skýra táknmynd um að það væri blóð Krists sem borgaði fyrir okkar brot á lögum Guðs og það væri ekki þeirra eigin verk sem færði þeim réttlæti heldur var það þessi fórn sem dó fyrir syndir þeirra.
  7. Laufskálahátíðin ( Feast of Tabernecles )
    Á þessari hátíð þá átti þjóðin að fagna og búa í laufskálum í heila viku. Taka sér frí frá daglegu amstri og sínu vanalega umhverfi. Þarna átti fólkið að læra að fara úr sínu daglega umhverfi til að undirbúa það fyrir að skilja við þessa jörð. Það átti líka að minnast þess þegar Guð lét þjóðina búa í laufskálum þegar það var í eyðimörkinni áður en það kom inn í fyrirheitna landið. Þessi hátíð táknaði einnig endurkomuna, þann tíma sem fólk Guðs færi frá þessri jörð til að dvelja með Guði.

Eins og sjá má þá voru þarna mikilvægar lexíur fyrir fólk Guðs. Annað sem á að hafa í huga er að orðið sem notað er yfir þessar hátíðir þýðir í rauninni stefnumót enda hafði Guð mælt sér mót við þjóðina á þessum dögum en Jesú mætti þjóð sinni á páskadag og uppfyllti þá hátíð. Það er í mínum huga alveg öruggt að Guð mun uppfylla hinar hátíðarnar líka.

Svo hvað ef maður ber hátíðir Guðs, saman við jólin?  Hátíð sem í praksís snýst um að borða of mikið af óhollum mat og gefa óþarfa. Vellistingar og óhóf er það sem einkennir þessa hátíð. Ég vona að kristnir fari að snúa sér frá jólunum aftur til þeirra hátíða sem Guð bjó til handa okkur til að leiðbeina okkur og undirbúa okkur undir eilífa lífið með Honum.

Hérna er fyrsta myndbandið af sjö sem fjallar um ýtarlega hátíðirnar.


mbl.is Minnir á boðskap jólanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega kristnir borða svínakjöt?

pig1_1204022cÍ fyrsta Pétursbréfi þá skrifar Pétur eftirfarandi:

1 Pétursbréf 1:15-16
Verðið heldur sjálf heilög í öllu dagfari ykkar eins og sá er heilagur sem ykkur hefur kallað. Ritað er: „Verið heilög því ég er heilagur.“

Þetta er kall Péturs til þeirra sem vilja kenna sig við Krist, að vera heilagir. En hvað þýðir það eiginlega að vera heilagur?  Pétur segir líka "Ritað er", hvar er þetta ritað?

Pétur er þarna að vísa í lögmálið sem Jesú sagði að ekki stafkrókur félli úr, nánar tiltekið 3. Mósebók 11

3. Mósebók 11:44
Vegna þess að ég er Drottinn, Guð ykkar, skuluð þið helga ykkur og vera heilagir því að ég er heilagur. Þið skuluð ekki saurga ykkur með því að snerta skriðdýr sem skríður á jörðinni.

Þetta er að finna í kaflanum um hrein og óhrein dýr. Það kannski hjálpar okkur að skilja af hverju þegar Pétur fékk sýn þar sem hann sá óhrein dýr og Guð sagði honum að borða að Pétur sagði þvert nei. Þegar Pétur síðan fékk útskýringu á sýninni þá þýddi hún að núna ætti að predika til þeirra sem eru ekki gyðingar og kom hreinu og óhreinu kjöti ekkert við.

Í Matteusarguðspjalli segir Jesú eftirfarandi:

Matteusarguðspjall 5:17
Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. 18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram

Ef við skoðum síðan hvað einn af spámönnunum sagði um það að borða svinakjöt þá lesum eftirfarandi:

Jesaja 66:16-17
Því að Drottinn kemur í eldi til að dæma alla jörðina og allt hold með sverði sínu
og margir verða vegnir af Drottni. 17Þeir sem helga sig og hreinsa til að fara í garðana
og leita þann uppi sem er í miðjunni, eta svínakjöt, maðka og mýs, munu allir farast, segir Drottinn.

Það sem er áhugavert hérna er að þarna er verið að tala um endurkomuna svo augljóslega þá gilda lögin um hreint og óhreint kjöt gilda við tíma endalokanna.

Sem sagt, svarið er hreint nei. Kristnir mega ekki borða óhreint kjöt, ef þeir gera það þá eru þeir að velja að vera vanhelgir og þau örlög sem Jesaja sagði fyrir um.


mbl.is Hamborgarhryggur vinsælastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lennox - nútíma vísindi eru kristin hefð

Hérna útskýrir John Lennox, stærðfræðingur hjá Oxford af hverju okkar nútíma vísindi koma frá kristni hefð. Hann útskýrir hvernig sögulega séð vísindi eiga kristnar rætur og síðan goðsögnin að trú og vísindi eru andstæður og fer yfir dæmi úr sögunni sem menn hafa notað þessu til stuðnings.

 


Esekíel brauð

ezekiel_sprouted_grain_bread.jpgJæja, eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir þá loksins tókst að baka Esekíel brauð.  Mjög sáttur, bragðast vel og er mjög hollt.  Fyrir þá sem viti ekki þá er uppskrift að brauði í einni af bókum Biblíunnar, Esekíel

Það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í Esekíel brauðum og þetta er eina tegundin af brauðum sem ég hef heyrt vaxtaræktafólk mæla með. Hérna er heimasíða fyrirtækisins:  http://www.foodforlife.com/

Uppskriftin sem ég notaði er án efa töluvert bragðbetri en það sem Esekíel sjálfur bjó til enda nokkur atriði sem ég notaði sem eru ekki í uppskriftinni eins og hún kemur fyrir í Biblíunni. Mér til varnar þá vil ég að brauðið sé bæði hollt og gott á meðan Esekíel var að reyna að lifa við erfiðar aðstæður.

Hérna er uppskriftin, fengin héðan: http://allrecipes.com/recipe/ezekiel-bread-i/detail.aspx

  • 590 ml wheat berries (hveiti korn)
  • 180 g spelt flour
  • 90 g barley
  • 100 g millet
  • 50 g dry green lentils
  • 25 g dry great Northern beans
  • 25 g dry kidney beans
  • 25 g dried pinto beans
  • 950 ml warm water (110 degrees F/45 degrees C)
  • 235 ml honey
  • 120 ml olive oil
  • 14 g active dry yeast
  • 2 teskeiðar salt
  1. Measure the water, honey, olive oil, and yeast into a large bowl. Let sit for 3 to 5 minutes.
  2. Stir all of the grains and beans together until well mixed. Grind in a flour mill. Add fresh milled flour and salt to the yeast mixture; stir until well mixed, about 10 minutes. The dough will be like that of a batter bread. Pour dough into two greased 9 x 5 inch loaf pans.
  3. Let rise in a warm place for about 1 hour, or until dough has reached the top of the pan.
  4. Bake at 350 degrees F (175 degrees C) for 45 to 50 minutes, or until loaves are golden brown

Það er villa í uppskriftinni á síðunni, það á ekki að nota tvær matskeiðar af salti, ég notaði óvart einni teskeið meira af salti en ég átti að gera og það eyðilagði alveg fyrstu tilraunina mína.

Endilega prófið að baka þetta brauð, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband