Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Kamríum setlagið og þróunarkenningin

Eitt af því sem einkennir góðar vísinda kenningar er að þær spá fyrir um hver gögnin verða sem við finnum; sem sagt spásagnar gildi þeirra. Þróunarkenningin segir að fyrir langa löngu kviknaði líf, einfalt en síðan smá saman varð það flóknara. Fyrst var aðeins ein tegund af lífveru en einhverjir hópar aðskildust og smá saman urðu til tegundir af þessari fyrstu tegund af lífveru.  Þannig að fyrst einföld lífvera, síðan tegundir út frá henni og smá saman urðu fleiri tegundir og enn seinna meiri skipting yfir í fjölskyldur tegunda og síðast fylkingar þar sem munurinn á milli dýrategundanna er mestur.

tree of life - evolution

Hérna til hægri sjáum við hverju þróunarkenningin spáir að hafi gerst og þar af leiðandi spá hvað við ættum að finna í steingervingunum.

Það sem við aftur á móti finnum er það sem við sjáum á myndinni fyrir neðan.  Í staðinn fyrir eina grein sem smá saman verður fjölbreyttari og ólíkari þá sjáum við fulltrúa flest allra fylkinga dýra sem til hafa verið. 

Lélegar kenningar gera lélegar spár. Þær segja að við eigum að búast við einu og síðan finnum við eitthvað allt annað. Í þessu tilfelli þá á það svo sannarlega við law of lifeþróunarkenninguna og mikið er ég þakklátur að þurfa ekki að trúa í andstöðu við gögnin.

Meira um þetta í mynd sem ég bloggaði um fyrir nokkru, sjá: Darwin's Dilemma


Hver hélt Lúther að andkristur væri?

martin-luther1.jpgÞar sem meiri hluti landsmanna tilheyir þjóðkirkjunni sem er Lútersk þá ætti að vera forvitnilegt að vita hvað Marteinn Lúther hélt um andkrist.  Í augum Lúthers var augljóst hver andkristur var og það var Kaþólska kirkjan. Lúther var ekki einn með þessa skoðun, þetta var nokkvurn veginn skoðun flest allra mótmælenda fyrir 1900.  Menn eins og Melanchthon, John Wycliffe, John Huss, Jerome, John Calvin, John Knox, John Wesley, Sir Isaac Newton, Bishop J.C. Rylie, Thomas Cranmer og Charles Spurgeon.  

Ástæðan er einföld, spádómur Daníels um andkrist er skýr. Þú þarft aðeins að leita að litlu trúarlegu ríki sem rís upp úr rústum Rómarveldis.  Spádómurinn gefur fleiri atriði sem þetta vald þarf að uppfylla og Kaþólska kirkjan gerir það fullkomlega. 

Hérna er síða sem fjallar ýtarlega um þetta, sjá: http://www.who-is-the-antichrist-today.com/

Sömuleiðis skrifaði ég eitt um þetta, sjá: Hvert er dýrið?

 


mbl.is Ætluðu að berjast gegn andkristi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Darwin's Dilemma

DarwinsDilemmaMyndin Darwin's Dilemma fjallar um Kambríum sprenginguna og af hverju hún var mikið vandamál fyrir Darwin og hvernig meira en hundrað ár af rannsóknum hefur aðeins aukið vandamálið fyrir þróunarkenninguna.

Hægt er að horfa á myndina hérna: Darwin's Dilemma

Til að sjá myndina í heild sinni þarf maður að setja upp veoh spilarann sem hægt er að nálgast hérna: http://www.veoh.com


Það sem þróunarsinnar og mormónar eiga sameiginlegt

Mormónar

Í Mormons bókinni er fjallað um bardaga þar sem nokkur hundruð þúsund manns tóku þátt á hæðinni Cumorah  Það liggur nokkuð ljóst fyrir að ef að hundrað þúsund manns börðust þarna þá gætum við fundið einhverjar leifar af þessum atburði. Við ættum að finna beinagrindur, leifar af vopnum og svo framvegis.  Af einhverjum samt þá hefur Mormóna kirkjan keypt hæðina og ekki stundað neinar fornleifarannsóknir á henni.

Fyrir utan að komandi þá virkar þetta eins og mjög undarleg afneitun. Af hverju að halda í þá trú að nokkur hundrað þúsund manns börðust þarna eins og Joseph Smith hélt fram ef það passar ekki við gögnin sem við höfum í höndunum?  Liggur ekki vitnisburður einhvers í molum ef að staðreyndirnar mótmæla vitnisburðinum?  Ég myndi halda það...

Þróunarsinnar

Þróunarsinnar minna mig dáldið á mormóna að þessu leiti. Tökum t.d. hina merkilegu þríbrota. Þróunarsinnar vilja meina að þessi dýr hafi þróast með tilviljanakenndum breytingum á DNA, með tíma og náttúruvali þróuðust þessi dýr frá einfrumungum. Hérna fyrir neðan sjáum við þríbrota.

cambrian_trilobite.jpgÉg veit ekki hve margar miljónir af frumum þríbroti er settur saman úr en ég gíska þó nokkrum miljónum. Þannig að breytingin frá einfrumungi yfir í svona dýr er gífurlega mikil. 

Tökum t.d. augu þríbrota til að fá smá hugmynd af hvað þarf að hanna þegar kemur að svona dýri.  Þegar við köfum þá virðast hlutir stærri og nær okkur en þeir raunverulega eru en þetta var ekki vandamál fyrir þríbrotanna. Þeir voru með sérstök augu sem sáu til þess að þessi bjögun átti sér ekki stað. Einn vísindamaður lýsti þessu svona:

Levi-Setti, Trilobites: A Photographic Atlas, University of Chicago Press, Chicago, 1975, p. 33
Trilobites had solved a very elegant physical problem and apparently knew about Fermat’s principle, Abbé’s sine law, Snell’s laws of refraction and the optics of birefringent crystals …

Meira um þetta hérna:  Trilobite technology

Þannig að þróunarsinnar vilja meina að tími, tilviljana breytingar á DNA og náttúruval hannaði þessi dýr og þá líka þessi flott hönnuðu augu.  Þarna er strax komið eitthvað sem mér finnst gífurlega erfitt að trúa en það er ekki öll sagan. 

Það er útilokað að vita hve margar tegundir þyrfti til, til að fá slíka breytingu út frá einfrumungi en án nokkurs efa einhverjar þúsundir. Málið er að hérna eru þróunarsinnar eins og mormonarnir með sína Cumorah hæð; það vantar gögn sem styðja að þetta raunverulega gerðist.  Við finnum ekki steingervingana sem myndu sanna að þessi stórkostlegi kraftaverka atburður gerðist í raun og veru. Við finnum miljónir af steingervingum af þríbrotum en við finnum ekki þróunarsögu þeirra.

Þróunarsinnar mega eiga það að þeir eru ekki jafn slæmir og mormonarnir því að þeir hafa sannarlega leitað og leitað í meira en hundrað ár en hafa ekki fundið steingervingana sem sýna að þetta gerðist. 

Þeir trúa að þetta kraftaverk gerðist þó að gögnin segja nei!  Þegar kemur að trú þá vil ég að gögnin séu í samræmi við trúnna en ekki í hrópandi mótsögn við hana.  Ég óska þróunarsinnum aðeins að losna út úr þessari sorglegu heimsmynd sem hefur ekkert að bjóða, hvorki von né rökrétt vísindi.


Kristni og nektardans

Það er nokkuð ljóst að út frá Biblíunni þá er nektardans ekki í lagi. Kristur sagði sjálfur að horfa með girndarhug væri í rauninni hið sama og að drýgja hór. Ástæðan er sú að ef þú vilt halda framhjá þá eru langanir hjartans illar. Með tíð og tíma þá munu þessar langanir koma fram í verkum.

En, þó ég telji nektardans ekki vera í lagi þá samt er ég engan veginn viss um að ég sé hlynntur svona banni.  Spurningin er hvort að ég hafi rétt til að banna öðrum einstaklingum til að gera eitthvað sem viðkomandi telur vera í góðu lagi. Mitt svar við þeirri spurningu er nei. 

Ef einhver kona eða maður vill vinna við þetta þá finnst mér ég ekki hafa rétt til að banna viðkomandi það. Ég að minnsta kosti veit að þær konur sem stunda nektardans eru ekki að skaða mig svo af hverju ætti ég að vera að skipta mér af þeim? 

Trúfrelsi er að mínu mati mjög mikilvægt og ég vil ekki neyða einhvern til að hegða sér á ákveðinn hátt vegna minnar trúar.


mbl.is Styður bann við nektardansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

William Lane Craig um Richard Dawkins

Richard Dawkins er með frægari guðleysingjum okkar tíma þó hann er samt kannski ekki besti málsvari þeirra.  Ég veit ekki hver er þekktasti málsvari kristinna manna en einn af þeim bestu er líklegast William Lane Craig.

Hérna er stutt klippa þar sem Craig fjallar um Dawkins og hans rök fyrir guðleysi.  Vonandi þorir Dawkins einhvern tíman að rökræða við Craig, kannski ennþá að jafna sig eftir að John Lennox rasskellti hann, sjá: http://www.fixed-point.org/index.php/video/35-full-length/164-the-dawkins-lennox-debate

Fyrir forvitna á rökræddu Dawkins og Lennox enn frekar og það voru skemmtilegar rökræður og meðal annars rökræddu þeir hvað trú er, sjá: http://richarddawkins.net/articles/2834


Ida - Sköpunarspá reynist rétt

Mér fannst alltaf fáránlegt að lesa svona mikið úr þessum steingervingi en langanir guðleysis þróunarsinna báru skynsemina ofurliði. Jæja, núna er búið að rannsaka þetta og þetta er enginn hlekkur eins og sköpunarsinnar héldu fram. Það er svo sem lítil von um þetta láti þróunarsinnar hætta að líta á þróun manns frá öpum sem heilagan vísindalegan sannleik.

Hérna er skemmtilegt myndband þar sem t.d. David Attenborough lýsa yfir því hve merkilegur þessi fundur er. Attenborough segir meira að segja að núna geta sköpunarsinnar ekki sagt að hlekkurinn er týndur, hvað ætli hann segi núna?

Fyndið að hlusta á menninga taka andköf þegar þeir sjá Idu, minnir mig á Kaþólsku kirkjuna þegar einhver prestur sýnir einhvern dýrgrip eins Turin klæðin eða eitthvað slíkt. 


mbl.is Ida ekki týndi hlekkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er ekki valmöguleiki

Þetta mál kemur mér fyrir sem hið stórfurðulegasta.  Hvernig getur einhver sagt "já" þegar betri samningur er þegar í boði?  Þessi samningsnefnd sem er núna að kljást við Breta og Hollendinga er búin að sjá til þess að "já" er ekki lengur valmöguleiki.

Svo hvað mun eiginlega gerast?  Það er eins og Steingrímur og Jóhanna dreymir um betri samning og þá aflýsa þjóðaratkvæðisgreiðslunni.  Ef það gerist, mun þá Ólafur aftur neita að skrifa undir lögin og við þá aftur komin í þá stöðu að þjóðin þarf að kjósa?

Þetta eru sögulegir tímar, engin spurning að þetta fer í sögubækurnar og það jafnvel víða um heim.


mbl.is Þjóðaratkvæði í skugga óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta skilaboð orðið til án vitsmuna?

dna.jpgÉg hef spurningu til þeirra sem vilja útskýra lífið án vitsmuna og hún er þessi "Geta skilaboð orðið til án vitsmuna?". 

Skilaboð eru þannig að það eru búin til merki sem hafa meiningu og einhver annar getur skilið skilaboðin. Dæmi eru t.d. Morse kóði, skrifað bréf, útvarps útsending og fleira.

DNA er líka þannig dæmi af skilaboðum. Röð af táknum hefur ákveðna merkingu og það eru vélar sem skilja hvað hvaða röð af táknum þýðir.  

Að mínu mati er eina vísindalega og rökrétta svarið "nei". Aðeins vitsmunir geta búið til skilaboð.

Ef einhver kemst að þeirri skoðun að það er rétt að það þarf vitsmuni til að búa til skilaboð þá er hinn sami komin með góð rök fyrir tilvist hönnuðar og ég tel að líklegasti kandídatinn sé Guð.


Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband