Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Thunderfoot og Ray Comfort

Fyrir nokkru þá hittust Ray Comfort og youtube persónan Thunderfoot og rökræddu tilvist Guðs og hina kristnu trú.  Hérna fyrir neðan er hægt að sjá þá tvo rökræða þessa hluti.

 


Isaac Newton og guðleysis trúin

Tilvitnanir eftir Isaac Newton um guðleysi:

This most beautiful system of the sun, planets, and comets, could only proceed from the counsel and dominion of an intelligent Being


Opposite to the first is Atheism in profession & Idolatry in practise. Atheism is so senseless & odious to mankind that it never had many professors. Can it be by accident that all birds beasts & men have their right side & left side alike shaped (except in their bowells) & just two eyes & no more on either side the face & just two ears on either side the head & a nose with two holes & no more between the eyes & one mouth under the nose & either two fore leggs or two wings or two arms on the sholders & two leggs on the hipps one on either side & no more? Whence arises this uniformity in all their outward shapes but from the counsel & contrivance of an Author? Whence is it that the eyes of all sorts of living creatures are transparent to the very bottom & the only transparent members in the body, having on the outside an hard transparent skin, & within transparent juyces with a crystalline Lens in the middle & a pupil before the Lens all of them so truly shaped & fitted for vision, that no Artist can mend them?

Did blind chance know that there was light & what was its refraction & fit the eys of all creatures after the most curious manner to make use of it? These & such like considerations always have & ever will prevail with man kind to beleive that there is a being who made all things & has all things in his power & who is therfore to be feared?

Í bókinni, The Truth: God or evolution? Marshall and Sandra Hall lýsa sögu af því þegar Newton rökræddi við guðleysingja
Sir Isaac had an accomplished artisan fashion for him a small scale model of our solar system, which was to be put in a room in Newton's home when completed. The assignment was finished and installed on a large table. The workman had done a very commendable job, simulating not only the various sizes of the planets and their relative proximities, but also so constructing the model that everything rotated and orbited when a crank was turned. It was an interesting, even fascinating work, as you can imagine, particularly to anyone schooled in the sciences.

Newton's atheist-scientist friend came by for a visit. Seeing the model, he was naturally intrigued, and proceeded to examine it with undisguised admiration for the high quality of the workmanship. "My, what an exquisite thing this is!" he exclaimed. "Who made it?"

Paying little attention to him, Sir Isaac answered, "Nobody." Stopping his inspection, the visitor turned and said, "Evidently you did not understand my question. I asked who made this." Newton, enjoying himself immensely no doubt, replied in a still more serious tone, "Nobody. What you see just happened to assume the form it now has." "You must think I am a fool!" the visitor retorted heatedly, "Of course somebody made it, and he is a genius, and I would like to know who he is!" Newton then spoke to his friend in a polite yet firm way: "This thing is but a puny imitation of a much grander system whose laws you know, and I am not able to convince you that this mere toy is without a designer or maker; yet you profess to believe that the great original from which the design is taken has come into being without either designer or maker! Now tell me by what sort of reasoning do you reach such an incongruous conclusion?"


Það sem Jesú gerði áður en Hann fæddist

Ég gerði grein þar sem ég spurði Hvað gerði Jesú áður en Hann fæddist?   Núna langar mig að fjalla um hvernig ég sé þetta, sem er þá hvar við sjáum Jesú í Gamla Testamentinu.  Nýja Testamentið segir skýrt t.d. í Kólossusbréfinu 1:16 að Jesú er skaparinn og á mörgum öðrum stöðum.

Þar sem kristnir trúa að Jesú er Guð og hefur þar af leiðandi alltaf verið til þá ætti að vera rökrétt að Hann gerði eitthvað áður en Hann fæddist hér á jörð. Ég er á því að Gamla Testamentið inniheldur dæmi þar sem við sjáum Jesú en þá sem "engill Drottins". Ástæðan fyrir þessu er sú að engill Drottins í Gamla Testamentinu er sagður vera Guð sjálfur. Aftur á móti segir Biblían að enginn getur séð Guð föðurinn en menn gátu séð Krist og menn gátu séð engil Drottins. Svo, mig langar að skoða þau tilfelli þar sem við sjáum engil Drottins í Gamla Testamentinu og hvað við getum lært af því.

Þegar Móse er kallaður af Guði þar sem hann sér logandi runna þá lesum við dáldið forvitnilegt.

mosesandburningbush2. Mósebók 3
1Móse gerðist fjárhirðir hjá tengdaföður sínum, Jetró, presti í Midían. Einu sinni rak hann féð langt inn í eyðimörkina og kom að Hóreb, fjalli Guðs. 2Þá birtist honum engill Guðs í eldsloga sem stóð upp af þyrnirunna. Hann sá að runninn stóð í ljósum logum en brann ekki. 3Móse hugsaði: „Ég verð að ganga nær og virða fyrir mér þessa mikilfenglegu sýn. Hvers vegna brennur runninn ekki?“
4Þegar Drottinn sá að hann gekk nær til að virða þetta fyrir sér kallaði Guð til hans úr miðjum runnanum og sagði: „Móse, Móse.“ Hann svaraði: „Hér er ég.“ 5Drottinn sagði: „Komdu ekki nær, drag skó þína af fótum þér því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.“ 6Og hann bætti við: „Ég er Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.“ Þá huldi Móse andlit sitt því að hann óttaðist að líta Guð.

Hérna sjáum við "engill Guðs" sem er síðan Drottinn sjálfur og þetta er staðfest aftur í Postulasögunni í ræðu Stefáns áður en hann var grýttur til bana.

Postulasagan 7
30Að fjörutíu árum liðnum birtist honum engill í eyðimörk Sínaífjalls í logandi þyrnirunna. 31Móse undraðist sýnina, gekk nær og vildi hyggja að. Þá hljómaði rödd Drottins: 32Ég er Guð forfeðra þinna, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs. En Móse skelfdist og þorði ekki að hyggja frekar að. 33En Drottinn sagði við hann: Leys af þér skó þína því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.

Núna skulum við skoða söguna af Hagar, móðir Ísmael sem arabar eru komnir frá.

1 Mósebók 16
Hagar___Ishmael_Augo47Engill Drottins fann Hagar hjá lind í eyðimörkinni, lindinni á veginum til Súr. 8Hann mælti: „Hagar, ambátt Saraí, hvaðan kemurðu og hvert ferðu?“
Hún svaraði: „Ég er á flótta frá Saraí, húsmóður minni.“
9Þá sagði engill Drottins við hana: „Snúðu aftur til húsmóður þinnar og sættu þig við meðferð hennar.“
10Og engill Drottins sagði: „Ég mun fjölga niðjum þínum svo að tölu verði ekki á þá komið.“
11Engill Drottins sagði einnig við hana: Þú ert þunguð og munt ala son.
Þú skalt láta hann heita Ísmael því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína.
12Hann verður maður ólmur sem villiasni. Hönd hans skal vera uppi á móti öllum og hvers manns hönd á móti honum. Hann verður andsnúinn öllum bræðrum sínum.
13Þá nefndi Hagar Drottin sem talaði við hana: „Þú ert alsjáandi Guð,“ en hún hugsaði með sér: „Nú hef ég séð hann sem sá mig.“

Hérna segir Hagar að hún hafi séð hinn "alsjáandi Guð" sem Biblían kallar engil Drottins. Þetta þýðir að engill Drottins er Guð sjálfur því ekki hefur bara einhver engill vald til að gera miklar þjóðir. Núna skulum við skoða söguna af Jakob þar sem engill Drottins birtist Jakobi.

1. Mósebók 31
10Eitt sinn um fengitíma hjarðarinnar sá ég í draumi að hafrarnir, sem hlupu á féð, voru rílóttir, flekkóttir og dílóttir. 11Og engill Guðs kallaði til mín í draumnum: Jakob! Ég svaraði: Hér er ég. 12Þá sagði hann: Líttu upp og sjáðu. Allir hafrarnir, sem hlaupa á féð, eru rílóttir, flekkóttir og dílóttir. Það er vegna þess að ég hef séð allt sem Laban hefur gert þér. 13Ég er sá Guð sem birtist þér í Betel þar sem þú smurðir merkistein og vannst mér heit. Leggðu nú af stað, farðu burt úr þessu landi og snúðu aftur til ættlands þíns.“

Hérna sjáum við að engill Guðs er Guð sjálfur.  Þegar við skoðum söguna af því þegar Guð leiddi Ísrael út úr Egyptalandi þá lesum við eftirfarandi:

2. Mósebók 14
19Engill Guðs, sem fór fyrir hersveit Ísraels, færði sig aftur fyrir þá og skýstólpinn, sem var fyrir framan þá, færði sig og kom sér fyrir að baki þeim 20svo að hann varð á milli hers Egypta og hers Ísraelsmanna. Skýið var dimmt öðrum megin en lýsti alla nóttina hinum megin. Herirnir nálguðust ekki hvor annan alla þessa nótt.

2. Mósebók 13
20Þeir lögðu af stað frá Súkkót og tjölduðu við Etam þar sem eyðimörkin tekur við. 21Drottinn gekk fyrir þeim í skýstólpa á daginn til að vísa þeim veginn og í eldstólpa um nætur til að lýsa þeim svo að þeir gætu ferðast nótt sem dag

Í Nýja Testamentinu þá segir Páll að það hafi verið Kristur sem var með Ísrael í eyðimörkinni.

Fyrra Korintubréf 10
1Ég vil ekki, systkin, að ykkur skuli vera ókunnugt um það að forfeður okkar voru allir undir skýinu og gengu allir yfir hafið. 2Allir voru þeir skírðir í skýinu og hafinu til fylgdar við Móse. 3Allir neyttu hinnar sömu andlegu fæðu 4og drukku hinn sama andlega drykk. Þeir drukku af hinum andlega kletti sem fylgdi þeim. Kletturinn var Kristur.

Skemmtilegt dæmi er að finna í Daníelsbók 3. kafla þar sem ég er á því að við sjáum Jesú bjarga vinum Daníels frá dauða.

Daníel 3
24Nú varð Nebúkadnesar konungur forviða, spratt á fætur og spurði ráðgjafa sína: „Vörpuðum við ekki þremur mönnum í fjötrum inn í eldinn?“ Og þeir svöruðu: „Jú, vissulega, konungur.“ 25En hann sagði: „Samt sé ég fjóra menn ganga óbundna og óskaddaða inni í eldinum og er hinn fjórði líkastur syni guðanna. 

Önnur dæmi þar sem engill Drottins er síðan Guð sjálfur er að finna á fleirri stöðum eins og:

  • 4. Mósebók 22:20-35
  • Dómarabókin 2:1 og Dómarabókin 6:11-12;20-23
  • Dómarabókin 13:3-22
  • 1. Mósebók 48:14-16

Ég er síðan á því að þegar Biblían talar um Mikael þá er hún að tala um Jesú áður en Hann fæddist og varð að manni, sjá: Jesú er líka Mikael erkiengill

Því miður þá hafa margir allt í einu þarna eitthvað á móti þessu; halda að maður er að segja að Jesú er ekki Guð og Jesú er ekki skapaður engill en ég er ekki að segja það. Aðeins að Jesú birtist stundum í Biblíunni sem höfðingi englanna enda hlýtur Guð að vera höfðingi englanna.

Vonandi höfðuð þið gaman af og gaman að heyra ykkar hugsanir um þetta mál.


Hvað gerði Jesú áður en Hann fæddist?

jesus-and-the-little-childrenÞar sem við sem eru kristin trúum að Jesú er Guð og hafi þar af leiðandi alltaf verið til þá langar mig að spyrja: hvað var Jesú að gera áður en Hann fæddist? 

Guðspjöllin fjalla um starf Krists eftir fæðingu en fjallar Biblían eitthvað um líf Krist fyrir þann tíma?

Langar að heyra ykkar hugmyndir áður en ég geri grein sem útskýrir hvernig ég sé þetta.


Neanderdalsmenn voru bara venjulegir menn

neanderthal_vmed_2p_widecVið höfum góðar ástæður til að álykta að Neanderdalsmenn voru bara venjulegir menn. Beinagrindurnar eru ósköp svipaðar beinagrindum venjulegra manna. Eitt af því sem er aðeins öðru vísi er að þeir höfðu stærri höfuðkúpur en við en stærri heili ætti að gefa til kynna meiri gáfur ef það gefur yfirhöfuð eitthvað til kynna. Miðað við fjölbreytileika manna í dag þá eru þessar vangaveltur um aðra tegund af mönnum, einhverja apalegri tegund alveg óþörf. Miklu betri útskýring er að þarna er um að ræða venjulega menn.

Neandertal Man—the changing picture

The Neandertals: Our Worthy Ancestors

The Neandertals: Our Worthy Ancestors, Part II

Neanderthal Babies Were Human Babies

Neanderthal Men Were Modern Men

Bone Disease Simulating Ancient Age in "Pre-Human" Fossils

Þessi mynd fyrir neðan á að vera ( samkvæmt heimildinni ) samanburður á beinagrind nútímamanns og Neanderdalsmanns.

neanderthal_widec

http://www.msnbc.msn.com/id/31948849/ns/technology_and_science-science/

 


mbl.is Neanderdalsmaður féll fyrir kastvopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjöldur jarðarinnar, Júpíter

Lýsingar af þessum árekstri vekja mann til umhugsunar um hve viðkvæm okkar litla jörð er. Áreksturinn gerði litla dæld í Júpíter, dæld sem er svipað stór og Kyrrahafið...  Dennis Overbye hjá New York Times lýsti þessu svona:

jupiter1All Eyepieces on Jupiter After a Big Impact
Anybody get the number of that truck?

Astronomers were scrambling to get big telescopes turned to Jupiter on Tuesday to observe the remains of what looks like the biggest smashup in the solar system since fragments of the Comet Shoemaker-Levy 9 crashed into the planet in July 1994.

Something — probably a small comet — smacked into Jupiter on Sunday, leaving a bruise the size of the Pacific Ocean near its south pole. Just after midnight, Australian time, on Sunday, Jupiter came into view in the eyepiece of Anthony Wesley, an amateur astronomer in Murrumbateman. The planet was bearing a black eye spookily similar to the ones left in 1994.

“This was a big event,” said Leigh Fletcher of the Jet Propulsion Laboratory. “In the inner solar system it would have been a disaster.”

“As far as we can see it looks very much like what happened 15 years ago,” said Brian Marsden of the Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, who is director emeritus of the International Astronomical Union’s Central Bureau for Astronomical Telegrams. The bureau issues bulletins about breaking astronomical news. . . .
Dr. Marchis said the shape of the debris splash as revealed in the Keck images suggested that whatever hit Jupiter might have been pulled apart by tidal forces from the planet’s huge gravity before it hit. In an e-mail message, he said humans should be thankful for Jupiter.

“The solar system would have been a very dangerous place if we did not have Jupiter,” he wrote. “We should thank our giant planet for suffering for us. Its strong gravitational field is acting like a shield protecting us from comets coming from the outer part of the solar system"

Hérna sé ég ástæðu til álykta að Júpíter var settur á þennan sérkennilega stað til að vernda mannkynið frá svona smástirnum.

Sálmarnir 19
2Himnarnir segja frá Guðs dýrð, festingin kunngjörir verkin hans handa.
3Hver dagur kennir öðrum og hver nótt boðar annarri speki.
4Engin ræða, engin orð, ekki heyrist raust þeirra.
5Þó berst boðskapur þeirra um alla jörð og orð þeirra ná til endimarka heims.


mbl.is Árekstur við Júpíter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið Biblíuvers frá Reputo

Bloggarinn Reputo benti á vers í Biblíunni sem honum finnst gera Biblíuna ógeðslega. Ég ætla að gera mitt besta að útskýra þessi vers. Fyrst þegar kemur að refsingum í Biblíunni þá þarf að hafa í huga að fórnarlömb þurftu að fara til dómsstóla og leita réttar síns og þau þurftu að minnsta kosti tvö vitni áreiðanleg vitni til að fá einhvern dæmdann.

Fimmta Mósebók 19
15Ekki nægir eitt vitni á móti neinum þeim sem sakaður er um afbrot eða glæp, hvert svo sem brotið er. Því aðeins skal framburður gilda að tvö eða þrjú vitni beri.

Svo, að þeim versum sem Reputo kom með. 

5. Mósebók 20
As you approach a town to attack it, first offer its people terms for peace.  If they accept your terms and open the gates to you, then all the people inside will serve you in forced labor.  But if they refuse to make peace and prepare to fight, you must attack the town.  When the LORD your God hands it over to you, kill every man in the town.  But you may keep for yourselves all the women, children, livestock, and other plunder.  You may enjoy the spoils of your enemies that the LORD your God has given you

Það var á ákveðnum tíma sem að Ísrael átti að ráðast gegn þjóðum og bæjum sem Guð sjálfur ákvað. Ástæðan sem oftast var gefin var sú að þetta fólk gerði alls konar hræðilega hluti og Guð vildi stöðva slíka hegðun. Einnig var talað um að Guð vildi þurrka út suma siði svo að Ísrael myndi ekki taka þá upp. Hérna er óneitanlega um stærra umræðuefni að ræða eins og hefur Guð rétt til að stöðva samfélög sem iðka illsku. Ég upplifi þetta dáldið þannig að einn vill að Guð stöðvi vondt fólk frá því að gera eitthvað hræðilegt og síðan þegar Guð gerir það þá kvartar hinn sami yfir því að Guð er of refsigjarn. Sumir eru einfaldlega á móti Guði sama hvað Hann gerir.

5. Mósebók 22
If a man is caught in the act of raping a young woman who is not engaged, he must pay fifty pieces of silver to her father.  Then he must marry the young woman because he
violated her, and he will never be allowed to divorce her

Það sem maður þarf að hafa í huga þegar svona er skoðað er að hafa í huga samfélagið sem þetta gerist í. Þegar glæpur á sér stað eins og þarna er líst þá þarf aðilinn sem er brotið á að fara fram fyrir dómara með tvö vitni og heimta refsingu.  Það sem slær marga hérna er að refsing nauðgarans er að giftast fórnarlambinu en þá þarf að hafa í huga samfélags aðstæður fórnarlambsins. Ef að þetta gerðist fyrir konu þá gat hún verið í þeirri stöðu að hafa engan til að giftast og þá engan til að útvega henni heimili og mat. Þarna átti konan möguleika á því að láta nauðgaran sjá sér fyrir húsnæði og mat ef hún vildi.

5. Mósebók 22
If within the city a man comes upon a maiden who is betrothed, and has relations with her, you shall bring them both out of the gate of the city and there stone them to death: the girl because she did not cry out for help though she was in the city, and the man because he violated his neighbors wife

Guð lítur á framhjáhald sem mjög alvarlegan glæp; á þessum tímum þá var refsingin dauði og það hefur í rauninni ekki breyst nema að hinn seki verður dæmdur á dómsdegi.

2 Samúelsbók 12
Thus says the Lord: 'I will bring evil upon you out of your own house.  I will take your wives while you live to see it, and will give them to your neighbor.  He shall lie with your wives in broad daylight.  You have done this deed in secret, but I will bring it about in the presence of all Israel, and with the sun looking down.

Í Gamla Testamentinu þá er það oft sett þannig fram að Guð muni gera eitthvað á virkan hátt en ég skil það þannig að Guð leyfir einhverju slæmu að gerast. Við sjáum hvernig þessi spádómur rættist þegar Amnon nauðgaði Tamar ( 13. kafla ) og síðar drap Absolon Amnon. Ekki Guð sem gerði þetta á virkan hátt en frekar að Guð leyfi þessu að gerast, kom ekki í veg fyrir það.

2 Samúelsbók 12
Then David said to Nathan, "I have sinned against the Lord."  Nathan answered David: "The Lord on his part has forgiven your sin: you shall not die.  But since you have utterly spurned the Lord by this deed, the child born to you must surely die
."  [The child dies seven days later.

Ef Guð er til þá hefur Guð vald til að taka líf og gefa það til baka. Ef maður gefur sér þá forsendu þá hefur Guð vald til að gefa þessu barni aftur líf við upprisuna og mun án efa gera það.

5. Mósebók 21
When you go out to war against your enemies and the LORD, your God, delivers them into your hand, so that you take captives, if you see a comely woman among the captives and become so enamored of her that you wish to have her as wife, you may take her home to your house.  But before she may live there, she must shave her head and pare her nails and lay aside her captive's garb.  After she has mourned her father and mother for a full month, you may have relations with her, and you shall be her husband and she shall be your wife.  However, if later on you lose your liking for her, you shall give her her freedom, if she wishes it; but you shall not sell her or enslave her, since she was married to you under compulsion

Tökum eftir hvað er að gerast hérna:

  • Þegar allir aðrir dóu í stríðinu þá gat kona þarna lifað þetta af.
  • Hún fær tíma til að syrgja
  • Viðkomandi varð að gera hana að alvöru eiginkonu með öllum þeim réttindum sem því fylgdu.
  • Ef að sambandið gékk ekki upp þá mátti ekki fara illa með hana heldur átti hún að fá að fara frjáls ferða sinna.

Í hræðilegum aðstæðum þá sé ég ekki betur en þetta eru reglur til að vernda þá sem minna mega sín.

2. Mósebók 21
When a man sells his daughter as a slave, she will not be freed at the end of six years as the men are.  If she does not please the man who bought her, he may allow her to be bought back again.  But he is not allowed to sell her to foreigners, since he is the one who broke the contract with her.  And if the slave girl's owner arranges for her to marry his son, he may no longer treat her as a slave girl, but he must treat her as his daughter.  If he himself marries her and then takes another wife, he may not reduce her food or clothing or fail to sleep with her as his wife.  If he fails in any of these three ways, she may leave as a free woman without making any payment

Hérna sjáum við reglur er varða ef faðir selur dóttur sína. Ástæðan fyrir því að feður gætu þurft að gera þetta er vegna fátæktar. Aðrar ástæður koma til greina eins og viðkomandi faðir er hreinlega vondur.  En þessar reglur vernda þarna viðkomandi konu. Ástæðan fyrir því að konan átti ekki að fá frelsi eins og mennirnir var miklu frekar til að tryggja henni húsaskjól og fæði en að koma í veg fyrir að hún gæti sloppið úr einhverri ánauð. Hinar reglurnar síðan fjalla um hvernig það má ekki líta niður á hana ef hún giftist heldur á hún að koma fram við hana eins og dóttur eða eiginkonu.

Ég veit að margt hérna getur vakið fleiri spurningar en þetta svarar og mig langar að taka nokkrar stórar spurningar fyrir í framtíðinni.


Sköpunarsinninn Wernher von Braun

Wernher_von_BraunWernher von Braun var maðurinn sem leiddi þetta afrek sem hlýtur að teljast til ein af mestu vísinda afreka síðustu aldar. Eins og einn maður orðaði þetta:

Frederick C. Durant III
Future historians may well note this century (or millennium) as significant in that mankind took its first tentative steps into space. In accomplishing these steps to the moon and beyond, Wernher von Braun was an eminent leader. He not only had a dream, but
he made his dream come true for all of us.

Það sem ekki svo margir vita er að Wernher var mjög trúaðir kristinn einstaklingur sem trúði að Guð hefði skapað þennan heim sem við búum í. Í hans eigin orðum:

Wernher von Braun
It is as difficult for me to understand a scientist who does not acknowledge the
presence of a superior rationality behind the existence of the universe as it is to
comprehend a theologian who would deny the advances of science.

Wernher von Braun
Finite man cannot begin to comprehend an omnipresent, omniscient, omnipotent, and infinite God ... I find it best to accept God through faith, as an intelligent will, perfect in goodness and wisdom, revealing Himself through His creation

Ein af mínum uppáhalds tilvitnunum er eftir Von Braun og hún er þessi: "Some…challenge science to prove the existence of God. But must we light a candle to see the sun?". Lauslega þýtt "sumir skora á vísindin að sanna tilvist Guðs en þurfum við að kveikja á kerti til að sjá sólina?".

Meira um Wernher von Braun hérna: Wernher von Braun

Enda á því sem geimfararnir í Apollo 8 lásu þegar þeir voru komnir út í geim á jólunum 1968.

 


mbl.is Risastórt skref fyrir mannkynið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kynlíf utan hjónabands í lagi?

Þegar samfélagið segir að vændi er í lagi, er það þá ekki í lagi?  Ætli þeir sem hafa samþykkt lög um að leyfa vændi myndu vera alveg sama ef þeirra eigin dóttir myndi gerast vændiskona?  Eða myndu þeir vilja einhverja aðra framtíð fyrir dóttur sína en að stunda kynmök með ókunnugum mönnum?

Það var augljóst á Logan Campbell að honum þótti ekkert rangt við þetta en fyrir mitt leiti er hans siðferðis áttaviti eitthvað bilaður.

JesusAndTheWomanTakenInAdulteryEitt sem margir kristnir glíma við og ég glímdi við á sínum tíma er það hvort að kynlíf er í lagi fyrir hjónaband.  Sumir vilja meina að drýgja hór er aðeins ef um brot á loforðum hjónabands er um að ræða og margar aðrar hugmyndir til að réttlæta þetta.  Það getur verið að eitt sem þessir kristnu eru ekki að átta sig á er að ef að kynlíf utan hjónabands er í lagi, þá hlýtur vændi líka að vera í lagi.  Að minnsta kosti vændi þar sem vændiskonan er einhleyp og hún er aðeins með kúnnum sem eru einhleypir líka.

Orð Guðs segir að slíkir munu ekki erfa Guðsríki:

Fyrra Korintubréf 6:9
9Vitið þið ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, 10enginn þjófur eða fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki.

Ég neita því ekki að ég er í þessum lista og samkvæmt orði Guðs á ekki skilið að erfa Guðs ríki og öðlast eilíft líf. Sem betur fer er þetta ekki endirinn á sögunni en Páll heldur áfram og segir:

Fyrra Korintubréf 6:11
11Og þannig voruð þið sumir hverjir. En þið létuð laugast, létuð helgast, eruð réttlættir. Það gerði nafn Drottins Jesú Krists og andi vors Guðs.

 


mbl.is Vændishús fyrir ólympíudrauminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með endurholdgun?

reincarnation2Fyrir nokkru kom upp umræðuefnið um endurholgun og langar að fjalla um það frá mínum sjónarhóli 

Trúverðugleiki

Fyrir mig þá snýst umræða um trúarlegar spurningar og svör við þeim um trúverðugleika; þ.e.a.s. hverjum á ég að trúa. Þegar kemur að trúverðugleika endurholdgunar þá er ég alveg í myrkri; hvaða aðili er það sem segir að þetta er rétt og af hverju ætti ég að trúa honum?  Ég sé ekki betur en hérna er aðeins um ímyndun nokkurra einstaklinga og það getur verið að viðkomandi er mjög sannfærður að það sem hann ímyndaði sér er raunverulegt en fyrir mig þá virðist augljóst að viðkomandi er bara að ímynda sér eitthvað. 

Andlegur þroski?

Það sem flestir af þeim sem trúa á endurholdgun koma með er að þeim finnst svo rökrétt að okkar líf er hluti af andlegri þroska göngu. Þeir sjá tilgang í lífinu ef það er hluti af þroska göngu og án þess þá virkar þetta allt saman mjög tilgangslaust. Það sem mér finnst vera tilgangslaust er að læra meira og meira um illsku heimsins, að upplifa þjáningar þessa lífs aftur og aftur.  Aftur á móti ef þetta líf er aðeins til þess að gera ákvörðun um hvort þú vilt tilheyra Guði, hvort þú vilt láta af allri illsku þá dugar eitt líf vel til þess og það er það sem Biblían segir:

Hebreabréfið 9
27Á sama hátt og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm

Miklu frekar tel ég að við þroskumst í heimi þar sem við höfum aðgang að Guði og getum lifað og lært án þeirra takmarkana sem þessi heimur setur okkur í. Það er hið nýja líf sem ég sé Guð búa til handa okkur, líf án þjáninga og dauða. Aftur á móti er það nauðsynlegt að kynnast þjáningum og dauða til að leysa deiluna milli góðs og ills og eitt líf og nokkur þúsund ár hérna á þessari jörð duga til þess.

Hvaðan koma allar sálirnar?

Vegna gífurlegrar fólks fjölgunar eru í dag eru fleiri á lífi en en hafa verið á lífi í allri mannkynssögunni svo í fyrsta lagi þá er stór hluti þessa fólks að lifa í fyrsta sinn og í öðru lagi þá spyr maður sjálfan sig, hvaðan koma allar þessar nýju sálir?  Ef það er einhver guð á bakvið það, hvaða guð er það þá og hefur hann eitthvað opinberað sig? 

Ekki skemmtileg hugmynd

Endurhogun hljómar ekki spennandi í mín eyru. Þ.e.a.s endurholdguninni sem gæti skilað manni inní sömu kringumstæður og ég lifi við núna eða verri. Ég sé fátt gott við það.  Eina endurholdgunin sem ég kæri mig um, er inní tilveru þar sem engir sjúkdóma eða stríð þekkjast . Þá tilveru er Guð að bjóða okkur uppá með vissum skilyrðum sem mér finnst mjög eðlileg; iðrun yfir því slæma sem maður hefur gert, löngun um að gera það ekki aftur og þakka og treysta Guði fyrir það gjald sem Hann borgaði fyrir þessa glæpi í gegnum dauða Krists.

Ef að endurholdgun er sannleikurinn þá bara endurfæðist ég eins og allir aðrir en ef Biblían hefur rétt fyrir sér þá bíður mín glötun ef ég iðrast ekki og set traust mitt á Krist svo valið er mjög einfalt.

Vonandi útskýrir þetta almennilega af hverju ég hafna endurholgun.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband