Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Trú hefur áhrif á hegðun

Þessi grein bætist við nokkrar aðrar sem hafa verið að fjalla um áhrif trúar á hegðun fólks. Ein grein bloggarans Andrésar benti á myndband þar sem maður fjallaði um trú og stríð, sjá: Eru trúarbrögð raunveruleg ástæða styrjalda?   Bloggarinn Kristinn skrifaði um sama mál frá sjónarhóli guðleysis, sjá: Já, trúarbrögð valda styrjöldum

ThePrinceOfPeaceHérna kemur einföld samantekt á því hvernig ég sé þetta.  Í fyrsta lagi erum við mannleg með mannlegar þrár, væntingar og viðbrögð. Það er t.d. mannlegt að girnast það sem maður á ekki en langar í. Það er mannlegt að vilja sofa hjá fallegri konu. Það er mannlegt að vilja hefna sín þegar einhver gerir á manns hlut. Það er mannlegt að vilja halda í núverandi ástand eins og ég held að hafi spilað stóran þátt í morði þessarar unglingsstúlku í Pakistan.

En inn í þessar mannlegu hvatir kemur trúin inn. Ef þú trúir t.d. að Guð er ekki til þá er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að það sem þig langar til að gerast er hið rétta. Ef þú trúir að guðinn sem þú trúir á vilji t.d. að þú drepir unglingsstúlku vegna þess að hún hlýddi ekki þá auðveldar það líka að fara út og drepa.

Trúin sem á möguleika að hemja þann sem er í svona hugleiðingum er trú sem segir að það er rangt að drepa. Enn frekar er trúin sem segir að Guð er dómari og Hann dæmir morðingja til eilífrar glötunar líkleg til að stöðva mann í að gera svona voðaverk.

Opinberunarbókin 21
8 En staður er búinn í díkinu sem logar af eldi og brennisteini hugdeigum og vantrúuðum, viðurstyggilegum og manndrápurum, frillulífismönnum og töframönnum, skurðgoðadýrkendum og öllum lygurum. Það er hinn annar dauði.“


mbl.is Myrtu fjölskyldu eftir brúðkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leita til Guðs til að fá leiðsögn?

Ég er ekki að segja að Róbert ætti að biðja þó að það væri örugglega mikil hjálp í því en ég tel að Róbert ætti að leita til hönnunar Guðs í náttúrunni til að fá góðar hugmyndir.

PhotosynthesisTil dæmis þá hafa rannsóknir á ljóstillífun verið smá saman að opna svarta kassann sem geymir leyndarmálið hvernig plöntur fara að því að nýta sólarljós.   Grein í Nature fjallaði um þetta, sjá: The structure of a plant photosystem I

Vísindamennirnir voru gáttaðir á þeirri hagkvæmi sem þeir sáu í þeim vélum sem gerðu þetta mögulegt, sögðu t.d. "the most efficient nano-photochemical machine in nature"

Þessi grein endaði á þessum orðum:

The structure of a plant photosystem I
The complexity of PSI belies its efficiency: almost every photon absorbed by the PSI complex is used to drive electron transport.  It is remarkable that PSI exhibits a quantum yield of nearly 1 (refs 47, 48), and every captured photon is eventually trapped and results in electron translocation.  The structural information on the proteins, the cofactors and their interactions that is described in this work provides a step towards understanding how the unprecedented high quantum-yield of PSI in light capturing and electron transfer is achieved

Sannarlega mögnuð hönnun þarna á ferðinni. Mjög trúaðir einstaklingar gera eins og Francis Crick og rembast við að trúa að tilviljanir og náttúruval bjó þetta til. Þeir sem vilja frekar hugsa aðeins vísindalegra vilja halda sig við það sem við vitum um orsök og afleiðingu og við vitum að aðeins vitsmunir eru þekktir til að orsaka slíka hönnun. Sorglegt að þegar maður er að rannsaka að þá þurfi maður að vera að afsaka trú sína í sífellu eins og Francis Crick gerir:

Francis Crick
Biologists must constantly keep in mind that what they see was not designed, but rather evolved.
Líffræðingar verða sífelt að hafa það í huga að það sem þeir eru að horfa á var ekki hannað heldur þróaðist.

Önnur grein í tímaritinu Science fjallaði um sama efni frá aðeins öðru vísi sjónarhól, sjá: Photosynthesis from the Protein’s Perspective

Hvernig væri að gefa Guði dýrðina af því sem Hann skapaði?

Önnur grein sem ég gerði fjallaði um hönnun byggða á náttúrunni, sjá: 15 dæmi þar sem menn læra hönnun af Guði sjálfum


mbl.is Leitar leiða til að stórbæta orkuvinnslu sólarsellna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú átt ekki að gagnrýna!

Þetta er líklegast að mínu mati ein af vitlausustu setningunum sem fólk getur látið út úr sér. Ef viðkomandi virkilega er á þessari skoðun þá ætti hann að hætta að gagnrýna þá sem eru að gagnrýna. Þetta er setning sem á heima í sama flokki og setningar eins og:

  • Það er ekki neitt til sem er sannleikur!
    Ehhh, er það satt?
  • Ég get ekki sagt eitt orð í íslensku.
  • Allur sannleikur er afstæður - all truth is relative.
    Er það alltaf satt eða er það afstæður sannleikur? - is that a relative truth. 
  • Maður getur ekki vitað neitt fyrir víst.
    Veistu það fyrir víst?

Síðan eru hugmyndir sem eru svipaðar þessum setningum eins og "ég er efasemdamaður". Vandamálið hérna er að viðkomandi ætti þá samkvæmt þessu líka að efast um sínar efasemdir. En því meira sem maður efast um sínar efasemdir því vissari verður maður. Ég veit vel að menn eru ekki vissir um margt en hérna er ég aðeins að benda á að því meir sem þú efast um eitthvað, því meira ertu viss um andstæðu þess.

Það er virkilega sorglegt þegar kristnir grípa vitleysuna að maður á ekki að gagnrýna. Ef viðkomandi er á þeirri skoðun að maður á ekki að gagnrýna þá ætti viðkomandi að minnsta kosti ekki að gagnrýna þá sem gagnrýna. Enn verra er að spámenn Biblíunnar gerðu fátt annað en að gagnrýna. Þeir gagnrýndu t.d. Ísraels þjóðina sjálfa fyrir margt eins og að vanvirða hvíldardaginn eða tilbiðja skurðgoð, eða eins og Jóhannes skýrari gerði en hann gagnrýndi Heródes fyrir að taka sér eiginkonu annars manns.

Svo, til þeirra sem finnst að ég eigi ekki að gagnrýna. Standið við eigin fullyrðingu og ekki gagnrýna mig. Ég aftur á móti er ósammála, ég tel að maður á að gagnrýna það sem maður telur vera rangt og ætla ekki að hætta því.


Íslenska krónan til bjargar!

Eftir hrun bankanna þá heyrðust háværar raddir sem gagnrýndu íslensku krónuna. Eins og núverandi vandamál væru eitthvað henni að kenna. Sömu raddir tala um Evruna sem riddarann á hvíta hestinum sem mun bjarga Íslandi.

Eitthvað finnst mér þeir sem svona tala ekki skilja hlutverk peninga en þeirra hlutverk er aðeins að auðvelda fólki að skiptast á vörum; afskaplega einfalt.

Jefferson_QuoteÍ myndinni The Money Masters sem ég bloggaði um fyrir nokkru var þetta útskýrt, sjá: The Money Masters

Í gegnum aldirnar hefur það verið mikið baráttu mál hver fær að stjórna myndun peninga því sá sem stjórnar því hefur gífurleg völd. Hann getur t.d. stöðvað myndun peninga og búið þannig til skort á mörkuðum þangað til ýmis fyrirtæki lenda í greiðslu erfiðleikum og síðan keypt þau upp á góðu verði. Þannig getur viðkomandi aðili náð stjórn á fyrirtækjum og auðlindum.

Hvað myndi gerast ef íslensk efahagslíf gengi fyrir evrum?   Það fer allt eftir því hve mikið af evrum við gætum fengið. Ef við fengjum of fáar ( sem er lang líklegasta útkoman ) þá myndi íslenskt samfélag stirna upp eins og vél án olíu. Atvinnuleysi myndi aukast eins og við sjáum gerast í mörgum löndum í kringum okkur og menn ættu í erfiðleikum með að kaupa og selja því að peningar væru af svo skornum skammti.

Nei, höldum í íslensku krónuna; að stjórna útgáfu okkar eigin peninga getur hjálpað okkur mjög mikið í gegnum þessa erfiðleika.


mbl.is Spá 9,9% atvinnuleysi næsta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynning á Signature in the Cell

Hérna er Stephen Meyer að kynna nýju bók sína "Signature in the Cell".  Hann fer stuttlega yfir sögu vísindanna er varðar hönnun eða þróun og hvernig uppruni lífs kemur inn í þá umræðu.

 

http://link.brightcove.com/services/player/bcpid1274179818?bctid=27309263001

 


Ný bók um Vitræna hönnun: Signature In The Cell

Ný bók er komin út sem fjallar um eina af stærstu ráðgátu í líffræði sem er uppruni upplýsinga í fruminni eða uppruni DNA. Bókin heitir Signature In The Cell og ég hvet alla sem eru forvitnir um líffræði og sérstaklega Vitræna hönnun að ná sér í eintak. Ég vona að ég geti náð í eintak fljótlega þrátt fyrir kreppuna.

Hérna fyrir neðan er stuttur útdráttur úr bókinni:

mSignatureHeaderWhen James Watson and Francis Crick elucidated the structure of DNA in 1953, they solved one mystery, but created another.

For almost a hundred years after the publication of On the Origin of Species by Charles Darwin in 1859, the science of biology rested secure in the knowledge that it had explained one of humankind’s most enduring enigmas. From ancient times, observers of living organisms had noted that living things display organized structures that give the appearance of having been deliberately arranged or designed for a purpose, for example, the elegant form and protective covering of the coiled nautilus, the interdependent parts of the eye, the interlocking bones, muscles, and feathers of a bird wing. For the most part, observers took these appearances of design as genuine. …

But with the advent of Darwin, modern science seemed able to explain this appearance of design as the product of a purely undirected process. In the
Origin, Darwin argued that the striking appearance of design in living organisms—in particular, the way they are so well adapted to their environments—could be explained by natural selection working on random variations, a purely undirected process that nevertheless mimicked the powers of a designing intelligence. Since then the appearance of design in living things has been understood by most biologists to be an illusion—a powerfully suggestive illusion, but an illusion nonetheless. As Crick himself put it thirty-five years after he and Watson discerned the structure of DNA, biologists must "constantly keep in mind that what they see was not designed, but rather evolved."

But due in large measure to Watson and Crick’s own discovery of the information-bearing properties of DNA, scientists have become increasingly and, in some quarters, acutely aware that there is at least one appearance of design in biology that may not yet have been adequately explained by natural selection or any other purely natural mechanism. Indeed, when Watson and Crick discovered the structure of DNA, they also discovered that DNA stores information using a four character chemical alphabet

Strings of precisely sequenced chemicals called nucleotide bases store and transmit the assembly instructions— the information—for building the crucial protein molecules and machines the cell needs to survive.

Crick later developed this idea in his famous "sequence hypothesis," according to which the chemical parts of DNA (the nucleotide bases) function like letters in a written language or symbols in a computer code. Just as letters in an English sentence or digital characters in a computer program may convey information depending on their arrangement, so too do certain sequences of chemical bases along the spine of the DNA molecule convey precise instructions for building proteins. Like the precisely arranged zeros and ones in a computer program, the chemical bases in DNA convey information in
virtue of their "specificity." As Richard Dawkins notes, "The machine code of the genes is uncannily computer-like."3 Software developer Bill Gates goes further: "DNA is like a computer program but far, far more advanced than any software ever created."

But if this is true, how did the information in DNA arise? Is this striking appearance of design the product of actual design or of a natural process that can mimic the powers of a designing intelligence? As it turns out, this question is related to a long-standing mystery in biology—the question of the origin of the first life. Indeed, since Watson and Crick’s discovery, scientists have increasingly come to understand the centrality of information to even the simplest living systems. DNA stores the assembly instructions for building the many crucial proteins and protein machines that service and maintain even the most primitive one-celled organisms. It follows that building a living cell in the first place requires assembly instructions stored in DNA or some equivalent molecule. As origin-of-life researcher Bernd-Olaf Küppers explains, "The problem of the origin of life is clearly basically equivalent to the problem of the origin of biological information."

Much has been discovered in molecular and cell biology since Watson and Crick’s revolutionary discovery more than fifty years ago, but these discoveries have deepened rather than mitigated the enigma of DNA. Indeed, the problem of the origin of life (and the origin of the information needed to produce it) remains so vexing that Harvard University recently announced a $100 million research program to address it.6 When Watson and Crick discovered the structure and information bearing properties of DNA, they did indeed solve one mystery, namely, the secret of how the cell stores and transmits hereditary information. But they uncovered another mystery that remains with us to this day. This is the DNA enigma—the mystery of the origin of the information needed to build the first living organism


Hver vill lifa að eilífu?

BreathOfHeavenÞessi hjú fá prik fyrir eldmóð og áhuga en þessi framkvæmd tókst ekkert voðalega vel upp. Þau munu örugglega fá að heyra brandara um þetta atvik það sem eftir er af þeirra lífi.

Þessi frétt lét mig hugsa um atriði sem virðist angra marga sem er að lifa að eilífu. Þeim finnst óhugnanlegt að lifa að eilífu.  Rökin eru þannig að eftir miljón ár þá hlýtur maður að vera orðinn mjög leiður á því að gera hið sama aftur og aftur.

Þegar ég hugsa um það sem mér finnst gaman að gera þá dugar þessi stutta æfi engan veginn. Þessi æfi dugar ekki einu sinni til að ferðast almennilega um þessa jörð, hvað þá að fá að skoða eitthvað af alheiminum.  Síðan er þetta líf undirokað af sligandi vinnu þar sem tiltuglega lítill tími er til að njóta lífsins og síðan bætist ofan á það að lang flestir geta ekki gert það sem maður dreymir um vegna þess að það er of dýrt.

Prófaðu síðan að hugsa um hvað þig hlakkar til í þessari viku. Er það sem þig hlakkar til eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður?   Fyrir utan það þá trúi ég að Guð muni skapa eitthvað nýtt og forvitnilegt að eilífu.

Vinur minn er prestur og hann er oft að heimsækja fólk á elliheimilum, þeir sem eru alveg að fara að yfirgefa þennan heim. Hann sagði að allir sem hann talaði við vildu fá meiri tíma og hvað þá þrótt æskunnar aftur.

Það væri hræðilega sorglegt að einhver hafnaði himnum vegna þess að hann er hræddur um að leiðast einhvern tímann.


mbl.is Kynlífið endaði með ósköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HIV og þróunarkenningin

Bloggarinn Rebekka kom með þessa athugasemd sem mig langar að svara:

Rebekka
duckMofi, mig langar að biðja þig að lesa þennan póst 
...
Þarna lýsir höfundurinn aðeins einu vandamáli sem vísindamenn glíma við, að finna lækningu við HIV vírusnum (eða hér n.k. bóluefni sem verndar fólk frá honum).  En vírusinn stökkbreytist og þróast, þannig að sífellt verður að finna nýjar leiðir!

Til að fyrirbyggja misskilning þá er enginn ágreiningur um að stökkbreytingar og náttúruval getur útskýrt margt sem við sjáum í náttúrunni. Ágreiningur sköpunarsinna og þróunarsinna er hvort að þetta tvennt geti útskýrt allt.

HIVVið höfum lært margt um stökkbreytingar í gegnum HIV vírusinn vegna þess hve hratt hann fjölgar sér og hve oft stökkbreytingar gerast þegar hann fjölgar sér. 

Til að gera þetta meira raunverulegt þá erum við að tala um að sérhver einstaklingur sem smitast af HIV hafi í kringum einn miljarð til tíu miljarða HIV vírusa í sér. Á hverjum degi eða annan hvern dag verður til ný kynslóð af HIV vírusum svo yfir tíu ára tímabil þá munu sirka þúsund kynslóðir af HIV vírusnum hafa orðið til. Þar sem menn telja að u.þ.b. 50 miljón manns séu sýkt af HIV þá erum við að tala um í kringum 10^20 eintök af HIV vírusnum síðustu áratugina.

Annað sem þarf líka að hafa í huga er að HIV vírusinn stökkbreytist mjög hratt eða 10.000 hraðar en frumur sem gerir hann að mjög áhugaverðu rannsóknarefni fyrir þá sem vilja vita meira um stökkbreytingar.

Yfir árin þá hefur HIV vírusinn sannarlega breyst. Hann hefur drepið miljónir, komist fram hjá ónæmiskerfi líkamans og sigrast á öllum þeim lyfjum sem við mennirnir höfum beitt á hann. En samt í gegnum allt þetta þá hefur vírusinn ekki breyst að neinu ráði. 

HIV vírusinn fer inn í frumur ónæmiskerfisins með því að fyrst bindast einu af þeim mörgu próteinum á yfirborði frumunnar. Síðan teygir hann sig yfir og bindist öðru próteini sem er kallað coreceptor.  Það er forvitnilegt að sumir eru ónæmir fyrir HIV vegna þess að þessi brú er ekki til staðar í þeim. Þeir hafa brotið gen sem hefði átt að búa til coreceptor próteinið. Mörg hundruð miljörðum vírusa seinna þá hefur HIV ekki fundið leið til að finna leið fram hjá þessu.  Ekkert slíkt hefur gerst og í rauninni ekkert annað heldur. Engin ný tæki eða kerfi hafa myndast.  Engin ný nothæf prótein eða gagnleg prótein sambönd myndast. 

En hvað með að sigrast á öllum þessum lyfjum sem við reynum að nota til að lækna HIV?  Sýnir það ekki hve öflug þróunin er? 

Nei, alls ekki. Eina sem gerist er stökkbreyting sem breytir bindingu eitursins við vírusinn. Þannig lítil breyting kemur í veg fyrir að það sem átti að drepa HIV vírusinn bindst ekki lengur við hann og verður þannig gagnslaust.

Það er engin spurning að stökkbreytingar og náttúruval útskýrir margt sem við sjáum í náttúrunni en þegar kemur að útskýra flóknar vélar og heil próteinin þá styðja gögnin ekki að stökkbreytingar og náttúruval setti þannig saman.

 

Rebekka, afsakaðu hvað ég var lengi að svara þessu; vonandi sátt við svarið.


Dauðinn bara hluti af lífinu?

AirBusÍ rökræðum við guðleysingja þá kemur oft sú afstaða upp að dauðinn er bara hluti af lífinu og þeir eru búnir að sætta sig við að dag einn munu þeir deyja og hverfa í eilífðina.  Ég leyfi mér að efast um að þeir sem segja þetta geti í raun og veru lifað í samræmi við þetta.  Þessi atburður þar sem Airbus 220 flugvél hrapaði og 228 manns dóu sýnir einnig fram á það því að sorgin er gífurleg og fáir sem segja núna að dauðinn er bara hluti af lífinu og fáir sem koma fram og predika að þetta fólk er horfið og það er engin von fyrir þá sem sakna þeirra.

Ég efast um að þeir sem syrgja myndu vilja Richard Dawkins flytja ræðu í jarðarför ástvina þar sem hann segir að dauðinn er bara hluti af lífinu. Nei, dauðinn er óvinur lífsins og var sigraður fyrir tvö þúsund árum síðan.

Frammi fyrir svona harmleik er ég þakklátur fyrir þá kristnu von sem ég hef sem kemur best fram í þessum versum hérna:

Opinberunarbókin 21
1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“
5Sá sem í hásætinu sat sagði: „Sjá, ég geri alla hluti nýja,“ og hann segir: „Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu.“ 6Og hann sagði við mig: „Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns. 7Sá er sigrar mun erfa þetta og ég mun vera hans Guð og hann mun vera mitt barn.


mbl.is 17 lík fundin úr flugvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ég er í rauninni góð persóna

Duga þau rök frammi fyrir dómara að maður er góður námsmaður?  Góður við mömmu sína og traustur vinur?  Gefur til líknarmála og vinnur sjálfboðavinnu fyrir heimilislausa?  Er það ástæða til að dæma einhvern saklausan af því að misþyrma annarra manneskju kynferðislega?

Margir halda að ef þeir mæti Guði þá muni Guð sjá þá sem nokkuð góða einstaklinga. Það sem þeim vantar er að skoða sjálfan sig í lögmáli Guðs, speglinum sem sýnir okkur öllum hvort við erum raunverulega góð eða ekki.  Hefurðu stolið, logið, reiðst eða hatað, drýgt hór, sært einhvern með orðum eða gjörðum, upphafið sjálfan þig eða niðurlægt aðra?  Elskar þú náungan eins og sjálfan þig?

Hvort að maður gerði eitthvað gott líka hefur afskaplega lítið að segja frammi fyrir dómara því að spurningin er ekki hvort maður hefur gert eitthvað gott heldur hvort maður er sekur um glæp.

Fyrir þá sem sjá að þeir yrðu sekir frammi fyrir Guði og eiga ekki skilið himnaríki hef ég góðar fréttir.

ForSoGodLovedTheWorldJóhannesarguðspjall 3
16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.
18Sá sem trúir á son Guðs dæmist ekki. Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gerir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins svo að verk hans verði ekki uppvís.

Það sem Guð biður sérhvern einstakling um er ekki ósanngjarnt en það er að iðrast og treysta á Son Hans sem Hann sendi til að borga gjaldið fyrir glæpi einstaklingins. Um 150.000 manns deyja á hverjum degi og maður veit aldrei hvenær röðin er kominn að manni sjálfum svo ekki bíða með að taka ákvörðun.


mbl.is Beittu sér yngri pilt kynferðisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802782

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband