Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Þarf ekki vitsmuni til að búa til tölvur?

mammalian-brain-computer-insideSvarið við þessari spurningu er auðvitað!  Vill svo til að ég er að lesa bók sem kallast "The makers diet" og kaflinn sem ég las í gær fjallaði akkúrat um þetta sem þessi frétt talar um, þ.e.a.s. að við þurfum á smá óhreinindum í líf okkar. Svo, það var skemmtilegt að sjá þessa frétt daginn eftir að ég las um þetta.  Næstu mánuði vona ég að ég muni geta bloggað eitthvað um það sem þessi forvitnilega bók fjallar um.

Það sem var virkilega skemmtilegt við þessa frétt var að Dr. Joel Weinstock líkti ónæmiskerfinu við tölvu, eitthvað sem ég tel vera góða líkingu til að skilja hvað er í gangi í ónæmiskerfinu.  Það þurfti marga vísindamenn og þurfti að setja saman margar uppgvötanir í vísindum til að búa til þær tölvur sem við höfum í dag.  Ef það þurfti svona mikið af vitsmunum til að búa til manngerðar tölvur er þá ekki rökrétt að það þurfti vitsmuni til að búa til "tölvur" sem við finnum í náttúrunni?  Svarið er auðvitað. Aðeins einhver sem lifir í afneitun segir eitthvað annað.

Þeir sem trúa að tilviljanir og náttúruval bjuggu þetta til er velkomið að trúa því en sú trú verður engin afsökun á vondum verkum þegar Guð dæmir þá.  Ég óska þess að þessir einstaklingar mættu komast til iðrunar og fara fram fyrir frelsarann og biðja um fyrirgefningu og fá eilíft líf. Ekkert jafn sorglegt og að sjá sál á leiðinni til glötunnar.


 

 


mbl.is Óhreinindin eru holl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem er Islam er ekki

Áhugavert myndband sem fjallar um hvaða áhrif Islam hefur haft áhrif á samfélög víða um heim og hvaða aðferðum er beitt. 

http://perfectlyhuman.multiply.com/video/item/8 


Verið að höggva niður tré lífsins sem Darwin skáldaði upp

Tree of lifeTvær fróðlegar greinar birtust nýlega þar sem nokkrir vísindamenn gagnrýna tré lífins sem Darwin teiknaði í "Uppruni tegundanna". Þetta var eina teikningin í bókinni og hefur orðið nokkurs konar táknmynd fyrir þróunarkenninguna en núna eru þó nokkrir vísindamenn sem vilja það burt; segja það villandi þegar kemur að því að skilja hvernig hinar mismunandi tegundir dýra eru skyldar.

Hérna eru greinarnar tvær: Charles Darwin's tree of life is 'wrong and misleading', claim scientistsWhy Darwin was wrong about the tree of life 

Greinarnar innihéldu nokkrar skemmtilegar tilvitnanir eins og t.d. þessa hérna:

Dr. John Dupre
If there is a tree of life it’s a small irregular structure growing out of the web of life.

Dr Eric Bapteste
For a long time the holy grail was to build a tree of life. We have no evidence at all that the tree of life is a reality

Þetta eru allt vísindamenn sem aðhyllast Þróunarkenninguna svo það er ekki eins og þeir eru að hafna henni; þeir  telja aðeins að þetta tré lífsins gefur ranga mynd af stöðunni og þeir vilja aðra táknmynd sem gefi betri mynd af raunveruleikanum.  Samt fyrir mig þá er þetta aðeins staðfesting á því hve Þróunarkenningin passar illa við raunveruleikann.

Fyrir þá sem hafa enga löngun til þess að þessi kenning Darwins sé sönn þá er bara gaman að sjá hana hrynja smá saman; ekki að hún hafði einhvern tíman einhvern trúverðugleika, menn aðeins völdu að trúa henni af því að þeim langði til þess.  Menn ættu að taka öll svona fagnandi, góðu fréttirnar sem Guðspjöllin segja frá eru sannar og dauðinn hefur verið sigraður og eilíft líf í boði fyrir hvern þann sem iðrast og vill þyggja þá gjöf. Aðrir geta haldið áfram að rembast við að trúa þessu, þrátt fyrir að það boði aðeins dauða og tortýmingu fyrir þá sjálfa og alla þá sem þeim þykir vænt um.


Darwin’s Original Sin

fuller256Vísindamaður að nafni Steve Fuller hélt fyrirlestur í Oxford  um tengsl Darwins við vísindi og áhrif trúar á vísinda rannsóknir.  Hann veltir fyrir sér ástæðunum fyrir því að vísindabylting gerðist, hvort að trú fólks hafði áhrif á hvort það lagði fyrir sig vísinda rannsóknir eða ekki.  Hann kemur með góð rök fyrir því að hin Biblíulega trú var aðal hvatinn fyrir vísindabyltinguna sem leiddi til nútíma vísinda.

Hérna er linkur á fyrirlesturinn og vona að þið hafið gaman af: Darwins Original Sin


Lifi byltingin?

Byltingar valda straumhvörfum í samfélaginu en þær eru vanalegar mjög sársaukafullar.  Þær sem við þekkjum úr mannkynssögunni kostuðu líf svo spurning hvort að sú bylting sem vofir yfir okkar samfélagi þarf að kosta svo mikið.  Ég sannarlega vona ekki og vona að stjórnvöld sýni smá manndóm og boði til kosninga.  Það sem almenningur er aðallega að mótmæla er að fólkið sem ber ábyrgðina á þessu rugli er enn við völd. 

Kannski endar þetta á þessa leið?  

 

rev

Fékk þessa mynd í pósti og veit ekki hver er listamaðurinn en vona að það sé í lagi að nota hana
mbl.is Mótmælt við þinghúsið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setti hann heilt land á hausinn?

Það væri gaman að vita hvort að forseti Íslands hefur svona vald. Ef einhver veit það þá væri gaman að heyra í honum. Það er auðvitað ekki hægt að segja að einhver einn ráðherra ber ábyrgð á því að Ísland fór á hausinn en þegar allt fer í steik þá eru það þeir sem áttu að stjórna, þeir sem bera ábyrgð. Þessi fjármálaráðherra Suður Kóreu bar örugglega ekki ábyrgð á jafn miklum hörmungum og þeir ráðamenn sem sitja núna við völd svo af hverju fá þeir ekki uppsagnarbréf eins og þessi maður?

Umheimurinn hefur misst allt álit á okkar litla landi og eins og er þá erum við ekki að gera neitt til að laga þetta bagarlega ástand. Við leyfum þeim sem settu okkur á hausinn að halda áfram að fá lán ofan á lán til að gera Guð má vita hvað; kæmi mér ekki á óvart ef það væri til að kaupa gröfu til að grafa okkur algjörlega niður í skítinn.

Þessir mótmælafundir eru svo sem fínir en ég er ekki að sjá að þeir eru að gera það að verkum að það verða kosningar.  Einhverjar hugmyndir um hvað á að gera til að knýja fram kosningar? 

Undirskriftalistar kannski? 

Ég hef lítið vit á pólitík en ég veit fyrir víst að við þurfum breytingar! 


mbl.is Ráðherra rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á maður að blogga um?

thinkingApeNúna er blogg árið að byrja og mig vantar smá hjálp við að ákveða mig hvað ég á að reyna að blogga um þetta árið.  Ef einhver vill hjálpa mér þá væri það vel þegið. Hvaða efni langar þér að heyra mína skoðun á?   Það eru nokkur atriði sem ég er að hugsa um að fjalla um á næsta ári, sem dæmi:

  • Spádómar, uppfylltir sem og óuppfylltir
  • Sköpun
    • Dæmi um hönnun í líffræðinni, jarðfræði, mannkynssagan
  • Biblíu spurningar
  • Trú Aðvent kirkjunnar
  • Spámenn og þá Ellen White
  • Heilsa og Biblían
  • Pólitík....hmmm, ég veit sem lítið um pólitík að ég mun forðast þannig efni. Eina sem ég veit fyrir víst í þeim efnum er að við þurfum að halda kosningar sem fyrst.

Væri gaman að fá hugmyndir af efni frá ykkur, hvort sem það er efni eða spurning eða eitthvað.

Kveðja,
Mofi


Sumir trúa því að Guð muni pynta fólk að eilífu

hell-fireLíklegast og vonandi myndu kristnir almennt fordæma pyntingar eins og Amnesty er þarna að fjalla en hvernig stendur síðan á því að þessir sömu "kristnu" einstaklingar halda því fram að Guð muni pynta fólk að eilífu?

Auðvitað skil ég fólk mjög vel sem hafna hugmyndinni um kærleiksríkan Guð sem síðan kvelur fólk í eldi að eilífu; því finnst það vera órökrétt og þar af leiðandi frekar tilbúningur manna en einhver raunveruleiki.

En sumir myndu við þessi orð benda á að kristnir trúa því sem Biblían kennar, hvort sem þeim líkar það vel eða ekki og að Biblían kennir þetta.  En er það satt?  Er til setning í Biblíunni sem segir að syndarar verði kvaldir að eilífu?  Svarið er nei, ekkert slíkt vers er til.  Það sem ruglar marga í ríminu er að Biblían talar um eilífan eld en hve lengi eldurinn varir kemur ekki spurningunni við, hve lengi einhver kvelst. Ef einhver frétti af skógareld sem varði í tíu daga og maður dó í þeim eldi þá myndi enginn halda því fram að maðurinn kvaldist í tíu daga.  Okkar síðan dæmi um hegningu eilífs elds er Sódóma og hún brann upp til agna en er ekki ennþá brennandi í dag.  Sumir telja einnig að aðstæður við Sódómu hafi verið þannig að fólkið sofnaði áður en eldurinn drap það og ég tel það muni líklegast það sem mun gerast á dómsdegi þegar illskunni verður eytt úr heiminum.

 

Hérna er vefur sem fjallar aðeins um þetta efni þar sem spurningum um þetta efni er svarað og útskýrt hvaðan þetta kemur og hvað Biblían raunverulega kennir, sjá: http://www.helltruth.com 

Ég hef ennfremur fjallað áður um þetta efni, sjá: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?


mbl.is Neitar ásökunum um pyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið frábæra félag Vantrú

hausÞað kemur kannski einhverjum á óvart að mér finnst margt virkilega gott við félagið Vantrú en mér finnst margt af því sem þeir eru að "berjast" fyrir mjög gott.  Frábært er kannski aðeins of sterk til orða tekið :)

Ég vildi að mínir kristnu félagar og kirkjur væru duglegri við að gagnrýna margt af því rugli sem kemur upp í samfélaginu en Vantrú hefur verið merkilega duglegt við mjög svo þarfa gagnrýni og hérna eru fín dæmi um slíkt:

 

Þeirra gagnrýni á trú fólks á drauga, miðla, dulrænar "heilsu" vörur og þjóðkirkjuna er eitthvað sem ég tel verða verðugan málstað. Ég vildi aftur á móti óska þess að þeir gætu beitt eitthvað af þessu gagnrýna hugafari á sína eigin afstöðu. Að þeir gætu prófað að efast um að tilviljanir og náttúruval gæti búið til allt það sem við sjáum í náttúrunni í kringum okkur. Prófað að efast að okkar heimur er aðeins efnislegur og engin andleg hlið á honum.

Annað sem mér finnst gott við Vantrú er að félagið gerir kröfu til kristinna að verja sína trú og kristnir hafa bara gott af því að verja sína trú, ef hún er sönn þá stendur hún þannig gagnrýni af sér. Ef hún er ekki sönn þá er best að vita það sem fyrst. 

Vonandi mun félagið Vantrú einhvern tíman sýna vantrú á öllum þeim darwiniskum ævintýrum sem hafa verið skálduð upp.  Vonandi munu meðlimar Vantrúar ekki glatast heldur komast til iðrunar og eilífs lífs því margir hverjir virðast vera skemmtilegir og almennilegir. 


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband