Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sýning á myndinni The Case for a Creator

Vinur minn stendur fyrir sýningu á myndinni "The Case for a Creator" á morgun 1. apríl.  Nei, þetta er ekki apríl gabb en ég hefði viljað hafa annan dag fyrir þessa sýningu ef ske kynni að einhver þorir ekki að kíkja af því að hann er hræddur um að vera plataður.

Ég skora á alla þá sem trúa ekki á Guð að koma og velta þessum hlutum fyrir sér.

Myndin verður sýnd í Suðurhlíðaskóla að Suðurhlíð 36
þann 1. apríl, klukkan 20:00

Meira um myndina hérna: The Case for the Creator 


Allir velkomnir og aðgangur ókeypis


Getur þróun búið til auga? Ertu alveg viss?

Af öllu í náttúrunni þá er augað það sem virkar eins og mesta tækniundrið og svo sannarlega hefur það öll merki stórkostlegrar hönnunar. Biblían hefur mjög áhugavert um augað að segja:

Sálmarnir 94
9
Mun sá eigi heyra, sem eyrað hefir plantað, mun sá eigi sjá, sem augað hefir til búið?

Góður punktur, sá sem bjó til augað, heldurðu að hann sjái ekki? Ástæðan fyrir þessum pósti eru nýlegar uppgvötanir um hvernig augað virkar og hvernig snilldin er miklu meiri en við höfðum áður áttað okkur á. Fyrst nokkrar staðreyndir um augað og síðan greinin sem fjallar um þessar nýju uppgvötanir.

Í auganu eru u.þ.b. 120 miljónir frumna sem augað notar til að sjá svart og hvítt og u.þ.b. 7 miljónir frumna sem sjá liti.

Til að sjá þá hreyfist augað um 0,001 millimetra og er með sér vöðva sem sjá um þetta. Til að fá smá hugmynd um hve lítil þessi hreyfing er þá einn sjötíuasti af þykkt af venjulegu blaði. Þessar hreyfingar 30-70 sinnum á sekúndu. 

Miljónir taugafruma tengjast hvor öðrum á ótalvegu og mynda þannig lítinn heila. Mikið af því sem ljósnemarnir nema er þarna túlkað og unnið úr þeim upplýsingum áður en þær eru senda áfram til heilans. Vandamálið sem darwinistar þurfa að leysa er að jafnvel í sinni einföldustu mynd þá er ferlið til að nema ljós og flytja það til heilans gífurlega flókið. Enn verra vandamál er að þótt þú ert með eitthvað sem nemur ljós þá þarf að flytja þær upplýsingar og síðan túlka og skilja þær upplýsingar til þess að þær nýtist viðkomandi lífveru.

Nýja þekkingin sem við höfum verið að afla er fjallað um grein nokkuri og þar sem enskan er flókin þá læt ég vera að reyna að þýða þetta en þetta ætti að vera ágætlega skiljanlegt fyrir flest alla jafnvel þótt það eru orð þarna inn á milli sem maður skilur ekki.

  1. Upward mobility:  A team of Harvard scientists found some retinal ganglion cells that sense upward motion.  Writing in Nature,1 they began, “

    The retina contains complex circuits of neurons that extract salient information from visual inputs.  Signals from photoreceptors are processed by retinal interneurons, integrated by retinal ganglion cells (RGCs) and sent to the brain by RGC axons.  Distinct types of RGC respond to different visual features, such as increases or decreases in light intensity (ON and OFF cells, respectively), colour or moving objects.  Thus, RGCs comprise a set of parallel pathways from the eye to the brain....
        ....Here we show, by means of a transgenic marking method, that junctional adhesion molecule B (JAM-B) marks a previously unrecognized class of OFF RGCs....  These cells have asymmetric dendritic arbors aligned in a dorsal-to-ventral direction across the retina.  Their receptive fields are also asymmetric and respond selectively to stimuli moving in a soma-to-dendrite direction; because the lens reverses the image of the world on the retina, these cells detect upward motion in the visual field.  Thus, JAM-B identifies a unique population of RGCs in which structure corresponds remarkably to function.
  2. Got your number:  The retina can also respond to a quality called “numerosity” – a nonverbal, visual sense of number.  David Burr and John Ross, writing in Current Biology,2 summarized this unusual ability of the eye:
    Evidence exists for a nonverbal capacity for the apprehension of number, in humans (including infants) and in other primates.  Here, we show that perceived numerosity is susceptible to adaptation, like primary visual properties of a scene, such as color, contrast, size, and speed.  Apparent numerosity was decreased by adaptation to large numbers of dots and increased by adaptation to small numbers, the effect depending entirely on the numerosity of the adaptor, not on contrast, size, orientation, or pixel density, and occurring with very low adaptor contrasts.  We suggest that the visual system has the capacity to estimate numerosity and that it is an independent primary visual property, not reducible to others like spatial frequency or density of texture.
  3. Go with the flow:  Many photographs and videos are taken with the camera fixed on a tripod.  What happens to the visual scene in a movie when the camera is mounted on a galloping horse, train engine or race car?  It certainly becomes more dynamic and much more difficult to process the information.
        We saw that dragonflies are masters of optic flow, and that scientists are keen to imitate their special visual organ that processes the information from rapid forward direction (08/13/2004).  Frank Bremmer summarized some new findings in Current Biology that says human eyes also have some of this ability.  This gives us processing powers beyond the simple interpretation of an image coming through a lens.
    Optic flow is a key signal for heading perception.  A new study has shown that the human brain can dissociate between consistent (natural) and inconsistent flow, revealing what is likely a new hierarchy in visual motion processing.
    He reported on recent “surprising findings” that showed certain areas of the visual cortex, labeled MST, VIP and CSv, appear to be processing stations for optic flow information.
    Taken together, these new results suggest that area MST may be a preprocessing stage acting like a tuned filter for visual self-motion signals.  Areas VIP and CSv, on the other hand, could be seen as downstream processing stages judging the ecological validity of the self-motion signals.  This interpretation would indicate a previously unknown hierarchy within the human visual cortical motion system.
  4. Color me blue:  Brian Wandell, Stanford psychologist, wrote in Current Biology about another stimulating fact: the colors activated by the cones that react to red, green or blue when those colors come through the lens (or are transmitted from video pixels) also “see” the corresponding colors when the neurons themselves are stimulated.  Commenting on a study of a patient that had electrodes implanted into the visual cortex, he said:
    Directly stimulating certain cortical neurons can produce a color sensation; a case is reported in which the color perceived by stimulation is the same as the color that most effectively excites the cortical circuitry....

    These results teach us that even the simplest stimulation is capable of stirring up a perceptually meaningful response from the cortical circuitry.  One possibility is that the complex molecular and neural circuitry that serves this portion of the brain is tolerant of a wide range of potential inputs, and that nearly any stimulation of this circuitry evokes a characteristic (resonant) response.  The resonant response of these specific circuits is the experience of color.

To avoid human chauvinism, let’s look into the eyes of some animals living underwater that can, in certain ways, outperform our own visual tricks.  Both winners are among the humblest creatures among whom you would never suspect to find such abilities: the mantis shrimp.

  1. Polar opposites:  For the first time, scientists found an animal with the ability to discern circularly polarized light.  An international team of scientists reported this in Current Biology5 with some obvious pride at being #1:
    We describe the addition of a fourth visual modality in the animal kingdom, the perception of circular polarized light.  Animals are sensitive to various characteristics of light, such as intensity, color, and linear polarization.  This latter capability can be used for object identification, contrast enhancement, navigation, and communication through polarizing reflections.  Circularly polarized reflections from a few animal species have also been known for some time.  Although optically interesting, their signal function or use (if any) was obscure because no visual system was known to detect circularly polarized light.  Here, in stomatopod crustaceans, we describe for the first time a visual system capable of detecting and analyzing circularly polarized light.  Four lines of evidence—behavior, electrophysiology, optical anatomy, and details of signal design—are presented to describe this new visual function.  We suggest that this remarkable ability mediates sexual signaling and mate choice, although other potential functions of circular polarization vision, such as enhanced contrast in turbid environments, are also possible.  The ability to differentiate the handedness of circularly polarized light, a visual feat never expected in the animal kingdom, is demonstrated behaviorally here for the first time.
  2. Super sight:  In the latest issue of Creation magazine (March-May, 2008), Jonathan Sarfati described one amazing feature of the mantis shrimp, its Guinness-level power punch: it can flick its snapper at 51 mph, generating an acceleration of 10,6000 g.  But that’s not all.  In a sidebar, he talked about another Guinness-level ability: the shrimp’s “super sight.”  Would you believe this little crustacean has one of the world’s most complex color vision systems?
    While humans have three different types of colour receptor (red, green and blue), the shrimp has 12.  Four of these can see in the ultraviolet, which we can’t.  Furthermore, they can tune their vision with special transparent colour filters to compensate for the way water absorbs different colours differently.

 


Hverjum degi nægir sín þjáning.

Í öllu þessum áhyggjum af efnahagsmálum þá fannst mér alveg frábært að lesa þessi orð Krists um jarðnesk auðævi og áhyggjur af morgun deginum. 

Matteusarguðspjall 6
19
Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. 
20 Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. 
21 Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. 
22 Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. 
23 En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið. 
24 Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. 
25 Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? 
26 Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? 
27 Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? 
28 Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. 
29 En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. 
30 Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! 
31Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?` 
32 Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. 
33 En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. 
34 Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

 


mbl.is Enn meiri verðbólga í apríl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lexía og umræður á morgun í Loftsalnum í Hafnarfirði

Ég á víst að vera með lexíuna á morgun 29. mars og vil bjóða alla velkomna.  Þetta snýst aðalega um að leiða umræðu um lexíuna sem við förum yfir svo þetta er aðalega fólk að spjalla saman.

Staðsetningin er:
Hólshrauni 3, 220 Hafnarfirði
Fjölskyldusamkoma kl. 11:00 og Biblíurannsókn kl. 11:50.
Biblíuskóli fyrir börn kl. 12.00.
Sameiginleg máltíð að samkomu lokinni.

 

Ætla að fara stuttlega yfirlexíuna sem er að finna hérna: http://www.sda.is/?goto=lexia

Minnisvers:  „Og hann sagði við þau: „Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi“ Lk 24.46.

Lexían fjallar um hvernig Aðventistar trúa að boðskapur englanna þriggja er hlutverk okkar og hvernig það tengist fagnaðarerindinu og skipun Krists að boða fagnarerindið til allra. Skoðum aðeins boðskap englanna þriggja:

Opinberun Jóhannesar 14
Og ég sá annan engil fljúga um háhvolf himins. Hann hélt á eilífum fagnaðarboðskap, til að boða þeim, sem á jörðunni búa, og sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð, og sagði hárri röddu: "Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans. Tilbiðjið þann, sem gjört hefur himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna." 
8 Og enn annar engill kom á eftir og sagði: "Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla, sem byrlað hefur öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns." 
9 Á eftir þeim kom hinn þriðji engill og sagði hárri röddu: "Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína, 
10 þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins.

Svo að boðskapur englanna þriggja er:

  1. Fagnaðarerindið
  2. Stund dóms hans er runnin upp.
  3. Tilbiðja skaparann.
  4. Fallin er Babýlón.
  5. Merki dýrsins.

Lexíu höfundur vísar í orð Ellen White og hvað hún hafði um þennan boðskap:

Ellen G.White, Review and Herald, 1. apríl, 1890
Margir hafa skrifað mér bréf og spurt hvort boðskapur englanna þriggja sé réttlæti fyrir trú og ég svarað þeim með því að segja:  „Það er sannarlega boðskapur englanna þriggja.

Úr þessu er farið í Mt 25.31-46 þar sem Kristur fjallar um þá sem gerðu vond verk á jörðinni og þá sem gerðu góð verk á jörðinni. Lexíu höfundurinn spyr síðan hvernig ber að skilja þessi orð miðað við þessi orð Krists; tengingin milli góðra verka og síðan að boða fagnaðarerindið.

Mín afstaða hérna er að þegar einhver er fæddur af Anda Guðs þá vill hann gera góðverk; hann fær mikla löngun til að gera öðrum gott. En þar sem enginn öðlast eilíft líf vegna sinna verka alveg eins og glæpamaður getur ekki mútað góðum dómara með því að hafa gefið pening í Rauða krossinn þá getur enginn mútað Guði með góðum verkum til að fá sýknu dóm.  

Vers sem ég tel varpa ljósi á tengingunni milli boðun fagnaðarerindisins og góðra verka.

Matteusarguðspjall 5:14-16
14
Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. 
15 Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu. 
16 Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum

Ef góð verk fylgja þeim sem boða fagnaðarerindið þá tekur heimurinn eftir því og tekur meira mark á því sem þeir eru að segja og þá "vegsami" Guð á himnum.

Síðan er farið út í skipun Krists til lærisveina sinna að boða fagnaðarerindið í Mt 28.18-20 og Mk 16.14-20.  Lexíu höfundur spyr síðan "Hver er boðskapur Jesú til okkar í báðum þessum frásögnum?".

Síðan er farið út í tenginguna milli aðventista og boðun englanna þriggja og þá aðalega vers Opinberunnarbókarinnar 14:6.  Þarna koma fram mjög sterk orð sem eru að þeir sem hafna fagnaðarerindinu að þeir munu glatast.

Lexíu höfundur segir þetta:

Það er algjört grundvallaratriði að við sem erum lærisveinar höfum góðan skilning og séum staðföst í fagnaðarerindinu.  Heimurinn allur var sekur vegna syndarinnar, Jesús tók algjörlega og fullkomlega á sig sökina.  Þess vegna er það að hver sem á hann trúir þarf ekki lengur að taka á sig sök og dóm syndarinnar heldur getur vegna náðar Guðs þegið fyrirgefningu og íklæðst réttlæti Jesú Krists, sama hver bakgrunnur viðkomandi er.  Þetta verður að vera grundvöllurinn að öllu okkar starfi og prédikun í heiminum.

Ég er alveg sammála honum hérna þótt að þetta er ekki þægilegur boðskapur að boða.  Læt þetta duga sem smá yfirferð en mig langar líka að rökræða þau rök sem Vantrúar meðlimurinn Hjalti kom með á móti fagnaðarerindinu á þessum blogg þræði hérna: Er krossinn get out of jail card?

Þetta ætti að verða athyglisvert og allir velkomnir.


Líf á öðrum hnöttum, ekkert mál?

Einn meðlima Vantrúar, Hjalti Rúnar Ómarsson benti á þetta video hérna: http://youtube.com/watch?v=ozbFerzjkz4 sem svar við því að lífið þarf hönnuð. Ég ætla að fara yfir þau rök sem myndbandið kemur með.

1. Ef þú finnur málverk þá veistu að það er til einhver sem málaði málverkið. Þeir segja að þetta eigi ekki við náttúruna því að hún er búin til úr efnum sem búa til afrit af sjálfu sér. Ef maður horfir aðeins á lífið sjálft þá eiga þessi rök vel við. Ef málverkið hefði vélar og tæki til að búa til önnur málverk þá myndi vonandi enginn halda því fram að enginn þurfti að búa þessa málverka verksmiðju til.

2. Þeir setja upp að vandamálið er uppruni DNA eins og DNA geti búið til afrit af sjálfu sér. Þetta er alrangt. Þótt að höfin væru full af DNA þá þýðir það ekki að það væri til líf. Til þess að líf sé til staðar þá þurfa að vera til "vélar" sem skilja upplýsingarnar sem eru á DNA-inu og kunna að framfylgja þeim skipunum. Ímyndaðu þér hve mikið mál það væri að búa til tölvu ef þú hefðir rússneskar verkfræði teikningar af tölvunni. Við erum núna eftir marga áratugi ennþá að reyna að skilja DNA og síðan er ætlast til þess að maður trúi því að náttúrulegir ferlar hafi getað búið til vélar sem skilja DNA.

3. Það er rétt það sem kemur fram í myndbandinu að efnin sem DNA er búið til úr geta myndast fyrir tilviljun. Þess ber samt að geta að líkurnar eru litlar og efnafræðin einkar óhagstæð myndun þessara efna.

4. Að svona keðjur geti myndast er eitthvað sem er meira fræðilegt en eitthvað sem við höfum einhverja reynslu af. Væri fróðlegt að vita hve löng keðja hefur sést myndast og hvað varð um hana. Ég myndi gíska á eitthvað sem væri virði tveir þrír DNA-stafir og væri gaman ef einhver veit þetta að fræða mig og aðra lesendur um þetta atriði.

5. RNA getur búið til afrit af sér.  Þetta er mjög villandi fullyrðing. Í réttum skilyrðum geta örfá af þessum efnum framkallað efnahvörf sem mynda fleiri eins efni en þetta er ekkert svipað því þegar fruma býr til eintak af sjálfu sér. Þegar þetta gerist þetta gerist þá eru þetta efnahvörf en þegar fruma býr til afrit af sér þá erum við að tala um mikið magn upplýsinga og véla sem skilja upplýsingarnar.

6. RNA verður að DNA.  Enginn hefur séð hvernig RNA gæti orðið að DNA né neinar tilraunir sem sýna fram á hvernig þetta gæti gerst. Hérna viðurkenna þeir að DNA getur ekki búið til afrit af sjálfu sér svo þarna stoppar allt ferlið.

7. Prótein sem geta afritað DNA.  Þeir nefna tilraun Stanley Millers sem sönnun þess að amínósýrur geti myndast aðeins með náttúrulegum ferlum. Það er rétt að rétta umhverfið getur búið til amínósýrur en líkurnar eru á móti myndun þeirra og í tilraunum hefur ekki tekist að mynda allar amínósýrurnar sem lífið þarf. Einnig þá myndast alltaf tvær tegundir af amínósýrum en aðeins vinstri tegundin er notuð af lífinu, ef ein af hægri tegundinni af amínósýrunum myndi myndast þá myndi það eyðileggja allt saman.  Þeir setja þetta líka þannig upp að lengjur af amínósýrum myndast eins og ekkert sé en það vantar sárlega upp á einhverjar rannsóknir sem styðja það. Ef maður myndi síðan gefa sér að það væri ógrynni fjöldi amínósýra og engar efnafræðileg vandamál, þær myndu bara tengjast saman í langar keðjur þá eru samt líkurnar á því að eitt venjulegt prótein myndist svo litlar að það er hægt að afskrifa það sem eitthvað sem gæti gerst. Meira um það hérna: http://www.creationsafaris.com/epoi_c04.htm

Myndband sem sýnir þetta ferli.

 

8. DNA laði að sér þá hluti sem fruman er búin til úr.  Þetta er óskhyggja af mjög háu stigi. Ef ein fruma er tekin og sett í vinsamlegt umhverfi og síðan potað lítið gat á hana þá deyr hún. Öll efnin leka út og verða að engu.  Enginn vísindamaður á þessari jörð gæti tekið þessi efni og þessar vélar og raðað þeim aftur í lifandi frumu. Samt ætlast þessir gaurar til þess að maður trúi að þessi efni mynduðust sjálf og röðuð sér sjálf í lifandi frumu?  Þeir reyna að fela þetta vandamál með því að segja að þetta líf væri allt öðru vísi en við höfum í dag; sem sagt að bara ímynda þér og þá er hægt að trúa.  Ég er mikill trú maður en svona mikla trú hef ég ekki.

9. Nú þegar kristnir vita hver tilgátan er...  Þetta er bara ein af mörgum svo það komi fram. Það er ekki eins og þetta er "tilgátan" heldur er þetta ein tilgáta.  Sem betur fer viðurkennir hann að þessar rannsóknir eru á frumstigi og gaman að sjá heiðarleika þar.

10. Eina sem kristnir þurfa að gera er að sýna fram á hvert af þessum skrefum er ómöglegt. Búinn að því en myndbandið setur upp forvitnilega spurningu, hvenær greip Guð inn í það sem gat gerst af sjálfu sér.  Ef spurningin væri hvenær greið smiðurinn inn í byggingu hússins þegar mörg af skrefunum gat gerst af sjálfu sér... Það er rétt að einn og einn steinn gæti lent ofan á hvor öðrum sem einhver gæti talið vera vísir að húsi en munurinn á nokkrum steinum ofan á hvor öðrum og húsi er nokkuð mikill. Ef vísindamenn þurfa að beita öllu sínu viti til að búa til lítið prótein þá segir það okkur að þarna að minnsta kosti þurfti skaparinn að grípa inn í. Dáldið skondið hérna er að vísindamenn nota amínósýrur úr náttúrunni því það er allt of erfitt að búa þær til með aðferð eins og Stanley Miller notaði; hreinlega ógerlegt.

11. Annað lögmál varmafræðinnar...  Málið með þetta lögmál í þessu samhengi er að allir hlutir hafa tilhneigingu að brotna niður í einfaldari form. Ef þú værir með kíló af próteinum þá eftir þúsund ár eða svo þá værir þú með miklu færri prótein því þau brotna niður. Við sjáum þetta lögmál líka virka við frumuna sem stungið er gat á; hún leysist upp í einfaldari efni og að setja hana aftur saman væri eitt mesta vísindaafrek í sögu vísindanna.

 

Að finna "lífrænt" efnasamband er miljörðum ljósárum frá því að finna líf og staðreyndirnar tala sínu máli; við höfum mjög góðar ástæður til að álykta að lífið var hannað af mjög hæfum skapara. 


mbl.is Líf á öðrum stjörnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er krossinn get out of jail card?

Í umræðu hérna á blogginu kom upp gagnrýni á þá kristnu trú að krossinn hafi verið borgun fyrir syndir mannkyns. Myndin sem Biblían dregur upp er að það mun koma sá tími er Guð mun dæma heiminn með réttlæti og allri illsku verður útrýmt. Í Nóbels ávarpi Alexander Solzhenitsyn þá kom hann inn á þetta vandamál.

Aleksander Solzhenitsyn
If only there were evil people somewhere insidiously committing evil deeds and it were necessary only to separate them from the rest of us and destroy them.
But the line dividing good and evil cuts through the heart of every human being.
And who is willing to destroy a piece of his own heart?

 

Stóra vandamálið er að illskan virðist leynast í hjörtu okkar allra. Ímyndaðu þér að sjá fyrir rétti mann sem rændi mörgum tuga miljóna og eyddi þeim í sínar eigin ljótu fíknir. Dómarinn dæmir þjófinn til að greiða 40 miljónir í sekt eða 20 ár í fanelsi. Þar sem maðurinn átti engann pening er fangelsis vist það eina sem kemur til greina. Þegar verið er að taka hann úr dómsalnum til afplánunnar þá kemur inn maður og segist ætla að greiða gjaldið svo að þjófurinn þyrfti ekki að fara í fangelsi. 

crucifixionÞetta er sú mynd sem Biblían dregur af krossinum, laun syndarinnar er dauði en Kristur borgaði gjaldið með
lífi sínu á krossinum.  Þegar einhver ætlar að borga gjaldið með góðum verkum þá væri það eins og þessi
þjófur myndi segja að af þessum miljónum þá gaf hann fimm þúsund í Hjálparstarf Rauðakrossins og
hvort að það myndi ekki vera nóg til að hann fengi að sleppa.  Þegar við ætlum að bjóða Guði okkar
"góðu" verk þá erum við eins og þjófurinn að reyna að múta dómaranum.

Ímyndaðu þér faðir sem hefur verið að safna í mörg ár til að geta keypt handa syni sínum bíl þegar hann
fær bílpróf. Dagurinn rennur síðan upp, sonurinn er kominn með bílpróf og faðirinn ákveður að
gefa honum nýjann bíl.  Þegar faðirinn síðan sýnir syninum bílinn þá býðst sonurinn að kaupa bílinn af honum.
Honum finnst þúsund kall ætti að duga og að fara út með ruslið í heilann mánuð ætti að duga til að borga fyrir bílinn.  Væri þetta eitthvað annað en hræðileg móðgun og vanþakklæti?   

Guð gaf okkur það dýrmætasta sem Hann á, Son sinn, til að lifa meðal okkar og sýna okkur kærleika í verki og orðum. Völd þessa heims brugðust við því og drápu Hann og sú fórn var Hans borgun svo að á dómsdegi myndum við ekki þurfa að borga gjald syndarinnar.  Sá sem hafnar þeirri gjöf og ætlar í staðinn að bjóða sín góðu verk til að bæta upp fyrir sína glæpi, hann er eins og sonurinn sem vill kaupa gjöfina af föður sínum í staðinn fyrir að taka á móti gjöfinni í þakklæti.

Guð þráir að náða okkur, að fyrirgefa en það er skilyrðum háð. Skilyrðið er að við samþykkjum gjöfina sem Guð gaf sem borgun fyrir hið vonda sem við gerðum. Ef við höfnum þeirri gjöf þá verðum við að mæta frammi fyrir Guð og dæmast af okkar eigin verkum.


Hann er ekki hér, Hann er upprisinn

Greinin Hann er ekki hér, Hann er þjóðsaga er kveikjan að þessari grein en ég ætla að byrja á því að svara aðal atriði þeirrar greinar sem er að sagan af Kristi er byggð á ótraustum heimildum.

Áhrif kristninnar á heiminn í dag eru augljós, hvort sem horft er á mannkynssöguna, stjórnmál heimsins, list, heimspeki eða hvað annað. En þó að áhrifin séu raunveruleg og mjög mikil þá segir það samt ekki hvort að grunnur kristninnar eru traustur, hvort að sagan sem hún byggir á sé sönn eða ekki. Byggir Nýja Testamentið á áreiðanlegum sögulegum heimildum eða er hún ein af mörgum gömlum sögum og aðeins sú sem var valin af ráðamönnum þess tíma? Til að svara þeirri spurningu hvort að Kristur er raunveruleg persóna í mannkynssögunni þá ætla ég að skoða málið frá nokkrum hliðum, bera saman söguna um Hann við aðrar heimildir og athuga áreiðanleika Nýja Testamentisins.

Samanburður á öðrum sögum
Um allan heim eru til alls konar sögur um alls konar guði, því er það ekki undarlegt að í þeim sé að finna atriði sem eru lík sögunni af Kristi sem Nýja Testamentið segir frá. Það sem aftur á móti er mikilvægara er munurinn á þeim sögum og þeirri sögu sem Nýja Testamentisið segir frá. Nýja Testimentið er að hluta til skrifað af sjónarvottum sem lýsa atburðum sem gerast á sögulegum tíma, þar sem þáttankendur eru sögulegar persónur, á stöðum sem eru til enn þann dag í dag þar sem áhrif atburðanna eru enn sjáanleg. Flestar hinna sagnanna ef ekki allar gera ekki einu sinni tilraun til þess að vera sögulegar heimildir. Í Nýja Testamentinu er sagt frá lífi Jesú, starfi Hans og kenningum sem voru ólíkar öllu því sem heimurinn hafði áður heyrt. Það mikilvægasta sem fylgjendur Krists kenndu var að Jesú var raunverulega meðal þeirra og að Hann dó í raun og veru og að upprisa Hans var raunverulegur atburður. Svo alvarlega tóku fylgjendur Krists þessum atriðum að þeir sögðu að öll þeirra trú væri fánýt ef upprisan gerðist ekki í raun og veru. Þetta kemur vel fram hjá Páli í 1. Korintubréfi, 15. kafla, 15. til 17. vers.

1. Korintubréfi  15. kafla, 15. til 17. vers
Vér reynumst þá vera ljúgvottar um Guð, þar eð vér höfum vitnað um Guð, að hann hafi uppvakið Krist, sem hann hefur ekki uppvakið, svo framarlega sem dauðir rísa ekki upp.



Nýja Testamentið
Aðal vitnisburðurinn um Krist og sögu frum-kristninnar kemur frá Biblíunni eða Nýja Testamentinu. Í ljósi þess þá skiptir höfuð máli að athuga áreiðanleika hennar. Biblían er líklegast eitt mest rannsakaða rit í mannkynssögunni enda ekki nema von, eitt það elsta, útbreiddasta og mest þýdda rit sögunnar. Ég ætla að lista atriðin sem skipta máli fyrir þessa umræðu hérna og taka síðan stutta samantekt.

1. Til eru yfir 5.000 forn handrit af Nýja testamentinu, þau elstu talin vera frá 100 e.kr. til 150 e.kr. og fjöldinn eykst síðan með tímanum. Flest af hinum fornu klassískum verkum eru til minna en 20 handrit.
2. Ekkert af upprunalegu handritunum er til en aldur elstu handritanna er nálægt aldri upprunalegu eða um 50-150 árum eftir ritun upprunalegu handritanna.
Til samanburður þá eru flest önnur forn handrit 700-1400 árum eldri en upprunalegu handritin.
3. Engin af upprunalegu handritunum sem Nýja Testamentið saman stendur af eru týnd á meðan t.d. 107 af 142 af bókum Livy´s eru týndar og helmingur af 30 bókum Tacitus eru týndar.
4. Flest af bókum Nýja Testamentisins voru skrifuð af sjónarvottum sem tengja atburðina við sögulegar staðreyndir.
5. Engin önnur forn handrit sem varpa skugga á sögulegt gildi Nýja Testamentisins.
6. Höfundar Nýja Testamentisins eru mjög nálægt þeim atburðum sem þeir eru að skýra frá en flest önnur forn handrit eru skrifuð af sérstökum sagnfræðingum sem höfðu oftast engin bein tengsl við þá sem þeir voru að skrifa um.
7. Mörgum fornum handritum ber ekki saman um staðreyndir en samt hafa menn byggt upp stórann hluta af mannkynssögunni á þeim. Þótt það sé sér umræðuefni út af fyrir sig þá segi ég að hið sama á engann veginn við um Biblíuna.
8. Hluti bóka Nýja Testamentisins eins og Póstulasagan hefur að sögulegu leiti verið staðfestar að miklu leiti af öðrum heimildum, sjá: http://www.apologeticsinfo.org/papers/actsarcheology.html
9. Mjög fljótlega eftir að handritin að Nýja testamentinu voru skrifuð var litið á þau sem heilaga ritningu sem hinir svo kölluðu kirkjufeður í kringum 150-300 e.kr. vitnuðu marg oft í.

Hvaða álit sem einhver kann að hafa á þeirri sögu sem Biblían segir frá, þá frá fræðilegu sjónarhorni þá er Biblían risi meðal forn bókmenntanna. Mannkynið hefur varðveitt Biblíuna eins og ekkert annað rit sögunnar og sem slíkt rit þá er hún ein áreiðanlegasta heimildin sem mannkynið hefur um fortíð sína.

Aðrar heimildir
Að nota þagnarheimildir er alltaf mjög takmarköð aðferð til að sýna fram á eitthvað. Það sem þarf að hafa í huga þegar kemur að öðrum heimildum um Krist og þetta tímabil er að bæði hefur lítið varðveist frá þessum tíma og þeir sem tóku þátt í því að skrifa um mannkynssöguna voru mjög fáir. Einnig gerist þetta á tímum þar sem ferðalög voru margfalt sjaldgæfari en þau eru í dag þannig að það er ekki rökrétt að búast við miklum heimildum um þessa atburði frá 30 e.kr til u.þ.b. 120 e.kr. Það eru samt til heimildir sem varpa ljósi á þessa atburði og langar mig að fara yfir nokkrar þeirra.

Tacitus
Cornelius Tacitus ( 55 e.kr. til 120 e.kr ) var rómverskur sagnfræðingur sem lifði á þessum tíma og hefur verið kallaður mesti sagnfræðingur forn rómverja. Það sem hann er þekkastur fyrir eru verkin “Annals ” og “Histories ”, “Annals ” er talin hafa innihaldið átján bækur og hin seinni tólf. Tacitus minnist að minnsta kosti einu sinni á Krist og tvisvar á hina frum kristnu. Hérna fjallar hann um þegar kviknaði í Róm þegar Neró var við völd.

Tacitus 15.44
Consequently, to get rid of the report, Nero fastened the guilt and inflicted the most exquisite tortures on a class hated for their abominations, called the Christians by the populace. Christus, from whom the name had it’s origin, suffered the extreme penalty during the reign of Tiberius at the hands of one of our procurators, Pontius Pilatus, and a most mischievous superstition, thus checked for the moment, again broke out not only in Judea, the first source of the evil, but even in Rome, where all things hideous and shameful from every part of the world find their centre and become popular. Accordingly, an arrest was first made of all who pleaded guilty; then upon their information, an immense multitude was convicted, not so much of the crime of firing the city as of hatred against mankind. Mockery of every sort was added to their deaths. Covered with the skins of beasts, they were torn by dogs and perished or were nailed to crosses or were doomed to the flames and burnt to serve as a nightly illumination when daylight had expired. Nero offered his gardens for the spectacle and was exhibiting a show in the circus, while he mingled with the people in the dress of a charioteer or stood aloft in a car. Hence, even for criminals who deserved extreme and exemplary punishment, there arose a feeling of compassion, for it was not as it seemed for the public good but to glut one man’s cruelty that they were being destroyed.


1. Þarna kemur fram að kristnir voru í Róm á þessu tímabili og voru ofsóttir af rómverska keisaranum Nero.
2. Einnig kemur fram að þeir voru kallaðir eftir Kristi sem hefði verið pyntaður af Pílatusi.
3. Að trúin hefði fyrst komið upp í Júdeu en síðan blossað aftur upp í Róm.
4. Þegar eldur kom upp í Róm að þá kenndi Neró hinum kristnu um.
5. Þegar kristnir voru teknir og viðurkenndu að þeir væri kristnir þá voru þeir teknir af lífi með alls konar aðferðum.

Önnur tilvísun frá Tacitus um frum kristnina er að finna í “Histories” en aðeins vísun í þessi skrif eru til þar sem megnið af þessu riti er týnt. Sá sem vitnar í rit Tacitus er maður að nafni Sulpicus Severus þar sem hann segir frá því að Tacitus hafi skrifað um þegar musterið í Jerúsalem var brennt af rómverjum 70 e.kr. og að kristnir hafi verið tengdir þessum atburðum.

Josephus
Josephus var gyðingur sem gerðist sagnfræðingur í Róm. Hann fæddist um 37 e.kr. og dó 97 e.kr. Hann tilheyrði prest fjölskyldu og gerðist Farísei þegar hann var nítján ára. Hann tók þátt í orrustu gyðinga við rómverja og eftir eyðileggingu Jerúsalems 70 e.kr. þá flutti hann til rómar þar sem hann varð sagnfræðingur keisarans Vespasian.
Daniel-Rops, “Silence of Jesus Contemporaries” bls. 19-21; Bruce, The New Testament Documents, bls 102-103

Í einu af aðal verki Josephusar er að finna tilvitnun um Krist, skrifuð í kringum 90 e.kr til 95 e.kr. Ein tilvísunin er mjög stutt og segir aðeins frá Jakobi, bróðir Jesús sem var kallaður Kristur en önnur er áhugaverði en einnig umdeild. Varðandi þessa tilvitnun þá var það árið 1972 að prófessor að nafni Schlomo Pines gaf út sínar niðurstöður á rannsókn á arabísku handriti sem innihélt þessa umdeildu tilvitnun Josephusar en þar er hún töluvert öðru vísi en í hinum handritunum.
Charlesworth  Jesus Within Judaism, bls. 95
At this time there was a wise man who was called Jesus. His conduct was good and was known to be virtuous. And many people from among the Jews and the other nations became his disciples. Pilate condemned him to be crucified and to die. But those who had become his disciples did not abandon his discipleship. They reported that he had appeared to them three days after his crucifixion and that he was alive;
accordingly he was perhaps the Messiah, concerning whom the prophets have recounted wonders.

Hinar útgáfurnar af þessari tilvitnun segja hreinlega að Kristur hafi verið Guð en það virkar harla ótrúlegt að gyðingur myndi segja það án þess auðvitað að gerast kristinn. Það sem við sjáum hérna er merkilega algengt vandamál þegar kemur að því að meta áreiðanleika forna heimilda, að það eru til nokkur forn handrit af sama verkinu og að þeim ber ekki saman. Ég myndi segja að hérna eru líklegast upprunalegu orð Josephusar en líklega hafi verið átt við hinar útgáfurnar. Það sem ég tel vera alveg öruggt hérna er að hugmyndin um að allar tilvitnanirnar í öllum þessum handritunum eru uppspuni gengur engann veginn upp.

Thallus
Í kringum 52 e.kr skrifaði maður að nafni Thallus sögu landa nálægt austur miðjarðarhafinu, frá Trjóju stríðinu til hans tíma. Þetta rit er ekki lengur til og aðeins tilvísanir í það af öðrum rithöfundum. Einn af þeim er þekkti það og vísaði í það var Julius Africanus sem var uppi í kringum 220 e.kr. Hans vitnisburður styður frásögnina um sólmyrkvann og jarðskjalftann sem Nýja Testamentið segir frá þegar Kristur var krossfestur.


Julius Africanus @ Extant Writings, XVIII in the ante-Nicene Fathers, ritstýrt af Alexander Robers og James Donaldson ( Grand Rapids: Eermans, 1973), hefti VI, bls 130.)
On the whole world there pressed a most fearful darkness; and the rocks were rent by an earthquake and many places in Judea and other districts were thrown down. This darkness Thallus, in the third book of his History, calls as appears to me without reason, an eclipse of the sun.

Þarna gagnrýnir Julius útskýringu Thallus á þessu myrkri og ástæðan sem hann gefur er að sólmyrkvi getur ekki gerst þegar tunglið er fullt en þannig var það á páskahátíð gyðinga. Veikasti þátturinn í þessari heimild er að Julius gefur aðeins til kynna að þetta hafi gerst þegar Kristur var krossfestur en það kemur ekki sérstaklega fram að Thallus sagði það.

Suetonius
Annar rómverskur sagnfræðingur sem vitnar um Krist er Suetonius, lítið er vitað um hann nema það að hann var aðalritari keisarans Hadrian ( 117. e.kr. til 138 e.kr. ) og að hann hafði aðgang að skýrslum ríkisins. Fyrsta tílvísuin fjallar um rómverska keisarann Claudius ( 41 e.kr. til 54 e.kr. ) þar sem hann skrifar þetta:
Suetonius @ Claudius, 25
Because the Jews at Rome caused continuous disturbances at the instigation of Chrestus, he expelled them from the city.
Chrestus er stafsetningar afbrigði af “Christ” sem sagt Kristur. Þarna segir hann að óeirðir hafi brotist út í Róm og ástæðan er Kristur svo Claudius rak þá burt frá borginni. Þetta stemmir við þá sögu sem póstulasagan segir frá, þar sem Páll hittir gyðinga hjón frá Pontus, maður að nafni Aquila og kona hans Priscilla en þau höfðu farið frá Ítalíu vegna þess að Claudius hafði heimtað að allir gyðingar færu frá Róm.

Önnur tilvísunin fjallar aftur um Nero og hans pyntingar á hinum kristnu.
Suetonius Nero, 16
After the great fire at Rome... Punishments were also inflicted on the Christians, a sect profession a new and mischievous religious belief.
Pliny hinn yngri
Rómverskur rithöfundur sem var ríkisstjóri Bithynia í Asia Minor í kringum 112 e.kr. Pliny hin eldri var sagnfræðingur en sonur hans er þekktur fyrir bréf sín sem eru í dag flokkuð sem klassísk bókmentaverk. Í að minnsta kosti einu þessara bréfa fjallar Pliny um hina kristnu á hans tímum.
Pliny Letters, þýtt af William Melmoth, endurskoðað af W.M.L. Hutchinson ( Cambridge: Harvard Univ. Press, 1935 ), bindi II, X:96
They ( the Christians ) were in the habit of meeting on a certain fixed day before it was light, when they sang in alternate verses a hymn to Christ, as to a God, and bound themselves by a solemn oath, not to any wicked deeds, but never to commit any fraud, theft or adultery, never to falsify their word, not deny a trust when they should be called upon to deliver it up; after which it was their custom to separate and then reassemble to partake of food – but food of an ordinary and innocent kind.
Það er margt fleira sem kemur fram í hans bréfum t.d. hvernig hann yfirheyrði þá sem voru kristnir og ef þeir afneituðu ekki trú sinni og bölvuði Kristi þá voru þeir teknir af lífi en annars var ekkert gert. Pliny fékk svar frá keisaranum Trajan þar sem hann styður Pliny í hvernig hann átti að taka á hinum kristnu.

Hadrian keisari
Heimildir um réttarhöld yfir kristnum eins og Pliny talaði um er einnig að finna í bréfi frá manni að nafni Serenius Granianus, pro konsúll Asíu sem var ætlað Hadrian keisara ( 117 e.kr. til 138 e.kr ).
Eusebius @ Ecclesiastical History, IV:IX
I do not wish, therefore that the matter should be passed by without examination, so that these men may neither be harassed, nor opportunity of malicious proceedings be offered to informers. If therefore the provincials can clearly evince their charges against the Christians, so as to answer before the tribunal, let them pursue this course only, but not by mere perditions and mere outcries against the Christians. For it is far more proper, if any one would bring an accusation that you should examine it.
Talmud
Gyðingar höfðu margar munnsagnir sem gengu manna á milli yfir margar kynslóðir, þetta efni var tekið saman af Rabbínanum Akiba fyrir dauða hans 135 e.kr. Verk hans var síðan klárað af nemanda hans, rabbínanum Judah, í kringum 200 e.kr. Þetta verk er þekkt undir nafninu Mishnah, síðan fornar skýringar á þessu riti er kallað Gemaras og saman eru þau kölluð “The Talmud”. Mjög athyglisverð tilvitnun er þar að finna sem hljóðar svona
The babylonian Talmud @ þýtt af I. Epstein ( London: Soncino, 1935), bindi III, Sanhedrin 43a, bls 281.
On the eve of the Passover Yeshu was hanged. For forty days before the execution took place, a herald went forth and cried, “He is going forth to be stoned because he has practiced sorcery and enticed Israel to apostasy. Any one who can say anything in his favor, let him come forward and plead on his behalf.” But since nothing was brought forward in his favor he was hanged on the eve of the Passover!
Þarna kemur fram að Jesú var krossfestur(hengdur) að kvöldi Páska hátíðarinnar sem styður frásögn Nýja Testamentisins um þennan atburð. Biblían talar ekki um þessa 40 daga þar sem Kristi var hótað að verða grýttur en hún nefnir samt að Kristur vissi að það var áætlun um að drepa Hann.

Toledoth Jesu
Þetta rit var skrifað sem andsvar gyðinga við fullyrðingum hinna kristnu og hafa þeir sína eigin frumlegu útskýringu á því hvað varð um líkama Krists eftir krossfestinguna. Þeirra saga er á þá leið að garðyrkjumaður að nafni Juda komst að því að lærisveinarnir ætluðu að stela líkamanum en varð á undan þeim. Gerði gröf í sínum eigin garði og síðan þegar lærisveinarnir ætluðu að stela líkama Krists þá var hann horfinn. Síðan þegar prestarnir fundu gröfina tóma þá lét Juda prestana vita og sýndi þeim líkið sem þeir síðan drögu um götur Jerúsalems. Þótt að þetta rit var sett saman í kringum 500 e.kr. þá sýnir það, að á þeim tímum voru menn frekar að reyna að koma með svona sögur en að reyna að færa rök fyrir því að Kristur hefði aldrei verið til.

Mara Bar-Serapion
Breska safnið á handrit af bréfi sem var skrifað einhvern tímann í kringum fyrstu og þriðju öldina e.kr. Sá sem skrifaði það hét Mara Bar-Serapion sem var að skrifa úr fangelsi til að hvetja son sinn Serapion til að gera eins og sumir merkir menn fortíðarinnar.
British Museum  Syriac Manuscript, Additional 14.658. For this text, see Bruce, Christian Origins, p. 31
What advantage did the Athenians gain from putting Socrates to death? Famine and plague came upon them as a judgment for their crime. What advantage did the men of Samos gain from burning Pythagoras? In a moment their land was covered with sand. What advantage did the Jews gain from executing their wise king? It was just after that, that their kingdom was abolished. God justly avenged these three wise men: the Athenians died of hunger; the Samians were overwhelmed by the sea; the Jews, ruined and driven from their land, live in complete dispersion. But Socrates did not die for good; he lived on in the statue of Hera. Nor did the wise King die for good; he lived on in the teachings which he had given.
Það getur aðeins átt við Krist hérna þar sem krossfestingin er eini atburðurinn sem við vitum um sem gerðist rétt áður en Jerúsalem var eyðilögð og gyðingarnir dreifðust um alla jörðina. Þessi maður hérna trúði ekki á Jesú en leit á Hann sem mikinn kennara sem gyðinga höfðu líflátið.

The Gospel of Truth
Guðspjall sannleikans var líklegast skrifað af gnostiska kennaranum Valentinus sem myndi tímasetja það í kringum 135 e.kr. til 160 e.kr. Ef ekki þá kom það frá þeim trúarhópi og væri samt dagset eitthvað fyrir 200 e.kr. Gnostar trúðu á Krist en samt ekki á sama hátt og aðrir frum kristnir, hérna er athyglisverð tilvitnun frá þeim um þetta efni.
The Gospel of Truth 30:27-33; 31:4-6.
For when they had seen him and had heard him, he granted them to taste him and to smell him and to touch the beloved Son. When he had appeared instructing them about the Father...For he came by means of fleshly appearance.
Jesus was patient in accepting sufferings... since he knows that his death is the life for many...he was nailed to a tree; he published the edict of the Father on the cross...He draws himself down to death through life...eternal clothes him. Having stripped himself of the perishable rags, he put on the imperishability, which no one can possibly take away from him.
Aðrar gnostiskar heimildir eru “The Apocryphon of John”, sem kemur frá kenningum Saturninus sem var uppi í kringum 120-130 e.kr. Einnig má nefna guðspjall Tómasar en texti þess er talinn vera frá 140-200 e.kr.
Grant, Gnosticism and the Early Christianity, pp. 183-184

Acts of Pontius Pilate
Justin Martyr ( 150 e.kr. ) og Tertullian ( 200 e.kr. ) segja frá opinberu rómversku skjali sem Pontíus Pílatus á að hafa skrifi.
Justin Martyr @ First Apology, XXXV. Quotations from Justin Martyr and Tertullian are from the Ante-Nicene Fathers, ed by Alexander Robers and James Donaldson ( Grand Rapids: Eerdmans, 1973), vol III.)
And the expression, “They pierced my hands and my feet,” was used in reference to the nails of the cross which were fixed in His hands and feet. And after He was crucified, they cast lots upon His vesture, and they that crucified Him parted it among them. And that these things did happen you can ascertain in the “Acts” of Pontius Pilate.
Phlegon
Verk þessa manns eru týnd en við höfum tilvísanir í þau frá öðrum höfundum. Phlegon vann fyrir keisarann Hadrian sem fæddist nálægt 80 e.kr. Origen sagði eftirfarandi.
Origen  Contra Celsum XIV in the Ante-Nicene Fathers
Now Phlegon, in the thirteenth or fourteenth book I think, of his Chronicles, not only ascribed to Jesus a knowledge of future events(although falling into confusion about some things which refer to Peter, as if they are referred to Jesus), but also testified that the result corresponded to His predictions.
...
And with regard to the eclipse in the time of Tiberius Caesar, in whose reign Jesus appears to have been crucified and the great earthquakes which then took place, Phlegon too, I think, has written in the thirteenth or fourteenth book of his Chronicles.


Þessi yfirferð tel ég sýna að það er merkilega mikið af heimildum um Krist og sögu Nýja Testamentisins miðað við hve langt er frá þessum tíma og miðað við aðstæður á þessum stöðum. Við vitum að kristni var orðin það algeng í kringum 300 e.kr. að rómarveldi eins og það lagði sig tók upp kristni.  Að það hafi liðið aðeins um 250 ár frá krossfestingunni þangað til að heimsveldið Rómar varð kristið er kraftaverk út af fyrir sig. Þegar síðan svona heimildir bætast við sem eru frá þeim tíma áður en rómarveldi verður kristið þá ætti það að vera alveg augljóst að um er að ræða alvöru atburði í mannkynssögunni hvort sem menn trúa að Kristur hafi verið Guð eða ekki.

Aðrar kristnar heimildir
Því hefur verið haldið fram að jafnvel þótt að allar Biblíur í heiminum myndu hverfa þá væri samt hægt að endurbyggja Biblíuna út frá skrifum hinna svo kölluðu kirkjufeðra eða þeir sem voru uppi frá 100 e.kr. til u.þ.b. 350 e.kr.

Clement of Rome
Clement var einn af öldungunum í rómar kirkju í kringum 95 e.kr. og þar höfum við bréf frá honum til kirkjunnar í Korintu.
Clement of Rome Corinthians, 42
The Apostles received the Gospel for us from the Lord Jesus Christ; Jesus Christ was sent forth from God. So then Christ is from God, and the Apostles are from Christ. Both therefor came of the will of God in the appointed order. Having therefore received a charge and having been fully assured through the resurrection of our Lord Jesus Christ and confirmed in the word of God with full assurance of the Holy Ghost, they went forth with the glad tidings that the kingdom of God should come. So preaching everywhere in country and town, they appointed their first-fruits, when they had proven them by the Spirit, to the bishops and the deacons unto them that should believe.
Ignatius
Ignatius var biskup af Antioch og leiðtogi frumkirkjunnar var dæmdur til dauða í Róm. Á leiðinni til þess að taka við dauða dómnum þá sendi hann bréf til nokkura kirkna and einstaklinga. Þessi bréf eru vitnisburður um hver afstaða fólks var í kringum 110-115 e.kr.
Ignatius @ Trallians, 9
Jesus Christ who was of the race of David, who was the Son of Mary, who was truly born and ate and drank, was truly persecuted under Pontius Pilate, was truly crucified and died in the sight of those in heaven and on the earth and those under the earth; who moreover was truly raised from the dead, His Father having raised Him, who in the like fashion will so raise us also who believe in Him
Ignatius skrifaði meira um Krist og frumkirkjuna og allt það styður aðeins það sem póstularnir skrifuðu í Nýja Testamentinu.

Quadratus
Einn af fyrstu verjendum kristinnar trúar var Quadratus og í einu af bréfum sínum til Hadrian keisara í kringum 125 e.kr. er vitnisburður um Krist. Því miður er vitneskjan um þetta aðeins að finna í tilvísun frá manni að nafni Eusebius á fjórðu öld. Hérna er parturinn þar sem hann vitnar í Quadratus:
Eusebius @ Ecclesiastical History IV:III
The deeds of our Saviour were always before you, for they were true miracles; those that were healed, those that were raised from the dead, who were seen, not only when healed and when raised but were always present. They remained living a long time, not only whilst our Lord was on earth but likewise when he had left the earth. So that some of them have also lived to our own times.
Hérna er vitnisburður um kraftaverk Krist en einnig um þá sem voru reistir upp frá dauðum og lifðu allt til tíma Quadratus.

Barnabas
Maður að nafni Barnabas skrifaði margt um Krist og að stórum hluta um tengingu Krist við gamla testamentið, við fórnakerfið og hvernig Kristur uppfyllti lögmál Gamla Testamentsins. Þótt að dagsetningin á þessu riti er umdeild þá er algengasta dagsetningin á henni í kringum 138 e.kr.
 
Barnabas
He must needs be manifested in the flesh... He preached teaching in Israel and performing so many wonders and miracles and He loved them exceedingly... He chose His own apostles who were to proclaim His Gospel... But He Himself desired so to suffer; for it was necessary for Him to suffer on a tree.
Justin Martyr
Verk Justins Martyrs eru að stórum hluta guðfræðilegs eðlis þar sem hans eigin trúarreynsla og hugleiðingar spila stórt hlutverk en samt kemur hann inn á nokkur sagnfræðileg atriði varðandi Krist. Hann var uppi í kringum 150 e.kr. og skrifaði aðalega til keisarans Antoninus Pius þar sem hann kemur inn á ýmis atriði um líf Krists, hérna er dæmi um slíkt:
Ibid. @ XXXIV. Quotations from the works of Justin Martyr are taken from the Ante-Nicene Fathers, vol. 3.
Now there is a village in the land of the Jews, thirty-five stadia from Jerusalem, in which Jesus Christ was born as you can ascertain also from the registers of the taxing made under Cyrenius, your first procurator in Judea.
Það eru það margar tilvitnanir sem hægt væra að taka til úr verkum Justins þar sem hann stendur í rökræðum við marga af hans samtíma mönnum um sannleiks gildi Nýja Testamentisins en læt þetta duga.

Hann er ekki hér, hann er þjóðsaga
Hérna ætla ég að svara nokkrum að þeim atriðum sem höfundurinn “frelsarinn” kemur með í grein sinni á vantru.is: Hann er ekki hér, hann er þjóðsaga
 
Formáli
Þar sem formálinn snýst aðalega um það að telja upp bækur sem styðja skoðun höfundarins þá langar mig að benda á nokkrar bækur sem styðja skoðun þessarar greinar.

Resurrected? : An Atheist and Theist Dialogue
The Case for the Resurrection of Jesus

The Historical Jesus

The Historical Reliability of the Gospels

New Testament Introduction (Donald Guthrie )

Löngu fyrir þjóðsöguna um Krist
Þar sem búið er að fjalla almennt um aðrar sögur þá ætla ég hérna aðeins að fjalla um Díónísus. Í þessu tilviki vita menn ekki hvort að þessi saga er eldri eða yngri en sagan af Kristi. Þegar við síðan skoðum þessa sögu betur þá finnum við atriði eins og þetta hérna
Philandering Zeus fell in love with Semele, princess of the house of Thebes and daughter of the Phoenician immigrant king Gadmus . Zeus came to her disguised as a mortal man, and Semele was soon pregnant. Hera, Zeus's queen, inflamed with jealousy, disguised herself as an old woman and hurried to Semele's door; her hair was straggly and her skin furrowed with wrinkles. For a while the two women chatted. When Semele revealed her affair with Zeus, the disguised Hera suggested that his claim to be king of the gods might be only a ploy; perhaps he was an ordinary mortal who made up the story to bring Semele to his bed. The old woman departed, and Semele doubted. When Zeus next came, she asked for just one wish. Zeus swore by the underworld river Styx that he would give whatever she asked. "Appear to me as you appear to Hera, when you make love to her!" Semele asked. Sorrowful, yet true to his word, Zeus appeared in all his glory, burning Semele to a crisp. Hermes saved the fetus and carried it to Zeus, who sewed it into his thigh. Three months later he removed the stitches, and Dionysus was born again. He was the twice-born god
Díónísus var guð vínsins eins og hans annað nafn Bakkus gefur vel til kynna og aðal atriði þessa trúarhóps var að skemmta sér. Meira að segja í svo miklu magni að rómverska þingið setti takmörkun á stærð hópsins og hve oft hann mátti safnast saman. Síðan aðeins meira um Díónísus:
After the murder, the Titans devoured the dismembered corpse. But the heart of the infant god was saved and brought to Zeus by Athena; Dionysus was born again--swallowed by Zeus and begotten on Semele. Zeus was was angry with the Titans and destroyed them with his thunder and lightning; but from their ashes humankind was born.
Þetta er vægast sagt ekkert líkt sögunni um Krist. Í greininni eru listuð upp atriði sem eru lík milli Díónísus og Krists og þar kemur fram að þeir hafi verið líkir í útliti en þar sem engin lýsing á því hvernig Kristur leit út þá strax byrja ég að efast um hvort það er eitthvað á bakvið hin atriðin sem eru nefnd.

Meira um svona sögur og afhverju sagan af Kristi er einstök meðal hinna fornu guða: http://www.christian-thinktank.com/copycatwho2.html

Varðandi hliðstæður milli Krists og þess sem stendur í Gamla Testamentinu þá er það mjög eðlilegt enda segir Kristur að Móse og spámennirnir voru að fjalla um Hann svo sú gagnrýni er vægast sagt órökrétt því ef það væri ekki þetta samræmi þá fyrst væri eitthvað að.

Þegar kemur að kristinni trúarhefð þá er alveg rétt að alda gamlar heiðnar hefðir eru þar að finna út um allt sem er tengt því að þegar Róm tók um kristni þá var henni neytt ofan í marga og uppskeran var alls konar málamiðlanir sem við sjáum leyfar af í dag eins og í hvaða átt kirkjur og grafreitir snúa og dagsetning jólanna.

Varðandi að Opinberunarbókin er Opinberunarbókinni þá er mjög stór hluti hennar beint úr Gamla Testamentinu svo eina leiðin til að skilja hana er að skilja tenginguna við Gamla Testamentið og það gerir hana aðeins merkilegri þótt að það þarf töluvert átak að fá einhvern skilning í hana en það verður ekki tekið frá henni að hún er stórkostlegt bókmenntaverk

Fornleifar og minjar
Það er mjög erfitt að meta það hve mikið maður ætti að búast við því að finna af fornleifum frá þessum tíma en t.d. þá hefur fornleifafræðin sannreynt að mikið af lýsingum á staðháttum og nöfn á borgum sem Biblían minnist á hafa reynst rétt. Síðan nokkur önnur atriði sem eru athyglisverð og varpa ljósi á þessa atburði.

Nasaret yfirlýsingin
Árið 1878 fannst marmara plata í Nasaret sem lýsti sjálfri sér sem “ordinance of Caeser”. Skilaboðin á henni voru strangt bann við því að eiga við grafreiti. Flestir eru sammála því að þetta er frá árunum 41 e.kr. til 54 e.kr. Textinn sem var skrifaður á grísku hljóðar svona:
P. Maier  First Easter, p. 119.
Ordinance of Caesar. It is my pleasure that graves and tombs remain perpetually undisturbed for those who have made them for the cult of their ancestors or children members of their house. If, however, anyone charges that another has either demolished them, or has in any other way extracted the buried, or has maliciously transferred them to other places in order to do wrong them, or has displaced the sealing on other stones, against such a once, I order that a trial be instituted, as respect of the gods, so in regard to the cult of mortals. For it shall be much more obligatory to honor the buried. Let it be absolutely forbidden for anyone to disturb them. In case of violation I desire that the offender be sentenced to capital punishment on charge of violation of sepulchre.
Það sem sérstaklega athyglisvert þarna er að þarna er sagt að það sé dauðarefsing við því að eiga við grafirnar en vanalega refsingin fyrir þannig glæp var sekt. Hvað það gæti verið sem gæti orsakað svona alvarlega refsingu við að raska þessum gröfum þá er það auðvitað ekki öruggt en þetta er eitthvað sem maður myndi búast við ef sagan í Nýja Testamentinu væri sönn.

Laugin í Bethesda
Í Jóhannesi 5:1-9 er talað um laug sem var kölluð á hebresku Betesda sem hefur fundist við fornleyfa uppgröft, þótt að auðvitað það sanni ekki tilvist Jesú þá samt sannar það að staðurinn sem talað er um var raunverulegur staður. Það hefur einnig fundist laug kölluð Sílóam sem Jóhannesi 9:7 talar um.    Bruce, Christian Origins, p. 188.

Mynt Pontíusar Pílatusar
Það hafa fundist myntir sem voru gerðar til heiðurs Pontíusar Pílatusar sem staðfestir að hann er söguleg persóna. Einnig fannst skjöldur í Caesarea Maritama árið 1961 þar sem þessi setning hérna fannst: “Pontius Pilatus, Prefect of Judea has dedicated to the people of Caesarea a temple in honor of Tiberius.”, þetta musteri var helgað keisaranum Tiberíusi sem var við völd frá 14 e.kr. til 37 e.kr. sem er þá frekari staðfesting á þessum atriðum sem Nýja Testamentið segir frá.

Nýlega fundin kristin kirkja
Fyrir ekki svo löngu síðan þá fannst kristin kirkja í Jerúsalem og frekari rannsóknir á henni munu án efa leiða margt athyglisvert í ljós, sjá: http://www.guardian.co.uk/israel/Story/0,2...1635817,00.html

Páll Postuli
Að Páll skuli ekki fjalla sérstaklega um ævi Krist er ekki undarlegt.  Samkvæmt hans eigin frásögn þá opinberaðist Kristur honum eftir krossfestinguna þannig að hann var ekki vitni að þeim atburðum sem gerðust fyrir krossfestinguna. Einnig er líklegt að hann vissi af guðspjöllunum eða að hann ákvað að þeir sem virkilega voru vitni þ.e.a.s. hinir postularnir ættu að sjá um að lýsa því sem þeir voru vitni að en ekki hann þar sem hann var ekki vitni að þeim atburðum.

Guðspjöllin
Það er frekar undarlegt að fullyrða mikið um hvað Rómarkirkjan vildi að væri varðveitt af “fjöl mörgum” guðspjöllum. Það er ekki komið með neinar sannanir fyrir þessari fullyrðingu og sérstaklega virkar sú kenning kjánaleg með tilliti til þess að mótmælenda hreyfingin snérist fyrst og fremst um að Rómarkirkjan væri ekki að fylgja Biblíunni.  Afhverju að velja og varðveita handrit sem passaði ekki við eigin kenningar? Líklegasta svarið er að þeir gátu lítið sem ekkert átt við handrit Biblíunnar vegna þess að á þessum tíma skiptu þau þúsundum og voru á víð og dreif um heiminn og þess vegna gátu þeir ekki gert neitt til að breyta þeim.

Varðandi það að þau voru skrifuð á grísku þá er það ekki undarlegt þar sem það var það mál sem var mest talað á þessum slóðum svo rökrétt að velja það. Síðan eru guðspjöllin nefnd eftir þeim sem hefðin segir að hafi skrifað þau og það eru engin alvöru rök eða sannanir fyrir því að svo hafi ekki verið.

Varðandi samræmi guðspjallan, ef um væri að ræða vitnisburð fjögurra einstaklinga af vettvangi glæps og þeir gæfu allir nákvæmlega sama vitnisburðinn þá myndi lögregluna strax gruna að um væri að ræða ótrúverðugann samsoðinn vitnisburð. Guðspjöllin segja frá sömu atburðunum á ólíkann hátt en samt með samræmi á milli sín sem er sterk vísbending um að þau voru skrifuð í sitthvoru lagi sem áreiðanlegur vitnisburður. Að þau eru öll skrifuð þannig að sjálfur höfundurinn hverfur alveg í frásögninni er síðan einstætt í bókmenntasögunni en það fáránlegt að setja það upp sem eitthvað sem dregur úr vitnisburða gildi ritanna.

Síðan fellur “frelsarinn” í þá gryfju að halda að menn, tvö þúsund árum seinna viti meira um staðhætti en þeir sem voru uppi á viðkomandi tímum. Þeir sem hafa einhverja reynslu af þannig fræðimennsku vita að alltaf þegar menn þekkja til einhverja mála þá er ansi lítið að marka frásögn þeirra sem búa langt í burtu, hvað þá þegar maður talar um langt í burtu og einhverjum þúsund árum síðar! Síðan eru þessar fullyrðingar ekki einu sinni studdar af neinum alvöru rökum eða sönnunum.

Að lokum í þessum hluta, þá kemur greinin með fáránlega fullyrðing um misskilning höfunda Nýja Testamentisins á spádómum Gamla Testamentisins. Varðandi spádóm Gamla Testamentisins um að fæðingarstaður Messíasar myndi vera Betlehem, ef við skoðum hvað stendur í Míka 5:2 þá er viðkomandi spádóm þar að finna:
Míka 5:2
Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í Ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum.
Hérna kemur skýrt fram að frá Bethlehem muni koma drottnari Ísraels sem er frá eilífðinni og þar sem aðeins Guð er eilífur þá hlýtur þessi spádómur að eiga við Hann. Svona misstök segja aðeins of mikið um kunnáttuleysi “frelsarans” um þetta efni.

Sögusviðið
Það er rétt að í kringum árið 70 e.kr. þá töpuðu Gyðingar Jerúsalem og sitt heimaland en það sem vantar í þetta er að Kristur hafði varað lærisveinana fyrir þessum atburði. Rétt áður en síðan rómverjar réðust á borgina þá flúðu hinir kristnu sem voru í henni og lifðu þennan hræðilega atburð af. Einnig er athyglisvert að spámenn Gamla Testamentisins spáðu fyrir þessum atburði líka.

Við sólsetur
Vonandi hefur þetta gefið aðeins réttari mynd af þessu efni en það sem kom fram í greininni á vantru.is. Þetta kemur svo sem alltaf niður á sama stað sem er að maður trúir eða trúir ekki. Trúir maður viðkomandi vitnisburði og telur hann áreiðanlegann eða ekki. Vonandi eftir lestur þessara greinar þá hafa þeir sem trúðu traustari grundvöll fyrir sína trú og þeir sem trúa ekki, ástæðu til að rannsaka málið frekar.

mbl.is „Upprisan tákn gleði og vonar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem lifa vita að þeir munu deyja en hinir dauðu vita ekki neitt

Prédikarinn 9
Því að meðan maður er sameinaður öllum sem lifa, á meðan er von, því að lifandi hundur er betri en dautt ljón.
Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. 
Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni. 

Ég á mjög erfitt með að skilja afhverju það sem Biblían kennir mjög skýrt skuli geta verið afbakað svona svakalega. Við höfum líf á þessari jörð aðeins mjög tímabundið, eftir það er dómurinn og út frá honum þá munu sumir fá eilíft líf á himnum en aðrir fá ekki líf og deyja.  Þeir sem vita ekki muninn á dauða og lífi þá er steinn dauður og dýr sem hreyfa sig og anda eru lifandi.

Myndin hérna til hægri sýnir hversu fáránleg þessi hugmynd er. Engar lýsingar eru til í Biblíunni af stað þar sem fólk er kvalið og kvalið og þær kvalir taka engann enda. 

Kenningin um eilífar kvalir í eldi er engann veginn hægt að finna í Biblíunni og sömuleiðis ekki eitthvað eilíft andlegt líf án Guðs. Biblían er líka skýr þegar kemur að þessu:

Fyrsta bréf Jóhannesar 5
11 Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans.
12 Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið.

Ég hef síðan fjallað um þetta í nokkrum öðrum greinum:

Hver er refsing Guðs, eilífar þjáningar í eldi eða eilífur dauði?

Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti, taka 2

Svar við grein sem styður kenninguna um eilífar þjáningar hinna syndugu

Geta hinir dánu talað við þá sem eru lifandi?

 


mbl.is Helvíti andlegt frekar en líkamlegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Þegar ég segi "Föstudaginn Langa" þá á ég auðvitað við að spádómurinn á við það sem gerðist á Föstudaginn Langa, sem sagt krossfestingu Jesú Krists.  Í Gamla Testamentinu er bók sem kölluð er Daníels bók eftir höfundi hennar, Daníel. Saga bókarinnar gerist þegar Ísrael er í útlegð í Babelón um 605 til 536 f.Kr. Þegar Daníel er aðeins táningur, eða í kringum 15 ára þá er honum rænt frá fjölskyldu sinni í Júda og er tekinn til Babelónar. Þar lifði hann restina af sinni ævi og varð hátt settur embættismaður og mikils metin af konungi Babelónar.

Spádómar Daníels fjalla aðalega um hvernig veldi heimsveldi þessa tíma yrðu að Evrópu okkar tíma en hérna vil ég benda á spádóm sem fjallar um hvenær Messías yrði drepinn. Sem sagt spádóm um hvenær Kristur yrði krossfestur eða Föstudaginn Langa.

Þennan spádóm er að finna í 9. kafla Daníels bókar og byrjar þar sem Daníel er í bæn að biðja Guð um að fyrirgefa Ísrael fyrir hegðun þeirra sem leiddi til herleiðingarinnar.  Þegar Daníel er að biðja þá kemur til hans engillinn Gabríel til að útskýra þær sýnir sem Daníel hafði fengið. 

Daníel 9
21  já, meðan ég enn var að tala í bæninni, kom að mér um það bil, er kveldfórn er fram borin, maðurinn Gabríel, sem ég hafði áður séð í sýninni, þá er ég hné í ómegin.    
22  Hann kom og talaði við mig og sagði: "Daníel, nú er ég út genginn til þess að veita þér glöggan skilning. 
23  Þegar þú byrjaðir bæn þína, út gekk orð, og er ég hingað kominn til að kunngjöra þér það, því að þú ert ástmögur Guðs. Tak því eftir orðinu og gef gætur að vitraninni.     24  Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg til þess að drýgja glæpinn til fulls og fylla mæli syndanna og til þess að friðþægja fyrir misgjörðina og leiða fram eilíft réttlæti, til þess að innsigla vitrun og spámann og vígja hið háheilaga.

Svo Gabríel segir við Daníel að sjötíu sjöundir voru gefnar Ísrael til að "fylla mæli syndanna", eitthvað sem verður skýrara á eftir.  Þegar kemur að spádómum í Biblíunni þá táknar einn dagur eitt ár ( 4. Mósebók 14:34 og Ezekíel 4: 6 ), sjá meira um það hérna.  Næst kemur fram hvenær þetta tímabil á að byrja.

Daníel 9
25 
Vit því og hygg að: Frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk, til hins smurða höfðingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingartímar séu. 

Þessa tilskipun um hvenær Jerúsalem yrði endurreist er að finna í Ezra 7: 21-28

Hérna kemur tilvitnun sem útskýrir afhverju við vitum að þessi tilskipun var gerð 457 f. Kr.

  • http://www.teachinghearts.org/dre17hdan09a.html
    Olympiad Dates. Classical historians accurately preserved Olympiad dates for Artaxerxes. These were transmitted from Xenophon and Thucydides through Plutarch to the Christian chronographer Julius Africanus.
  • Ptolemy's Canon. Documents the reigns of kings as far back as the seventh century B.C.
  • Cuneiform Text. (Compiled by Parker and Duberstein), Archeological findings of Babylonian Cuneiform texts providing a relatively complete catalog of dates for kings who ruled there from 626 B.C to A.D. 75.
  • Elephantine Papyri. Records written by Jews who lived on the island of Elephantine, in southern Egypt, during the Persian period. The dates were recorded with both the Persian-Babylonian lunar calendar and the Egyptian solar calendar dates. So this helps to fix the time of reign of Artaxerxes to our dating system. 7

Næst kemur fram hvað á að gerast á þessum 70 vikum eða sem sagt 70 sinnum 7 eða 490 árum.

Daníel 9
26  Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun hinn smurði afmáður verða, og hann mun ekkert eiga, og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs, sem koma á, en hann mun farast í refsidómsflóðinu, og allt til enda mun ófriður haldast við og sú eyðing, sem fastráðin er. 
27  Og hann mun gjöra fastan sáttmála við marga um eina sjöund, og um miðja sjöundina mun hann afnema sláturfórn og matfórn, og á vængjum viðurstyggðarinnar mun eyðandinn koma, en eftir það mun gjöreyðing, og hún fastráðin, steypast yfir eyðandann.

new_ark3Messías var oft kallaður hinn smurði og þegar Kristur dó á krossinum þá afnam Hann slóturfórnar kerfið sem benti til krossins. Þeir sem vita ekki hvað sláturfórnarkerfi gyðinga var geta lesið um það hérna og hérna.  Sáttmálinn sem þarna er fjallað um er skírnin sem markaði byrjunina á starfi Krists og síðan um miðja vikuna eða sem sagt þremur og hálfu ári seinna þá væri Kristur "afmáður" eða drepinn og þar með búinn að uppfylla það sem fórnarkerfi gyðinga benti til. 

Þannig að þegar við reiknum þetta út þá var tilskipunin gerð 457 f.Kr. og ef við bætum 490 árum við það þá vitum við að þetta tímabil endaði 34 e.Kr.  Hérna sjáum við töflu sem útskýrir þetta.

69 Spádóms vikur 1 Spádóms vika483 Years7 Years
Daníel 9: 25, 26 (70 teknar af) Daníel 9: 27  
7 Vikur62 vikur3½ dagar31 A.D. - Crucifixion3½ dagar 
49 Ár 434 ár3½ ár3½ ár
457 f.Kr. tilskipunin um að endurreisa Jerúsalem27 e.Kr. 
Skírn Krists

31
e.Kr. Krossfestingin
Föstudagurinn
Langi 

 34
e. Kr.
Stefán er drepinn
og fagnaðarerindið
er boðað út fyrir Ísrael
 

Ef einhver vill vera með tilkall um að vera Messías sem Gamla Testamentið spáði fyrir um þá varð hann að deyja á þessum tíma og aðeins Kristur uppfyllti það. 

Hérna er síða sem útskýrir þetta í miklu meiri smá atriðum: http://www.teachinghearts.org/dre17hdan09a.html

Í von um að meðlimir Vantrúar njóti dagsins og skemmti sér við bingó spil. Þótt ég persónulega dettur ekkert í hug sem gæti gert daginn leiðinlegri og lengri en að spila bingó.


mbl.is Vantrúaðir spila bingó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðnings yfirlýsing við Jón Val

Veit ekki beint hvernig ég ætti að fara að þessu eða hvort það skipti einhverju máli en mig langaði einfaldlega að segja að mér finnst mjög ómaklega verið vegið að Jóni Vali í hinum og þessum umræðum hérna á blogginu. Einkum var það þessi færsla hérna sem fór fyrir brjóstið á mér: http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/474167/#comment1168932

Allir sem þekkja mig eitthvað vita að ég hef ekki hátt álit á Kaþólsku kirkjunni og hennar trúarkenningum en við eigum að geta rökrætt málefni án þess að ráðast á einstaklinga með yfirgengilegu skítkasti.  Sumir gengu svo langt að kalla Jón Val morðingja og já kór guðleysingja tók undir ófögnuðinn.  Þetta er miklu grófara en það orð sem ollu dómsmáli fyrir ekki svo löngu síðan. Maður var að vona að það dómsmál myndi láta fólk hugsa sig um tvisvar áður en það rakkar fólk niður í svaðið en líklegast þarf meira til.  Ég er hérna ekki að tala eins og einhver dýrlingur sem hef aldrei gripið til móðgana en það breytir því ekki að grípa til móðganna er slæmt.

Jón Valur hefur staðið sig vel í umræðunni hérna á blogginu, tekið málefnalega á hlutunum og ég hef ekki séð hann fara niður í svaðið þar sem margir af hans andstæðingum hafa reynt að tæla hann í.

Svo Jón, haltu áfram góðu starfi!


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband