Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Held að okkur vantar fólk í Ríkisstjórn með smá vit á fjármálum

bildeÞó að ég hafi ekki mikið fjármálavit þá hélt ég samt alltaf að það væri ákveðin aula regla sem stjórnvöld eiga að fara eftir. Sú regla er að þegar það er uppsveifla í samfélaginu þá á ríkið að halda að sér höndunum en þegar kemur niðursveifla þá á ríkið að reyna að blása lífi í samfélagið.  Einhvern veginn sé ég ekki betur en að okkar stjórnvöld hafa gert akkúrat hið öfuga síðustu tíu ár eða svo. Núna þegar kólnar all verulega í atvinnulífi landsmanna þá dregur ríkið svo úr öllum framkvæmdum að það nær varla nokkurri átt. 

Hvað segir blogg heimur, er ég hérna alveg úti að aka og það er ég sem hef ekki hundsvit á fjármálum? 

Held að gáfulegra væri að lækka laun þeirra hæst launuðu og auka við starfsfólk hjá RÚV. Í rauninni ætti að mínu mati að gera þannig þvert yfir allt sem ríkið sér um.  Samkvæmt þessari frétt hérna: http://www.visir.is/article/20071017/FRETTIR01/71017093  þá eru laun Páls ein og hálf miljón á mánuði sem mér finnst  persónulega vera fáránlegt bruðl! 

Ég hef lítið að gera þessa daganna svo ég alveg taka að mér starfið fyrir einn þriðja af því sem hann er með núna Smile


mbl.is Boðað til starfsmannafundar hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú skalt ekki dæma!

Ein af vinsælustu Biblíuversum sem menn vitna í eru þessi orð Krists:

Matteusarguðspjall 7
1Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. 2Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?

En er Jesús hér að segja að við megum ekki dæma vond verk? Mega kristnir ekki segja að eitthvað er rangt?  Þegar Jóhannes skýrari starfaði þá gagnrýndi hann einn valdamesta mann hans tíma fyrir að drýgja hór. Þegar postularnir fóru og boðuðu þá sögðu þeir við valdamenn gyðinga að þeir hefðu myrt son Guðs. 

Hljómar eins og þeir hafi skilið að þeirra hlutverk væri að benda á vond verk og ég trúi að það var þeirra hlutverk og er hlutverk kristna í dag.  Að vera ljós í þessum heimi er að benda á vond verk og hvetja fólk til að iðrast og gera gott í staðinn fyrir illt.

Auðvitað var Jesú ekki þarna að segja að sínir fylgjendur mættu ekki gagnrýna eða dæma!  Það sem þessi breski maður gerði var eins rangt og rangt getur orðið. Svona sjálfselska og illska er algjör viðbjóður sem ber að fordæma og skylda að reiðast yfir svona illsku.

Þeir sem vilja skilja hvað Jesú var virkilega að meina þarna geta lesið orðin í samhengi og velt þeim fyrir sér. Þau sannarlega eru alveg mögnuð og ég trúi því að börn Guðs muni þekkja raust þeirra meistara þegar þau lesa þessi orð:

Matteusarguðspjall 7
1Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. 2Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? 4Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. 5Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.
6Gefið ekki hundum það sem heilagt er og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum og þeir snúa sér við og rífa yður í sig.

Biðjið, leitið

7Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. 8Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. 9Eða hver er sá maður meðal yðar sem gefur barni sínu stein er það biður um brauð? 10Eða höggorm þegar það biður um fisk? 11Fyrst þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann?
12Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.

Þröngt hlið

13Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. 14Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.

Af ávöxtum þeirra

15Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. 16Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? 17Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. 18Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 19Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. 20Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

21Ekki mun hver sá sem segir við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum.
22Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? 23Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.


mbl.is Barnaði dætur sínar nítján sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu verða yngri að ári liðnu?

633078432320546875Í tilefni þess að ég er orðinn eld gamall þá langar mig að benda á rannsókn sem hjálpaði mér að líta jákvæðum augum á framtíðina. Það var rannsókn sem sýndi fram á það að þegar fólk byrjar að lyfta þá beinlínis yngjast upp vöðva frumur líkamans, sjá: Exercise 'reverses' muscle ageing

Það kom ekki mikið á óvart að fólkið sem tók þátt í rannsókninni skildi verða sterkara vegna æfinganna en það kom á óvart að rannsóknir á frumum í vöðvum sýndu að þær hreinlega yngdust upp. 

Það er eins og við getum gefið líkamanum skilaboð um hvort hann á að fara að leggjast í helgan stein með því að gera ekki neitt eða hvort við erum enn full af fjöri og líkaminn bregst við því.  Svipaðar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru virkir í að nota heilann til að leysa gátur eða spila skák eða lesa að það fólk er í minni hættu varðandi Alzheimer og fleira.

Það var mögnuð lífsreynsla að hitta einn karate þjálfara sem ég fór einu sinni í tíma hjá. Maðurinn var orðinn sextíu ára en þegar ég horfði á hann hreyfa sig þá hugsaði ég með mér að ég myndi aldrei vera í jafn góðu formi og hann var í.  Það er engin spurning í mínum huga að maður getur verið í topp formi fram eftir öllum aldri.

Maður má samt ekki gleyma því að sama í hve góðu formi maður er þá getur dauðinn tekið mann hvenær sem er og þá skiptir öllu máli að vera tilbúinn fyrir dóm Guðs. Spyrja sig hvort það geti verið að maður verði fundinn sekur um að ljúga, stela, hata, að vera gráðugur eða öfundsýki.  Fyrir þá sem vilja eiga von um að þetta líf er ekki endirinn þá vil ég benda á þessa grein hérna: Leiðin til lífs

Svo það komi fram, myndin sem fylgir greininni er ekki af mér. Síðan langar mig að benda á aðrar greinar um svipað efni:

Hvernig á að koma sér í form?

Afhverju lifa Aðventistar lengur en aðrir?

Megrunarkúr Mofa

Á þessum nótum reyni ég að hugga mig við hve gamall ég er orðinn og er farinn í ræktina! Cool


Trúverðugleiki þjóðarinnar er í húfi

Mér finnst svo sem ég vera að tjá mig sem algjör viðvaningur hérna en þannig viðhorf þurfa stundum líka að heyrast. 

Það virðist vera í "siðuðum" löndun að þá segja menn af sér þegar þeir klúðra einhverju. Meira að segja þá segja þeir af sér ef einhver af þeirra undirmönnum gerði misstök því að þeir axla ábyrgð.  Núna sjáum við stefnu flokks sem situr við völd hafa sökkt landinu í skuldafen og gert út af við trúverðugleika þjóðarinnar á erlendri grundu. 

Við þurfum að losa okkur við þessa stjórn og boða til kosningu þó það væri ekki nema til að sýna umheiminum að við sem þjóð erum ekki sátt við hvað gerðist og heimtum að þeir sem sitja við völd taki ábyrgð.

Kosningar sem hið allra fyrst; helst áður en núverandi ríkisstjórn nær að klúðra einhverju fleiru.


mbl.is Taka höndum saman um þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrið hans Paleys finnst í bakteríu!

clockworkÍ bókinni Natural Theology þá kom William Paley fram með rökin að sérhvert úr hefur úrsmið og ef þú veist að eitthvað eins einfalt og úr var hannað þá getur þú líka ályktað réttilega að náttúran sem sýnir sömu hönnunarlegu einkenni var líka hönnuð.  Núna hafa vísindamenn fundið vél sem virkar eins og úr í bakteríu sem kallast Cyanobacteria

Ef þú værir á gangi niður á strönd og finndir úr eins og við sjáum hérna til hægri þá myndir þú álykta að úrið ætti eiganda og upprunalega hefði verið hannað með ákveðinn tilgang.  Ef menn samþykkja þessi rök þá hlýtur hið sama að gilda þegar menn finna eitthvað sem virkar eins og úr í náttúrunni sjálfri, ekki satt? 

Ein af þeim veiku rökum á móti þessum rökum Williams voru rök David Humes sem sagði að vélar sem menn búa til væru ekki eins og það sem við sjáum í náttúrunni og þar af leiðandi ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Eins veik og þau rök voru á þeim tíma þá er lítið sem ekkert orðið af þeim í dag því að í minnstu einingum lífs þá erum við að finna sífellt fleiri örsmáar vélar sem menn geta ekki komist hjá því að líkja við manngerðar vélar.

Johnson, Egli og Stewart skrifuðu grein um þetta í Science þar sem þeir sögðu t.d. þetta:

Johnson, Egli and Stewart, “Structural Insights into a Circadian Oscillator,” Science, 31 October 2008: Vol. 322. no. 5902, pp. 697-701, DOI: 10.1126/science.1150451
image9An endogenous circadian system in cyanobacteria exerts pervasive control over cellular processes, including global gene expression.  Indeed, the entire chromosome undergoes daily cycles of topological changes and compaction.  The biochemical machinery underlying a circadian oscillator can be reconstituted in vitro with just three cyanobacterial proteins, KaiA, KaiB, and KaiC.  These proteins interact to promote conformational changes and phosphorylation events that determine the phase of the in vitro oscillation.  The high-resolution structures of these proteins suggest a ratcheting mechanism by which the KaiABC oscillator ticks unidirectionally.  This posttranslational oscillator may interact with transcriptional and translational feedback loops to generate the emergent circadian behavior in vivo.  The conjunction of structural, biophysical, and biochemical approaches to this system reveals molecular mechanisms of biological timekeeping.

Hvernig menn geta farið að því að trúa að þetta varð til með tilviljunum og náttúruvali finnst mér stórmerkilegt. Kannski með því að þylja Darwinista montruna hans Francis Crick, "Líffræðingar verða stöðugt að hafa í huga að það sem þeir eru að horfa á var ekki hannað heldur þróaðist"? 

Af hverju ekki bara að láta skynsemina fá að skína og ekki bæla niður rökhugsunina og segja "já, þetta var pottþétt hannað af vitrænni veru". 

Meira um þetta: http://creationsafaris.com/crev200810.htm#20081031a   og  http://www.reasons.org/tnrtb/2008/04/17/what/


Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Í kringum 500 fyrir Krist þá var Hebrea að nafni Daníel sem bjó í Babelón.  Guð ákvað að upplýsa mannkynið í gegnum kong Babelónar og Daníel um framtíð stórvelda heimsins fram að okkar daga.

Í Daníel 2 lesum við að konungur Babelónar dreymdi draum sem hann gat ekki munað en var viss um að draumurinn hafi verið mjög mikilvægur.  Í gegnum röð atburða þá var það gyðingur að nafni Daníel sem Guð sýndi hver draumurinn var og hvað draumurinn þýddi. 

Við finnum þessa sögu í Daníels bók í Gamla Testamentinu og hérna eru versin sem lýsa draumnum og þýðing Daníels á draumnum:

nr3-dreamDaníel 2
24Daníel fór þessu næst til Arjóks, sem konungur hafði sett til að taka vitringana í Babýlon af lífi, og sagði við hann: „Þú skalt ekki taka vitringana í Babýlon af lífi. Farðu með mig til konungs og ég mun ráða drauminn fyrir hann.“
25Og Arjók leiddi Daníel tafarlaust fyrir konung og sagði: „Ég fann mann meðal herleiddu mannanna frá Júda, sem getur sagt konungi merkingu draumsins.“
26Konungur sagði við Daníel sem kallaður var Beltsasar: „Getur þú sagt mér hver sá draumur var sem mig dreymdi og hvað hann merkir?“
27Daníel svaraði konungi: „Það er ofviða öllum vitringum, særingamönnum, galdramönnum og spásagnamönnum að opinbera konungi leyndardóm þann sem hann spyr um. 28En á himnum er sá Guð sem opinberar leynda hluti og hann hefur nú boðað þér, Nebúkadnesar konungur, hvað verða muni á hinum síðustu dögum. Þetta er draumurinn og sýnirnar sem komu þér í hug í rekkju þinni:
29Konungur, þegar þú hvíldir í rekkjunni hvarflaði hugur þinn að því hversu fara mundi á ókomnum tíma. Og hann, sem opinberar leynda hluti, sýndi þér hvað í vændum er. 30En um mig er það að segja að ekki er það vegna neinnar visku sem mér er gefin fram yfir aðra þá menn sem nú lifa að mér hefur opinberast þessi leyndardómur, heldur skyldi ráðning draumsins gefin þér, konungur, svo að þér yrðu hugsanir hjarta þíns ljósar.
31Þú horfðir fram fyrir þig, konungur, og við þér blasti risastórt líkneski. Líkneskið var feikistórt og stafaði af því skærum bjarma. Það var ógurlegt ásýndum þar sem það stóð frammi fyrir þér. 32Höfuð líkneskisins var úr skíragulli, brjóst og armleggir úr silfri en kviður og lendar úr eir, 33fótleggirnir úr járni en fæturnir að hluta úr járni og að hluta úr leir.
34Meðan þú horfðir á losnaði steinn nokkur án þess að mannshönd kæmi þar nærri. Hann lenti á fótum líkneskisins, gerðum úr járni og leir, og mölvaði þá. 35Þá molnaði niður allt í senn, járn, leir, eir, silfur og gull og fór sem hismi á þreskivelli um sumar. Vindurinn feykti því burt svo að þess sá ekki framar stað. Steinninn, sem lenti á líkneskinu, varð hins vegar að stóru fjalli sem þakti alla jörðina.
36Þetta var draumurinn. Nú segi ég þér merkingu hans, konungur.
37Þú, konungur, ert konungur konunganna og þér hefur Guð himnanna veitt konungdóm, vald, mátt og tign. 38Þér hefur hann selt mennina á vald hvar sem þeir búa, dýr merkurinnar og fugla himinsins og látið þig drottna yfir þessu öllu. Þú ert gullhöfuðið. 39En eftir þinn dag mun hefjast upp annað konungsríki, valdaminna en þitt og á eftir því þriðja ríkið, eirríkið sem mun drottna yfir veröldinni allri. 40Þá mun magnast upp fjórða ríkið, sterkt sem járn. Járn sneiðir sundur og brytjar alla aðra hluti og eins og járnið sneiðir sundur, eins mun þetta ríki brytja og sundurlima öll hin ríkin. 41Fætur sástu og tær sem voru að hluta úr efni leirkerasmiðs en að hluta úr járni. Það boðar að ríkið mun klofna. Það mun þó varðveita að nokkru styrk járnsins því að þú sást að leirinn var blandinn járni. 42Tærnar á fótunum voru að hluta úr járni og að hluta úr leir og eftir því verður það ríki öflugt að nokkru en máttlítið að nokkru. 43Þú sást að járni var blandað í leirinn. Það merkir að giftingar leiða til samrunans en ekki til samlögunar fremur en að járn og leir blandist saman.
44Á dögum þessara konunga mun Guð himnanna magna upp ríki sem aldrei mun hrynja og ekki verða selt annarri þjóð í hendur. Það mun eyða öllum þessum ríkjum og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu. 45Það er steinninn sem þú sást losna úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi nærri, og mölvaði jafnt járn sem eir, leir, silfur og gull. Mikill er sá Guð sem nú hefur birt konungi það sem í vændum er. Draumurinn er sannur og ráðning hans ótvíræð.“
46Nebúkadnesar konungur féll þá fram á ásjónu sína, laut Daníel og bauð að fórna honum matfórn og reykjarfórn. 47Og konungur sagði við Daníel: „Vissulega er Guð ykkar guð guðanna og konungur konunganna. Og leynda hluti opinberar hann fyrst þér tókst að ráða þennan leyndardóm.“ 

Það sem við fáum að sjá þarna er stytta sem er skipt upp í mismunandi hluta. Hver hluti er úr sérstökum málmi sem táknar mismunandi stórveldi á jörðinni.  Daníel tekur fram að Babelón er fyrsta ríkið en eftir það kæmi annað sem er táknað með handleggjum og brjóst úr silfri. Við vitum út frá mannkynssögunni að ríkið sem sigraði Babelón voru Medar og Persar. Eftir það kæmi annað ríki sem táknað er með lendum úr eir ( brons ) og við vitum frá sögunni að Grikkland kom á eftir Medum og Persum. Síðasta ríkið er táknað með járn leggjum en við vitum að Rómarveldi sigraði Grikkland og tók við sem ráðandi afl. Núna kemur það sem er virkilega áhugavert en það er að spádómurinn sagði að Rómarveldi yrði ekki sigrað af öðru ríki heldur myndi það skiptast upp í smærri ríki og það er táknað með fótum þar sem járn er blandað með leir.  Þetta rættist þegar Rómarveldi sundraðist og varð að því sem við köllum núna Evrópu.   Tekið sérstaklega fram að menn munu reyna að nota giftingar til að sameina þetta veldi en það myndi aldrei takast. Við vitum frá mannkynssögunni að kongar Evrópu reyndu hvað þeir gátu að sameina konungs ættirnar með giftingum en Evrópa hélt áfram að vera sundruð.  Menn síðan eins og Napóleon og Hitler reyndu að sameina Evrópu en tókst ekki.

Á síðan tímum Evrópu eða sundraðs Rómarveldi myndi Guð setja upp sitt ríki sem verður eilíft ríki.

Daníel fékk seinna aðra sýn sem gaf meiri upplýsingar um þetta ferli og upplýsti hver þessi ríki voru með nafni en ég ætla að fjalla um það seinna.  Sá sem rannsakar spádóma Biblíunnar og vill samt ekki trúa því að hún er innblásin bók tel ég lifa í afneitun. Guð hefur sýnt honum tilvist sína í gegnum

Hérna er fyrirlestur um þetta sama efni en farið miklu ýtarlegra í þetta efni og bent á fleiri spádóma varðandi Babelón: The Final Kingdom

Sjálfur fyrirlesturinn byrjar eftir 27 mínútur svo til að sleppa við söng og þess háttar þá þarftu að spóla fram í 27 mínútu.

Síðan stutt youtube video sem sýnir styttuna og hvaða ríki hvaða partur af styttunni táknaði.


Hver er munurinn á bankaræningja og ræningja sem vinnur í banka?

bank-robbersNei, þetta er ekki fimm aura brandari, aðeins smá hugleiðing.  Ef ég eða hver sem er myndi vaða út í banka og ræna miljón eða tveimur og væri gripinn daginn eftir; væri mér stungið inn og peningarnir teknir af mér?  Auðvitað segi ég og vonandi þú líka. 

Er einhver munur á því og því sem hefur verið í gangi í fyrirtækja bruðlinu síðustu ár?  Þegar menn taka út úr fyrirtækjum hundruð miljóna með alls konar fáránlegum leiðum?  Sumir líklegast benda á að þótt að það sem þeir gerðu var siðlaust þá var það samt löglegt.  Ég fyrir mitt leiti veit um ein lög skrifuð af Guði sem segja "þú skalt ekki stela" og ég á erfitt með að sjá þessa hegðun sem annað en þjófnað. 

Hvernig væri að segja Bretunum að ef þeir geta fundið þessa menn þá mega þeir taka þeirra peninga upp í skuldirnar?  Ég sé ekki betur en þúsundir munu missa hús sín svo af hverju ekki þeir sem stóðu í bruðlinu og braskinu?

Kannski er ég á hálum ís hérna en það er eitthvað mikið að og löngu kominn tími til að benda á sökudólga og refsa þeim.  Sumir gætu nú spurt "hvað varð um fyrirgefninguna"?  Ég svara því þannig að fyrirgefning er alveg fáanleg fyrir þá er irðast en hún kemur ekki í veg fyrir eðlilega refsingu. Iðrun felst síðan í því að bæta upp fyrir hið vonda sem maður gerði, ef maður getur.

Lúkasarguðspjall 3
7Við mannfjöldann, sem fór út til að láta hann skíra sig, sagði hann: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? 8Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum og farið ekki að segja með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. 9Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.“
10Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“
11En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“
12Þá komu og tollheimtumenn til að skírast. Þeir sögðu við hann: „Meistari, hvað eigum við að gera?“
13En hann sagði við þá: „Heimtið ekki meira en fyrir ykkur er lagt.“
14Hermenn spurðu hann einnig: „En hvað eigum við að gera?“
Hann sagði við þá: „Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið ykkur nægja mála ykkar.“


mbl.is Sveitarfélög í kröggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þjónninn sem Jesaja 53 talar um?

Í umræðunni við greinina Er vitnisburður Nýja Testamentisins trúverðugur? þá kom upp umræða hver væri þessi þjónn sem Jesaja talar um í 53. kafla bókar sinnar.  Það sem gerir þetta mjög merkilegt er að Jesaja er 800 árum fyrir Krist að lýsa mjög sérstökum einstaklingi sem ég tel aðeins geta verið Jesú sjálfan.  Mig langar aðeins að fara betur yfir það svo fyrst versin sem um ræðir:

Jesaja 53
prophet-isaiah-3443-mid1Hver trúði því sem oss var boðað
og hverjum opinberaðist armleggur Drottins?
2Hann óx upp eins og viðarteinungur fyrir augliti Drottins,
eins og rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur ásýndum
né álitlegur svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir, 
fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það sem hann bar
og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
Vér álitum honum refsað,
hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
5En hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið
og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vegar sem sauðir,
héldum hver sína leið
en Drottinn lét synd vor allra
koma niður á honum.
7Hann var hart leikinn og þjáður
en lauk eigi upp munni sínum
fremur en lamb sem leitt er til slátrunar
eða sauður sem þegir fyrir þeim er rýja hann,
hann lauk eigi upp munni sínum.
8Hann var fjötraður, dæmdur og leiddur burt
en hver hugsaði um afdrif hans
þegar hann var hrifinn burt af landi lifenda?
Vegna syndar míns lýðs var honum refsað.
9Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra,
legstað meðal ríkra
þótt hann hefði ekki framið ranglæti
og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann og þjaka.
Þar sem hann færði líf sitt að sektarfórn
fær hann að sjá niðja sína og lifa langa ævi
og vegna hans nær vilji Drottins fram að ganga.
11Að þjáningum sínum loknum mun hann sjá ljós
og seðjast af þekkingu sinni.
Þjónn minn mun réttlæta marga
því að hann bar syndir þeirra.
12Þess vegna fæ ég honum hlutdeild með stórmennum
og hann mun skipta feng með voldugum
vegna þess að hann gaf líf sitt í dauðann
og var talinn með illræðismönnum.
En hann bar synd margra
og bað fyrir illræðismönnum

Hérna sjáum við eftirfarandi lýsingu á þessum þjóni:

  • Þjóninn mun þjást vegna synda annarra.
  • Vegna hans þjáninga og dauða þá fengum "við" frið og urðum heilbrigð.
  • Þjónninn lauk ekki upp munni sínum þegar átti að refsa honum ( Jóhannes 19: 8)
  • Hann var drepinn eða eins og versið segir "hrifinn burt af landi lifenda".
  • Hann var syndlaus eða eins og versið segir " hann hafði ekki framið ranglæti".
  • Hann fékk gröf meðal ríkra ( Matteus 27:56-60 )
  • Þjóninn mun lifna við og sjá þá sem hann dó fyrir lifa langa æfi.
  • Þjónninn mun verða voldugur.

Sumir reyna að láta sem þessi vers eigi við Ísrael en augljóslega þá var Ísrael ekki syndlaust. Af sögu spámananna af þessari þjóð þá var hún sífellt að brjóta af sér svo að Guð þurfti aftur og aftur að senda spámenn til að setja hana aftur á réttan veg. Þjóðin var heldur ekki tekin af landi hinni lifenda og fengið gröf meðal ríkra manna.  Nei, hérna sjáum við merkilegan spádóm um Krist sem hefur ræst sem betur fer því það þýðir að mannkynið hefur von gagnvart dauðanum og dómi Guðs.


Þessir kristnir eru á villigötum

Mér finnst mikilvægt að kristnir troða ekki sinni trú upp á aðra og því miður eru þeir að gera það í þessu tilfelli með því að banna samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Samfélagið hefur auðvitað rétt á því að skilgreina hvað því finnst vera í lagi og hvað er ekki í lagi en fyrir kristinn einstakling þá ætti hann ekki að neita einhverjum um þessi réttindi vegna hans trúar. Ef maður vill trúfrelsi þá er þetta hluti af því. Trú hins kristna manns er fyrir hann. Hann getur deilt henni með öllum sem vilja heyra en það er ekki gott að reyna að breyta hegðun annarra í gegnum löggjafavaldið eða hvaða annað vald.

Kristinn einstaklingur á að hafa mestan áhuga á að breyta hjarta þeirra sem hann talar við. Að þeir mættu öðlast trú og öðlast löngun til að fylgja því sem Guð boðar í orði sínu en ekki þvinga fólk til að hegða sér á ákveðinn hátt eins og að það myndi frelsa einhverar sálir.

Ég get ekki annað en ályktað að þeir sem þarna kalla sig kristna eru á villigötum.


mbl.is Mótmæli í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802778

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband