Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ekki lengur drasl DNA

JunkDNA.jpgFrá því að menn öðluðust skilning á því að lífið væri byggt upp á stafrænum upplýsingum þá hefur þeim greint á um hvort að þau svæði í DNA sem þeir vissu ekki hvað gerði, hvort þau væru drasl eða innihéldu þýðingarmiklar upplýsingar.  Þeir sem aðhyllast þróun spáðu því að þetta væri drasl, leyfar af þróun og þar sem þróun er aðeins tilviljanir þá væri rökrétt að tilviljanir skildu eftir sig rusl. Þeir sem aðhylltust sköpun og vitræna hönnun þeir spáðu því að þetta hlyti að innihalda upplýsingar því að vitrænn hönnuður er ekki líklegur til að skilja eftir sig mikið rusl.

Núna virðumst við vita nógu mikið til að álykta að það sem menn hafa flokkað sem "junk DNA" er ekki lengur drasl.  Þróunarsinnar spáðu rangt fyrir um eins og svo oft áður.  Það er auðvitað nóg að lífið er byggt upp á stafrænum upplýsingum til að sanna lífið var hannað og gat ekki þróast. Þegar vantrúar menn geta sýnt fram á að dauð efni og náttúrulegir ferlar geta sett saman vélar og upplýsingakerfi þá hefur þeirra trú eitthvað gildi en þangað til er þessi trú þeirra lítið annað en lélegur brandari.

Þeir sem vilja lesa um þessar rannsóknir:

Genome Complexity Unveiled: No Junk, Only Function

Intelligent Design and the Death of the "Junk-DNA" Neo-Darwinian Paradigm


Meiri menntun, meiri trú á sköpun?

Hérna á Íslandi hefur ekki verið nein opinber umræða um þessi mál og allt í sjónvarpinu og í menntakerfinu kennir þróun eins og einhver heilaga staðreynd svo ekki nema von að íslenskur almenningur trúir þessari vitleysu.

Tökum t.d. hvað þessar andstæðu hugmyndir spá. Hugmynd Darwins spáir eftirfarandi:

1. Upplýsingaríkar vélar sem eru óeinfaldanlegar munu ekki finnast samkvæmt Darwin sjálfum.
2. Form munu birtast í setlögunum þannig að þau munu sýna hægfara breytingar, byrja sem einföld og verða smá saman flóknari.
3. Gen og virkir hlutar lífvera munu endurspegla afkomenda sögu viðkomandi lífveru.
4. Rökrétt á álykta að margt í DNA kóðanum sé rusl ( junk DNA )

Afþví að við vitum hvernig vitrænir hönnuðir vinna í dag þá getum við spáð fyrir um hvað við myndum finna ef heimurinn var hannaður af viti borinni veru og það er eftirfarandi:

1. Við munum finna upplýsingarík kerfi og vélar sem eru settar saman úr mörgum hlutum til að fá ákveðna virkni fram þar sem ef þú tekur einhvern hlut úr kerfinu þá hættir kerfið að virka.
2. Form í setlögunum munu birtast án þróunarsögu og ekki sýna hægfara breytingar eins forms af dýri yfir í annað form.
3. Sömu upplýsingar í genunum munu birtast víðsvegar alveg eins og hönnuðir nota sömu aðferðirnar sem virka í mismunandi aðstæðum.
4. Genamengið mun ekki innhalda mikið af rusl kóða.

Þeir sem þekkja staðreyndirnar vita hvor hugmyndir passar betur við raunveruleikann. Fyrir mitt leiti þá þótt ég væri ekki trúaður þá hefur þróun bara fyrir langa löngu verið afskrifuð af því að hún bara passar aldrei við staðreyndirnar.

Ýtarlegri umfjöllun um þessi atriði sem ég fór yfir hérna er að finna hér: http://www.ideacenter.org/contentmgr/showdetails.php/id/846


mbl.is Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband