Dómsdags spádómar vísindamanna

Oft virka þeir menn sem við höfum valið að kalla vísindamenn ekkert betri en dómsdags spámenn trúarsafnaða.  Hérna eru nokkur dæmi um slíka spádóma:

65 million Americans” will die of starvation between 1980 and 1989, and by 1999 the U.S. population would have declined to “22.6 million”. Paul Ehrlich, 1968

"The battle to feed humanity is over. In the 1970s the world will undergo famines . . . [AND] hundreds of millions of people [including Americans] are going to starve to death." Paul Ehrlich (Holdren’s co-author and mentor) 1968

"Smog disasters" in 1973 might kill 200,000 people in New York and Los Angeles. Paul Ehrlich 1969
"I would take even money that England will not exist in the year 2000." Paul Ehrlich 1969

 

"Before 1985, mankind will enter a genuine age of scarcity . . . in which the accessible supplies of many key minerals will be facing depletion." Paul Ehrlich 1976

"The threat of a new ice age must now stand alongside nuclear war as a likely source of wholesale death and misery for mankind." Environmentalist Nigel Calder at the first Earth Day celebration.

"The cooling since 1940 has been large enough and consistent enough that it will not soon be reversed." Eco-scientist C.C. Wallen of the World Meteorological Organization, 1969

“...civilization will end within 15 or 30 years unless immediate action is taken against problems facing mankind,” biologist George Wald, Harvard University, April 19, 1970.

“By 1995...somewhere between 75 and 85 percent of all the species of living animals will be extinct.” Sen. Gaylord Nelson, quoting Dr. S. Dillon Ripley, Look magazine, April 1970.
“Because of increased dust, cloud cover and water vapor...the planet will cool, the water vapor will fall and freeze, and a new Ice Age will be born,” Newsweek magazine, January 26, 1970.
“We are in an environmental crisis which threatens the survival of this nation, and of the world as a suitable place of human habitation,” biologist Barry Commoner, University of Washington, writing in the journal Environment, April 1970.
“By 1985, air pollution will have reduced the amount of sunlight reaching earth by one half...” Life magazine, January 1970.
“Population will inevitably and completely outstrip whatever small increases in food supplies we make,” Paul Ehrlich, interview in Mademoiselle magazine, April 1970.
"200,000 Americans will die from air pollution, and by 1980 the life expectancy of Americans will be 42 years." Paul Ehrlich, 1973
“It is already too late to avoid mass starvation,” Earth Day organizer Denis Hayes, The Living Wilderness, Spring 1970

Í dag er John Holden sem er núverandi ráðgjafi Obama í málefnum vísinda með þessa spá hérna:

John Holdren 1986, reiterated in Senate testimony, 2009
A billion people could die from global warming by 2020

 


mbl.is Hlýnunin getur leitt til eldgosa og annarra náttúruhamfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Helgi

Nú þegar deyja um 150 þúsund manns á ári af völdum þess sem er talið vera afleiðingar gróðurhúsaáhrifana. Samt aldrey þessu vant er ég sammála þér moffi. Skrítið.

Jón Helgi, 7.9.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: Mofi

Væri gaman að vita hvernig menn reikna þetta út með 150.000 manns á ári. Sömuleiðis hve góð tengingin er við gróðurhúsaáhrifin og þessi dauðsföll.  Gaman að vera sammála þér, gerist allt of sjaldan :)

Mofi, 7.9.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér finnst afskaplega fyndið að helmingurinn af þessum tilvitnunum eru í einhvern fiðrildasérfræðing.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.9.2009 kl. 13:52

4 Smámynd: Jón Helgi

Sennilega nota þeir einhvern reikning með frávikum minnir mig, árlega deyja visst margir af náttúrulegum orsökum, í fellibyljum og ýmsum náttúruhamförum. Fleiri deyja árlega bara vegna fólksfjölgunar en samt hækkar prósenta þeirra sem deyja meira en fólksfjölda hækkunin segir til. Ekki endilega góð stærðfræði en er samt innan villumarka, sumir vísindamenn og pólitíkusar nota samt alltaf hæstu tölu frekar en minnstu eða miðju töluna. Sjálfur held ég að gróðurhúsaáhrifin hafi minni áhrif á jörðina en tildæmis sólin, vísindamenn og umhverfissinnar hafa ennþá ekki útskýrt fyrir mér af hverju það er að hitna á Mars líka, og hvort að gróðurhúsaáhrifin hafi einhver áhrif þar. Grín spurning en samt ekki auðvelt að svara henni.

Jón Helgi, 7.9.2009 kl. 14:13

5 Smámynd: Mofi

Hjalti, þeir verða að fá að vera með líka :)   

Wikipedia segir síðan þetta um hann:

http://en.wikipedia.org/wiki/Paul_R._Ehrlich
Ehrlich is Bing Professor of Population Studies in the department of Biological Sciences at Stanford University

Mofi, 7.9.2009 kl. 14:14

6 Smámynd: Mofi

Jón Helgi, mjög forvitnileg spurning og gaman að fá svar við henni. 

Mofi, 7.9.2009 kl. 14:17

7 Smámynd: Egill

vísindamenn má einfaldlega ekki taka alvarlega um allt og alla.

þeir sem eru vísindamenn á sviði jarðfræðis, þá gæti verið sniðugt að hlusta á þegar hann talar um eitthvað tengt jarðfræði.

ef hann hins vega fer að blaðra um læknisfræði eða kjarnorkufræði, þá þarftu að hafa varann á.

svona pistlar hjá þér Mofi, fá mann til að halda að þér sé á einhvern máta í nöp við vísindi eða vísindamenn.

Egill, 7.9.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil benda á að Holding segir "could" og tekur mið af svartsýnustu spám eins og 2ja m hækkun sjávarmáls. Þetta er að sjálfsögðu ýkjur, sem byggja á getgátum þessa eina manns, sem er helsti talsmaður hræðsluáróðurs varðandi Global Warming ásamt Al Gore. Helsta ástæða þess áróðurs er að búa í haginn fyrir verslun með kolefniskvóta, sem gæti orðið álíka ábatasamt og olíuiðnaðurinn sjálfur.

Farir þú á google og sörfir svolítið, þá munt þú sjá prédíkara taka þetta í nýjar hæðir, svo þú getur ekki klínt þessu á vísindasamfélagið. 

Paul Erlich er furðufugl. Að vísu vísindamaður. Skordýrafræðingur með sérhæfingu i fiðrildum, sem notaði margföldunartöfluna og skrifaði bók. Á svipuðu kaliberi og ID vísindamennirnir þínir.  Þú sérð nú á tilvitnunum að hann er ekki í lagi og ekki málefnalegt að taka hann sem dæmi um "Vísindamenn per se".

Nigel Calder er umhverfisverndarsinni, sem er andsnúinn GW og hefur sennilega sagt þetta í gríni. Hann er ekki með neina vísindagráðu, en er blaðamaður og handritshöfundur m.a. að myndini "The great global warming Swindle." Hann er af aðalsættum og ekki með neina framhaldsgráðu í nokkurri grein.

 C C Wallen loftslagsfræðingur. Gaf út eina bók um lofstlag á norðurslóðum. Ekkert spurst til hans síðan. Hafði ekki úr miklu að moða árið 1969. Eða hvað heldur þú? Líklegast einn um þessa observasjón. Ég veit um trúbræður þína sem trúa því að jörðin sé flöt og aðra sem telja hana 6000 ára.

 Dillon Ripley: Fuglafræðingur, vitnað í hann af þingmanni ítímaritsviðtali.  Óvíst um uppruna tilvitnunnar en Ripley fæddist árið 1913 og hvergi finnst þessi tilvitnun nema í tengslum við tilvitnun þingmannsins í hann.

Hér er annars greinin, sem þú byggir þessi skrif á. Annars er þetta kóíerað um allt, sem háð á umhverfissinna en ekki Vísindamenn. Þarna er þessu einmitt líkt við trúarbrögð.

Tilvitnun í Newsweek er tilvitnun í Newsweek. Enginn vísindamaður orðaður við þessa fullyrðingu, né sýnt hvert samhengið er í þessu bulli.

 Fullyrðing Commoner er breið og þarf ekki að vera fjarri lagi. Hann gefur enga tímasetningu á hrakspánni.  Hann er Gyðingtrúar.Lífræðingur frá Harvard 1934. Bauð sig fram til forseta bandaríkjanna 1980. Umhverfisverndarsinni.Sé ekki djókinn.

 Life magasine: Tilvitnun í tímarit, ekki í hver fór með fullyrðinguna eða í hvaða samhengi.  Má vel vera að menn hafi séð þá þróun fyrir miðað við mengun í þá daga.(1970) Kol voru þá enn einn megin orkugjafinn t.d. Enginn vísindamaður hér heldur.

Næstu tilvitnanir eru enn í skordýrafræðinginn og bölsýnismanninn Erlich, sem virðist hafa haft góðar tekjur af þessu. Helmingur ofangreindra tilvitnanna er í hann.

 Dennis Hayes er 26 ára nýhættur í sögunámi og hefur aldrei öðlast háskólagráðu (undergraduate). Hver veit hvað satt er til í þessu hjá honum, en hann er eins og margir umhverfissinnar, heldur ákafur. Ekki vísindamaðuur, semsagt frekar.

Jæja...ég vona að þú leyfir þessari athugasemd að standa af því að ég hafði talsvert fyrir henni. 

Er þetta það besta, sem þú getur gert til að níða skóinn af vísindamönnum? Svolítll strákall þarna kannski?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 14:53

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 Leiðrétting:

Dennis Hayes er 26 ára nýhættur í sögunámi, þegar hann segir þetta og hefur aldrei öðlast háskólagráðu (undergraduate). Hver veit hvað satt er til í þessu hjá honum, en hann er eins og margir umhverfissinnar, heldur ákafur. Ekki vísindamaðuur, semsagt frekar.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 14:58

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú annars ekki viss hvað Bing Prófessor er, en þessi ósköp komu fram í fyrstu bók hans The Population Bomb.  Hann leiðrétti þessa spádóma verulega í bók 1990 Sem hét því frumlega nafni The Population Explotion.

Hann hefur að sjálfsögðu viðurkennt að flest af þessu eru börn síns tíma en þetta hefur vakið nægilega athygli á honum til að tryggja honum prófessorstöðu og jafnvel rannsóknarstyrki í grein, sem hann er ekkert mentaður í. 

Hér er tilvitnun í Wikipedia:

"Ehrlich reviewed the predictions in his book The Population Bomb in a 2004 interview and the subsequent criticism that followed due to the specificity of the dates in his predictions. He stated that some of his predictions did not occur, but noted that it was still “horrific” that 600 million people were very hungry and billions under-nourished or malnourished. He stated that his predictions about disease and climate change were correct.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 15:28

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars Spáði Ellen G White endalokum heimsins í fjöldamörg skipti og alveg fram á síðasta andartak. Trúflokkur þinn Aðventistar hafa svo haldið þeirri hefð, en klikkað fram að þessu. Kannski næst það einhverntíman, ef þið eruð nægilega þrautseig.

Hér er annars álitsgerð frá aðventistum:

The Dangers of Climate Change: A Statement to Governments of Industrialized Countries 

Scientists warn that the gradual warming of the atmosphere as a result of human activity will have serious environmental consequences. The climate will change, resulting in more storms, more floods, and more droughts.

To keep climate change within bearable limits, the emissions of greenhouse gasses, especially carbon dioxide (CO2), need to be significantly reduced. Industrialized countries are the main source of these emissions, while the first victims are the small island states and low-lying coastal countries.

Despite the clear risks, governments appear slow to act.

The world membership of the Seventh-day Adventist Church requests that the governments concerned take steps necessary to avert the danger:

1) By fulfilling the agreement reached in Rio de Janeiro (1992 Convention on Climate Change) to stabilize carbon dioxide emissions by the year 2000 at 1990 levels,

2) By establishing plans for further reductions in carbon dioxide emissions after the year 2000, and

3) By initiating more forcefully public debate on the risks of climate change.

 

In signing this statement, Seventh-day Adventists declare their advocacy of a simple, wholesome lifestyle, where people do not step on the treadmill of unbridled consumerism and production of waste. They call for respect of creation, restraint in the use of the world's resources, and reevaluation of our needs as individuals.

This statement was approved and voted by the General Conference of Seventh-day Adventists Administrative Committee (ADCOM) on December 19, 1995.

 Linkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 15:48

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á browsi mínu rakst ég á aðra yfirlýsingu frá aðventistum, sem að vísu er virðingarverð, en ansi upplýsandi í ljósi umræðu, sem oft hefur farið fram hér á blogginu.

Hér er þessi yfirlýsing.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 15:54

13 Smámynd: Mofi

Egill
svona pistlar hjá þér Mofi, fá mann til að halda að þér sé á einhvern máta í nöp við vísindi eða vísindamenn.

Ég vil aðeins minna fólk á að þetta er bara fólk eins og ég og þú. Í mörgum tilfellum þá hafa þeir meiri þekkingu á efninu til að geta gert gáfulegri athugasemdir en Jón Jónsson út í bæ en samt gott að muna eftir því að þeir eru mannlegir.

Jón Steinar
Farir þú á google og sörfir svolítið, þá munt þú sjá prédíkara taka þetta í nýjar hæðir, svo þú getur ekki klínt þessu á vísindasamfélagið. 

Þetta er nefnilega dáldið erfitt að finna hvaða hópur manna maður ætti að kalla "vísinda samfélagið". 

Takk fyrir fína samantekt Jón; hef ekkert á móti henni. 

Jón Steinar
Annars Spáði Ellen G White endalokum heimsins í fjöldamörg skipti og alveg fram á síðasta andartak.

Þetta er rangt hjá þér og erfitt fyrir mig að geta til þess af hverju þú segir þetta.

Mofi, 7.9.2009 kl. 16:32

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

T.d. hér:

"1850: Ellen White, founder of the Seven Day Adventists movement, made many predictions of the timing of the end of the world. All failed. On 1850-JUN-27 she prophesized that only a few months remained before the end. She wrote: "My accompanying angel said, 'Time is almost finished. Get ready, get ready, get ready.' ...now time is almost finished...and what we have been years learning, they will have to learn in a few months."

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 16:45

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Talandi um Danielsbók, þá reiknaði Iisac Newton út samkvæmt henni að endirinn yrði ekki seinna en 260. Er verið að pæla í slíkum vísindum á námskeiðinu ykkar?  Vísindi og trú loksins sameinuð.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 17:03

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

2060

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 17:04

17 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, þetta er ekki spádómur um hvenær endalokin verða heldur að það er ekki langur tími eftir. Biblían gerir þetta marg oft og menn auðvitað meta mismunandi hvað stutt eftir þýðir. Ef það er tíu þúsund ár þá fyrir þróunarsinna eins og þig þá ætti það að vera gífurlega stuttur tími :)

Varðandi Isaac Newton þá er þetta enn betra en það sem hann reiknaði út

Mofi, 7.9.2009 kl. 17:11

18 identicon

Jah HÁ! Biblíu-bókstafstrúarmaður að tala um spádóma!

Það er svo helvíti heppilegt að trúa bara á spádóma sem þurfa aldrei að actually rætast til að fólk trúi þeim.

Það er reyndar þægilegra við vísindin að enginn hótar manni óímyndanlegri angist og pyntingum að eilífu fyrir að vera efins.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:15

19 Smámynd: Mofi

Helgi Hrafn, spádómar Biblíunnar eru ekki þannig. Aðeins örfáir sem eiga eftir að rætast að ég best veit og það eru þeir sem varða endurkomu Krists; allir aðrir búnir að rætast á magnaðan hátt.

Mofi, 9.9.2009 kl. 08:42

20 identicon

Nefndu einn.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:35

21 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, Mofi. Hvort sem þessir 'spámenn' voru vísindamenn eða fræðingar einhvers konar, þá voru þeir bara menn sem fengu 'hugdettur' - töldu þær rökréttar - og skelltu þeim fram, opinberlega.

Okkur hættir öllum til að spá meira og minna til um framtíðina. Stundum hittum við naglann á höfuðið en oftast skjátlast okkur.

Þannig er því líka farið með spádómana um 'tíma endalokanna'. Það er óheiðarlegt af þér að segja að þeir hafi ræst og aðeins einn sé eftir.

Ég hef gert þessu nokkuð rækileg skil í bloggfærslu þann 27. apríl 2008 sem nefnist Hvað tefur endurkomu Jesú Krists?  Niðurstaða þeirrar færslu er í raun og veru sú, að ómögulegt er að búast við því að síðustu spádómarnir rætist.

Sigurður Rósant, 9.9.2009 kl. 16:03

22 Smámynd: Mofi

Rósant, ég talaði nú um að þeir sem ég vissi að ættu eftir að rætast fjölluðu um endalokin eða atburði rétt fyrir endalokin. Ef það eru aðrir þá bara veit ég ekki um þá.  Leitt að hafa misst af þessari grein þinni, hefði haft gaman að því að karpa aðeins um hana :)

Helgi Hrafn, ég fjallaði um einn þeirra hérna: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Annars endilega kíktu á námskeið sem eru núna í gangi þennan mánuðinn, sjá: Námskeið í spádómsbók Daníels í Loftsalnum 8. sept. - 6. okt.

Mofi, 9.9.2009 kl. 16:26

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Helgi Hrafn, ég fjallaði um einn þeirra hérna: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Mofi, nú eru fræðimenn almennt sammála um að þessi "spádómur" hafi verið skrifaður eftir atburðina og að konungsdæmin séu Babýlónía, Medaveldi, Persaveldi og síðan Grikkir. Þannig að þessi uppfyllti spádómur gengur ekki upp.

En þó svo að ykkar túlkun væri rétt, þá er þetta álíka sannfærandi og spádómar Nostradamusar. Allt í einhverjum óskýrum og ónákvæmum lýsingum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.9.2009 kl. 16:40

24 Smámynd: Mofi

Hjalti, þú átt við að ákveðinn hópur manna er sammála um að þessi spádómur hafi verið skrifaður eftir atburðina. Ég er á því að eina alvöru ástæðan fyrir þessu er að spádómurinn er góður og þessir menn velja að trúa þessu frekar en að Daníel hafi sagt fyrir um þessa atburði. Ekki vegna þess að þeir hafa einhver góð rök fyrir þessari afstöðu sinni.

Mofi, 9.9.2009 kl. 17:31

25 Smámynd: Sigurður Rósant

Hér hef ég tekið saman á nokkuð skíran máta, þá spádóma sem talað er um í NT

Þessir spádómar eiga að rætast á undan endurkomunni skv. Matt 24. kafla:

  • Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!` og marga munu þeir leiða í villu.
  • Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.
  • Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.
  • Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.
  • Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.


Gott og vel.

Ofangreind atriði má segja að séu sígild og hafi verið að rætast í margar aldir til dagsins í dag. Benný Hinn leikur á alls oddi og selur grimmt sína læknisþjónustu, en fjárfestir og verslar eins og honum sýnist fyrir tekjur sínar. 

En svo fer að verða erfiðara að sjá eftirfarandi rætast:

  • Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.

Ofangreint atriði er í sérstöku uppáhaldi hjá Vottum Jehóva og S.D.Aðventistum. Vottar Jehóva benda þarna á "nafn míns", sem nafnið Jahve eða Jehóva. Aðventistar benda aðeins á nafnið Jesú í þessu sambandi en telja að Páfavaldið muni sérstaklega eltast við þá út af "hvíldardeginum", þ.e. laugardeginum sem er hinn eini sanni helgidagur að þeirra mati.

  • Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða.

Ofangreint hefur ekki ræst ennþá, en nú eru gósentímar hjá ofstækisfullum einstaklingum og benda mönnum á mengun, offjölgun, hungur, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og svo væntanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Nú og efnahagshrunið, en þá töldu trúaðir að loksins væri eitthvað að rætast.

En svo kemur síðasta loforðið sem virkar eins og spaug aldanna fyrir þeim sem lengi hafa pælt í þessum spádómum;

  • Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

Þrátt fyrir margra áratuga  trúboð í Afríku, Asíu, Kína og öllum kommúnistaríkjum heims, þá hefur "fagnaðarerindið" ekki náð eyrum almennings þessara landssvæða og heldur ekki stjórnvöldum þeirra.

 Jafnvel þó að fólk þessara heimshluta flytji til Vesturlanda, hefur það ekki neinn áhuga fyrir "fagnaðarerindinu".

Sem dæmi má nefna allan þann fjölda Múslíma sem flust hafa til Vesturlanda undanfarna áratugi. Þeir horfa algjörlega fram hjá allri trúarflóru Vesturlandabúa en halda fast við siði sinnar fjölskyldu og horfa eingöngu á sjónvarp frá heimalandi sínu í gegnum gervihnattasjónvarp. Fáir þeirra þora að laga sig að siðum okkar Vesturlandabúa. En þeir mæta illa á föstudagsbæn eins og kristnir í kirkju á sunnudögum.

Svo til að bæta gráu ofan á svart hamra Hvítasunnumenn þessa dagana sérstaklega á eftirfarandi fyrirheiti sem þeir kalla "burthrifninguna".

  • Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.
  • Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.
Af þessari samantekt má sjá að mjög langt er í tíma endalokanna - jafnvel tugir milljóna ára.

Sigurður Rósant, 9.9.2009 kl. 19:13

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, þú átt við að ákveðinn hópur manna er sammála um að þessi spádómur hafi verið skrifaður eftir atburðina. Ég er á því að eina alvöru ástæðan fyrir þessu er að spádómurinn er góður og þessir menn velja að trúa þessu frekar en að Daníel hafi sagt fyrir um þessa atburði. Ekki vegna þess að þeir hafa einhver góð rök fyrir þessari afstöðu sinni.

Þessi "ákveðni hópur manna" eru sérfræðingarnir á þessu sviði.

Síðan verðurðu að greina á milli þegar þú segir "hafi sagt fyrir um þessa atburði", því að þeir segja að spádómarnir fjalli um atburðu Makkabeauppreisnanna, en þú (og aðventistar almennt) að þetta fjalli um alla mannkynssöguna eftir þann tíma.

Síðan hafa þeir mjög góð rök, þú bara hefur líklega ekki kynnt þér þau almennilega eða þá að þú bara sættir þig ekki við þau.

Þess má til gamans geta (var að fletta upp í bók sem ég á eftir að lesa og er með í bókahillu hérna) að þessi hugmynd um að Daníelsbók hafi verið skrifuð á 2. öld f.o.t. er frá 3. öld!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.9.2009 kl. 19:23

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þess má til gamans geta að þessi bók heitir The Apocalyptic Imagination og ætli ég lesi ekki kaflann um Daníelsbók í kvöld!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.9.2009 kl. 19:25

28 Smámynd: Mofi

Rósant, megnið af efninu sem þú nefnir er efni fyrirlestursins sem er 24. sept. Það sem mér finnst mest undarlegast hjá þér er þetta með að þegar fagnaðarerindið er predikað út um allan heim þá mun endirinn koma. Í dag sjáum við sífelt fleiri svæði opnast fyrir kristnum trúboðum og það vantar ekki mikið upp á að fagnaðarerindið heyrist um allan heim. Hérna hjálpar líka sjónvarpið og internetið.  Þú ert kannski að rugla þessu saman við að allir heyri og hafi áhuga en ég sé aðeins að það mun vera predikað út um alla jörðina; ekki að allir heyri og allir taki eftir.

Hjalti, það eru margir sérfræðingar sem eru á því að Daníel hafi skrifað bókina á þeim tíma sem bókin segist hafa verið skrifuð; þ.e.a.s. í kringum 500 f.kr.  Sé ekki betur en þú bara velur einhvern hóp sem er með skoðun sem þér líkar og kallar þann hóp "sérfræðingana" þótt það eru heilmargir sem eru alveg jafn miklir sérfræðingar en eru bara ósammála.

Varðandi aðra túlkanir þá hef ég heyrt nokkrar og alltaf þótt þær augljóslega kolrangar. Ef þú veist um góð rök fyrir þeim þá væri gaman að sjá þau.

Varðandi Apocalyptic Imagination þá mæli ég með að þú bíðir aðeins með kaflan og kíkir í Loftsalin í kvöld. Getur spjallað við Björgvin um hvenær Daníelsbók var skrifuð; stór hluti af hans æfi hefur farið í að stúdera mannkynssöguna og spádóma Biblíunnar og hann er sama sem doktor í þessum fræðum. Á bara eftir að verja doktors ritgerðina...

Mofi, 10.9.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband